Heimilisritið - 01.02.1958, Page 55

Heimilisritið - 01.02.1958, Page 55
hægt er að sækjast eftir. En nú gerist nokkuð óvænt. A meðan að þér hafið verið að leggja net yðar með öllum þesum ráðum, hefur hún séð til þess, að þér fá- ið ást á henni og getið ekki ráðið við neitt. Engin kona sleppir slíku tækifæri úr greipum sér. Hún hefur líka lagt út sín net og ekki verr en þér, og nú uppgötv- ið þér, yður til mikilar skelfing- ar, að nú er allt um seinan, nú er fjandinn laus. Á svipstundu hefur þetta gripið um sig. Hún hefur fangað yðar hjarta og þér getið ekki sofið á nóttunni af hreinni ást, þér liggið og byltið yður í rúminu og mælið af munni fram ljóð eftir Jónas og Davíð. Astin, já þetta er ástin ! Næsta morgun þjótið þér út í blómabúðina og sækið fangið fullt af rósum, síðan til gullsmiðs og sækið trúlofunarhringa, og svo flýtið þér yður til hinnar heitt- elskuðu, hinnar dásamlegu bráð- ar yðar, með pípuhatt og vatns- greitt hár. Þér kastið yður á hnén frammi fyrir henni, núið saman höndum og gefið frá yður ein- hver óskiljanleg hljóð. Á meðan situr ,,bjarmi vona yðar” stillt og róleg eins og hver önnur topp- önd, og lítur á yður með með- aumkunarbrosi á vörum. Loks grípur yður æði, þér troðið gull- hringnum á fingur hennar, hring- ið til prestsins og pantið giftingu með rauðum rósum og kórsöng. Og þar með er veiðinni lokið ! Bráðin hefur verið að velli lögð ! Þér eruð búinn að vera ! * Ósk litlu stúlkunnar Krakkar hafa stundum komið óþægilcga flatt upp á hlustendur í útvarpi og sjónvarpi. Lítilli, áta ára telpu tókst mcð hrcinskilni sinni og hispurslausu tali að stöðva sjónvarpsútsendingu í Ameríku, svo varð algcr þögn og myrkur í þrjár mínútur. Lilta stúlkan var spurð að því, hvað hana langaði mcst til að cignast. „Rúm,“ sagði hún. „Hvcrs vcgna rúm?“ spurði þulurinn. „Pabbi er í hemum og ég sef hjá mömrnu," sagði sú litla. „En á föstudögum kemur Kalli frændi í hcimsókn, og þá er ég látin sofa t' eldhúsinu." HEIMILISRITIÐ 53

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.