Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 47

Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 47
Myndskreyting Alda Lóa Leifsdóttir Guðmundur Andri Thorsson skrifar um Þórberg og Æra-Tobba; vísindamanninn og húmoristann; reglufestuna og ringulreiðuna í Þórbergi Þórðarsyni ofyitanum úr Suðursveit sem bylti íslenskum bókmenntum, barðist á blóðugum vígvelli hugmynda sem fyrri hluti aldarinnar var, gekk geggjuðum konungum á hönd og þrammaði síðan burt með óskerta sæmd aftur heim í Suðursveit. Þórbergur Þórðarson — ekki neitt Árið 1910 þegar Pórbercur er tiltölulega ný- kominn til Reykjavíkur skrifar hann í dagbók sína upp íbúa Bergshúss og greinir um leið frá stöðu hvers um sig í tilverunni: Bergur Þorleifsson, bóndi/ Hólmffíður Árna- dóttir, kona hans/Guðrún H. Bergsdóttir, yngismey/ Þórarinn Stefánsson, yngismaður/ Þorbergur Þórðarson, ekki neitt/ Bjarni Þ. Magnússon, yngissveinn í búð/ Anna Árna- dóttir, yngismær. (Ljóri sákr minnar, bls. 18, Mál og menning 1986) Þorbergur Þórðarson, ekki neitt. Þetta er starfsheitið, einkunnin, hann nær því ekki einu sinni að heita yngismaður, nær því ekki einu sinni að vera Þórbergur: þetta er sjálfsmyndin. Skömmu áður skrifar hann í dagbókina sína: Líka léttir það huga minn að vita að bráðum er september á enda, og eg fæ senn að halda suð- ur. Einkum brosir nú við mér menntun, en þó slær það talsverðum skugga á það bros að hafa hvergi víst hæli og vera svona illa að mér. (Ljóri sákr minnar bls. 17) Þessi bljúgi piltur er maðurinn sem 14 árum síðar bylti íslenskum bókmenntum með steigur- læti sínu, kvað sjálfan Guð í kútinn í lokakafla Bréfs til Láru — bylti alheimsskipulaginu. Rót- tækni Þórbergs fólst nefhilega ekki í sósíalisma hans né guðspekinni né esperantó né innblásnu hatrinu á íslenskri sveitamenningu: hún fólst í alveg nýjum sjálfskilningi, nýrri sýn á Listamann- inn: ný týpa var mætt á svæðið. Þorbergur Þórðarson, ekki neitt... og vera svona illa að mér... Hvað sem líður þessum rolu- gangi veit hann strax og hann kemur í bæinn að hann er einstæður; hann þiggur ekki sjálfsmynd sína af tilteknum hópi eins og flest okkar gera heldur sér hann sjálfan sig þvert á móti í and- stöðu við umhverfi sitt; hann er utanveltu, upp- lifði sjálfan sig ýmist sem mesta bjána bæjarins eða öllum öðrum gáfaðri — nema hvort tveggja væri. Við sjáum hér gægjast fram þá sjálfhverfu vitund sem síðar átti eftir að skapa Bréf til Láru, og enn síðar þurrka sjálfa sig út — verða „ekki neitt“ — með stoltri fórn í ævisögu séra Árna. Fimm árum síðar er ekki farið að rofa til. 17. nóvember árið 1915: Nú er komin helvítis votviðrátta. Hún á illa við mig. Ég er oftast skólaus og alt af renn- blautur í lappirnar, ef deigur dropi kemur úr lofti. Eg get eigi sagt að eg hafi verið þur í fætur í 5 ár. Guð minn góður, hvar lendir þena? Og eg hefi ekki haft efni á að láta þvo nærfötin mín síðan í ágúst í sumar. Síðan hefi eg gengið í sömu görmunum. Utanyfirfötin eru orðin svo skítug og rifin, að eg skammast mín að koma fyrir alminnlega menn. En engan útveg sé eg. Nú hefi eg gengið svo að segja á sokkunum í viku. Megnustu nálykt leggur af rúmfömnum, þegar þau hitna á nóttinni. Smndum verð eg að sitja í myrkri vegna olíuleysis. Oft liggur mér við að ör- vænta. Eg er að reyna að brjóta mér leið til mentunar og þekkingar og vil sannarlega verða nýtur maður. En helvítis lífið og mennirnir, sem eg á saman við að sælda fara með alla góða ásetninga mína. (Ljóri sákr minnar bls. 214) R ann varð nýmr maður. „Helvítis lífið og mennirnir“ náðu ekki að stöðva hans góðu ásetn- inga. Hann varð „eitthvað", hætti að vera „ekki neitt“. Ekki síst vegna þess að hann tengdist öflugri hreyfingu, hinni sósalísku baráttusveit fyrir afnámi auðvaldsskipulagsins. Fyrir vikið náði ritsnilld hans tengingu við eitthvað, öðlaðist eitthvert markmið utan sjálfs sín, hið fullkomna stílnæmi hans — hin algera stílheyrn sem hann átti umfram aðra íslenska rithöfúnda — fékk vettvang sem ekki var of sérviskulegur. En hverju fórnaði hann? í Rauðu hættunni, ferðabók Þórbergs frá Sovétríkjunum ffá 1935, er að finna þessa lýsingu á „Leghöll Lenins“: Tæpa 20 faðma frá Kreml-múrnum, hér um bil mitt á milli suðvestur- og norðaustur-enda torgsins rís leghöll Lenins, höggvin úr rauð- brúnni granítblökk, lík í lögun og pyramídi, með sex stöllum. Leghöll þessi er eitthvert einfaldasta og stílhreinasta meistaraverk, sem ég hefi séð í byggingarlist. Inngangur í höllina horfir út að torginu, móti suðaustri, en út- gangurinn snýr í norðausmrátt. Þarna inni hvílir smurt lík Lenins í glerkistu, og liggur leiðin margar tröppur niður, áður en komið er að hinu óforgengilega hvílurúmi þessa volduga þjóðmálasnillings, sem var einn af þeim sára- fáu, er tekist hefir að rífa sig upp úr deiglu múgmenskunnar, og fýrstur og einn allra póli- tískra forkólfa grundvallaði þjóðfélagsskipun á vísindalegri þekkingu. Á vissum tíma eða tím- um dags safnast fólk saman í langa, tvísena röð á torginu í námunda við leghöllina, bíðandi eftir að líta augum hinar jarðnesku leifar meist- arans. Þegar smndin kemur, tekur öll halarófan á hæga rás, tveir og tveir hlið við hlið, rennur inn um suðausmrdyrnar, gengur niður margar tröppur, mjakast áfram hátíðlegan brúðargang aftur með hægri síðu leiðtogans, beygir af við fótagaflinn, þokast með sömu hægð með vinstri síðunni, víkur sér til hægri handar á móts við höfðalagið og tínist upp margar tröppur, unz komið er út um dyrnar á norð- austurhlið hallarinnar. Gangan gegnum höllina hefir varla tekið meira en þrjár mínútur. Allir eru alvarlegir á svip og grafhljóðir; allir ganga hægt og skipulega; enginn treðst fram fyrir annan, og enginn má nema staðar á göngunni gegnum höllina. Við báðar dyrnar, enn fremur hjá kistunni og á nokkrum stöðum í göngun- um, standa vopnaðir verðir, pinnstífir, þögulir, lítið eitt strangir í andlitinu. Þeir virðast taka köllun sína eins og embættismenn, sem ekki hafa öðlast lausnina. (Rauða hættan bls 46-7, Mál og menning 1977) Þessi lýsing á því allraheilagasta í Kreml ber höfundi sínum vitni. 20 faðmar... norðaustur... suðvestur... suðaustur... mitt á milli suðvesturs og norðausturs... hægra megin og vinstra megin... fótagafl og höfðalag... tekur þrjár mínútur — og svo ffamvegis: lýsingin er smásmyglileg og ná- kvæm eins og læknasjúrnall eða frönsk framúr- stefria eftirstríðsáranna. Þetta eru vísindaleg skrif. Þar til kemur að Lenin sjálfum og öðrum hiuta lýsingarinnar. Þá breytist allt svipmót textans, ástríða og músík kemur í hann, litrík og afdráttarlaus lýsingarorð koma flögrandi til að taka sér trausta stöðu hjá nafhorðunum í langri og innblásinni setningu, hvílurúmið er óforgengilegt, þjóðmálasnillingur- inn voldugi reif sig upp úr deiglu múgmensk- unnar og fékk þá vitrun að búa til sósíalismann og Sovétríkin... Nema nú gerist dálítið skrýtið: þegar höfúndur >• ,Hvað sem líður þessurn rolugangi veit hann strax og hann keinur í bœ- inn að hann er ein- stœður; hann þigg- ur ekki sjáljbnynd sína aftilteknum hópi eins ogflest okkar gera heldur sér hann sjálfan sig þvert á móti í and- stöðu við umhverfi sitt; hann er utan- veltu, upplijði sjálf- an sigýmist sem mesta bjána bœjar- ins eða öllum öðrum gáfaðri — nema hvort tveggja vœri. “ Fjölnir sumor '97 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.