Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 66

Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 66
Þrír þættir úr baráttusögu velsæmis og kláms ...fær upn I S / • ■ ■ har i sig og hrækir Um haustið 1990 staðfesti Hæstiréttur dóm sakadóms Reykjavíkur í máli ákæruvalds- ins gegn Jóni Óttar Racnars- syni, þá sjónvarpsstjóra á Stöð 2. Jón óttar var dæmdur til að greiða 200 þúsund króna sekt í ríkissjóð auk málsvarnarlauna og afrýjunarkostnaðar. Sök hans var að sjónvarpa að næt- urlagi myndunum / tvibura- merkinu og / nautsmerkinu. Samkvæmt ákæru koma fyrir í báðum þessum myndum „mörg klámfengin atriði, þar sem lögð er áhersla á að sýna með lostafullum hætti kynfæri karla og kvenna, kynmök sam- kynja fólks og ósamkynja, mök fleiri en tveggja í einu og fólk við sjálfsfróun". Þeim atriðum sem ákært var út af og dæmt eftir er lýst hér á eftir með orðalagi saka- dóms — en málið dæmdi Helci I. Jönsson sakadómari ásamt meðdómurum, Eyjólfi Kjalar Emilssyni heimsþekingi og KristInu Jóhannesdóttur kvik- myndagerðarmanni. Talnarun- urnar tákna hvar atriðin eru í viðkomandi mynd og eiga við teljara á myndbandstæki sem stilltur hefur verið á núll við uþphafi sýningar. Þótt lýsing sakadóms á atriðunum segi svo sem flest sem segja þarf um afstöðu hans er þó rétt að benda les- endum á að þau atriði sem dómurinn feilir ekki undir klám eru einu atriðin þar sem karlmaður eða reðurtákn kem- ur ekki fyrir. I öðrum atriðum þar sem konur gæla hver við aðra eða sjálfa sig notast þær við banana. Þá er og athyglis- vert að sakadómur hefur fyrir því að geta þess um nokkrar kvenpersónur myndanna að þær séu aukaþersónur. Um myndirnar, / nautsmerk- inu og / tviburamerkinu, er það annars að segja að þetta eru danskar kynlífs-gaman- myndir og fór Ole Soltoft með aðalhlutverkið i þeim báðum. Þetta eru nokkurs konar alls- nægta-paródíur, svipaðar mið- aldasögum um lönd þar sem smjör draup af hverju strái og aldrei varð skortur matar. Sjónarhorn myndanna er hins vegar ekki hungur í mat — heldur kynlíf. sjá siðuna á móti > Dómur sem Cuðmundur L. Jóhannesson, dómari við héraðsdóm Reykjaness, kvað upp 21. apríl síðastliðinn yfir 41 árs gömlum manni vegna mynda sem fundust á heimasíðu hans á internetinu og „sýndu kynfæri karla og kvenna, kynmök og aðrar kynlífsathafnir á bersöglan hátt“ er svo sérstakur að ástæða er til að birta hann í heild svo lesendur geti kynnt sér málsatvik og rökin fyrir dómnum. ofnfirskur doman hreinsar til á netinu DOMUR. Árið 1997, mánudaginn 21. apríl, var í dómþingi Héraðsdóms Reykjaness, sem háð var að Brekku- götu 2, Hafnarfirði af Guðmundi L. Jóhannessyni héraðsdómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. S - 34/1997: Akæruvaldið gegn NN, sem dóm- tekið var 12. mars síðastliðinn. Mál þetta var með ákæruskjali dags 11. febrúar s.l. höfðað gegn NN1’, [heimilisfang ákærðaj, Kópavogi, kennitala 000055-0000 fyrir birtingu og dreifingu á klámi, með því að hafa frá því um mánaðamótin maí-júní 1996 til 4. nóvember 1996 veitt almenningi aðgang að heimasíðu ákærða á Internetinu, en á slóðinni http:/www.vortex.is/islenska.notendur/tor/animi. htm var að finna alls 72 klámfengnar myndir. Taldist þetta varða við 2. málsgrein 210. greinar almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.2) Þess var krafist að ákærði yrði dæmdur til refsingar. Þá var þess og krafist að áltærði greiddi sakar- kostnað, þar með talinn saksóknaralaun í ríkis- sjóð. Meðan á rekstri málsins stóð féll ákærandi frá kröfú um að 5 framangreindra mynda væru taldar með klámfengnu efni. Ákærði gerði þær kröfúr að hann yrði sýkn- aður af kröfúm ákæruvaldsins og að sakarkostn- aður, þar með talin málsvarnarlaun til skipaðs verjanda hans, héraðsdómslögmanns Páls Arnar PAlssonar,3) yrði greiddur úr ríkissjóði, en ef til sakfellingar kæmi var krafist vægustu refsingar. 11 Af tiliitssemi við hinn dæmda er nafn hans ekki birt. 21 Fyrsta málsgrein 210. greinar hljóðar svo: „Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 6 mánuðum." Önnur málsgreinin kemur á eftir: „Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opin- bers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt.“ 31 Lögmaðurinn heitir réttu nafni Páll Amór Pálsson og er hæstaréttarlögmaður eins og seinna kemur ffam. Næstu fjórar sýningar Valgarður Gunnarsson • 7. - 29.júní Helgi Hjaltalín • 5. - 25. júlí Gunnar Karlsson • 2. - 31. ágúst Sjónþing Guðný Magnúsdóttir • 7. -28. sept. Sjónarhóll er einkarekinn sýningarsalur sem starfar í þágu íslenskra myndlistarmanna. Tekið er á móti umsóknum í afgreiðslu Mokka. Sjónarhóll Hverfisgötu 12 Sími og fax 552 2305 Þann 23. október 1996 barst Rannsóknarlög- reglu ríkisins beiðni um rannsókn á ætluðu klámi á íslenskri heimasíðu á Intemednu eða slóðinni http:/www.vortex.is/islenska.notendur/tor/animi. htm. Þann 31. október 1996 fór Óskar Sigurðs- Són rannsóknarlögreglumaður í þjónustufyrirtæk- ið Skyggnir, þar sem framangreind slóð var opn- uð á Internetinu með aðstoð Ólafs Jónssonar starfsmanns fyrirtækisins. Var komið inn á heimasíðu sem bar heitið Tors World og reyndist vera á vegum ákærða. Við skoðun slóðarinnar varð ljóst að á henni var klámfengið efni og voru þetta við fyrstu athugun 32 myndir sem voru prentaðar út og lagðar fram í málinu. 4. nóvem- ber sl.í lagði Rannsóknarlögregla ríkisins hald á tölvu ákærða og fylgigögn hennar sem voru á heimili hans. Tölvan var aftengd og flutt ásamt skjá, lyklaborði og mús í skrifstofú R.L.R., þar sem búnaður var uppsettur og tölvan ræst að ákærða viðstöddum sem kannaðist við að eiga heimasíðu á Internetinu sem hafi verið sett þar inn með tilstuðlan netþjóns Hringiðunnar e.h.f. (vortex.is). Með samþykki ákærða var afritað af hörðum diski tölvu hans á annan harðdisk það efni sem var talið klámfengið. Voru afritaðar 1500 skrár í skrársöfnum, alls 30.109.381 bytes, og var hinn afritaði harði diskur í vörslu R.L.R. vegna rannsóknar málsins. Sama dag fóru rannsóknarlögreglumenn- irnir Óskar Sigurðsson og Smári Sicurðsson á skrifstofú Hringiðunnar e.h.f. þar sem rætt var við forsvarsmenn hennar, þá SlGURÐ ÓRRA Skúla- son framkvæmdarstjóra og Macnús Sicurðsson stjórnarformann. Akærði hafði heimilað að ætlað klámefni yrði afritað af heimasíðunni hjá Hring- iðunni e.h.f. og svo að því loknu yrði efninu eytt af heimasíðum á Internednu. Var þetta fram- kvæmt af Magnúsi og efnið afritað á 5 disklinga sem R.L.R. tók til varðveislu og voru lagðar fram í málinu. Efnið var svo afmáð af heimasíðunni. Staðfest var að heimasíða ákærða var send á Inter- netið af honum og var opin dl skoðunar af öllum þeim Internetnotendum sem áhuga hefðu á. Forsvarsmönnum Hringiðunnar e.h.f. hafði ekki verið kunnugt um að þetta efni væri á heimasíðu ákærða og töldu ljóst að óheimilt væri að hafa slíkt efni á heimasíðunni miðað við sið- ferðiskröfúr. Ekki væru þó til sérstakar reglur um efni sem heimilt væri að setja á alnetið en þeir vísuðu til reglna „Isnets“ sem ættu við um efni á Internednu. í notkunarskilmálum Isnets sem lagðir voru fram er þessi umferð á Internetinu að öllu jöfnu óleyfileg: „1. Umferð frá almenningsnotendanöfnum eða fjölnotendanöfnum sem ekki er unt að auðkenna. 2. Notkun sem truflar vinnu annarra á netinu eða netið sjálft eða veldur því að notendur eða tölvur tapa gögnum. 3. Efni sem almennt telst ærumeiðandi eða ill- fysið. 4. Hvers kyns óumbeðin fjöldadreifing á upp- lýsingum, svo sem auglýsingar, stjórnmálaáróð- ur eða keðjubréf eða dreifing efnis á póstlista sem ekki viðkemur viðfangsefni listans. 5. Notkun sem veldur umferð á neti tengdu Isnet og fer í bága við notkunarskilmála þess nets.“ Eldri notkunarskilmálar voru mjög á sama veg, nema þar er 3. greinin orðuð þannig: „Efni sem talist getur mannskemmandi eða ósiðlegt.“ Samkvæmt samantekt starfsmanna Hringið- unnar e.h.f. voru skráðar heimsnotkunir á slóðina http:/www.vortex.is/islenska.notendur/tor/animi. htm, þar sem undir var aðgangur að þeim 72 myndum sem málið snerist upphaflega um, á tímabilinu júní til október 1996 1422, þar af 413 í júní og 486 í júlí. í upphafi aðalmeðferðar komu dómarinn í málinu, ákærandi, ákærði og verjandi ákærða saman á skrifstofú Rannsóknarlögreglu ríkisins þar sem þeir fylgdust með þegar Óskar Sigurðs- son rannsóknarlögreglumaður sýndi á tölvum embætdsins hvernig aðgengið er að heimasíðu ákærða og hvernig átti að nálgast á alnetinu þær myndir sem hann er sakaður um að hafa dreift. Þá var og kannað og sýnt hvernig almennt er unnt að nálgast klámmyndir á alnetinu og hve framboðið er þar mikið af slíku efni. Þá voru og sýndar myndir af disketmm, dómskjal nr. 7, en þar sést að beint aðgengi er að djörfú efni. Vitnið Magnús Sigurðsson, stjórnarformaður Hringið- unnar, var viðstaddur og skýrði tæknileg atriði. Þá hafa verið lögð fram 4 tímarit með klám- fengnu efni og myndum sem keypt voru í Bíla- búðinni Mjódd, þ. e. Interrmtional', Erotic-Xfilm guide og Velvet og í verslun Skeljungs h.f. við Vesturlandsveg, þ. e. Cats, og sýni álíka efni eða grófara en það sem hann var sakaður um að hafa haft á heimasíðu sinni. Ákærði játaði því að inn á heimasíðu hans, sem beri heitið Thors World, hafi verið þær 67 kyrrmyndir sem hann er sakaður um að hafa dreift og sýni nekt fólks og kynfæri beggja, ýmist í hvíldar- eða nærmyndum. Hann taldi þetta ekki vera klámmyndir heldur erótískar myndir. Samskonar myndir væru allt í kring á netinu og hann hafi því ekki talið þetta brotlegt. Hann kvað það að hafa eitthvert efni á heimasíðu á „internetinu“ ekki vera dreifingu því það yrði að sækja efnið í ákveðið hólf eða geymslu. Ákærður kvaðst hafa áhuga á svona erótískum myndum og taldi marga aðra hafa haft áhuga á samskonar efni, t. d. kunningjafólk og fleira, og hann sett þetta efni inn á heimasíðuna sína til ánægju og yndisauka. Hann kvaðst hafa verið að æfá sig í heimasíðugerð og þá hafá haft hliðsjón af því sem aðrir væru með á heimasíðum sínum og þetta verið meðal annars samsvarandi efni. Hann kvaðst hafa sótt myndirnar inn á heimasíðu ýmissa aðila á internetinu, en með því að fára inn á svonefndar bakskrárvélar sé lítið haft fyrir því að finna slíkt efhi á vefnum. Hann kvaðst ekki hafa kynnt sérstaklega eða auglýst að inn á heimasíðu hans væru erótískar síður, nema í samskiptum við kunningja á spjallrásinni. Frá miðju ári 1995 hafi hann verið með nafn heimasíðu sinnar á leitar- stöðinni Hugmót sem sé alhliða leitarstöð. Að henni hafi allur vefúrinn aðgang og úti í heimi sé leitarvél sem kallist Web-crawler og leiti og finni út hvar tiltekið efni sem beðið er um sé að finna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.