Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 48

Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 48
Guðmundur Andri Thorsson Þorbergur Pórðarson — ekki neitt „Hann var heim- spekileg Kröflu- virkjun. Hann hélt að hann gœti haft vit á öllu bara með því að hafa skoð- anir á öllu. Hann hélt að það nægði sér að vera gáfaður. Hann gœti „séð hlutina út“— eins og allir Islendingar á þessari öld truði hann á brjóstvitið, að með brjóstviti væri hœgt að dirka upp lásinn að evrópskri menningu. “ hefur leitt talið að hvílurúminu óforgengilega staðnæmist hann ekki þar, nema til að fara með almennt skyldulof um Lenín, heldur er hann óðara rokinn aftur út undir bert loft og tekinn til við skýrslugerðina þar sem frá var horfið, lýsingin hægir á sér á ný og verður aftur að langri röð hliðskipaðra aðalsetninga, við skynjum hvert fótmál, göngum hvert skref með röðinni — við erum beinlínis stödd þarna inni með Þórbergi og hans síþráttandi samferðamönnum. Það er aðeins eitt sem við fáum ekki að vita, aðeins eitt sem hann neitar okkur um að skynja með sér: Hvernig var að vera þarna inni? í þessari ótrúlega nákvæmu sviðsetningu er Lenin eins og Godot. Það er bara talað um hann, sjálfúr stígur hann aldrei fram á sviðið. Þórbergur lætur undir höfúð leggjast að lýsa sjálfú því allra heilagasta í gjörvöllum helgidóminum: sjálfú lík- inu, sem hann hefúr þó sjálfúr staðið frammi fýrir og horft á — eða hvað? Þegar betur er að gáð vantar nefnilega aðra persónu í þessa Iýsingu, sem jafnvel er sýnu mikilvægari en sjálfúr Lenin, og það er sú persóna sem Þórbergur fánn snemma upp og hafði ævinlega að miðpunkti skrifa sinna: hann er sjálfúr fjarverandi. Þessu fórnaði hann. c vjjálfúr fjarverandi. Eða hvað? Þegar skýrslu- gerðarmaður tekur undir lokin að lýsa varð- mönnunum sem „virðast taka köllun sína eins og embættismenn, sem ekki hafa öðlast lausnina" er engu líkara en að gægist fram sú persóna sem f þrítugasta og þriðja kafla Bréfi til Láru er svo lýst: „Ég er gæddur þeirri dýrmætu náðargáfú að geta séð alvarlega hluti í broslegu ljósi.“ En hún rétt gægist fram — kaflinn er ekki helgaður henni, þaðan af síður skrifúð af henni. Gætt er fyllstu virðingar, það örlar á andakt. Ná- kvæmnin í lýsingu þessa húss minnir á lýsingar staða sem Þórbergur unni og var í mun að endurskapa sem gerst á pappír, það hversu lýsingin á sjálfri göngunni er dregin á langinn gefúr okkur tilfmningu um að þetta sé hátíðleg stund og minnisstæð. Vandræði Þórbergs eru hins vegar þau að hann hefúr lagt upp í þetta ferðalag með lesendum sem þekkja fýrir aðal- persónu hans, og vænta frá henni venjulegs sam- blands af spekimálum og trúðalátum, predikun- um og sjálfsháði, og þegar hafa ýmis kádeg atvik hent, samferðafólkið er hvert öðru spaugilegra og hinn sjálfhverfi ofviti spekúlerar í því hvernig því lítist nú á sig. Allt er þetta í hæfilegu samblandi við lýsingar á því hversu ríflegir matarskammt- arnir séu, hversu lestir gamla heimsins hafi verið upprættir, hversu allir virðist vel útlítandi og frómir. Maður skynjar hvernig hann reynir að láta þetta ríki og sjálfkn sig koma heim og saman þegar hann talar um þetta „eitthvað11 í fari fólks- ins sem — eins og hann orðar það — „gaf ótví- rætt í skyn, að það hefði eignast meginland, er næði yfir sjötta hluta heimskringlunnar". Allir eru nefnilega sveitalegir í fasi og alvörugefnir: Sovétríkin virðast fýrirheitna landið vegna þess að þau eru ein allsherjar Suðursveit, sem var á sínum tíma sú Paradís sem Þórbergur missti vegna vísindaiðkana. En þegar inn í „leghöll Lenins“, þetta spartanska líktignunarhof, er komið fer ekkert á milli mála að Æri-Tobbi úr Suðursveit á þar ekki heima vegna þess að hann er aldrei andaktugur yfir neinu, finnur ekki til hnjáhliðamýktar gagn- vart neinum — sýn hans á mannféiagið er ekki heilleg og reglustikuð heldur sundruð og kát. Eða hvernig í ósköpunum á Þórbergur að láta ganga hringinn í kringum lík Leníns þá persónu sem hann lýsir svo í áðurnefndum þrítugasta og þriðja kafla Bréfi til Láru? Ef margt manna er inni í matsöluhúsi, þar sem ég borða, þarf ég stundum að gæta varúðar dl þess að verða mér ekki dl skammar. Áður en mig varir, breytist borðsalurinn í eins konar leiksvið eða gripahús og gestirnir eða partar af þeim umhverfast í nýjar persónur eða skepnur eða eitthvað, sem ekki verður með orðum lýst. Þetta samfélag getur oft orðið yfirnáttúrlega skoplegt. Þessari innsýn verpur niður í mig eins og hugljómun. Hún á ekkert skylt við hugsun eða ályktun frá einhverju þekktu. Hún er bókstaf- lega talað sýn. Svo máttug getur hún einatt orðið, að ég missi vald yfir sjálfúm mér nokkur augnablik og rek upp skellihlátur. (Bréf til Láru, bls. 154, Mál og menning 1975) l Íann þegir. Það er ekki fýrr en um það bil tuttugu blað- síðum seinna að ofvidnn tjáir sig um þessa höll Lenins, en þá er það líka Þórbergur sem talar. Við þekkjum aftur sannfæringarkraft og rökhita þess sem gat þjarkað um Millilandaffumvarpið fram á nætur, virðingarleysi þess sem bauð prest- Auglýsing Vökum af list Menningamótt ímiðborginni ló.ágúst 1997 Efnt verður til menningamætur í miðborg Reykjavíkur í annað sinn þann 16. ágúst n.k. þar sem íbúum Reykjavíkur, innlendum og erlendum ferðamönnum verður boðið upp á fjölbreytta menningaratburði í miðbænum frá kl. 17 - 24. Dagskrá næturinnar verður kynnt síðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.