Heimilisritið - 01.02.1958, Qupperneq 38
heppni — þar hittumst við aftur !
Og ég hef nægan tíma —“
I þetta sinn flýttu Sara og Jane
sér upp að bíldyrunum og sögðu
gáskafullar við Clem, að tími
væri víst það eina, sem nóg væri
af á eyjunni. Þær fóru afturí eins
og í fyrra skiptið og enn settist
ég við hlið Clem og hann brosti
við mér.
,,Hvernig er með söngröddina
þína Clem ? spurði Jane.
,,Hún er á sínum stað,“ svar-
aði hann.
Það virtist vera svo undur sak-
laust og meinlaust að syngja sam-
an á meðan bíllinn brunaði á-
fram. Skuggaleg trén og strönd-
in þutu framhjá og tíminn leið
jafnvel enn hraðar.
Clem sagðist ætla að skjóta
okkur heim. Fyrst fór hann með
Jane vegna þess að stytzt var
heim til hennar og síðan spurði
hann Söru, hvar hún byggi, og
fór með hana þangað. Og þann-
ig vildi það til, að ég var ein eft-
ir í bílnum með honum.
,,Þú átt fyrst að beygja til
vinstri til að komast heim til
mín,“ sagði ég við hann.
,,Eg veit, hvar þú átt heima,“
sagði hann mér til undrunar. ,,Ég
tók eftir þér og spurði, hver þú
værir, fyrir löngu.“
,,Er það ?“ spurði ég hissa, en
ennþá meira varð mér bilt við
kippinn, sem hjarta mitt tók,
þegar hann sagði þetta.
Allt var breytt, þegar stelpurn-
ar voru farnar. Rödd Clems var
líka breytt.
,,Ég hef verið að velta dálitlu
fyrir mér,“ sagði hann.
Á meðan hann talaði beygði
hann inn á troðning með greni-
tré beggja vegna. Hann ók nokk-
urn spöl, minnkaði ljósin og lagði
bílnum.
,,Ég hef ekið um vegina á
hverju kvöldi síðan síðast til að
gá að þér,“ sagði hann skyndi-
lega.
ÉG kom ekki upp nokkru orði,
þegar Clem rétti höndina hægt
út og snerti vanga minn. Blóðið
þaut fram í kinnar mínar. Hann
kyssti mig blíðlega og færði sig
síðan frá mér, svo ég hafði gegn
engu að berjast, engu að neita.
,,Ég verð að fara heim og þú
líka,“ sagði ég óróleg.
,,Ekki ég,“ sagði Clem. ,,Það
er enginn heima hjá mér núna.
Betsy, getum við ekki hitzt eitt-
hvert kvöldið, bara við tvö?“
Ég var fljót til svars. ,,Mig
myndi langa til að hitta þig, en
þú ert kvæntur Clem.“
,,Ég er ekki hamingjusamur í
hjónabandi, Betsy,“ sagði hann
þá. ,,Ég hef hangið í hjónaband-
inu vegna þess, að ég á tvö börn.
36
HEIMILISRITIÐ