Heimilisritið - 01.02.1958, Side 39
Alveg eins og ég hef hangið í
þessari leiðinda vinnu — þú veizt
kannske, að ég hef umsjón með
einum sumarbústaðanna.“
Eg kinkaði kolli. ,,En ég get
ekki —“ byrjaði ég.
„Bíddu við,“ greip hann fram
í. ,,Ég ætla ekki að halda þessu
áfram að eilífu. Ef systir mín
giftist, tekur hún börnin fyrir
mig. Konan mín yrði fegin að
losna frá hafurtaskinu. Hvað er
að því að hitta mig einhvern
tíma, Betsy, þegar þannig er í
pottinn búið ?“
Rödd hans var lág og áköf, en
ég hristi höfuðið.
,,Ég er enn að velta dálitlu
fyrir mér,“ sagði hann blíðlega.
,,Við skulum sjá til, hvort þetta
er skilnaðarstundin eða ekki —“
Hann umlauk mig í faðmi sér
og í þetta sinn sleppti hann mér
ekki, þegar hann kyssti mig.
,,Bara í þetta sinn í kveðjuskyni,“
sagði ég við sjálfa mig, þegar
hann byrjaði, en hugsanir mín-
ar óskírðust, þegar áhrifin frá at-
lotum hans læstust um mig. Var-
ir mínar opnuðust hægt. Þannig
hafði ég aldrei verið kysst fyrr,
ég hætti að reyna að ýta hönd-
um hans burt . . . ég var í sælu-
vímu og allur líkami minn heimt-
aði meira.
Allt í einu sleit ég mig lausa,
skelfingu lostin yfir hvötunum,
sem hann hafði vakið með mér.
Ég skalf.
,,Þetta er það, sem ég var að
velta fyrir mér,“ hvíslaði hann
skjálfraddaður. ,,Hvort þú mynd-
ir bera sömu tilfinningar til mín
og ég til þín.“
,,En við þekkjumst sama og
ekki neitt,“ sagði ég efasöm.
,,Ég býst við, að þannig vilji
það stundum til,“ sagði hann.
,,Svo var það um mig.“
ÉG var aftur komin í faðm
Clems og fannst það, sem hann
hafði verið að segja, réttlæta
það, að við værum svo nálægt
hvort öðru. Hann var ekki að-
eins að sækjast eftir atlotum,
það var ég, sem hann sóttist eft-
ir. En þótt ég endurgyldi kossa
hans, barðist ég gegn mínum
eigin hvötum. í þetta sinn losaði
ég mig fljótlega úr faðmi hans.
,,Þó við þykjumst geta réttlætt
þetta, er það ekki rétt þar sem þú
ert kvæntur, Clem.“
,,Við skulum tala út um það,‘
sagði hann. ,,Hittu mig annað
kvöld.“
,,Nei,“ sagði ég í örvæntingu.
,,Við getum ekki hitzt tvö ein.
Fyrst okkur er þannig innan-
brjósts, megum við það ekki.“
,,Ég er orðinn ástfanginn af
þér og ég mun halda áfram að
vera það,“ sagði hann og var
HEIMILISRITIÐ
37