Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 26

Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 26
„Lífið er fjandakornið ekki einhver helvítis alvara „Það sem menn leggja til heildar- innar fá menn margfalt til baka. Eg þekki mýmörg dœmi um listamenn og menningar- postula sem hafa brunnið upp á alltof mikilli sér- hœfingu og nœrsýni. A endanum hafa þeir þurrkast upp eins og marglyttur. “ Fj 26 olnir timarit handa islendingum sumor '97 myndlistarmenn fluttu inn þessar hugmyndir með miklum ágætum. En pólitísk list og félags- leg er alltaf staðbundin. Hún flyst ekki svo auð- veldlega milli menningarsvæða; hún byggir á lifandi tengslum listamannsins við samfélagið sem hann lifir í. Auk þess dafhar pólitísk list síst í samfélögum sem hafa ekki fyrir Iiíandi um- ræðu. Er það ekki einmitt sökum þessa sem okkur fínnst að við séum að missa taktinn, að eitthvað sé að gerast í heiminum sem við erum ekki þátttakendur í? HaLLDÓR: Jú, vissulega. Vandinn er sá að ungt fólk er vanalega upptekið af sósíólógískri list. Þetta sýnir sig á hverri vorsýningunni á fætur annarri í Myndlista- og handíðaskólanum. En það er eins og þetta séu aðeins brennandi spurn- ingar á meðan fólk er ungt, ennþá námsmenn og ekki orðið að þessum „ábyrgu þjóðfélagsþegn- um“. Þegar fólk hefur farið út í nám og er komið heim aftur og búið að eignast börn og buru gerir það sér grein fyrir að það vill enginn sjá list á þessum nótum. Hér eru allir bundnir við Kjar- valinn, heiðavötnin og allt það. Og listamenn- irnir binda sig við það sem kúnninn vill. SMÁRI: Ég er ekki viss um hvort sökin liggi hjá kúnnanum. Ég sé ekki bemr en að í listheim- inum séu menn sífellt að meta verk út fra forminu og stöðu þess í einhverri ímyndaðri listasögu en ákaflega sjaldan eftir því hvaða erindi verkið á við samfélagið. HalldÓR: Já, mér finnst hrollvekjandi að það er alltaf verið að mæla verkið út frá því hvort það er fallegt eða ljótt. Og það má vel vera að það sé okkur listfræðingum og listgagnrýnendum að kenna. Við getum tekið dæmi af HallcrImi Helga- SYNI sem er listamaður sem vill alls ekki fara þessa dæmigerðu falleg/ljót-leið og vill finna eitthvað annað plan til að vinna á. SmÁRI: Mér finnst Hallgrímur líka gott dæmi vegna þess að það er frekar listaheimurinn sem vill kalla hann trúð, ekki fólkið sem kaupir Kjarval og Fífilbrekkuna. Ég held að stór hluti almennings eigi ekkert í vandræðum með að taka því sem Hallgrímur býður upp á. íhalds- semin er því ekkert síður í listaheiminum sjálf- um en samfélaginu. HaLLDÓR: Ég tel að hún væri á báðum stöðum. Auðvitað bætir það ekki úr skák hvað það ríkir mikil íhaldssemi innan listaheimsins. Þar er alltof mikið leitast við að búa til og hraðsjóða og taka við einhverjum viðteknum smekk. Mér finnst sérkennilegt að þegar eitthvað er borið á borð og heppnast vel verður það að grundvelli undir það sem á eftir kemur í stað þess að gefa tilefni til að brjóta upp og finna nýtt. Við erum alltof bundin af hugsun um meira af því sama. SmÁRI: Eða ef til vill minna af því sama í þetta sinn. Það eru aðeins þessir tveir kostir í boði. Það er sjaldnast eftirspurn eftir einhverju nýju. HALLDÓR: Mér sýnist þetta vandamál erfiðast viðureignar í myndlistinni og hugsanlega í tónlistinni — þar er erfitt að koma fram með eitthvað sláandi ólíkt því sem við þekkjum fyrir. En ég vil meina að Mecasi hafi tekist þetta í bókmenntunum. Honum tókst — reyndar með herkjum — að gera góðar bókmenndr og dægurlagatexta um leið. Hann breytti íslenskum bókmenntum. En ef ég man rétt þá yfirsást mjög mörgum þetta; þeir gátu ekki séð Megas sem skáld. Margir reyndu að verja það sem félagar þeirra voru að gera og fannst Megas viðurstyggi- legur, grófúr og klúr. SmáRI: Attu við að myndlistarmenn eigi í meiri erfiðleikum með að skilgreina sig á sambærileg- um mörkum og Megas. Að þeir eigi erfiðara með að nýta sér einhvers konar farveg yfir í lág- menningu eða hvað svo sem við viljum kalla það? HaLLDÓR: Já, mér virðast íslendingar eiga mjög erfitt með að hugsa sér farveg niður í lágmenn- inguna og ég held að það sé miklu meiri fyrir- staða í myndlistarheiminum en nokkurn tíma í bókmenntum. SmÁRI: Ég held þú ofmetir bókmenntirnar. Ég held að það sé fyrir löngu búið að múra upp í farveginn sem Megas opnaði. Ég held að rit- höfúndar og skáld séu alveg jafn óttaslegnir við að tengjast einhvers konar poppmenningu og myndlistarmenn. Þeir eru jafn háðir því að verk þeirra séu metin sem óvefengjanleg list. HalldÓR: Ef til vill er það fámennið sem veldur þessu. Það er erfiðara að vera sláandi og bylta forminu í litlu samfélagi en þar sem enginn þekkir mann. Auk þess erum við haldin inn- byggðum ótta vegna fjöreggs okkar sem er íslensk menning og hefúr þennan streng aftur í söguna. Við höfúm tilhneigingu til að líta svo á að við séum verðir þessa mikla arfs, einhvers sem okkur þykir ekta. Það sem við teljum ekta er sjaldnast það sem við hugsum nú heldur er það alltaf eitthvað sem var. SmARI: Við virðumst ekki sætta okkur við að listin spretti úr samfélaginu okkar. Við viljum annaðhvort að hún komi að utan eða þá aftan úr hefðinni. HalldÓR: Já, við höfúm mjög ákveðna þörf fyrir að finna einhvern göfúgan streng í listinni. Ef hann finnst ekki verður allt vitlaust. Ég man mætavel þegar Tómas Jónsson kom út að menn urðu fljódega ásáttir um að Guðbergur væri góður penni. Það sem menn gátu hins vegar ekki sætt sig við var að hann tók gamalmennið — afann — og gerði úr honum þessa viðurstyggilegu mannsmynd sem virtist ekki hafa í sér neinn göfúgan streng. Þetta gerði útslagið um að margir vildu ekki einu sinni lesa bókina. SmÁRI: Það getur verið erfitt fyrir listamann að halda sig á svæðinu sem bæði Guðbergur og Megas fóru út á, svæðið þar sem hver sem er getur efast um að það sem borið er fram sé list eða ekki. Og mér sýnist íslenskir listamenn óttast þetta svæði meira en nokkuð annað. Þetta sést vel á myndlistarsýningum þar sem mynd- listarmenn setja í sýningarskrá að þeir hafi stundað nám í góðum skólum og hafi sýnt í góðum sölum til þess að sanna að þeir séu hlutí af viðurkenndum listaheimi. Sá sem sýnir í Eden dæmir sig úr leik. Gallinn við svæðið sem ég minntist á áðan er að þar þurfa menn að standa einir — þetta er bersvæði. Fæstír lista- menn kæra sig um slíka ögrun; þeir rotta sig saman í SÍM og telja sér trú um að sá hópur hafi einhverja sérstöðu í samfélaginu. HALLDÓR: Já, en það er samt alltaf þetta daður á milli viðurkennds listaheims og einhvers konar lágmenningar. Sjáðu til dæmis postulínssýning- una í Hafnarborg. SmARI: Það þarf reyndar ekki að fara til Hafnar- fjarðar til að sjá þetta daður. Hér í blaðinu sést það í auglýsingunum. HALLDÓR: En ég held að hræðslan í íslenskum kúltúr sé vegna þess að menn vilja ekki láta taka sig í bólinu. Menn eru alltaf að fjalla um ein- hverjar algildar alheimsspurningar. Við erum klofnir persónuleikar sem neita að horfast í augu við heiminn, heim sem við erum brot af eins og allar aðrar vestrænar þjóðir. SmARI: Við notum listina til að telja okkur trú um að við séum heilsteypt. Við leitum í henni að fegurð eða einhverju hreinu. Þetta er sorgleg misnotkun. Við eigum að nota listina sem að- ferð til að hugsa og tæki til að taka vandamál til meðferðar. HaLLDÓR: Það hamlar okkur að við viljum ekki sleppa hendinni af þessum gamla Islendingi sem hafði eina og heilsteypta heimsmynd. Það er eitt- hvað farið að hljóma falskt í þessari eilífú fegurð- arkröfú. Hún veldur því að við getum ekki tekist á við spurningar sem eru miklu meira brennandi og varða nútímann. Það er tími til kominn að fást við þetta frábæra innlegg sem er hérna úti á götu. SmÁRI: Það hefúr mátt merkja það að skynjun okkar á íslenskri menningu gengur ekki lengur upp og mér virðist sem andsvarið virðist æda að vera krafa um einskonar heimsvæðingu íslenskr- ar menningar. f greininni þinni bendir þú hins vegar á að öll list sé staðbundin. Það sé síðan hippsum happs hvort eitthvað af Iist einnar þjóðar eigi erindi við þá næstu. Með þetta í huga má jafnvel efást um að það sé eftirsóknar- vert fyrir listamann að vera tekinn upp úr sam- félagi sínu og settur inn í eitthvert alþjóðlegt listaheimsþorp. En fyrst og ffemst sé menningin alltaf staðbundin. HALLDÓR: Fullkomlega. Það er alltof mikið talað um alþjóðlega strauma og stefnur í staðinn fyrir fjölþjóðlega. Það er allt í lagi að skoða hvað sé að gerast í New York — en það er bara New York. Okkur vantar menn sem skoða Reykjavík, Akureyri eða þorpin úti á landi. Ég held að ef menn eru á annað borð með sterk röntgenaugu á þann veruleika sem þeir lifa í þá þurfi þeir ekkert að athuga hvernig hlutirnir eru gerðir í New York, London eða París -— þótt ég sé ekki að segja að það geti skaðað nokkum mann að vita hvað er að gerast hinum megin við girðinguna. En okkar veruleiki er hérna. SMÁRI: Nú vil ég vera leiðinlegur og biðja þig að nefna nokkra listamenn sem vinna með þetta samfélag okkar og búa til úr því list. HaLLDÓR: Ég nefndi áðan Hallgrím Helgason. Mér finnst hann skemmtilegt dæmi um mann sem neitar að gangast upp í einhverjum fegurðar- staðli og er alls ekki póetískur. Og það er kannski það sem fólki finnst hryllilegast af öllu. Annar sem mér dettur í hug er Þorvaldur Þorsteinsson og það sem hann gerði á sýningunni á Akureyri og reyndar einnig á sýningunni hjá Eddu í Ingólfsstræti, myndirnar af þekkta fólkinu fyrir framan málverkin. Það var eitthvað raunverulegt sem skipti nútímann máli, eitthvað sem kom manni í bobba um leið og maður gekk inn í salinn. SmÁRI: Sýningin var Iíka svo dásamlega óútflytj- anleg — Finnur Incólfsson fyrir ffaman Scheving-mynd. Halldór: Ég get nefnt fleiri, til dæmis SteingrIm Eyfjörð sem er líklega eini íslenski trúarlist- armaðurinn... SmáRI: ...og sem var reginhneyksli að skyldi ekki vera fenginn til að gera tillögu um myndlistar- verk inn í einhverja kirkjuna í þessu kirkjulistar- dæmi. HALLDÓR: Ég vil líka nefna Huldu HAkon og Önnu Líndal sem báðar hafa fjallað um tungumálið og táknfræði í nútíma þjóðfélagi, Anna með saumaskapnum og uppáhellingunum og Hulda með þessi litlu komment sín, fólkið í sparifötunum og einmitt þennan vandræðagang með að vera íslendingur. SmáRI: í greininni ertu að biðja um menningar- heim þar sem allir taka þátt, vitundarverðirnir skili sínu og listamennirnir sínu. Nú ert þú vitundarvörður. Hvað ædar þú að gera til að bæta samfélagið? HalldÓR: Já, ég er að reyna að höfða til ábyrgðar í enda greinarinnar. Hvað sem hver segir þá er það fag sem maður hefúr valið sér alltaf miklu stærra en maður sjálfúr. Fagið er maður sjálfúr og allir hinir sem stunda það. Að þessu leyti hefúr orðið misbrestur í íslenskri hugsun; menn eru hér alltof uppteknir af eigin skinni. Það er eins og menn hugsi bara: ég um mig frá mér til mín; því aðeins en annars ekki. Ég vil að það komist á einhver samábyrgð. Ekki þannig að það verði þrúgandi og við séum sífellt með áhyggjur af íslenskri menningu heldur einungis að menn átd sig á að það gengur ekki til lengdar að hugsa ekki um annað en eigið skinn. Það sem menn leggja til heildarinnar fá menn margfalt til baka. Ég þekki mýmörg dæmi um listamenn og menning- arpostula sem hafa brunnið upp á alltof mikilli sérhæfingu og nærsýni. A endanum hafa þeir þurrkast upp eins og marglyttur. Menn þurfa að læra að slaka á og hætta að taka sjálfan sig svona alvarlega. Menn þurfa að verða frjálsari án þess að sleppa ábyrgðinni, leyfa sér að vera stórir í hugsun, sleppa fram af sér beislinu því lífið er fjandakornið ekki einhver helvítis alvara. H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.