Heimilisritið - 01.02.1958, Side 15

Heimilisritið - 01.02.1958, Side 15
Eg kyssi bara fyrir peninga segir Ingrid Bergmann ,,VIÐ kyssum ekki hvort ann- að nema fyrir borgun,“ sagði Ingrid Bergman þegar hún var á blaðamannafundi í London. Hún var beðin um að kyssa Cary Grant, sem á að leika á móti henni í nýrri mynd, og blaða- mannafundurinn var haldinn til að segja frá myndinni. Það er nýbyrjað á henni í Elstree-kvik- myndaverinu í Englandi og myndin á að heita Indiscreet. Ingrid Bergman var róleg og brosti blítt fyrir blaðamennina. Það var ekki hægt að sjá á henni nein merki sorgar eða iðrunar út af skilnaðinum við eiginmann- inn, ítalska kvikmyndaleikstjór- ann Roberto Rossellini. Þau höfðu ekki verið saman í nokkra mánuði, en hittust þá á Orly- flugvellinum í París og föðmuð- ust heitt og innilega og lýstu yf- ir því, að þau væru ákaflega hamingjusöm. Nokkrum dögum seinna kom tilkynningin um skilnað þeirra. Það er gizkað á, að ástæðan fyrir því, að þau hjónin hafa slit- ið samvistum, sé fyrst og fremst sú, að Rossellini hefur verið að daora við hinar og þessar kon- ur, og seinast við indversku leik-, konuna Sonali das Gupta, sem á von á sér innan fjögurra mán- aða. Önnur ástæðan er sú, að Rossellini hefur verið í vandræð- um með peninga, staurblankur ef satt skal segja. Ingrid Berg- man hefur unnið sér inn stórfé í meira en hálft ár með því að leika í leikritinu Tea and Sym- pathy í París, og hver einasti eyrir af því hefur farið í að borga skuldir eiginmannsins. * heimilisritið 13

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.