Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 77

Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 77
Gunnar Smári Egilsson Syndug kirkja sunnumenn — og Fíladelfía er þessum söfnuð- um nokkurs konar móðurkirkja. Hún er elst, breiðust og öflugust. Og hún er líka hógværust. A samkomunni í dag kyrjaði að vísu ungur maður fyrir aftan mig á torskilinni tungu undir söng og predikun og annar miðaldra stóð upp og hálfhrópaði á svipaðri tungu yfir salinn og mælti síðan fram spádóm á íslensku. Hann sagði að Is- land og önnur Norðurlönd væru í hættu og bað þjóðir þessara landa að snúa sér hið fyrsta til Guðs. Eins og á öðrum vakningarsamkomum bar tungutal mannanna tveggja nokkurn svip af tungum þjóðanna fyrir botni Miðjarðarhafsins — án þess þó að vera nein þeirra. Þetta var nokk- urs konar allabaddarí ffansí-útúrsnúningur úr hebresku eða arabísku, ekki svo ólíkt bænasöngli múhameðstrúarmanna. En fyrir utan inngrip þessara tveggja var sam- koman um margt lík poppmessu á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar. Lofsöngurinn var léttpoppað hvítt gospel sem tæpur helmingur samkomugesta tók undir. Margir lyftu höndum til merkis um að þeir væru tilbúnir að taka á móti heilögum anda — en alls ekki allir. Og þetta sundurleysi í saln- um var áberandi og minnti mig á kirkjur þjóð- kirkjunnar. Hafliði Kristinsson predikari sat einn á fremsta bekk en næstu fimm bekkir fyrir aftan hann voru auðir. Ystu sætin á öftustu bekkjunum fylltust fyrst. Það var eins og söfnuðurinn óttaðist að koma of nærri sviðinu og taka of mikinn þátt í samkomunni. Og þrátt fyrir mikinn söng og langa og innblásna predikun Hafliða náði sam- koman aldrei að verða heil; hvorki sönghópurinn né Hafliði eignuðust salinn. En það var annað en sundurleysið sem var áberandi þegar ég leit yfir salinn. Það var eitt ein- kenni hvítasunnumanna: Þeir eru góðir við skrít- ið fólk. A samkomunni í gær voru nokkrir sem auðsjánlega voru ekki það sem kallað er heilir á geðsmunum. Þar var líka einn fylliraftur sem hafði hrasað nokkrum dögum fyrr og augljóslega borið andlitið fyrir sig í fallinu. Ég veit að þessi umhyggja Hvítasunnumanna fyrir skrítnu fólki hefúr verið litin hornauga af heilbrigðisbatteríinu. Þar inni eru sjúklingar með geðræn vandamál og heita trú í ofanálag einskonar tvöfalt vesen. Ég held að þetta viðhorf sé frekar sprottið af þrá eftir völdum yfir sjúklingnum en umhyggju fyrir vel- ferð hans. Heilbrigðiskerfið ýtir trúuðum sjúkl- ingum út úr Fíladelfíu í krafti þess að trúarlífið standi í vegi fyrir bata þeirra. Þetta væri svo sem í lagi ef heilbrigðiskerfið gæti læknað alla. En það er alveg sama hvaða trú læknarnir hafa á aðferð- um sínum; þær duga ekki alltaf. Og þegar þær þrjóta verður augljóst hversu vanmáttugt heil- brigðiskerfið er til að búa þessum sjúklingum öryggi, skjól og samfélag — en það er einmitt það sem mér virðist Hvítasunnumenn gera af fordómaleysi kristinna manna. Það eru engin af börnum Guðs of skrítin fyrir Fíladelfíu. Þjóðkirkjan mætti taka þetta sér til fyrir- myndar. Af óttablandinni virðingu fyrir hlut- verkaskiptingu innan ríkiskerfisins heldur hún sig til hlés gagnvart skjólstæðingum annarra ríkis- fyrirtækja. Það er ekki fyrr en heilbrigðiskerfinu mistekst og fólk gefúr upp andann að kirkjan hefúr eignast óvefengjanlegan kúnna. Hafliði Kristinsson er glæsilegur predikari. Hann er einlægur og áheyrendur hans vita hvernig honum líður. í dag fjallaði hann um vandann við að þekkja vilja Guðs og ekki síður vandann við að breyta eftir Guðs vilja. Hann rakti söguna af Jósafat Júda-konungi úr seinni Kroníkubók, hvernig hann hafði leitað eftir og hlýtt vilja Guðs og treyst Guði — en síðan lagt traust sitt á aðra menn og fjarlægst Guð þar til hann var kominn í vonlausa stöðu og átti sér engar aðrar bjargir en að hrópa til Guðs eftir hjálp. Og Guð miskunnaði sig yfir hann. Hafliði var ekki í nokkrum vafa um erindi þessarar sögu. Akab lsraels-konungur hafði leitt fyrir Jósafat 400 spámenn sem allir vildu fullvissa hann um að ákvarðanir Akabs væru Guði þókn- anlegar. Samt efaðist Jósafat og spurði hvort ekki væri einhver spámaður annar sem hann gæti spurt. Og Akab vísaði á MiKA, en með þeim varn- aðarorðum að lítið væri að marka hann; hann væri alltaf svo neikvæður. Og Míka mæld gegn ákvörðunum Akabs. Og Jósafat trúði honum en breytti samt ekki eftir því. Hafliði spurði hvort við þekktum þetta ekki vel; að efast um að ákvarðanir okkar væru réttar en breyta samt eftir þeim; að vita hvað við ættum að gera en skorta kjark til að framkvæma það þar sem svo margir væru á öðru máli. Og þetta var rauði þráðurinn í predikun hans, þráin eftir hugrekki til að standa með sjálfúm sér. Og hann bað safnaðarmeðlimi að leita að og hlusta eftir vilja Guðs innra með sér og varaði við að leggja traust sitt á aðra — sama hversu trúaðir þeir virtust vera og hversu vel væri tekið undir orð þeirra. Akab sögunnar hefði kunnað þá list til hlítar að leika trúaðan mann. Jósafat var hins vegar trúaður og hann vissi að menn finna fyrir vilja Guðs innra með sér en ekki með því að gera skoðanakönnun meðal spá- manna. Og ef menn standa með þessari innri vissu öðlast þeir þrótt til að standa gegn heilum herskörum af andmælendum. Þeir verða frjálsir og það eru laun þeirra sem treysta Guði. Ég hafði ekki búist við svona persónulegri nálgun Guðs í Fíladelfíu. Ég hafði fremur búist við ákveðinni leiðtogadýrkun sem fylgt hefúr vakningarkirkjunni. Reyndar mátti merkja hana af ýmsu sem Hafliði sagði og þá sérstaklega til- vísunum til bókarinnar um herforingja Guðs sem rekur æviferil ýmissa heitra predikara. En innsti kjarninn í boðskap hans beindist gegn leiðtoga- dýrkuninni og undirstrikaði persónulegt sam- band Guðs við sérhvern mann. 4. maí Langhottskirkja — Kirlcla Cuðbrands biskups FIMMTI SUNNUDACUR EFTIR PÁSKA Það var mikill æðibunugangur á mér alla síðustu viku. Og þegar ég vaknaði í morgun var ég þreyttur. Ég vildi ekki vaka. Ég vildi sofa. Ég vildi ekki fara í kirkju. Ég vildi vera heima. Ég hafði álcveðið í gærkvöld að fara í morgunmessu í Langholtskirkju en greip laugardagsmoggann í von um undankomuleið. Þegar ég var kominn að því að stefna á enska messu í Landakoti klukkan átta í kvöld áttaði ég mig. Ég reif mig upp á rass- inum og drattaðist í Langholtskirkju. Maður verður víst að gera fleira en gott þykir. Ég kom of seint. Þegar ég gekk inn kirkju- gólfið voru kirkjugestir að fara með trúarjátning- una. Uppi við altari stóð sóknarpresturinn, séra Jón Helgi Þórarinsson, við stól sinn hægra megin við altarið sjálft og við hlið hans kona í hvítum slopp — sem ég lærði síðar að var Svala Sigríður Thomsen djákni. A milli þeirra og altarisins stóð JóN Stefánssón á bak við púlt — sem ég lærði síðar að var orgel. En þar sem ég leit þau fyrst fannst mér sem Jón væri lærifaðirinn á bak við hátt púlt að hlýða tveimur nemenda sinna yfir trúarjátninguna. „Nú,“ hugsaði ég, „þetta er þá aftur orðinn kirkja Jóns Stefánssonar." Og ég losnaði ekki við þessa hugsun yfir at- höfninni. Ef til vill vegna þess að ég fór vitlaust framúr í morgun; ef tO vill vegna þess að svona er sannalega í pottinn búið í Langholti. Fyrir aftan altarið í Langholti er engin altaris- tafla heldur gerviorgel. Þrjár óskiljanlegar súlur, hver skreytt gulum yrjóttum borða sem hefúr orgelpípu beggja vegna við sig. Þetta er ljótasti hlutur sem ég hef séð í íslenskri kirkju. Hann á ekkert skylt við guðstrú. Það eina sem hann stendur fyrir er frátekið pláss fyrir orgel. Þar sem í flestum kirkjum hangir krossmark eða mynd úr lífi og starfi Jesú er í Langholtskirkju fölsk fram- hlið af orgeli; söfnuðurinn skal venjast þeirri ákvörðun safnaðarstjórnar að þar skuli orgel verða í framtíðinni. Ef Jesú yrði leyft að hanga í plássinu hans Jóns er hætt við að safnaðarmeð- limir færu smátt og smátt að trúa að þar ætti hann heima. Og yrðu síðan með eitthvert rnúður þegar hann yrði að víkja fyrir hinu langþráða orgeli. Það sem hangir fyrir ofan altarið í Lang- holti er táknmynd fortilveru orgelsins hans Jóns. Séra Jón Helgi Þórarinsson þjónaði fyrir altari en var að öðru leyti í aukahlutverki við athöfnina í gær. Þó var athyglisvert hversu rnikið og vel Hálsinn á Kristi er sveigður fyrirmynd áhorfandans^ til að aðstoða við nálgunarleið - uppgjöf áhorfandans (íið' krafan um sjálfstæða nálgun JOP er vitnið 1 :íkja eða horfa \ yyjt m tvö andlit - skynvilla - Jesú Misraunandi augu Maríu sjáið hvað þið hafið gert fært ykkur cillft 2£f hciraurinn stendur kyrr séð í andaslitrura hann tónaði. Og púkinn á öxl minni hvíslaði að mér að hann væri í aukatímum hjá Jóni organ- ista; saman leituðu þeir hins fúllkomna tóns. Svala Sigríður Thomsen djákni predikaði. Ég hef ekki áður heyrt djákna predika. í upphafi benti hún á að barnatrúin hentaði börnum en ekki fúllorðnu fólki. Fólk yrði að þroska trú sína eins og dlfinningar sínar, viðhorf, hugsun og list. Þetta er þörf áminning til þjóðar sem hefúr barnatrúna að þjóðtrú. Að öðru leyti hef ég fátt um predikun Svölu Sigríðar að segja. Það var í sjálfú sér ekkert að henni, en það var ekki mikið í henni heldur. Hún var röð af spakyrðum frekar en Iifandi frásögn. I henni var fátt eða ekkert af tilvísunum til raunverulegs lífs. Undir lestri hennar velti ég fyrir mér hvað væri fengið með því að senda meðhjálpara í stutt guðfræðinám og kalla þá djákna. Meðhjálparar eru einskonar oddvitar leikmanna, fremstir meðal jafninga, og þá fyrst og fremst fyrir það að þeir fórna kirkju sinni meiri vinnu og tíma en aðrir safnaðarmeðlimir. Djáknar eru hins vegar eins- konar næstumþví-prestar. Þeir ljúka næstumþví- guðfræðiprófi og Svala Sigríður var í næstumþví- hökli í morgun. Meðhjálparinn hefúr því skipt um lið; hann er ekki lengur leikmaður en ekki alveg prestur samt. Og eins og oft gerist með hálfmenntað fólk þá fannst mér Svala Sigríður helst til djarftæk til prestlegra frasa í predikun sinni. Aður en Svala Sigríður lauk við predikunina sté hún frá púlti sínu og settist við hlið prestsins. Jón Stefánsson reis samtímis upp frá orgelinu sínu, gekk aftur fyrir altarið og settist við flygil sem stóð á aitarinu hægra megin. Ung kona >- Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson Tvær hetjur og Job Hluti ur séríu, 1996 Eigandi: Hafnarborg. Fj sumar ‘97 o 1 n i r 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.