Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 6

Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 6
Hallgrímur Helgason: island „Iceland is on the phone.“ Andvarpar alheims-móðir. „Asking for Fortune and Fame, claiming it's place in the west.“ Allt er í heiminum horfið um leið og litið er augum. Leikur sem lýst er í nótt, að morgni er frá annarri öld. Landið er nýjasta nýtt og notað í töku myndar, himinninn heitur skjár og útlitið skínandi bjart. Nú koma fljúgandi frægar fegurðarhetjurnar góðu vestan um hyldýpis haf hingað í sælunnar reit; lengja sér lim undir súð í ljóshærðu meyjanna skauti; sér aka í eigin frægð, og andvarpa this is it! Hátt í eldhúsi upp, þar sem ennþá Öxará rennur ef að skrúfað er frá, um rettur er rakin glóð. Þar stendur Sting á þingi og Trudy vel tekið af liði. Þar koma Bowie og Blur, BB- og ABC. Nú fara hetjur í heimboð og limúsínur um landið fljóta með fríðasta lið, færandi sannindin heim. Það er svo bágt að bíða í röð og módelin munar um að komast í blöð eða á bak bílstjóranum í neyð. Norpandi í regni við rofabarð í sex hundruð sumur höfum við brosað til blóðs í von um viðtal á Sky. Nú er landið svo ljómandi kynnt, og lánað í töku myndar himinninn bleikur og blár, útlitið alls ekki svart. En liggur í augum upp, til hvers Öxará ennþá rennur ofan í Almannagjá, þegar útlendir hverfa á braut? Hann segir I'm sorry og stekkur — úr landi, í Leifsstöð hún Helga Víst er um það: margt er annað sem minna mætti sérhvern fslending á þessa ást ef hann rennir augum sínum yfir grænu dalina með hlíðarn- ar kvikar af nautum og sauðum og hrossum og lítur niður í lækina himin- tæra — laxa og silunga leika þar með sporðaköst- um. Eyjarnar virðast okkur ekki leiðinlegar þegar fisk- urinn gengur upp í flæðar- mál og fuglinn þekur sker og kletta. Himinninn er heiður og fagur; Ioftið hreint og heil- næmt. Og sólin, þegar hún roðar á fjöll á sumardaga kvöldum en reykina leggur beint upp í loftið, hvað þá er blítt og fallegt í héruðunum! Og því fleiri lönd sem við sjáum því ákafar girnumst við aftur til fslands.13) En viljir þú, fslendingur, fá að marki ást á landinu þínu þá blaðaðu í ævi þess og kynntu þér allt það sem þar er skrifað af menntun og athöfn- um feðra þinna. Takirðu burt það sem þeir hafa skrásett munu þér ekki aðeins virðast Norður- lönd æði daufleg heldur muntu finna í sögu mannkynsins álíka skarð og stjörnufræðingurinn ef hann vantaði leiðarstjörnuna. Kynntu þér allar þær margvíslegu þjóðir sem í heiminum hafa lifað frá því sögur hófust til þess nú er komið og vittu hvað margar þú sérð jafn mannfáar, merki- legri í forlögum sínum en fslendingar fornu voru, feður þínir. Trúðu því að lítir þú á sögurnar og sjáir þar rétta mynd eins og hún er þar af þjóð- inni þinni þá geturðu ekki gleymt henni úr því og vilt ekki láta hólmann í úthafinu fyrir öll gæði veraldarinnar því að þú hefúr komist að því að það er ekki landinu að kenna heldur þér mildu fremur ef þú ert þar ófarsælli en hver önnur þjóð í átthögum sínum.14) Þá er enn eitt sem ekki ætti að gleyma því það lýsir atorku íslendinga og er sérlega effirtekt- arvert fyrir þá sem nú lifa. í fornöld fluttu menn sjálfir á sínum skipum vörur sínar utan til ýmissa landa og tóku í staðinn eitt og annað sér til gagns og gamans. Þess vegna lenti allur ágóði verslunar- innar þar sem hann átti að lenda, inni í landinu sjálfú, af því hvorki vantaði þrek né ilja til að vinna fýrir honum.15) Hverjum sem rennir augunum yfir það sem hér er sagt og bætir því við sem hlýtur að vanta vegna þess hvað stutdega er yfirfarið og gerir sér þannig rétta og greinilega mynd af forfeðrum okkar mun sýnast sama og öðrum, að íslendingar nú á dögum séu í mörgu úrættir frá þeim þó þjóðinni hafi í sumu farið fram með aldrinum eftir því sem tíminn gaf henni nýjar bendingar.16) Hann mun líka sjá að það sem hamlar þjóðinni fremur nú en þá er ekki síst viljabrestur, áræðisleysi og í sumu vankunn- átta.17) Sé nú þetta svo hlýtur það að vera löngun hvers og eins sem vill heita íslendingur að brjóta skarð í stíflurnar og veita fram lífsstraumi þjóðar- innar, í orði og verki, eftir sínum kröftum og kringumstæðum.18* Tímínn sem líður oq veröldín sem er Af þessari löngun áræddum við að senda heim boðsbréf í fyrrasumar til að fá kaupendur að þessu tímariti sem kemur nú í fyrsta sinn fyrir almennings sjónir.19) Tímaritin eru hentugri en flestar bækur aðrar til að vekja lífið í þjóðunum og halda því vakandi og til að efla frelsi þeirra, heill og menntun. í útlöndum eru menn svo sannferðir um nytsemi þeirra að þau eru um allan hnöttinn. Þau koma út daglega svo þúsundum skiptir og eru lesin af mörgum milljónum. Þau eru orðin svo ómiss- andi siðuðum þjóðum að til dæmis þegar Karl tíundi Frakkakonungur tók upp á því að banna birtingu nokkurra þessháttar tímarita sem hon- 13) Hvaða nútímamaður gæfi ekki hönd sína fyrir svona náttúruskilning? Hér er komin nothæf nátt- úra; náttúra sem fóstrar manninn. Og hver er til- kominn að segja að þessi skilningur hafi getið af sér misnotkun náttúrunnar? Reyndar má segja að þessi skilningur plús óheft ffamfáratrú (sem Tóm- as er ekki saklaus af) hafi getið af sér misnotkun nánúrunnar. En lausnin á vandanum sem við stöndum frammi fyrir nú er ekki að haína þessum náttúruskilningi Tómasar. Við eigum ekki að reyna að varðveita náttúruna óbreytta eins og við viljum vernda tungumálið; með því að halda henni í óbreyttu ástandi. Það er einfaldlega andstætt hinu síkvika lífi. Ef við sækjum lausn í samfélags- skilning Tómasar þá eigum við að bæta viðhorf okkar gagnvart sjálfum okkur, samfélaginu og náttúrunni. Þetta er allt samtvinnað og fæst ekki í stykkjatali. Og þetta bíður ekki upp á neinar bil- legar lausnir. Markmiðið er að búa til vökult og kvikt samfélag sem fóstrar heilsteypt fólk. Og við treystum því að slílct samfélag níðist ekki á nátt- úrunni. Það þýðir lítið að setja Móselög um náttúruvernd — þú skalt ekki sorpi henda á víðavangi — ekki ffekar en það þýðir að setja Móselög um mannlega hegðun. Gæði sam- félaga ráðast af því sem þegnarnir leggja til þeirra, ekki iögunum sem þeim er gert að fara eftir. Og kvikt samfélag ber ekki sektarkennd gagnvart náttúrunni né lítur á hana sem leiktjöld fyrir líf sitt. Kvikt sam- félag hlýtur að finna til sam- kenndar með kvikri náttúru; það er hluti hennar. Og slíkt samfélag sér náttúruna á svipaðan hátt og Tómas sá hana; eitthvað til að nýta og nota — en ekki eitthvað til að vernda og laga. endar með aflitað hár aftur á byrjunarreit. Ó þér unglinga fjöld og íslands dætur og synir! Hvers virði er fengin frægð sem fjöllunum einum er háð? HH * M Fjölnir timarit handa 6islendinqum sumor '97 14) Hógværlega mætti orða þetta þannig: „Hættið þessu helvítis væli. Ef ykkur finnst íslenskt sam- félag of aumt fyrir ykkur er það sökum þess að þið eruð sjálf aumingjar. Heimurinn er samansettur úr allskyns samfélögum manna og það íslenska er eins gott og flest þeirra — ef ekki betra. Og ef það er ekki nógu gott er það fyrst og ffemst fyrir það að íslendingar leggja ekki nóg til þess. Það eina sem aðgreinir íslenskt samfélag ffá þeim bestu er vantrú íslendinga á eigin samfélagi. Ef þeir tryðu þvi að hér gæti eitthvað annað vaxið en rembing- urinn einn myndi samfélagið blómstra. Svo einfalt er það.“ 15) Þar sem við höfúm eignast Eimskip — óska- barn þjóðarinnar — (eða hefur það eignast okkur?) þá er ffeistandi að taka annað dæmi ffá þjóðveldis- öld en vöruflutninga til og ffá landinu. Það væri þá helst bókmenntirnar. Dvergsamfélaginu ís- lenska tókst að draga til sín áhrif erlendis ffá og nýta þau til að búa til úr sínu eigin samfélagi fullgildar bókmenntir, sjálfstætt tillegg til bók- mennta- og hugmyndasögu mannkynsins. Það er aðeins í lokuðum heimi sem afl samfélaga vex með stærðinni. f opnum heimi með ffjálsu ferðalagi hugmynda geta h'til samfélög öðiast nægjanlegt afl til skapa nýjar hugmyndir. Það má jafnvel halda því ffam að lidum samfélögum veitist það auðveld- ara en stórum. í Aþenu til forna voru ferri frjálsir menn en á höfúðborgarsvæðinu í dag. Og menn- ing íslendinga á þjóðveldisöld reis jafú hátt og raun varð á vegna þess að þeir lifðu í opnum heimi; hafið var upplýsingahraðbraut þeirra allt ffá Grænlandi til Miklagarðs, ffá írlandi til Rómar. 16) Hér er aftur lagður á þjóðina mælikvarði ffels- isins. Ráðum við meiru um það í dag en á þjóð- veldisöld hvernig samfélag eða menning okkar er? Erum við meira lifandi þátttakendur í samfélag- inu? Lítum við svo á að það sé í mótun og að við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.