Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 52

Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 52
Ja, ja... ..... en svaraðu mér þessu, Kristján Guðmundsson: *. Af hverju stundar þú myndlist? „Mtn vegna og annarra" 2. Hvað hefur aðallega mótað list þína? (bannað að vísa til listrænna áhrifavalda og íslenskrar náttúru) „Cóðvilji, með örlitlu af goðvilja útí" 3. Hvernig hefur list þín mótað umhverfið? „vonandi sem best." а. Hver er eftirminnilegasta stundín á ferlinum? „Sú, þegar ég gerði góðu myndina, og líka þegar vonda myndin heþþnaðist." 5. Ef þú værir lokaður inni i herbergi í tíu ár og mættir mála það, hvaða lit myndir þú velja? „Cagnsætt." б. Nefndu fimm bækur/greinar sem opnuðu þér nýjan skilning á listum. „246 little clouds eftir Dieter Roth. Og Stupidogram og Frische Scheisse eftir sama höfund. Selurinn Snorri og Dísa Ljósálfur eru líka ofarlega á blaði. Ég legg Disu til dæmls að jöfnu við Njálu í þeim efnum." 7. Hvað einkennir góða myndlist? „Sannverðugleikinn" 8. Af hverju á það besta í íslenskri myndlist fullt erindi við umheiminn? „Vegna þess að umheimurinn á fullt erindi við það besta á hverjum stað." 9. Hvernig hefur vægi myndlistar aukist undanfarinn áratug? „kannski með því að verða léttara og dreifðara. Sem er þó varla aukið vægi í sjálfu sér." vo. Hver er höfuðstyrkleiki þinn? „Ef ég segði: Einfeldnin og einlægnin, þá væri það bæði hallærislegt og hálf smekklaust. Þá segi ég það." n. Tilgreindu þrjár ástæður fyrir sýningarhaldi þínu sem ekki liggja í augum uppi. „(haldssemi, leti og sjálfselska. (Allt hitt liggur vonandi í augum uppi.)" «2. Skiptir almenningshylli þíg máli? „Já, já — sérstaklega ef þú átt við þetta 0,01 prósent af almenningi, sem ég vona að þú gerir." 13. Hvað er mest gefandi við það að vera myndlistarmaður? „Að fást við myndlist" 14. Að hve miklu leyti lifir þú á listinni (og hvernig bitnar það á þínum nánustu)? „Alveg — þessa stundina. (Um hitt er best að spyrja mína nánustu.)" 15. Ef þú fengir 70 milljónir fyrir að búa ekki til myndlist, tækir þú boðinu? „Já, strax. Svo mundi ég snúa mér alveg að Ijóðlistinni." 16. Á hvern hátt hefur myndlistin gert þig að heilsteyptari manneskju? „Því get ég ekki svarað." 17. Á hvern hátt hefur myndlistin treyst þjóðfélagsstöðu þína? „Ég er myndlistarmaður — það er þjóðfélagsstaða mín." 18. Hvar sérðu sjálfan þig eftir 20 ár? „Dauðan og grafinn." 19. Hvernig sérðu framtíð myndlistarinnar fyrir þér? „Á harða spani i allar áttir." 20. Hvernig viltu að þín verði minnst? „Vel." Fj ölnir timarit handa íslendingum gamalnotað; hér er enn á ný höggvið í þann eina sanna knérunn okkar módernu póesíu: Skáldið eitt skynjar fegurðina í trylltum heimi nútímans; lágmælt orð ljóðsins rata til sinna og allt það. En hitt er aftur á móti augljóst að hér er á ferðinni form. Litlu þarf að hnika til. Snemmendis tínir skáldið stírur úr skúffúnni og skimar um brotinn ljóra á Venus í suðrinu. A strætunum logarnir standa úr spúandi drekunum en stjarnan í suðri blikar af von um jarðvísi. Á sama hátt má finna línur hjá Óskari Árna sem lyfta bókum hans upp fyrir rúmbríkina. Línur eins og „támjóir skórnir og tunglið" eða „steinsnar til næstu stjörnu“ eru sem dáldið gaml- ir en guðvelkomnir gestir í stuð- og stuðlaleysinu. En það er þó fremur líkt og slíkar línur séu að- eins „slys“, yfirsjónir; í síðasta yfirlestri hafi gleymst að taka út öll aðalsmerki íslenskrar ljóð- listar, gleymst að berja burtu neistana, kveða nið- ur skáldlegt flug. Stundum, þegar gluggað er í nýjar íslenskar ljóðabækur, virðist manni jafnvel allt vera horfið yfir kaldan eyðisand, form jafnt sem innihald. Hallgrímur Helgason Ljóðið er halt... Dýr og sveiiti Grænbrúnt rökkrið úr gróðri í hjúp í fyllingu tómanna í taugunum. (bls.72, Sigfiís Bjartmarsson, SpeglabúS í bœnum, Bjartur 1995) Hér er allt fokið út í veður og vind. Hér á lesandinn hvergi heima. Hér er ekki aðeins tóm heldur mörg mörg tóm. Eða: Hjálpið mér kærir lesendur, unnendur Ijóða: Er hér hugsanlega einhverja örðu af merkingu að finna? Einhverja litla vörðu af viti sem gæti hugsanlega vísað okkur leiðina þar sem við vöðum holtaþokuna enn á ný, síðu eftir síðu, í ljóðum samtíðarskáld- anna? Á bls. 100 í sömu bók: FYRSTI HLUTI Gangur til góðs Til minningar um Grikkland Nýir siðir og gamlir Drög að kvæði mínu um hrafninn Exit from Broadway Endurvinnsla í London Sönn saga af frelsi Við fyrsta lestur á bókinni virtist sem í þessu ljóði væri kominn ferskari tónn en í þeim ljóðum sem framar stóðu og vitnað er til hér að ofan. Það var í því einhver „sönn saga af frelsi“. Ekki fyrr en í annarri yfirferð rann það upp að þetta var ekki ljóð heldur aðeins einn kafli úr efnisyfir- litinu. Hve langt er maður leiddur í ljóðalestri þegar maður er farinn að fá meira útúr efnisyfir- litinu en efninu sjálfú? Lesandinn, margsjóaður í nýjungum, er orðinn svo öllu vanur, svo gjör- samlega opinn fyrir öllu, að hann er til í allt, hvað sem er, bara að það líti út fyrir að vera línuskipt Ijóð, þó í því sé ekki að finna nema eina litla örðu af hugsanlegri merkingu, svona léttum merkingar-tengslum; Grikkland...gamlir og nýir siðir...jú, það er eitthvað í þessu, er það ekki? Ég veit það ekki. Ég veit það svei mér ekki. Er formleysið ástæðan fyrir merkingarleysinu? Ástæðan fyrir þeim ógöngum sem ljóðið hefúr ratað í? Formleysið og geðleysið. Deyfðin og doð- inn. Skáldin hengslast um heiminn líkt og vofúr og skrá sínar litlu hversdagsupplifanir, þau koma auga á lidu hlutina sem skipta engu máli en skipta samt öllu máli. Það gerist aldrei neitt hjá þeim. Þau verða t.d. aldrei svo mikið sem ást- fangin eða lenda í ástarsorg. Lítið um dauðsföll. Þau eru bara á sínu sprangi um speglabúðirnar í bænum, róta í mold í Skuggadal, taka rútuna norður eða þrítengja sig við...við tímann? við hvað? Ég veit það ekki. Þau kljást ekki við nein stór verkefni, í raun kljást þau ekki við neitt, þau þjást jafnvel varla lengur, þau yrkja ekki upp á líf og dauða, þau tjá sig aldrei um sín innstu mál; þau gefa ekkert af sér; þau fórna engu; og aldrei eru þau beinlínis skemmtileg; allt em þetta líkt og smáfréttir af smáum hlutum úr smáum lífúm. lít upp úr Issa í Haganesvík — hrossafluga á rúðunni Svo yrkir Óskar Árni í Norðurleið í sam- nefndri bók. Hér er enn og aftur komið gamla góða japanska hækufiðrildið og hefúr nú sest á rúðu íslenskrar ljóðlistar og þar með breyst í hrossaflugu. Ætli munurinn sé ekki svipaður á fiðrildi og hrossaflugu og japönsku hækunni og þeirri íslensku? I andleysinu miðju hafa skáld vor borið inn í myrkan bæ sinn — ekki andblæ, heldur logn. Erlent logn. Erlent gamalt og staðið logn. í formleysinu miðju hafa skáld vor fundið sér form; hækuna. Nokkurra alda gamalt form úr allt öðrum og fjarlægum menningarheimi, innflutt til heimabrúks. Form sem í raun er ekkert form. íslenska hækan hefur ekkert form. Hún er fúllkominn bastarður. Hún er afkvæmi fiðrildis og hrossaflugu. Ljóðið er halt og gengur með hæku, gamla og fúna japanska hæku sem laskaðist í gámi á leið til landsins. Við tjösluðum henni saman. Ljóðið er halt og staulast um með bilaða hæku. Skáldin hafa snúið baki við sinni eigin hefð til að apa upp og misskilja aðra. Eða eru ungu skáldin í Japan að yrkja ferskeytlur? Þetta hæku- dekur íslendinga er álíka hjákátlegt. Framtíð ís- lenskrar ljóðlistar liggur ekki hér heima, í nútíð, framtíð eða fortíð: Hún stefnir langt aftur í jap- anskar miðaldir. f logninu við Kyrrahafið mun- um við sjá glampa á fiðrildavængi. í syfjandi formleysinu munum við sjá glampa á orð og orð, jafnvel merkingar-tengsl. f úthalds- litlu hugmyndaleysinu munu síðurnar að eilífú blasa við auðar til hálfs. í dauflyndu aðgerðaleys- inu verður í mesta lagi lagað te. En það mun vera það helsta sem gerist í íslenskum ljóðum nú um stundir; hellt er uppá te, eða kaffi. Það er ort um te sem verið er að laga, te sem er tilbúið, te sem þegar hefúr verið drukkið. Og það er ort um kaffiilm, kaffibragð, kaffibolla, kaffikönnur, kaffi- uppáhelling og...kaffivélar: Vonbrigði Lífið einsog kaffivél sem ekki er í sambandi Einhver hefúr tekið hana úr sambandi án þinnar vitundar Þú setur vatn og kaffiduft ýtir á takkann og gengur fram í stofú Bíður eftir að heyra snarkið og finna ilminn En það kemur enginn ilmur (bls. 23, Gyrðir Elíasson, Indíánasumar, Mál og menning 1996) Hér er kannski sterkust línan: „sambandi án“. Ef við nú setjum „ljóðið“ inn fyrir „lífið“ í fyrstu línu; er þá ekki komin hér staða ljóðsins í hnotskurn? Það kemur enginn ilmur, af því að skáldið er ekki í sambandi, ekki í sambandi við sjálft sig, ekki í sambandi við ljóðformið, ekki í sambandi við þjóðfélagið, ekki í sambandi við lífið sjálft. Sambandi án. Og þarna stöndum við, langþreyttir og kaffiþyrstir ljóðunnendur, þarna stöndum við fyrir framan kaffivélina: f pappírs- síunni liggur kaffið, í hólfinu vatnið. Á pappírn- um liggja orðin, í huga skáldsins merking þeirra. Þú ýtir á takkann en þetta vill ekki blandast, vatnið nær ekki að hita orðin og gefa þeim ilm- andi merkingu. Af því skáldið er ekki í sambandi. Niðurstaðan er „Vonbrigði". Aftur og aftur vonbrigði. Og skáldið virðist ekki hafa orku til að rölta fram í eldhús til að stinga okkur í samband við ljóðið. Skáldið lagði sig. Og það vaknar ekki upp af doða sínum nema það fái kaffi, sterkt kaffi, en til þess þarf að stinga vélinni í samband, og hver á að gera það? Við erum stödd í vítahring. Eina leiðin út úr honum er sú að stíga út úr honum. Segja skilið við fagurfræði fiðrildavængjanna, sleppa hækun- um og ganga upprétt á vit alvöru verkefna. Líta upp úr austrænni forneskju. Hætta að yrkja á fjögurra alda gamalla ímyndaðri japönsku og hefja að yrkja á íslensku dagsins í dag. Annars mun Ijóðið ekki lifa. Annars mun íslensk Ijóðlist ekki lifa af nútímahredð. Lasið og veikburða sem ljóðið er orðið í sinni langlegu undir japanskri súð mun það verða úti eina frostnóttina, líkt og fiðrildið, fyrirmynd þess: Næturfrost á Jónsmessu Ofúrhægt bærast hélaðir vængir náttfiðrildanna (bls.12, ÖskarÁmi Óskarsson, Ljós til að mála nóttina, Mál og menning 1996) Dauði ljóðsins er hægur, og fagur. Við fylgjumst með. HallcrImur Helgason sumor '97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.