Heimilisritið - 01.02.1958, Qupperneq 33

Heimilisritið - 01.02.1958, Qupperneq 33
innflytjandi til Bandaríkjanna. Arin 1921 og 1922 sat hann inni í átján mánuði í Sing Sing fyrir morð á hafnarverkamanni, en eftir það varð hann varfærnari og fékk sig sýknaðan af hverri morðákæru eftir það. Nokkru eftir að Anastasia losn- aði úr fangelsinu kynntist hann nokkrum ungum og efnilegum bófum eins og A1 Capone, Lucky Luciano og Frank Costello. A1 Capone var fyrsti bófinn í Ameríku, sem hlaut titilinn óvin- ur almennings númer eitt. Lög- reglunni tókst aldrei að sanna á hann neinn glæp, heldur féll hann á svo ómerkilegum hlut (fyrir Capone) sem skattsvikum. Það var tímanna tákn, að af 50 mönnum, sem vitnuðu gegn Ca- pone í skattsvikamálinu, voru 32 myrtir. Árið 1947 dó Capone — úr lungnabólgu. Charles Lucky Luciano var næstráðandi í bófaflokknum hjá Capone og var kallaður ,,hættu- legasti maður í heimi'*. Lögregl- unni tókst ekki heldur að sanna á hann glæpi, heldur var hann dæmdur fyrir að reka vændis- kvennahús í stórum stíl. Hann var látinn laus árið 1947 og rek- inn úr landi til Ítalíu, en þar var hann fæddur. Var hann einn af 499 glæpamönnum frá ftalíu, sem Bandaríkjastjórn hefur ekki kært sig um að hafa í sínu landi. Lu- ciano er nú sextugur að aldri og býr í Napoli. Þar má hann ekki láta sjá sig úti eftir að dimmt er orðið, má ekki fara í veitinga- hús, sem hafa vínsöluleyfi, og má ekki fara lengra frá borginni en í 20 kílómetra fjarlægð. Frank Costello, sem nú er 66 ára, hét réttu nafni Francesco Castiglia, og erfði foringjastöð- una eftir að A1 Capone féll frá. Hann hefur verið kallaður for- sætisráðherra glæpaheimsins, Veðmálagreifinn og mörgum öðrum nöfnum. Costello græddi mikið fé á spilakössum og græddi ekki minna en þrjár milljónir dollara á ári fyrir stríð. Stundum voru litlir stigar við spilakassana — það var gert til þess að börn- in gætu losað sig auðveldlega við sparifé sitt. Nýjasta nafnið á Costello er ,,Hendurnar“. Það fékk hann fyrir tveimur árum er hann kom fyrir rannsóknarnefnd þingsins, sem Estes Kefauver veitti formennsku, og neitaði að láta sjónvarpsstöðvarnar senda út myndir af andliti sínu. Menn heyrðu aðeins ráma rödd hans og sáu titrandi hendur hans í sjón- varpinu. Costello var orðinn vanur því að sýna dómstólunum fyrirlitn- ingu, og hann lauk heimsókn sinni hjá rannsóknarnefndinni HEIMILISRITIÐ 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.