Heimilisritið - 01.02.1958, Side 22

Heimilisritið - 01.02.1958, Side 22
Konungurinn, sem var kona ★ ★ ★ KRISTÍN Svíadrottning var mest umtalaða kona síns tíma. Sérvizkulegt framferði hennar og klæðnaður var umræðuefni allr- ar Evrópu. Þegar hún fæddist, var hún kafloðin frá hvirfli til ilja og grát- ur hennar var svo dimmraddað- ur, að þjónarnir flýttu sér til kon- ungsins og tilkynntu honum, að hinn langþráði ríkiserfingi væri fæddur. Þegar mistökin komu í ljós, þorði enginn að segja konungi frá því, þar til loks systir hans, Katrín prinsessa tók í sig kjark. En upp frá því kom Gústaf Adolf fram við við Kristínu eins og hún væri drengur. Móðir hennar, María Elinóra drottning, hataði þetta ljóta barn frá því hún leit hana augum, og svo undarleg slys eltu barnið, að grunur vaknaði. Eftir að svalir duttu niður á vögguna og höfðu næstum sálgað því, tók konung- ur að sér uppeldi þess. Hún var uppfrædd af karl- mönnum einum og var látin lesa yfir tólf stundir á dag. Þegar hún óx upp, varð hún orðlögð fyrir kunnáttu sína á mörgum sviðum. Þegar konungur féll í orustu, grét litla prinsessan í þrjá sólarhringa samfleytt og var næstum búin að eyðileggja sjónina'. Seytján ára gömul, árið 1632, vann hún eið sem \onungm Svía. Kristín var furðulega þolin og at- hafnasöm, svo hún gekk alveg fram af hirðmönnum sínum. Hún þurfti aldrei nema fjögurra tíma svefn. Frítíma sínum eyddi hún á hestbaki, veiðum, í líkamsæf- ingar og dans framundir morg- un. Það var skoðað sem refsing að borða með henni, því hún drakk ekki annað en vatn og borðaði svo lítið, að eftir nokkrar mín- útur stóð hún upp frá borðum og hungraðir gestir hennar urðu að gera slíkt hið sama. Þegar hinn ungi og fríði, franski greifi, Gabriel de la Gar- die, heimsótti sænsku hirðina, töfraði hann Kristínu með fág- uðum þokka sínum. Hingað til 20 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.