Fréttatíminn - 16.03.2012, Qupperneq 90
STARFANDI SÉRSVEITARMENN
BANDARÍKJAHERS US NAVY SEALS FARA MEÐ
HLUTVERK PERSÓNANNA Í MYNDINNI.
SAGAN ER SKÁLDSKAPUR EN VOPNIN OG
AÐFERÐIRNAR RAUNVERULEGAR.
BYGGT Á RAUNVERULEGUM VERKEFNUM
SÉRSVEITA BANDARÍKJAHERS US NAVY SEALS.
SÝNDU HVAÐ Í ÞÉR BÝR.
SENDU SMS SKEYTIÐ
ESL ACT
Á NÚMERIÐ 1900
OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ!
VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 149 KR/SKEYTIÐ.
MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB.
FRUMSÝND Í DAG!
FULLT AF VINNINGUM:
BÍÓMIÐAR
TÖLVULEIKIR - DVD MYNDIR - GOS OG FLEIRA!
VILTU
VINNA
MIÐA?
N ýir eigendur hafa lagt undir sig verslunina
Orginal í Smáralind sem
hefur gjörbreyst við það á
aðeins nokkrum dögum.
Verslunin er nú bjart-
ari en var og fersk með
splúnkunýjum vörum.
„Okkar helsta fyrir-
mynd er bandaríska
tískukeðjan Forever21
sem er með hátískufatn-
að á frábæru verði,“ segir
Fanney Anna Ómarsdótt-
ir verslunar- og innkaupa-
stjóri hjá Orginal.
„Við erum komin í sam-
band við frábært fólk á
stórum heildsölum út um
allan heim þar sem við
getum nálgast nýjustu
tískuna á góðu verði.
Fatnaðurinn í kvenna-
deildinni er litríkur og
fjörugur og höfðar meira
til ungu kynslóðarinnar.
Karladeildin er þó með
mun breiðari kúnnahóp
og kaupum við inn fatnað
frá þremur vinsælum
merkjum. Kúnnarnir
geta svo fylgst grannt
með nýjustu fréttum
verslunarinnar þar sem
við höldum úti blogginu
shoporginal.blogspot.
com.“
OrgiNal Ný Og breytt í SmáraliNd
Forever21 er fyrirmyndin
Býður aðdáendum
í frían jógatíma
Victoria's Secret engillinn Miranda
Kerr ætlar að bjóða 500 aðdáendum
í frían jógatíma þann 1. apríl þar sem
hún mun sjálf leiðbeina. Allt sem hún
biður um í staðinn er að þessir 500 sendi
út sínar eigin útgáfur á myndbandinu I will
if you will, sem er herferð þar sem allir eru
hvattir til þess að taka afstöðu gegn ónýttri
orku. Í myndbandinu á að koma fram að allir
eiga að slökkva ljós heimilisins milli 20.30 til
21.30 þann 31. mars. „Sorglegt hversu mikil
orka fer til spillis, sem svo eyðileggur um-
hverfið. Við erum aðeins gestir á þessari jörð og
erum því skyldug til þess að ganga vel um fyrir
næstu gesti,“ sagði Miranda í tilkynningu sem
hún gaf út á dögunum.
Flytur sig yfir í fatahönnun
Fyrirsætan Agyness Deyn,
sem gerði garðinn frægan
hjá helstu tískumerkjum
heims í byrjun þessara
aldar, hefur verið ráðin
sem hönnuður hjá Dr. Martens
tískuhúsinu. Dyen mun fara í
að hanna skó, fatnað og skart-
gripi fyrir fyrirtækið og segist
hún hlakka mikið til þess
að hefja störf. „Ég hef verið
dyggur aðdáandi tískuhússins
síðan ég keypti mér fyrstu Dr.
Martens-skóna þegar ég var
13 ára. Síðan þá hef ég, með hjálp fyrirtækisins, skapað minn eigin
stíl á ég þeim mikið að þakka með það hvernig ég er í dag,“ sagði
fyrirsætan í viðtali við tímaritið WWD á dögunum.
Fyrrum The Hills-raunveru-
leikastjarnan, og nú hönnuður-
inn, Whitney Port kynnti í
vikunni nýja fatalínu undir
fatamerki hennar: Whit-
ney Eve. Nýja línan er
mun ódýrari en þær
flíkur sem hún hefur
verið með á mark-
aði undanfarin
fjögur ár og er
markmið hennar
með línunni að
stækka kúnna-
hóp sinn og höfða
til sem flestra. Línan mun
aðeins samanstanda af
fimm ólíkum flíkum til
að byrja með en ætlunin
er þó breikka hana til
muna fyrir haustið.
Jimmy Choo hannar
skó til heiðurs
níræðri tískudrós
Skóhönnuðurinn Jimmy Choo
tilkynnti á
miðvikudag-
inn síðasta
að nýtt
skópar sé á
leiðinni frá
fyrirtækinu
sem mun
heita Írisar-
skórinn. Það
er þó ekki
saga að segja
til næsta bæjar, nema hvað að
skórnir eru sérstaklega hann-
aðir fyrir hina níræðu Iris Ap-
fel. Skórnir eru svartir glans-
skór með tíu sentímetra hæl
og þykir flestum forvitnilegt
hvernig hin aldna tískudrós,
hún Iris, ætli að bera sig í slík-
um. Sú gamla mun vera andlit
fyrirtæksins og standa vonir til
þess að hún muni með atgervi
sínu gera skóna ódauðlega.
Iris Apfel er eftirsótt af fleiri
tískufyrirtækjum og skrifaði
hún nýlega undir samning við
snyrtivörufyrirtækið MAC og
er hún andlit nýrrar förðunar-
línu fyrirtækisins.
Markmiðið er að höfða
til sem flestra
70 dægurmál Helgin 16.-18. mars 2012