Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.03.2012, Side 55

Fréttatíminn - 16.03.2012, Side 55
Helgin 16.-18. mars 2012 viðhald húsa 17 K Y N N I N G  EIGNaumsjóN 10 ára Létta stjórnum húsfélaga lífið S tarfsemi Eignaumsjónar hf snýst um þjónustu við eigendur fasteigna og er í raun starfandi skrifstofa viðkomandi húsfélags,“ segir Daníel Árnason, fram- kvæmdarstjóri Eignaumsjónar hf. „Eignaumsjón hefur verið starfrækt undanfarin 10 ár og í dag höldum við utan um daglegan rekstur fyrir mörg hús- félög, jafnt á höfuðborgarsvæðinu sem úti á landi og hefur þeim fjölgað á liðnum árum. Við tökum fjármálin yfir og þar með innheimtu og álagningu gjalda, færum bókhald og stemmum af öll mál upp í ársreikinga félaga og fleira. Í því felst einnig að gæta réttinda félaga. Við höfum til dæmis séð um að tryggja eigendum fasteigna réttindi til skattalækk- unar í gegnum átakið Allir vinna.“ Fagmennska í fyrirrúmi Daníel segir að í mörgum húsfélögum geti reynst erfitt að fá hæft fólk til starfa. Með aðkomu Eignaumsjónar verða störf stjórnarinnar mun léttari, þar sem tekið sé á málum af þekk- ingu og kunnáttu og því fari minni tími fólks í þessi störf. „Þegar taka á ákvörðun um viðhaldsmálefni þá hluta ég yfirleitt ákvörunina niður í nokkra kafla. Í fyrsta lagi snýst það um hvort og hvernig eigi að standa að viðhaldinu. Það er mjög þýðingamikill kafli því að aðstæður eru misjafnar og vandrataður góður meðalvegur.“ Að sögn Daníels er mikilvægt að vanda allan undirbún- ing:„Við tökum oft þessar ákvarðanir með húsfélögum í áföngum þannig að tryggt sé að menn leiti að hagkvæmustu leiðunum til að fara í gegnum þetta. Ef menn ætla svo út í meiriháttar viðhald fasteigna þarf að ákveða hvernig á að standa að framkvæmdinni, hvernig á að bjóða hana út og hvort á að ráða fagaðila til eftirlits. Ekki má heldur gleyma hvernig á að fjármagna verkefnið og þá þurfum við að velta fyrir okkur hvort þetta sé spurning um lántöku eða að finna þann hraða á innheimtu sem hentar eigendum. Allt þetta þarf að vanda og við erum orðin ansi þjálfuð í að liðsinna fólki í gegnum ferlið. Í lokin þarf svo að gera upp verkefnið með tilliti til sameignarkostnaðar og séreignarkostnaðar.“ að bæta andrúmsloftið Daníel bætir því við, að endingu, að starfsmenn Eignaum- sjónar vinni einnig að því að bæta rekstur húsfélaganna og ná stöðugleika í rekstrinum. „Við viljum bæta andrúms- loftið í húsfélögum og það gerum við með því að hafa allar upplýsingar á reiðum höndum fyrir eigendur, hvort sem það snýr að fjármálum eða almennum húsreglum því okk- ar reynsla er sú að því betra sem upplýsingaflæðið er því meiri skilningu og þekking er á málefnum húsfélagsins.“ Daníel Árnason, framkvæmdastjóri Eignaumsjónar.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.