Heimilisritið - 01.02.1958, Síða 18

Heimilisritið - 01.02.1958, Síða 18
áreiðeinlega vakna aftur af þeirri leiðslu.“ Þær horfðu báðar í gegnum gluggann, út á stóra flötinn, þar sem Charlotta sveif léttilega á milli sjö, ungra manna, sem ber- sýnilega voru alveg miður sín af hrifningu. Mary kom fljótlega auga á Bob í aðdáendahópnum. ..Heldurðu að hún sé búin að dáleiða þá alla ?“ spurði hún áhyggjufull. „Charlotta getur engan mann dáleitt, sagði Della með lítils- virðingu, — að minnsta kosti ekki gegn vilja þeirra. En viljann virð- ist nú sannarlega ekki vanta. All- ir karlmenn gera sig að kjánum, svona stundum. Jafnvel þeir allra beztu og laglegustu." Mary hleypti brúnum hugsandi á svipinn: — „Jæja, svo að hún getur þá yfirleitt alls ekki dá- leitt, hugsaði hún með sér. Della hélt áfram : — ,,Ef þessi litli friðarspillir hypjar sig ekki fljótlega heim aftur, þá skal hún aldeilis fá gjöf frá mér. Og það verður hvorki meira né minna en heill farseðill til New York.“ Mary brosti undirfurðulega: — ,,Eg held næstum að ég geti spar- að þér þau útgjöld," sagði hún. — ,,Mér datt nefnilega dálítið í hug, dálítið sniðugt, skal ég segja þér.“ Della horfði á hana : — ,,Tarna var skrýtið,“ sagði hún. — ,,Þú ert allt í einu orðin svo lík ein- hverri manneskju, sem mér finnst • ég þekkja. “ „Henni móður minni ?“ sagði Mary. Þegar þær komu niður, stóð Bob á fætur, hár og glæsilegur og hjartað tók snöggt viðbragð í brjóstinu á Mary. ,,Hvar hefurðu eiginlega falið þig í allan dag, engillinn minn ?“ spurði Bob og rétt í sömu and- ránni birtist Charlotta við hlið- ina á honum og lagði hendina á öxl hans. ,,Þetta er nú eiginlega svo nær- göngul spurning, að ég kæri mig ekki um að svara henni,“ sagði Mary. — ,,En nú er víst kominn matmálstími, ef mér missýnist ekki.“ Hún ýtti hinni litlu, mjúku hönd Charlottu til hliðar, hægt en ákveðið, og tók sjálf undir arm Bobs. — ,,Ég veit sosum að það er vonlaust,“ sagði hún lágt og andvarpandi. — ,,En þú ert nú samt eini maðurinn, sem ég elska.“ ,,Hjálpi mér . . . ,“ sagði Bob. Að borðhaldinu loknu, gengu þau öll út á svalirnar, þar sem dansa átti um kvöldið og meðan allir hlóu og mösuðu, leiddi Mary Tim Cargill afsíðis og hvíslaði einhverju að honum, svo lítið bar á. 16 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.