Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.03.2012, Page 74

Fréttatíminn - 16.03.2012, Page 74
54 fermingar Helgin 16.-18. mars 2012  Fermingarbörn Fúlsa ekki við reiðuFé Óskalisti fermingarbarnsins Góður andi í fermingarfræðslu í Neskirkju. Langar að heyra mig syngja Jökull Sindri gunnarsson 14 ára „Mig langar í hljóðupp- tökutæki. Ég er nefnilega að læra að syngja og væri til í að geta hlustað betur á röddina mína,“ segir Jökull Sindri. Hann hefur verið í kór í sjö ár og er nýbyrjaður í tímum hjá Sverri Guðjónssyni kontraten- or. Hann langar líka mikið iPod. „Ég vona að ég fái líka peninga svo ég geti svona valið sa- man hvað ég get keypt.“ Langar til Parísar maría Kristín Árnadóttir 13 ára María Kristín væri alveg til í að fá ferð til Parísar eða Ítalíu í fermin- gargjöf. Hana langar einnig í peninga og jafnvel iPad. Hún hefur ekki enn sagt neinum frá þessum óskalista. Aðspurð hvort henni þyki líklegt að sá draumur verði að veruleika segir hún einfaldlega: „Ég veit það ekki.“ Langar til afríku eða Kína Viktoría björk Ferret 13 ára „Mig langar í myndavél og að fara til útlanda,“ segir Viktoría Björk. Myndavélin á helst að vera frá Nikon eða Canon með stórri linsu. Þegar hún er spurð hvert hún vilji fara til útlanda, skýtur María Kristín því inn að þær skuli fara saman! „En mig langar til Afríku eða Kína!“ svarar Viktoría Björk. Hún hefur látið fólk vita af þessum óskalista. Blaðamaður spyr: Hvernig leist fólki á? „Mömmu finnst þetta frekar brjálað.“ Ánægð með að fá nýtt rúm guðrún Lára Þórsdóttir 13 ára „Mig langar í nýtt rúm vegna þess að rúmið mitt er pínu lítið,“ segir Guðrún Lára. Hana langar líka í stóra svarta myndavél með linsu og pening. „Ég veit reyndar að ég fæ rúm. Mamma er búin að segja mér það. Þannig, ég er mjög ánægð með það. En ég veit ekki um neitt annað sem ég fæ,“ segir hún. Fær rúm og langar í Playstation 3 5. garðar Thorstensen 13 ára Garðar segist vita að hann fái nýtt rúm. Hann langar líka í Playstation 3 leikjatölvu og ýmsa leiki, eins og GTA, As- sassins Creed og Call of Duty jafnvel. Hann langar í „dock“ til að tengja iPodinn við og hátalara með. Einhverja almennilega. „Jú og pening, svo ég geti ráðið því í hvað pening- urinn fer,“ segir hann. F réttatíminn hitti nokkra skemmtilega táninga sem voru í fermingarfræðslu í Neskirkju í vikunni. Þar var ánægjulegur andi og æsku- lýðspresturinn virtist hafa góð tök á hópnum. Blaðið settist niður með fimm ungmennum og spurði þau hvað þau langaði í fermingargjöf, en fermingarbörn hafa jú almennt lengi verið ansi spennt fyrir því bíður í pökkun- um eftir að þau hafa staðfest trú sína í messu. Einn úr hópnum viðurkenndi fúslega að gjafirnar hafi mikið aðdráttarafl. En hvað heillar táningana í dag? Hópur- inn var mjög spenntur fyrir því að fá reiðufé – til að geta ráðið sjálf og eignast það sem þau langar virkilega í. Peningum má jú breyta í margt skemmtilegt. Tveir í hópnum fá rúm að gjöf, tvo langar mikið til útlanda – jafnvel alla leið til Afríku eða Kína, myndavélar með stórri linsu heilluðu líka ásamt iPod og almennilegum hátölurum. Skoðum nánar hvað er á óska- listanum hjá þeim. www.kolors.is Fyrir hverja selda tösku er plantað tré Framleiddar eftir Fair Trade stefnunni Umhverfisvænar tískutöskur Búnar til úr sælgætisbréfum, dagblöðum, gosdósaflipum o.fl. Vestmannaeyjum Frábær fermingargjöf Akureyri Hannaðu fermingarkortið á oddi.is Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is NÝR END URB ÆTT UR VEF UR

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.