Fréttatíminn - 16.03.2012, Qupperneq 12
KJÖTbúðin
Grensásveg
Helgarsprengja
Opið: mán-fös 10-18:30, lau 11-16, sun lOkað
kjúklingavængir
í pirí pirí marineringu
495 kr./kg
- verð áður 795 kr./kg
lambalæri
½ úrbeinuð krydduð/marineruð
1.995 kr./kg
- verð áður 2.795 kr./kg Helgarsteikin
FrÁBÆr nÝJ
Ung
fylltar kjúklingabringur
með gráðosti sveppum
og brauðteningum
vafnar inn í bacon
2.750 kr./kg - verð áður 3.750 kr./kg
lambalæri 1/1
1.475 kr./kg - verð áður 1.998 kr./kg
2 fyrir 1
af öllum sósum
S tolið mótorhjól, nektarmyndir og hót-anir um aðgerðir gegn þroskaheftu barni virðast vera helstu ástæður
hrottafengnar líkamsárásar á Völlunum í
Hafnarfirði undir lok síðasta árs þar sem
ungri konu var misþyrmt hrottalega af
tveimur karlmönnum og einni konu. Einar
„Boom“ Marteinsson, leiðtogi Hells Angels,
alræmdustu vélhjólasamtaka landsins, hefur
verið ákærður í málinu ásamt fimm öðrum
einstaklingum og varða brotin, sem ákært
er fyrir, allt að sextán ára fangelsi. Einar og
fjórir aðrir, Andrea Kristín Gunnarsdóttir,
Jón Ólafsson, Elías Valdimar Jónsson og
Óttar Gunnarsson eru ákærð fyrir sérstak-
lega hættulega líkamsárás, rán, nauðgun og
þátttöku í skipulagðri brotastarfsemi auk
þess sem Einar og Andrea eru talin hafa
lagt á ráðin og skipulagt verknaðinn. Sjötti
maðurinn, Grímur Sveinn Erlendsson, er
ákærður fyrir að geyma fatnað og vopn sem
notuð voru við árásina.
Allir fingur af
Í ákærunni segir að Andrea Jón og Elías
hafa veist að fórnarlambinu með ofbeldi,
slegið það og sparkað ítrekað í höfuð kon-
unnar og barið, meðal annars með leður-
kylfu. Fórnarlambinu var skellt í gólfið, það
dregið á hárinu um íbúðina, hár þess var
reytt, klippt eða skorið og rifið upp með rót-
um. Skorið var eða klippt í hægri vísifingur
fórnarlambsins, nögl slitin upp á sama fingri
og hótað að allir fingur yrðu teknir af því ef
það segði til árásarmanna. Auk þess neyddu
þau fíkniefni upp í fórnarlambið. Þá segir í
ákærunni að Andrea hafi lagt hníf að hálsi
Berglindar og að Elías hafi stungið fingrum
upp í endaþarm og kynfæri fórnarlambsins
og klemmt á milli. Þessi verknaður liggur
til grundvallar nauðgunarákæru málsins.
Andrea, Jón og Elías hafa öll staðfastlega
neitað ásökunum um kynferðisbrot gagn-
vart fórnarlambinu við yfirheyrslur.
Grátt leikið
Samkvæmt ákærunni var fórnarlambið
leikið grátt þegar verknaðurinn var framinn
aðfaranótt fimmtudagsins 22. desember á
síðasta ári. Fórnarlambið hlaut heilahrist-
ing, mar, skrámur og yfirborðshrufl á and-
liti, gagnaugum, hægri eyrnasnepli og höfði,
glóðarauga og bólgu á vinstra auga, skalla-
bletti í hársverði, mar á hægra kjálkabarði,
mar og roðaför hægra megin á hálsi, dreifð
eymsli í brjóstkassa og yfirborðsáverka á
kvið, yfirborðsáverka á baki, roðabletti og
fjölmargar rispur á upphandleggjum, báðum
öxlum og ofanverðu baki, mar á vinstri
kálfa, mar og eymsli á hægri sköflungi
og tognun í lendarhrygg, brjósthrygg og
hálshrygg, alldjúpan tveggja sentimetra
skurð á hægri vísifingri og lausa nögl, roða
og margar húðrispur innanvert á lærum,
bogadregna rispu rétt utan við endaþarmsop
vinstra megin, stóran marblett á vinstri rass-
kinn og annan minni þar fyrir neðan, mikil
eymsli í endaþarmi, leggögnum og spöng-
inni þar á milli og áfallastreit-
uröskun.
Hjól, sími og peningar
Samkvæmt gögnum og
yfirheyrslum í málinu
sem Fréttatíminn hefur
undir höndum má ljóst
vera að fjórir aðilar;
Andrea, Jón, Elías
og Óttar, voru inni í
íbúð fórnarlambsins
þegar árásin átti sér
stað. Í vitnisburði
Andreu kemur
fram að hún taldi
fórnarlambið hafa
stolið mótorhjóli
sem var hennar
eign og hugðist
sækja það. Jafn-
framt vildi hún
sækja síma sem hún
átti og fórnarlambið
hafði undir höndum
en síminn innihélt meðal
annars nektarmyndir af
eigandanum. Myndirnar
hafði Andrea til dæmis sent
öðrum manni sem tengist
þessu máli ekki. Í þriðja
lagi taldi hún fórnarlambið
hafa stolið frá sér peningum
og vildi endurheimta þá. Auk
þess segir Andrea við yfirheyrslur að fórn-
arlambið hafi hótað að grípa til aðgerða
gegn þroskaheftri dóttur hennar.
Aðkoma Einars „Boom“ Marteinsson-
ar að málinu er öllu óskýrari en annarra
sem ákærðir eru. Af gögnum málsins
er ljóst að hann fékk símhringingu
frá fórnarlambinu skömmu fyrir
árásina þar sem það bað hann
um að lægja öldurnar milli
þess og Andreu. Ljóst er að
Einar tók fálega í það. Fórnar-
lambið sagði við skýrslutöku
að Einar hefði hótað sér en
neitaði seinna að tjá sig um
það atriði. Einar hefur stað-
fastlega neitað aðkomu sinni
að málinu í yfirheyrslum. Fyrir
liggur að Andrea, Jón og Elías
voru heima hjá Einari tveimur
tímum fyrir árásina en að sögn
allra fjögurra var þar eingöngu
rætt um mótorhjólið sem þre-
menningarnir vildu endurheimta
frá fórnarlambinu. Einar var einn-
ig í sambandi við Elías og Óttar
morguninn eftir árásina en hann
skýrir það á þann hátt að hann hafi
viljað fá bílskúrshurðaopnara sem
hann lánaði þremenningunum um
nóttina til baka.
Andrea, Jón, Elías og Einar
„Boom“ voru öll úrskurðuð í áfram-
haldandi gæsluvarðhald í héraðs-
dómi á miðvikudag.
Óskar Hrafn Þorvaldsson
oskar@frettatiminn.is
DómSmál líkamSáráS í Hafnarfirði
Stolið mótorhjól, nektarmyndir og
hefnd ástæða hrottalegrar líkamsárásar
Sex einstaklingar eiga yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi eftir að ákærur vegna hrottalegrar líkamsárásar
á hálfþrítuga stúlku voru þingfestar á miðvikudag. Meðal ákærðu er leiðtogi Hells Angels en ákæruvaldið telur
hann einn geranda árásarinnar jafnvel þótt hann hafi verið í öðru bæjarfélagi þegar árásin átti sér stað.
12 fréttir Helgin 16.-18. mars 2012