Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.03.2012, Síða 10

Fréttatíminn - 16.03.2012, Síða 10
www.volkswagen.is Volkswagen Caddy Caddy er áreiðanlegur, sparneytinn og þægilegur í allri umgengni. Lipur vinnuþjarkur með frábæra aksturseiginleika og ríkulegan staðalbúnað. Hann er fáanlegur með bensín-, dísil- og metan- vélum frá framleiðanda. Caddy* kostar aðeins frá 2.990.000 kr. (kr. 2.382.470 án vsk)*Miðað við Caddy TSI bensín, 86 hestöfl, beinskiptur. Aukahlutir á mynd, álfelgur og þokuljós. Góður vinnufélagi Til afgreiðslu strax Atvinnubílar L yfjaþróunarfyrirtækið Genís áformar að setja upp verksmiðju á Siglufirði til fram-leiðslu á afurðum sínum. Um er að ræða náttúruefni sem unnið er úr rækjuskel, annars vegar til inntöku og hins vegar til ígræðslu í beinvef. Jóhannes Gíslason, framkvæmda- stjóri Genís, segir að enn hafi ekki verið skorið úr um hvort framleiðslan flokkist sem lyf eða náttúrulyf en Genís hefur gert tilraunir með efnið í mörg undanfarin ár. „Í gangi er klínísk prófun á inntökuefninu í Mexíkó og enn fremur erum við að taka saman rannsóknir sem við höfum gert á rottum og kindum hér heima í sambandi við beinígræðsl- una. Stefnt er að því að sækja um markaðsleyfi fyrir beinígræðsluefnið á innan tveggja ára,“ segir Jóhannes en efnið örvar vöxt beinfruma. Nú vinna þrír vísindamenn að rannsóknun- um í Reykjavík en gert er ráð fyrir að við fram- leiðsluna og þegar nær dregur markaðssetn- ingu muni um tíu manns vinna hjá fyrirtækinu á Siglufirði. Starfsemin þar verður í húsnæði við smábátahöfnina en miklar breytingar þarf að gera á útliti hússins til að laga það að bygg- ingum í nágrenninu. Fyrirtækið er byrjað að viða að sér tækjabúnaði en Jóhannes segir menn stefna að því að ljúka endurbótum á hús- næðinu á þessu ári. „Við eigum von á niðurstöðum úr klínísku prófununum í lok ársins en stefnt er að því að Mexíkó verði okkar tilraunamarkaður,“ segir Jóhannes. Fram kom í viðtali við Jóhannes í Lækna- blaðinu árið 2009 að kítínhráefni væri einangr- að úr rækjuskel. Fjölsykran kítín hefur verið til staðar í lífríkinu frá örófi alda og er eitt helsta byggingarefni í stoðkerfi skordýra, skeldýra og finnst einnig í sumum lindýrum. Í þróunar- sögunni kom það því langt á undan hrygg- dýrum og síðar spendýrum. Ensím þróaðist í dýrum sem notuðu kítín í stoðkerfi sitt og gerði þeim kleift að umbreyta og endurbyggja vefi og skeljar eftir þörfum. Eigendur Genís eru Hólshyrna á Siglufirði og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins. Á aðal- fundi félagsins nýverið var ákveðið að auka hlutafé þess um 500 milljónir króna til að fjár- magna uppbyggingu á framleiðslueiningunni og til frekari rannsókna. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Lilja og Balti vilja byggja nýjan arin Leikstjórinn Baltasar Kormákur og eiginkona hans Lilja Pálmadóttir hafa sótt um að byggja nýjan arin í einbýlishús þeirra við Miðstræti í miðbænum. Umsókn þess eðlis hefur verið lögð fyrir byggingar- fulltrúa borgarinnar og var tekið fyrir á fundi í þessari viku. Hjónin vilja þó ekki bara arin því auk þess sækja þau um að fá leyfi til að byggja út yfir svalir á 2. hæð og opna inn í húsið og byggja nýjar yfir aðalinngangi, setja glugga og útblástur frá háfi yfir eldavél á austurvegg, færa eldhús upp á 2. hæð og herbergi niður á 1. hæð. Afgreiðslu umsóknarinnar var frestað og vísað til athugasemda á blaði. -óhþ Víkingahátíð fær 400 þúsund Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í síð- ustu viku að styrkja Fjörukrána um fjögur hundruð þúsund krónur vegna árlegrar Víkingahátíðar sem haldin verður dagana 14. til 17. júní. Hátíðin hefur verið haldin á hverju ári frá árinu 1995 og er elsta og stærsta hátíð sinnar tegundar á Íslandi. Búast má við að hátt í tvö hundruð víkingar, innlendir sem erlendir, sæki há- tíðina. Alls samþykkti bæjarráð styrki fyrir rétt tæpa milljón á fundinum. SAMAN- hópurinn fékk 150 þúsund kónur til forvarnarstarfs, Flensborgar- skólinn fékk 150 þúsund krónur til styrktar námsferðar nemenda og Pétur Óskarsson fékk 200 þúsund vegna sjónvarps- þáttagerðar. Þingvallamynd hundraðfaldast Í vetur hafa nemendur barna- og unglinga- deildar Myndlistaskólans í Reykjavík velt fyrir sér Þingvallamynd Þórarins B. Þorlákssonar og unnið verk út frá henni. Á morgun, laugardaginn 17. mars klukkan 14, verður opnuð sýning á verkunum í Þjóðmenn- ingarhúsinu við Hverfisgötu. Sýningin er liður í samstarfi Myndlistaskólans í Reykjavík, Þjóðmenningarhússins og Listasafns Íslands í tilefni sýningarinnar Þúsund ár í Þjóðmenningarhúsinu. Valin var mynd Þórarins, Þingvellir frá 1900. Nem- endur komu í safnið og skoðuðu verkið. Í framhaldinu veltu þeir því fyrir sér með kennara sínum í Myndlistaskólanum og unnu nýtt verk út frá málverki Þórarins. Útkoman er yfir hundrað verk af ólíkum toga, teikningar, málverk, myndasögur, leirskálar, lágmyndir, hreyfimyndir og tréskúlptúrar; verk 148 nemenda á aldrinum 4 – 16 ára. Sýningin stendur til 22. apríl. -jh  Genís Verksmiðja á siGLufirði tiL framLeiðsLu afurða Stefnt er að því að sækja um markaðs- leyfi fyrir beinígræðslu- efnið innan tveggja ára. Náttúruefni úr rækju- skel til ígræðslu í beinvef Von er á niður- stöðum úr klínískum próf- unum í Mexíkó í lok ársins en stefnt er að því að þar verði til- raunamarkaður Genís. Óútkljáð hvort fram- leiðslan flokkast undir lyf eða náttúrulyf. Náttúruefnið er unnið úr rækjuskel, annars vegar til inntöku og hins vegar til ígræðslu í beinvef. Mynd Genís Bindipróteinin taka við sér vegna skemmdar eða hrörnunar Frá árinu 2005 hefur Genís, undir stjórn Jóhannesar Gíslasonar, einbeitt sér að þróun á efninu kítósan til notkunar við bækl- unarskurðlækningar með ígræðslu í beinvef en efnið hefur verið notað í fæðu- bótar- og snyrtivöruiðnaði, að því er fram kom í viðtali við Jóhannes í Læknablaðinu árið 2009. Kítínhráefnið sem Genís hefur unnið með er einangrað úr rækjuskel en kítin er eitt helsta bygging- arefni í stoðkerfi skordýra og skeldýra. Í þeim dýrum sem notuðu kítín í stoðkerfi sitt, sagði meðal annars í Lækna- blaðinu, þróuðust ensím sem gera dýrunum kleift að um- breyta og endurbyggja vefi sína og skeljar eftir þörfum. Meðal þessara ensíma eru kítínasarnir sem brjóta niður kítínið. Þróunin hefur síðan orðið sú að ein mikilvægasta genafjölskylda kítínasanna inniheldur nú gen sem tjá prótein sem hafa þróast úr því að vera ensím í að vera bindiprótein, binda efnið í stað þess að brjóta það niður. Það eru þessi prótein sem virðast skipta sköpum í nýmyndun vefja á fóstur- skeiði hryggdýra, spendýra og þar með mannsins en eru síðan ekki virk í heilbrigðum fullorðnum einstaklingi, fyrr en einhvers konar skemmd eða hrörnun á sér stað; þá fara vefirnir að tjá þessi prótein að nýju og svo virðist sem tjáningin sé viðbrögð vefjarins við skemmdinni. jonas@frettatiminn.is Tölvugerð mynd af húsnæði Genís við smábátahöfnina á Siglufirði eftir endurbætur. Mynd Siglo.is -óhþ 10 fréttir Helgin 16.-18. mars 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.