Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 89

Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 89
Hvers virði er það fyrir „venjulegan“ íslending að eiga íslensku að móðurmáli? Eigum við að „kosta kapps um að geyma og ávaxta þennan dýrmæta fjársjóð, sameign allra sem heitið geta íslendingar“, eins ogTómas Sæmundsson segir í formála sínum að Fjölni? Þórhallur Eyþórsson veltir hér fyrir sér stöðu tungunnar og segir að þó nútíma íslendingar geti beitt málsskilningi sínum á 1500 ára gamlan texta þá sé ekki þar með sagt að íslenskan sé betri eða göfugri en aðrar tungur. Tilfinning fyrir fimmtán hundruð ára gömlu máli Uum þarf að koma á óvart að ísland og íslensk tunga gegndu mikilvægu hlutverki þegar fyrst var farið að kanna breytingar á tungumálum á v>sindalegan hátt. Söguleg málfræði sem fræði- gtein varð í rauninni til árið 1814 með rannsókn ^Asmusar Kristians Rasks á uppruna íslenskunnar. fdöfundurinn lauk við verðlaunaritgerðina Undersogelse om det gamle nordiske eller isLvidske sprogs oprindelseí meðan hann dvaldist hér á fandi þótt hún væri ekki gefin út fyrr en árið 1818 þegar hann var á ferðalagi í Austurlöndum. ^ask komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ætti Ser sama forföður og gríska og latína, rússneska °g litháíska; litlu síðar bætti hann írsku og velsku v>ð. Núna myndum við kalla þennan sameigin- fega forföður íslensku og margra annarra mála Sem töluð eru í Evrópu og vestanverðri Asíu frumindóevrópsku. En hver er staða íslensku á meðal annarra ^ngumála á okkar dögum? Hvers virði er það fyrir „venjulegan" íslending að eiga íslensku að móðurmáli? Islenskt þjóðerni er ntjög í deiglunni þessar rnundir: „Hvað gerir Islendinga að þjóð?“ spyr Cuðmundur Hálfdanarson sagnfræð- >ngur í Skími (1996). Er það tungan eins og tal- að er um á tyllidögum, í anda Tomasar Sæmunds- SOnar sem sagði í „Formála" að Fjölni:: „Engin þjóð verður til fý 'rr en hún talar mál útaf fyrir sig °g deyi máiin deyja líka þjóðirnar og verða að Annarri þjóð, en það ber aldrei við nema bágindi °g eymd séu komin á undan.“ Eða er það foinnski alveg eins náttúra landsins? Ég ætla mér ekki þá dul að koma fram með viðhlítandi svör v>ð brennandi tískuspurningum samtlmans. ð-Hæðan fyrir því að ég minnist á þetta atriði er að í haust er leið var haldið málþing þar sem rætt Var um íslenska þjóðernisstefnu. Þar lýsti fjöllista- '"aðurinn Haraldur Jónsson á eftirminnilegan f'átt einkennum og eðli íslensks þjóðfélags og fór a kostum í afhelgun á sumunt eftirlætisgoðsögn- um þjóðarinnar. Hann setti spurningarmerki við yfirlætisfúllt viðhorf íslendinga til móðurmálsins, Sem okkur er tamt að líta á sent merkilegustu tUngu á Norðurlöndum, óspjallaða móðurtungu n>ris norræna kyns, sjálfa latínu norðursins, en °nnur norræn mál séu að nteira og minna leyti afbökuð hrognamál ef mál skyldi kalla. Þetta v*ðhorf kemur fram I þeirri áráttu íslendinga að y>eita norskum uppruna sínum hvað sem það *t°star, eða eins og Jóhann S. Hannesson skáld 0rðaði það: Að uppruna erum við norsk, að innræti meinleg og sposk, en langt fram í ættir minna útlit og hættir á ýsu og steinbít og þorsk. Af sama toga er einnig sú barnalega viðleitni að gera sem mest úr keltneskum áhrifúm á Islandi á kosrnað norræna upprunans. Róttækasta hugmyndin í þá veru, og jafnframt sú fáránleg- asta, er að íslenskar fornbókmenntir séu I raun- inni aðeins eins konar þýðingar á fornírskum bókmenntum. Staðreyndin er sú að í íslensku máli er „arfur Kelta" bundinn við tiltölulega fá tökuorð og örnefni. Keltneskra áhrifa sér hvergi stað í íslenska málkerfmu (hljóðkerfi, beygingum, sctningagerð), sem mætti undarlegt heita ef við ættum Irum cins mikið að þakka og ofstækis- fyllstu talsmenn þessarar óvísindalegu „keltó- maníu“ eða „írafárs“ vilja vera láta. borð við Höskuld Þráinsson prófessor hefur Chomsky í seinni tíð tekið nokkru ástfóstri við íslenska tungu vegna þess að I henni eru svo ntörg merkileg setningafræðileg atriði sem ekki korna fyrir í málum sem töluð eru í nálægum löndum. I fyrirlestri sém ég heyrði Chomsky flytja vestur í Bandaríkjunum í hittifyrra minntist hann aðeins á tvö tungumál, fyrir utan ensku. sjálfa kjölfestu algildismálfræðinnar: frönsku, sem allir eru sammála um að sé ákaflega göfúg tunga, og íslensku — og er það ekki enn ein staðfesting- in á ágæti hennar? Það er kunnara en frá þurfi að segja að Is- lendingar eru, einir þjóða í okkar heimshluta, læsir á fornbókmenntir sínar. Til sannindamerkis um það má hafa vísuna alkunnu sem Egill Skalla- Grímsson á að hafa ort þegar hann var „á sjöunda vetur“ og margar kempur hafa síðan gert að kjörorði sínu, t. d. ekki minni ntenn en þeir Jön Baldvin Hannibalsson og Thor Vilhjálmsson. máltilfinning venjulegs Islendings nœr enn lengra aftur í aldir. VíÖ höfum líka tilfinn- ingu fyrir málinu á elstu norrœnu rúnaristunum, fiá miðju fyrsta árþúsundi eftir Krists burð. “ Að dómi íslendinga sjálfra er mál þeirra ef til vill ekki tungumálið sem Guð almáttugur talar — en svona næstum því. íslenska ætti að minnsta kosti að vera opinbert mál Veraldarvefj- arins mikla, ekki satt? Noam Chomsky er óum- deilanlega merkilegasti málvísindamaður allra tíma, þótt um leið líkist hann líka spámanni í Gamla testamentinu og minni einna helst á Móses þegar hann færði útvalinni þjóð sinni boðorðin tíu á töflunum hér um árið. Eftir að hafa fengið pata af starfi íslenskra málfræðinga á Það er nóg að kunna íslensku til að skilja þessa vísu. Það mælti mín móðir, að mér skyldi kaupa fley ok fagrar árar, fara á brott með víkingum, standa upp I stafni, stýra dýrum knerri, halda svo til hafnar, höggva mann ok annan. Hulda HáKON „Allir þekkja alla..." 1993 F j ö 1 n i r 89 sumar '97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.