Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 84

Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 84
h Huldar Breiðfjörð Maður brýtur hund TKJ ADFKRDIN (...framhald) NOKKRAR SKAPANDI ÆFINGAR DHÖMLUR Notaðu orð sem lykla til að opna fyrir hugmyndir um sköpun. við sköpun hefur eitthvað... stöðvast verið bælt fryst misheppnast breyst verið þvingað verið gagnrýnt misskilist ? Bættu við listann. Skoðaðu vel hvað hefur gerst hjá þér sem hamlar skapandi vinnu og eins hvaða hugmyndir þú hefur um sjálfan þig út frá því. 2) MINNINGAR UM SKAPANDI STARF Hvað hefur þú skapað? Manstu eftir þvi að hafa skapað eitthvað? Manstu eftir einhverju sem hefur verið skapað? Manstu eftir því að hafa fengið hugmynd? 3) ORÐ Fáðu hvern fyrir sig til að koma með fyrsta orðið sem kemur í huga hans og síðan að halda áfram með öll þau orð sem honum dettur í hug. Hugmyndin er að kom- ast handan við ritskoðun hugans. vanalega hægir fólk á sér í þessari æfingu og verður meðvitað um þau orð sem það segir. Mikil- vægt er að útskýra vel tilgang æfingarinnar. Hraði og ósamstæð orð valda því að það losnar um hug- myndahömlur. 4) SAGA ÚR ORÐUM Þessi æfing er útfærsla á orðaæfingunni. Nú taka allir þátt i því að koma með orð og mynda saman setningu. Setningarnar verða síðan að sögu, lýsingu eða frásögn. Reynið að leiða söguna í fáránleika og fara út fyrir hugsanlega almenn vel- sæmismörk. Þegar margir eru samábyrgir um söguna er meiri möguleiki á því að losni um hömlur. (meira á næstu opnu) Fj 84 ö 1 n i r timarit handa islendinqum sumar '97 srigann. Pú ert bara fimmtán. Þú ert bara fimmtán. En það var djöfulsins hraði á Dabbý enda vön eftir Hagkaupspokaburðinn. Þú ert bara fjórtán, þrettán, átta. Þú ert tígur, hlébarði, eldflaug, eitthvað annað en þú. Hann dró aðeins á hana, var hálfnaður með stigann, þegar hún var komin upp 2/3. En Olafúr var byrjaður að þrey- tast. Hann var ekki fimmtán. Bilið á milli þeirra jókst aftur. Hvað átti hann að gera?! Ókei, nú varð hann að vera heppinn. Hann reif sig úr öðr- um inniskónum á hlaupunum. Hann varð að vera heppinn. Dabbý var í efsta þrepinu þegar Olafur kast- aði köflóttum skónum. Og á meðan hann klauf loftið og nálgaðist fætur hennar heyrði Olafúr organdi hláturinn í bróður sínum og rifjaði upp Lionskjörið á Ólafsvík einu einni enn. Hann sá fýrir sér þegar atkvæðin voru talin upp úr köss- unum. Hann sá fyrir sér bróður sinn skála hlæj- andi við hina meðlimi félagsins. Hann sá fyrir sér sjálfan sig þegar hann sat úti í horni og reyndi að bera höfuðið hátt. Hann sá fyrir sér sveitta og út- rétta hendi bróður síns þegar hann neyddist til að óska honum til hamingju. Og hann sá fyrir sér flennistóra fyrirsögnina yfir fréttinni af kjörinu í Víkurpóstinum. Óþolandi hlátur bróðurins þagnaði þegar inniskórinn lenti undir fæti Dabbýar. I augnablik vó hún salt á toppi stigans og fálmaði með hönd- unum út í loffið, en féll síðan aftur fyrir sig og kom rúllandi á fleygiferð niður þrepin, svo Olafúr rétt náði að færa sig undan, og skall á veggnum niðri á þriðju hæð. Olafi létti og gekk í hægðum sínum upp á fjórðu. Fyrir neðan lá Dabbý rotuð. a. En nóttin var erfið. Heimspekineminn á fjórðu hafði sagt að hann gæti ómögulega tekið svona stóra ákvörðun strax og byrjað að tala um að öll mál hefðu tvær hliðar og því þyrfti að ígrunda hlutina. Eins yrði hann auðvitað að hafa sam- band við kennarana sína og spyrja hvað þeim fyndist áður en hann kæmist að niðurstöðu um hvort þeirra hann myndi kjósa. Olafur vissi því ekki hvað spekingurinn myndi gera. Og svo var La La að klikka og ekld klár á hvort hún kæmist á fúndinn daginn eftir. Fyrr um daginn hafði Gerti reynt að fremja sjálfs- morð með því að kasta sér niður ruslarennuna. En sem betur fer verið svo ruglaður að hann gleymdi að fara upp úr kjallaranum áður en hann henri sér niður. Henni virtist hann engu að síður hafa skollið nokkuð harkalega með höfúðið á bert steingólfið í ruslageymslunni því hann var búinn að vera stjarfúr og frosinn allan daginn. Að vísu gat þetta líka verið kvíðakast. En þó það væri ekki öruggt að La La kæmist ætiaði hún að gera sitt besta. Það var bara ekki nóg. Kosningarnar gátu farið allavega. Það voru þrjú atkvæði í pottinum sem voru óörugg. Parið á þriðju, heimspekingur- inn og Gerti og La La. Nóttin var erfið. Og allur næsti dagur líka. Samkvæmt sjö- undu grein húsfélagsreglnanna var nefnilega al- gjörlega bannað að vera með áróður á kosninga- dag. Eða eins og segir í reglunum: „...Hver sá sem slíkt athæfi viðhefir hefir þar með fyrirgjört rétti sínum með öllu til húsfélagzframboðs af nokkuru tagi.“ Olafúr minnti því á ljón í búri þegar hann hringsólaði eirðarlaus um sjálfan sig og stofúhúsgögnin. Allavega. Ræðunámskeiðin í Lions á sínum tíma hjálp- uðu Olafi yfir mestu taugaveiklunina þegar hann hélt framboðsræðuna. Hann stóð þráðbeinn í baki þessa tvo tíma sem ræðan tók í dótaherberg- inu í kjallaranum þar sem íbúarnir voru allir samankomnir. Talaði skýrt og kvað fast að og notaði ábúðarfullar handahreyfingar þegar hann lagði áherslu á að hann væri rétti maðurinn í embættið og vísaði í því samhengi til eigin fram- takssemi undanfárna sex mánuði. Klvkkti svo út með því að mannleg samskipti og jú góð fram- koma væri honum töm og í rauninni eitt af hans áhugamálum. F.nda væri hann vog. Ræða Dabbýar tók aðeins klukkutíma og var byggð á annarri taktík. Dabbý spilaði meira á mannlegu nóturnar og sagðist hreinlega elska fólk. Hún bara hreinlega elskaði fólk. Sérstaklega sagðist hún elska fólkið í stigaganginum. Það væri fólkið sem hún elskaði mest. En varð litið á Olaf og fór þá að tala um að hún elskaði ljósgráa teppið á stigaganginum og hvítu veggina og sætu blómin í hornunum á hverri hæð. Hún sagðist elska brúnu viðarhurðirnar á göngunum. Hún hreinlega elskaði þennan stigagang og væri hægt að biðja um meira af formanni? Að lokum lofaði hún svo lægra húsfélagsgjaldi, friði á jörð og lagði áherslu á að það þyrfti að fjölga konum í em- bættum á landinu. Þetta virtist ætla að verða helvíti jafnt og erfitt að sjá á andlitum íbúanna hvort formanns- efnanna þeim líkaði betur. Andrúmsloftið í dóta- herberginu var orðið magnþrungið, ef einhver er einhverju nær með að vita það. Og Olafur hélt að hann myndi fá hjartaáfall af stressi þegar hann fylgdist með Berthold ganga á milli íbúanna og safna atkvæðunum í fituga poppskál. Ekki skán- aði svo ástandið þegar það þurfti þrjár talningar til að fá úrslitin á hreint. En á endanum staðfesti kosningastjórinn Berthold að Olafúr hefði hlotið fjögur atkvæði en Dabbý þrjú og hann væri því réttkjörinn formaður húsfélagsins til tveggja ára. Dabbý trylltist. Og á meðan undrandi íbúarnir börðust við að halda henni frá hinum nýkjörna formanni öskraði hún hvað eftir annað: „Hafið þér verið að ríða fleirum en mér Olafur!" En Olafúr glotti bara og sagði: „O ætli sumir hafi ekki komið eins nálægt sumum og sumir kærðu sig um?“ Svo hló hann inni í sér. Enda nokkuð fyndið. En næstu tvö ár átti Olafúr eftir að hlæja lítið inni í sér. Dabbý var komin í heilagt stríð. Fyrst hún hafði þurft að sjá af formennskunni í krans- æðóttar hendur plottarapungsins var hún ákveðin í að gera valdatíma hans að hreinu helvíti, sýna fram á vanhæfni hans í embætti um leið og hirða svo af honum stólinn f nasstu kosningum. Á nóttunni læddist hún um stigaganginn og úðaði kaffi á veggina eða mokaði snjó fyrir and- dyrið eða skvetti vatni á dyrasímann eða úr hlandkoppnum í þvottahúshornin eða braut perur í loffum. Svo mætti hún á húsfúndi, og það var sko ekki sama hæga konan sem einu sinni hafði sagt svo fátt. Ónei. Hún hélt langar og hvassorðar ræður um að Olafúr væri með öllu vanhæfúr formaður og benti á að veggirnir væru blettóttir og nafnamiðarnir í dyrasímanum ill- læsilegir og það væri kattahlandslykt í þvotta- húsinu og stigagangurinn væri jafnilla lýstur og hliðargata í údensku melluhverfi og hún þyrfti að ösla snjó upp að hnjám til að komast inn í and- dyri. Hverskonar eiginlega eymd væri þetta? Ef Olafúr ætlaði ekki að standa sig betur en raun bar vitni þyrfti augljóslega að kjósa nýjan for- mann ekki rétt?! Olafúr þurfti því að dútla við að þrífa eftir Dabbý í upp undir 16 tíma á hverjum degi til að sýna íbúunum fram á að hann hefði allt undir kontról. En auðvitað vissi hann hvernig í öllu lá, sérstaklega vegna þess að lyftan í húsinu var alltaf hrein að innan og í fínu lagi. En Dabbý var eitur- pæld í sínum skæruhernaði og á meðan Olafúr náði ekki að standa hana að verki og taka terror- ismann upp á vídeóteip hafði hann engar hald- bærar sannanir til að sýna hinum íbúunum. Fólk myndi bara halda að hann væri klikkaður ef hann færi að reyna sannfera það um að Dabbý migi í þvottahúshornin á nóttunni. Og þegar hann stakk upp á að húsfélagið keypti öryggismynda- vélar og setti upp á göngunum sagði fólk nei takk, það væri nóg að hafa Böðvar Bragason og félaga mænandi á sig á öðruhverju götuhorni. En það var sama hvað Olafur þreif marga tíma á dag til að hafa helvítis stigaganginn í lagi, alltaf náði Dabbý að snúa einhvernveginn á hann og kvarta yfir því á næsta húsfúndi. Hún hellti vítissóda í blómapottana og kvartaði yfir að blómin væru öll að drepast, kannski væri það táknrænt fyrir ástandið ha! Og hún gaf krökkun- ] um í hverfinu tússpenna og spreibrúsa, hleypti þeim svo inn í stigagang og sagði þeim að „skreyta“ veggina, en kvartaði svo yfir því að stigagangurinn liti út eins og gettó! Henni liði eins og hún ætti heima í gettói! Eins og gyðingi! Liði virkilega engum öðrum en henrii eins og gyðingi! Og íbúarnir litu spyrjandi hver á annan þar sem þeir sátu í dótaherberginu. Nei það leið nú engum eins og gyðingi, enda var fólk ekki klárt á því hvernig gyðingum líður svona yfirleitt, j en jú vissulega var ástandið orðið nokkuð slæmt. ; En Olafúr tórði í embætti með því að dúda allan sólarhringinn. Hann skyldi aldrei láta hel- vítis merina hrekja sig frá völdum. Á endanum gat Dabbý ekki kvartað undan neinu nema ldæðaburðinum í stigaganginum. Og fékk það í gegn að tekið var upp júníform sem fólk varð að klæðast þegar það kom heim úr vinnu. Nokkra daga á eftir voru því íbúar Efstaleitis klæddir í bláan samfesting með annaðhvort hvíta slaufú (karlmenn) eða slæðu (kvenfólk). Gestir urðu að vera í rauðum slíkum galla. En á næsta fúndi kvartaði Dabbý yfir því að það væri brot á mann- | réttindum að skikka fólk til að klæðast júníformi 1 heima hjá sér, öllu var hætt og gallarnir gefnir til 'i stríðshrjáðra í Bosníu. Það fólk þyrfti meira á þeim að halda. Svo varð friður. En Olafur varð bara enn stressaðri við það. Hann vissi að Dabbý var ekki hætt og hlaut nú að vera undirbúa eitthvað djöfúllegt fyrst hún hafði ekki tíma til að læðast um á nóttunni og skemma. Áður vissi hann allavega hvar hann hafði hana en hvað myndi merin gera næst? Hann sá hana fyrir sér birtast í stigaganginum með ívar Hauks við hliðina á sér eða koma þjót- andi í gegnum hurðina með vélsög. Hann hætti að þora að opna póstinn sinn og byrjaði að ganga með kökukefli í sérstöku innanklæðahulstri. Á tímabili þorði hann ekki að taka lyftuna. Hún gæti verið að bíða við rafmagnstöfluna niðri í kjallara. Og svo myndi hún kveikja í þegar hann sæti fástur. Hún var að taka hann á taugum. Helvttis ffiður. 6. En dag einn, þegar ímyndanir Olafs um ráða- brugg Dabbýar voru orðnar svo stórar að hann var farinn að finna fyrir innilokunarkennd í eigm höfúðkúpu, hringdi dyrabjallan. Á ganginum stóð Dabbý glottandi og við hliðina á henni sat lítill brúnleitur hundur með bleika slaufú á milli eyrnanna. „Komið þér sælir Olafúr," sagði hún hægt og ísmeygilega. Olafúr svaraði hikandi en þó örlírið valds- mannslega. „Sælar Dabbý, hvað eruð þér að gera með þennan hund? Þér virið að samkvæmt níundu grein húsfélagsreglna er stranglega bann- að að vera með gæludýr í stigaganginum.“ „Já Olafúr minn. Það veit ég einmitt svo vel. Og allir aðrir hér á ganginum. En hvað ædið þér að gera við því að það sé komið gæludýr í húsið? svaraði Dabbý og glotti meir. „Phu, Lady Queen, phu.“ Hundurinn reis upp, hnusaði aðeins af ljósgráu teppinu og byrjaði að míga. „Heyrðu hvern djöfulinn eruð þér að láta kvikindið gera?“ sagði Olafúr og var brugðið. „Sjáið þér það ekki Olafúr minn. Hún er að míga,“ sagði Dabbý og glotti meir svo það skein i 'j brúnleitt tannholdið fyrir ofan fölskurnar. Fór svo í vasann, náði í hundakex og stakk upp í kjaftinn á hundinum. „Thu, thu. Lady Queen gera thu.“ Hundurinn glennti sundur afturfæt- urna og skeit. „Heyrðu hver djöfúllinn! Hundskist út með helvítis kvikindið!" öskraði Olafur reiður og stressaður. ,Þér vitið vel að það er harðbannað að | vera með svona skepnur hérna!“ „Já Olafur minn. F.n hvað ætlið þér að gera við því?“ svaraði Dabbý róleg. Ræskti sig aðeins og öskraði svo: „Meðan Lady Queen er hjá mér er það sönnun þess hversu framtakslaus ►
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.