Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 38

Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 38
Einu sinni var til kynslóð sem var kennd við fyndni. Dagur B. Eggertsson segir að í kjölfar hennar hafi komið önnur enn verri — kaldhæðna kynslóðin — og að hún sé litlu skárri. Góður vinur minn sagði mér glottandi frá því að á Kaffibarnum væri verið að undirbúa valdarán. Loksins væri sá langþráði dagur að renna upp að fýndnu kynslóðinni yrði steypt af stólnum. Kald- hæðna kynslóðin væri komin ffam og eins gott að slást í hópinn (maður fengi þá líka að fára fram fyrir í röðinni). Fyndna kynslóðin var fund- in upp sem sölutrix fyrir bækur og stjórnmála- menn. Hún gerði það að list að svara erfiðum spurningum með fimmaurafyndni. Það gerði hún oft vel en eins og flestar árangursríkar aug- lýsingar eldist hún fremur illa. Hún er löngu komin fram yfir síðasta söludag. Ekki er þó minni ástæða til að vara við licla bróður. Kald- hæðin kynslóð á nefnilega ennþá minni rétt á sér en leifar þeirrar fyndnu. Hún er nefnilega þver- sögn í sjálfú sér, rangt svar við rangri spurningu. Hennar tími leið áður en hann hófst því kald- Sören Kirkegaard sagði kaldhæðni geta dagað uppi sem aumleg leið til að losa okkur við vanda- mál með því að atast í þeim og gera þau að aðhlátursefni í stað þess að leysa þau. Þess vegna á írónía svo lítið erindi inn í alvöru stjórnmál eða alvarlega umræðu. Fj 38 •• T * olnir timarit handa islendingum sumnr *97 hæðni þarf að vera á undan sinni samtíð til að eiga erindi. Kaldhæðni í skrifúm og skáldskap er að verða fjarvistarsönnun eða flótti frá spurning- unni: „Hvað hef ég fram að færa? Af hverju er ég að þessu eiginlcga?" Ef markmiðið er aðeins að framfleyta sér er auðvitað allt í lagi að koma sér upp vörumerkinu, einn af kaldhæðnu kynslóð- inni. Það er þá einlægur pópulismi og auglýsing- artrix. Það þarf hins vegar alls enga kynslóð eða annað vörumerki ef markmiðið er segja eitthvað en ekki selja. Fyndna kynslóðin á íslandi átti sínar sigur- stundir og allir hlógu sig auðvitað máttlausa eins og menn muna. Hún var öll saman í mennta- skóla og hlær hæst að sjálfri sér eins og sannir vinir þegar gömul saga er sögð í nýjum hópi. Flestir bregðast nú í besta falli við fyndninni með því að verða hálfslappir eins og menn vita. Það er sorglegt en satt að fyndna kynslóðin varð til fyrir misskilning. Hún er alþjóðleg þróun á röngunni. Hvarvetna um heiminn kom nefnilega fram fá- mennur flokkur manna sem fljódega var kenndur við kaldhæðni eða íróníu. Það er Iíklega kald- hæðni örlaganna að með þessari þýðingarvillu hefúr brandaraköllunum líklega tekist að láta einu samfélagslegu þýðingu þessarar annars sjálf- umglöðu kynslóðar renna út í sandinn hér á landi. Einhvern veginn tókst hinum fyndnu fs- lendingum að láta broddinn í boðskapnum fram hjá sér fara. frónía eða kaldhæðni gemr nefnilega verið afbragðsgóð til að birta nýjar hliðar á útjask- aðri umræðu eða innihaldslausri tísku. Kaldhæðni er það að segja andstæðu þess sem maður á við eða vill koma á framfæri. Þannig er í það minnsta hin hefðbundna skilgreining. Einhvers konar nú- tímaleg og aflijúpandi öfúgmælavísa. ftð heita Kirlqugarður Eyðimerkurúlfar íslenskrar blaðamennsku björg- uðu þessu þó fyrir horn. Þeir urðu kaldhæðnir. Ymsum þeirra tókst að tala þvert um hug sér eða í það minnsta tungum tveim og sitt með hvorri, þannig að bragð var að. Bókmenntafræðingar hafa raunar lengi bent á að stjórnmálamenn verði að teljast brautryðjendur í þessari list en það er önnur saga og sorglegri. Þessi hefðbundna skil- greining kaldhæðninnar sem áður er nefnd var einmitt upphafspunktur hins heimsfræga danska heimspekings Sorens Kierkacaards í greinargerð hans fyrir kaldhæðninni að því er fróðir menn segja. Ef einhver er sá fáni að spyrja hvað Soren gekk til að kryfja kaldhæðnina nægir að sjálf- sögðu að benda á þá staðreynd að maður sem er minntur á návist dauðans í hvert skipti sem hann segir nafnið sitt hlýtur að flýja í fang kaldhæðn- innar. Ef ég myndi heita S. Kirkjugarður er ein- faldlega ekkert eðlilegra, nema þá helst að skrifa langa bók um angist. Það gerði Soren Kierke- gaard einmitt einnig. Hún ber þess augljós merki að hann var vel kunnugur viðfangsefni sínu. KiHtiugqraur lcalcihgeaninnar En hvað er þá vel heppnuð kaldhæðni og hvað er það ekki? Þessar fáu línur, þar sem við hlökkuð- um yfir forlögum og örlögum löngu látins manns leiða okkur eðlilega til annars hlutans af grein- ingu hans sjálfs á íróníu. Nefnilega þess að í kald- hæðninni felst ákveðin tegund yfirlætis. Sá kald- hæðni hefúr sig yfir yrkisefni sitt og lætur við- fangsefnið sér í raun í létm rúmi liggja. Það þarf ekki langan umhugsunarfrest til að átta sig á því að þetta sé óþægilega satt. Þetta er hins vegar bara byrjunin. Fljótlega verður ljóst að sjálf hug- myndin um heila kynslóð kaldhæðninnar er í raun mótsögn í sjálfri sér. Kaldhæðinn maður stefnir ekki að fjölmennri útför. Kaldhæðni missir marks ef hún er ekki á einhvern hátt á undan sinni samtíð. Eyðimerkurúlfúrinn getur aldrei annað en verið einn ef hann á að vera kaldhæðin. Eftir því sem fleiri benda á að „keisarinn sé ekki í neinu“ því fjær ferist það afhjúpun og verður á endanum að einhvers konar huglausu hópefli, sem kallað væri einelti ef það ætti sér stað í félagsmiðstöð. Er góð tugga ijaWan of oft tugggn? Kaldhæðin kynslóð er ekki ólík krakkahóp sem lætur gamalt kúlutyggjó ganga þó það sé löngu orðið bragðlaust. Hver étur upp eftir öðrum. Og stórkosdeg afrek kaldhæðinnar kynslóðar verða í hæsta lagi hárbeittar árásir á kirkjuna og biskup- inn og annað það sem jafnvel harðsvíruðusm húsmæður í Vesturbænum vita að er löngu orðið varnarlaust vígi. Það er aðeins í Villta vestrinu sem finna má viðlíka hetjudáðir einsog Laddi lýsti svo eftirminnilega í samnefndum texta: „Ég réðstþá beint á höföingjann og stakk hann tána i. “ ,Afhverju ekki i hjartað?“ „Það var einhver annar búinn að'i. “ Því miður virðist þetta þó vera stefnan. Allt renn- ur nú eftir einni slóð... Kaldhæðnu eyðimerkur- úlfarnir em senn að verða að hjörð og eru í óða önn við að útvega sér húsbréf til að geta byggt sér höll yfir eigin kynslóð. Þeir geta auðvitað ekki verið minni menn en hinir fyndnu. Kaldhæðin kynslóð birtist á sjónarsviðinu, með sama hjarð- eðli og sömu sjálfbirgingslegu sjálfselsku og hinir fyndnu hafa löngu gen að listformi og söluvöru. Það læðist einhver holur hljómur inn í þetta allt saman og maður hættir loks bara alveg að flissa að því sem kaldhæðnir kmnka. Það veitir ein- mana einstaklingi nefnilega orðið fúllkomna öryggiskennd að vera kaldhæðinn. Hann er orðinn hluti af heild. Það er næstum eitthvað móðurlegt element í þessu. Það er að minnsta kosti löngu orðið miklu hættulegra að vera einlægur og meina eitthvað með því sem maður segir. siðasti söluciagur Það hefði verið alltof auðvelt að minna á hve brandarabanki fyndnu kynslóðarinnar eldist illa. Það er í raun hálf púkalegt að sparka í þessa liggj- andi menn og falla þannig á eigin bragði. Halda yfir þeim holgóma ræðu á írónísku. Nema maður hefði eitthvað uppbyggilegt í staðinn. Þá væri maður líka hættur að vera kaldhæðinn og byrjað- ur að vera leiðinlegur. Þannig virkar þetta víst. Þetta er að minnsta kosti þriðja eðli íróníunnar þegar kemur að Kierkegaard. Hún er neikvætt afl, niðurrif. Abyrgðarlaus, ef við viljum nota út- vatnað orð. Kaldhæðni gerir enga tilraun til að byggja eitthvað upp í stað þess sem hún hefúr haft að háði og spotti. Hún leggur ekkert til. Hún spyr kannski hvasst, en segir ekkert af viti. Það er þess vegna sem hún getur verið svo leiðigjörn til lengdar. Og bitið sljóvgast óðum. Ég get ekki skilið Kierkegaard öðruvísi en að hann gefi það sterklega í skyn að kaldhæðni geti dagað uppi sem aumleg leið til að losa okkur við vandamál með því að atast í þeim og gera þau að aðhlátursefni í stað þess að leysa þau. Þess vegna á írónía svo lítið erindi inn í alvöru stjórnmál eða alvarlega umræðu, nema sem nokkurs konar skeið sem hrærir upp í hinu sem raunverulegt bragð er að. Þess vegna er leiðinlegt til lengdar að okkar bestu skriffinnar og skáldlegustu pennar nái ekki að höndla samtímann öðruvísi en í einhvers konar hálfkæringi. Þess vegna væri gustuk að þeir gerðu eitthvað annað, eitthvað merkilegra og meira, kenndu okkur eitthvað. Þeir geta betur. í einlægni sagt og alvöru talað. VÍ&auKi: Þorsteinn DavIösson laganemi mun hafa ort þessa velheppnuðu vísu til heiðurs ónefndum starfs- manni hins opinbera. Hún er hér birt án leyfis: Mundu að þú ert merkiskall, mundu að starf þitt er dáð, mundu að þú ert mikið snjall, mundu að oflof er háð. Dagur B. Eccertsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.