Heimilisritið - 01.02.1958, Page 64
legt, þér eruÖ svei mér umburð-
arlynd þykir mér.“
Unga frúin brosti: ,,Nú, Óli
þarf ekki á hjólinu að halda og
maðurinn yðar sagði að sér leidd-
ist að ferðast með strætisvagnin-
um um þennan árstíma.“
,,Maðurinn minn! Hvað kem-
ur þetta honum við ?“ Rödd frú
Helgu var orðinn ískyggilega
skræk.
Unga frúin tók hrædd hönd-
inni fyrir munn sér. ,,Ó, ég mátti
ekki segja yður, að maðurinn yð-
ar hefði fengið lánað hjólið hans
Óla. Ég veit að þér getið ekki
þolað að fá lánað neitt hjá öðr-
um. En nú megið þér ekki vera
strangar. Þetta eru aðeins smá-
munir.“
En frú Helga var þegar á leið-
inni heim. „Smámunir,” hvæsti
hún á milli samanbitinna tann-
anna. ,,Smámunir.“ *
Herkænska
Gömul, góðhjörtuð kona bauð flækingnum inn í eldhúsið og gaf
honum að borða. Mcðan á því stóð, varð hann öðru hvoru að taka
sér hlé til að klóra sér ofsalega.
„Aumingja maðurinn," sagði gamla konan, „ég held þú sért lús-
ugur-“ . , •
„Nei, frú mín, langt frá því, en flærnar láta' mig ekki fá stund-
legan frið.“
„Jæja, og þú veizt ekki, hvernig þú átt að losna við þær?“
„jú, jú, ég gæti losnað við þær ef ég hefði dálítið af spritti."
„Spritti! Hvcrnig í ósköpunum ætti að nota það?“
„Það er afar auðvelt. Ég nudda mig allan upp úr spritti. Svo velti
ég mér upp úr sandi. Flærnar verða fullar af sprittinu og fara að kasta
grjóti hver í aðra, þangað til allar eru dauðar.“
Eggjastríðið
Árið 1866 urðu páskaegg tilefni ófriðar milli Krítar og Tyrklands.
Stríðið stóð í meira cn þrjátíu ár. Nokkrir tyrkneskir hermenn
brutu fulla körfu af máluðum páskaeggjum, sem kona ein á Krít
hélt á. Ut af þessu hófust slagsmál. Slagsmálin gripu um sig og
urðu að stríði, sem endaði árið 1898 mcð því að Krít komst undir
yfirráð Grikkja.
62
HEIMILISRITIÐ