Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.03.2012, Qupperneq 34

Fréttatíminn - 16.03.2012, Qupperneq 34
Gráða & feta ostateningar henta vel í kartöusalatið, á pítsuna, í sósuna, salatið, ofnréttinn og á smáréttabakkann. ms.is Gráða & feta ostateningar í olíu H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA A ð vera ungur og áhyggju- laus. Oft nefnir fullorðið fólk æskuna sem tímann þegar ábyrgðin var lítil sem engin og áhyggjurnar – ef einhverj- ar – af svo litlum atriðum að þær skipta ekki máli. Þannig er það ekki í lífi allra barna. Það vita þau sem sækja styrkjandi námskeið Ljóssins, sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameins- greinda og aðstandendur þeirra. Námskeiðið er fyrir þau börn sem hafa átt eða eiga nána aðstandendur með krabba- mein. Þau eru hress og kát, eins og börnum er gjarna títt. En líf þeirra er þó enginn dans á rósum. Því kynntist Fréttatíminn á fimmtudagseftirmiðdegi fyrir viku. Sum þeirra sjá fram á bjartari tíma, mamma eða pabbi að læknast og lífið að komast í samt lag. Önnur vita að löng barátta er framund- an – jafnvel að hún fari aðeins á einn veg og að þau missi foreldri sitt. Börnin eru sex til tæplega tíu ára gömul. Þá hættir mamma að hvíla sig „Ég er á þessu námskeiði af því að mamma mín er með krabbamein og svo þekkti ég Börn foreldra sem kljást við krabbamein Hvernig taka börn því þegar þeim er sagt að mamma eða pabbi séu með krabbamein? Hvernig upplifa þau veikindin? Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir ræddi við sex börn um baráttu foreldra þeirra við sjúkdóminn. Þau lýsa viðbrögðum sínum, samskiptum og áhyggjum. Börnin eru á námskeiði sem tekur á trausti, tengslum og sjálfsþekkingu í Ljósinu við Langholtsveg. einn hestamann sem dó úr krabbameini,“ segir Brynja Jóhannsdóttir, sex og hálfs árs. Hún segir „ágætt“ að lifa með því. „Mamma sefur mjög oft á daginn. Hún vaknaði snemma í morgun en fór svo aftur niður að sofa.“ Brynja segir að hún sjái engan mun á því að eiga mömmu með krabbamein eða mömmu án þess. En hvað þegar hún læknast. Hvernig verður lífið þá? „Hún hættir að hvíla sig svona mikið.“ Brynja sér einnig fyrir sér að þá gefist meiri tími saman. „Þá getum við farið saman í bíó og eitthvað.“ Brynja á yngri systur og segir það ekki lenda á sér að hugsa mikið um hana. „Ekki mikið. Bara einu sinni þegar hún datt á hausinn. Þá var alltaf verið að halda á henni því hún kunni ekki að ganga.“ Brynja gengur í Vesturbæjarskóla og finnst það gaman. Henni finnst líka gott að hitta krakkana í Ljósinu. Gaman að kynnast fleirum og leika sér. Hún hefur áður farið á námskeið í Ljósinu og fannst það mjög skemmtilegt. „Þá gerðum við leikrit og á meðan hinir sýndu sitt leikrit borðuðum við hin ávexti.“ Ég er á þessu námskeiði af því að mamma mín er með krabbamein og svo þekkti ég einn hestamann sem dó úr krabbameini. – Brynja, sex ára. 34 fréttaskýring Helgin 16.-18. mars 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.