Heimilisritið - 01.02.1958, Page 58

Heimilisritið - 01.02.1958, Page 58
freyja ein urðu að berjast við tímann til þess að ná saman. Þau töluðu fyrst saman er flug- vélin hóf sig á loft á leið yfir Atlantshafið. Þegar flugvélin var hálfnuð yfir hafið, stundi Tony upp bónorðinu. Þegar þau komu til Lundúna fengu þau sérstakt leyfisbréf og voru gift þar á staðnum. Tveimur dögum seinna hittu þau vini sína í New York og héldu þá brúðkaupsveizluna sína með þeim. Svo var piltur einn í Wales, sem gerði sér ekki grein fyrir því, að örin úr boga Amors getur far- ið með eldingarhraða. Hann var búinn að vera með sömu stúlk- unni í fimm ár. Svo rifust þau og þá var hann með annarri stúlku í fjögur ár. Þegar kastað- ist í kekki á milli þeirra, kynntist hann þriðju stúlkunni og þau voru saman í þrjú ár. Loks kynnt- ist hann ungri og fallegri ekkju. Hann bað hennar eftir þrjár vikur, þau giftu sig þremur mán- uðum seinna! * Churchill — slagorðafúskari Churchill hcfur vcrið ásakaður fyrir að vcra lítt frumlcgur í slagorðum þeim, scm tíðast eru cftir honum höfð. Hér cru nokkur dæmi: Eftir hinar áköfu loftárásir á London, sagði hann þessi frægu orð: „Alclrci hafa jafn margir átt jafn fáum jafn mikið að þakka.“ En í skáldsögunni „Flóttamennirnir" eftir Conan Doyie stendur: „Aldrci hcfur jafn lítill her varið jafn stórt andsvæði jafn lcngi.“ Líkingin cr ábcrandi. „Ég gct aðeins lofað blóði, striti, svita og tárum,“ sagði Churc- hill í stríðinu. Áður hafði frelsishetjan Garibaldi sagt: „Ég get aðeins lofað ykkur þjáningu, hungri og óskinni um að deyja.“ Churchill sagði: „Það er spurt, hver stefna mín sé. Ég svara: að heyja stríð.“ Clcmencau var eitt sinn spurður hins sama, og hann svaraði: „Að fara í stríð." „Við munum berjast á ökrunum, götunum og í fjöilunum." (Churchill). „Við munum bcrjast fyrir framan París, inni í París.“ (Clcmen- cau). Churchill hcfur aidrci tilgreint heimildir sínar, en hins vegar má kannske segja, að hann hafi endurbœtt slagorðin. 56 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.