Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 86

Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 86
TKJ ADFERDIN (...framHald) 5) HLUTUR Hver og einn velur sér hlut sem er einstakur í tómu rými, án umhverfis. Hlutur- inn verður að tengjast mörgum skilningarvitum. Ein ieið til að koma af stað slíkri hugsun er að ieika að þú sért með hlut, t. d. kaffi- bolla. Pú drekkur úr ímynd- uðum kaffibolla, finnur fyrir hita, þyngd, snertingu, lykt og sérð fyrir þér útlit boll- ans. Mikilvægt er að upplifa hlutinn sem raunverulegan en ekki sem ímynd eða hugmynd af hlutnum. 6) MINNINCAR Reynið að upplifa einhverja minningu, í smáatriðum og með öllum skilningarvitum. Til dæmis minningu um það að vera blautur. Reyndu að greina alla þætti skynjunarinnar, kalla fram í smáatriðum upplifun á sjálfum þér og upplifun á umhverfinu. Reyndu að muna eftir hljóð- um úr öllum áttum, hljóðum í prfvídd. Finndu fyrir þeim tiHínningum sem komu upp við þessar aðstæður. Finndu fyrír fatnaði, hita og kulda o. s. frv. Taktu upp ímynd- aðan hlut og skoðaðu hann, finndu fyrir áferö, þyngd, lykt, bragði og útliti. Markmið þessarar æfingar er að kalla fram minningar og gera þær raunverulegar. 7) AÐFERÐIR Reyndu að sjá hvaða að- ferðir eru notaöar þegar einhver er að skapa. Hvað sést, heyrist, hvar, hvenær, við hvaða kringumstæður og hverjar eru tilfinning- arnar? 8) LÍKAN Hugsaðu um einhvern sem þú þekkir eða hefur heyrt um og þú álítur skapandi. Reyndu að átta þig á hvað hann gerir, hugsar, hvaða tilfinningar hann hefur og hvaða aðferðir hann notar til að skapa. Tileinkaðu þér þær aðferðir sem þú hefur uppgötvað að hann notar við skapandi vinnu og reyndu að nýta þær á sama hátt. 9) HUGTÖK Hver og einn þátttakandi velur sér orð, en orðin verða að vera í sama hug- takaflokki. Reynið að breyta um hugtakaflokk ef hægt er að rökstyðja það. Imeira á siðunni á móti) Fj 86 íolnir timarit handa islendingum sumnr '97 Huldar Breiðfjörð Maður brýtur hund formaður þcr eruð! Ég er með vanhæfni yðar og tilvonandi kosningasigur minn í hundaól hérna Olafur og mun sjá til þess að það fari ekki fram hjá nokkurri einustu manneskju í stigaganginum!" Svo strunsaði hún burt og dró á eftir sér tíkina. Vanhæfnina. Kosningasigurinn. Formennskuembættið. Hann stóð stjarfur eftir og starði ráðalaus á kúkinn í hlandpollinum. Það var ekki lengur friður. T. Þó að lítil tík ætti kannslci ekki að skipta máli svona yfirleitt þá skiptir allt meira máli þegar það er komið inn í blokk. Þar ríkja prinsípin. Lady Queen var brot á reglum og kom eins og tiplandi kjarnorkusprengja inn í líf íbúanna í Efstaleiti. Enda ekki nóg með að Dabbý væri búin að þjálfa kvikindið í að gera phu og thu í teppið og væri dugleg við að verðlauna hana með kexi (bæði til að halda tíkinni góðri og svo hún hefði stöðugt einhverju til að thua) heldur hafði hún líka legið yfir hundabókum og tekið sér góðan tíma í að velja óþægilegasta kynið til að hafa í stigagangi. Lady Queen var af svokölluðu Terrierkyni sem er þekkt fyrir taugaveiklun og að geta gjammað allt að þrjú þúsund sinnum á klukkutíma. Til að fólk átti sig betur á þessari gríðarlegu gjammgetu má benda á að Poodlekynið nær aðeins níuhundruð skiptum per klukkustund og íslenski hundurinn ekki nema rétt tæplega sjöhundruð. Það var því nánast ómögulegt strax frá byrjun fyrir íbúana að umbera Lady Queen. Það hefði þó hugsanlega verið hægt með miklum viljastyrk og kartoni af eyrnatöppum á viku ef Dabbý hefði ekki verið eins dugleg og raun bar vitni við að ala tíkina að mesm á kaffi og súkkulaðirúsínum og sleppa henni svo lausri í stigaganginum þar sem hún hljóp um koffíntjúnuð og gjammandi, skítandi og mígandi á víxl. En þó íbúarnir væru orðnir verulega pirraðir var það Dabbý sem kvartaði manna mest á hús- fúndum. Henni fannst það alveg hreint með öllu ólíðandi að hún kæmist upp með að hafa hundinn. Og benti á það offar en tölu verður á komið að Lady Queen væri lifandi sönnun þess að formaðurinn réði ekki við að framfylgja húsfélagsreglum og hlyti að þurfa að víkja ef hann væri ekki nógu mikill maður til að hrein- lega segja af sér! Hvernig áni að vera hægt að búa í þessum stigagangi meðan hundurinn væri skít- andi og mígandi upp um alla veggi?! Og hvað ef henni dytti í hug að fá sér geit!? A milli fúnda fékk hún svo vinkonu sína, sem aðeins hafði verið að dútla við ljóðagerð um ævina og því góður penni, til að skrifa hvöss og hæðin lesendabréf í DV. Grípum niður í eitt: „Hvernig er það? Hafa formenn ekki lengur ábyrgðartilfinningu? Öldruð vinkona mín sem býr í blokk í Efstaleiti fær að hafa hund í blokk- inni sem hún býr í. Hvers á vinkona mín að gjalda? Er það svona sem er farið með eldra fólkið í þessu landi? Þykir mér nú hætt við að blessaðir alþingismennirnir okkar séu eitthvað farnir að leggja árar í bát. Eru þeir kannski farnir að sprikla á skötunni? Ekki kaus ég þá nú til þess. Er Island kannski ekki lengur lýðræðisríki, manni er spurn. Hefði eflaust annað verið upp á teningnum efvið ættum ennþá hann Bjarna okkar Ben.“ Olafur var í vandræðum. Þetta hafði verið ótrúlega klókur leikur hjá Dabbý. Lady Queen var ekkert sem hægt var að laga eða þrífa. Það þyrfti að koma tíkinni endanlega burt. En bæði var hann hálfsmeykur við Lady Queen sem byrj- aði að urra í hvert skipti sem hann nálgaðist, enda Dabbý búin að vera dugleg að kenna henni, og svo var tíkin lítil og eitursnögg og því erfitt fyrir roskinn mann bæði að elta hana um stigana og ná almennilegu taki á helvítinu. Og þó hann næði henni og henti út úr húsinu allur nagaður og bitinn, þá var hún komin inn aftur effir klukkutíma, einn dag eða í mesta lagi tvo. Og áfram thuaði og phuaði tíkin. Og áfram fússuðu og sveiuðu íbúarnir. Og áfram reyndi Olafúr að koma tíkinni burt. Hann reyndi til dæmis að eitra fyrir henni með smygluðu alkazeltzer sem hann bruddi ofan í tveggja daga gamlan 1944-rétt, en ekkert gekk, því La La kom jafnóðum upp úr kjallaranum og hirti það af stigaganginum. Hvað hún gerði við það vissi Olafúr ekki en tók eftir að punghárin á hausnum á Gerta voru byrjuð að krullast. Hann reyndi að smíða stóra og flókna hundagildru þar sem útsjónarsemi og skipulagshæfileikar gamla verkfræðingsins nutu sín til fúllnustu. En ein- hverra hluta vegna var það alltaf berrassaður Bert- hold sem festist í henni en ekki tíkin. Og hann reyndi að liggja út í eldhúsglugga með kinda- byssu og skjóta helvítið þegar það birtist úti á túni. En byssan skalf svo mikið í höndunum á honum vegna hugaræsings og haturs á tíkinni að hann skaut kókdós úr hendi gangandi vegfaranda í staðinn með þeim afleiðingum að víkingasveitin var kölluð á vettvang. Sem betur fer fyrir Olaf fór hún íbúðavillt og braust inn á heimspekinemann. Og sem betur fer fyrir víkingasveitina fannst heimabruggað rauðvín í íbúð nemans sem umsvifalaust var dreginn út í lögreglubíl organdi að vonlaust væri að ná endum saman með náms- lánunum eingöngu. Og Olafúr reyndi að snúa vopnunum í höndum Dabbýar og benda á það á húsfundum að kannski væri það nú ekki svo slæmt að hún héldi hundinn. Hún fengi sér varla geit á meðan? En íbúarnir pirruðust bara meir við tilhugsunina um geitina og voru byrjaðir að taka undir með Dabbý þegar hún sagði augljóst að formaðurinn væri vanhæfúr og því þyrftu þau hin að taka húsfélagsmálin í sínar hendur og kjósa hana formann, því aðeins hún gæti losað stigaganginn við tíkina. Olafúr var að niðurlotum kominn. Og það var fárið að styttast í næsm kosningar. Síðasta úrræðið var að kæra hundahaldið og mánuði fyrir kosningar féll reyndar dómsúrskurður þess efnis að Lady Queen mætti ekki vera í húsinu. En það breytti engu. Enda dómsúrskurðurinn bara eitt plaggið í viðbót og hvarf svo undir meinhæðið lesandabréf á korktöflunni sem vinkonan skrifáði í kjölfárið á dómnum: „Eru nú blessaðir ráða- mennirnir alveg að tapa sér? Nú ákveða þeir að hundurinn megi ekki lengur vera besti vinur mannsins. Er það þó huggun harmi gegn fyrir íslenska þjóð að ekki skyldi úrskurður þessi koma árhundraði fyrr. Hefðu þeir þá eflaust smalarnir fyrr á tímum ráfað týndir í heiðarþokunni og ekki rambað á neitt nema rauðan dauðann, ef blessaðir hundarnir hefðu ekki gelt þá áfram heim í kot, vopnaðir þriðja skilningarvitinu gegn þeirri þokuglýju. Hvað verður nú um blinda? Þeir verða kannski ráfandi um þingsali! Nei, nú þykir mér ekki tíra á blessuðu tíkarskottinu. Ráðamennirnir ætla kannski alveg að slökkva þá tíru? Þeir eru kannski svona hræddir greyin við að fá hundahár í fínu jeppana." Olafur var orðinn ráðalaus. Helvítis tíkin var greinilega ekki á leiðinni neitt og ekki Lady Queen heldur. Mánuði fyrir kosningar varð hann svo að heimila sérstaka „stigagangsatkvæða- greiðslu" eftir átján tíma húsfúnd þar sem Dabbý Iagði fram svokallaða „íbúaskýrslu". I henni réðst hún harkalega að embættisfærslum Olafs og krafðist þess að honum yrði vikið úr embætti. En samkvæmt þriðju grein húsfélagsreglnanna höfðu íbúar.Efstaleitis rétt til að fara fram á stigagangs- atkvæðagreiðslu ef þeir lögðu fram skýrslu af þessu tagi. í fúndargerðabók húsfélagsins má lesa að Olafúr hélt embætti með „fimm atkvæðum gegn tveimur“ og átti að fá að klára þessar fáu vikur sem eftir voru af kjörtímabilinu þar sem hann hefði ekki „brotið beint af sér“. En augljóst væri að „staða formanns“ yrði heldur „slæm“ í „kom- andi kosningum“ ef honum hefði ekki tekist að koma „dýrinú1 út fyrir þann tíma. 8. Lelli mergj, krimmi og aðaleigandi PÍ$$A ÍSLAND, sat inni á skrifstofú og var að byrja að skipta hálfú kílói af spítti niður í einsgramma poka þegar hann sá út um gluggann hvar Björn Runólfs fíknólögga kom gangandi að húsi fyrir- tækisins með sjefiferhund! Fokking helvítis fokk! Hvernig í andskotanum gat Bjössi vitað að hann væri nýbúinn að fá sendingu að utan? Hann panikaði og leit til skiptis á hálfa kílóið sem lá á skrifborðinu og draslið í kringum sig. Hvar gæti hann falið það? I skúffúnni? Nei of obvious. Uppi á hillu? Glætan. En að reyna að troða því undir skrifborðsstólinn? Nei ekki tími. Og hund- urinn myndi finna það allsstaðar. Fokk! Hugsa hratt. Hugsa hratt. Hugsa hraðar... eldhúsið! Lelli hljóp fram í eldhús. Að næsta opna hveitisekk, sturtaði spíttinu ofan í hann og hrærði kröftuglega. Milljón, down the drain. Hann fékk tár í augun. En harkaði af sér, strauk fiaman úr sér hveitið og hljóp aftur inn á skrif- stofú. Það varð allt að líta cool út. Skömmu síðar birtist Björn Runólfs þungur á svip í dyragættinni. Hundurinn fylgdi hnusandi á eftir. Lella fánnst hann þungur á svip líka. „Voðalega ertu eitthvað fölur Lelli minn. Alltaf verið að harka,“ sagði Björn hægt. Lelli setti hendur fyrir aftan bak til að leyna skjálftanum. „Jájá, alltaf í harkinu. Maður verður að sprikla." Björn leit rannsakandi yfir skrifstofúna. „Já, þetta er harður bransi sem þú ert í Lelli minn, þú veist það.“ „Jájá ég veit...“ „Og ekki er pítsubransinn skárri skilst manni.“ Björn leit hvasst á hann. „Ha? Nei... já pítsu... heyrðu hvað ertu að gera með þennan hund? Hvað heldurðu að heil- brigðiseftirlitið segði ef það kæmi núna,“ sagði Lelli og reyndi að þykjast stressaður vegna hunds- ins. Björn leit á hundinn. „Þennan hund? Þetta er hann Bubbi. Ég er að viðra hann fyrir Steiner... Það er víst partur af samkomulaginu.“ Björn leit aftur og enn hvassar á Lella. „Þú kannast við hann er það ekki?“ „Hvern, Franklín?" spurði Lelli sakleysislega. „Nei Bubba. Tónlistarmanninn,“ sagði Björn og bætti við annars hugar: „Fínn mjúsíkant, fínn mjúsíkant.“ Lelli var orðinn ringlaður. Var þetta ný taktík? Bjöm starði út í loftið smástund. „Heyrðu Lelli minn. Hefúrðu eitthvað verið að spá í þetta sem ég minntist á um daginn?“ „Já ég bara...“ „Þú manst hvernig þetta átti að vera er það ekki?“ „Ha?... jújú... en.“ „Við í fíknó fáum fríar pítsur og ég vernda þig fyrir því að Franklín kjafti í mig um þitt... maukerí.“ Lelli fann fyrir taugakippum í andlitinu. „Jájá, ég man en...“ „En hvað?“ spurði Björn hvasst. „En ég bara hef ekki samvisku í það að múta... opinberum starfsmanni,“ svaraði Lelli skjálfradda. Björn þagði. Leit á hundinn. Aftur á Lella og sagði svo: „Ekki það nei.“ Lelli leit skömmustulega í kringum sig og sagði lágt: „Nei. Ég býst við að þannig sé það bara að vera alinn upp af einstæðri móður.“ Björn horfði á hann með vanþóknun. „Þá er ég hræddur um að þú verðir að kíkja með mér upp á stöð Lelli minn.“ Björn, Bubbi og niðurlútur Lelli yfirgáfú skrifstofúna og gengu fram í eldhús. En skyndi- lega stoppaði Björn. Lelli sá að hann starði rann- sakandi á opna hveitisekkinn. Fokk! „Heyrðu Lelli minn,“ sagði Björn, beygði sig yfir sekkinn og tók upp handfylli af hveitispítti, „sjáðu aðeins.“ Lelli leit sveittur á hrúguna í lófa fíkniefna- lögreglumannsinns og sagði hás: „Hvað?“ Björn leit glottandi á Lella. Stráði svo hrúg- unni á gólfið og bjó til tvær línur. „Hann Bubbi er helvíti skemmtilega taminn hjá honum Steiner.“ Björn benti hundinum á línurnar. „Bubbi sjúga. Bubbi sjúga.“ Hundurinn stökk til og saug línurnar græðgislega upp í nefið. Björn brosti. Lelli reyndi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.