Heimilisritið - 01.02.1958, Side 12

Heimilisritið - 01.02.1958, Side 12
Mark. Aðrir aðstoðarmenn voru Vitali G. Pavlov, fyrrum starfs- maður við rússneska sendiráðið í Ottawa og Mikhail Svirin, fyrr- um starfsmaður við Sameinuðu þjóðirnar. I níu ár voru þessir menn í hættulegasta njósnahring sem starfað hefur í Ameríku. Þeir ferðuðust um og urðu sér úti um mikilvæg herðnaðarleyndarmál, sem þeir skiptust síðan á þegar þeir hittust af ,,tilviljun“ á járn- brautarstöðvum eða í snyrtiklef- um kvikmyndahúsa. Reino Hayhanen var nánasti samstarfsmaður Abels. Hann fór fyrir nokkru frá Bandaríkjunum og skaut upp kollinum í París. Þar fór hann í ameríska sendi- ráðið og bauð að láta Vesturveld- in hafa í sínar hendur, þá vit- neskju, sem hann hafði um njósn- ir Rússa. Hayhanen var búinn að vera njósnari í Ameríku í fimm ár og síðasta skipunin til hans frá Moskvu, var að afhenda eiginkonu eins atómnjósnarans, sem sat í fangelsi, fimm þúsund dollara. Þegar Hayhanen kom að húsi konunnar, sá hann að lög- reglumenn voru þar á verði og þá varð hann hræddur. Hann ákvað að flýja land og fór þá til Frakk- lands, en hirti fimm þúsund doll- arana. Hayhanen, sem er 37 ára að aldri, situr nú í fangelsi. * Margur er lcviks voðinn Maður stóð á götu í enskri borg, þegar sporvagn ók framhjá. í sama bili datt hann, hafði fengið skot í lærið. Skotið kom frá sporvagninum — hann hafði ekið á skothylki, sem lá á teininum og sprengt það með þunga sínum. Veiðimaður særðist af skoti, sem lax hleypti af. Hann var í bát og lét 'laxinn skella niður í bátinn, en þar Iá byssa, og fiskur- inn kom við gikkinn á henni svo skotið hljóp úr. Maður stóð og virti fyrir sér beinagrind af mannætuhákarli. Hann stakk hendinni inn í uppglennt ginið, en eitthvað kom kjálk- unum til að skella saman. Þegar búið var að losa höndina úr hákarlskjaftinum, varð maðurinn að fara á slysavarðstofuna og láta sauma saman sárin. 10 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.