Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 37

Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 37
ísak Sverrir Hauksson Smásæir heimar eðlisfræðinnar uð. Þegar hálfleiðari eins og GaAs er annars vegar skoðaður sem rvívíður flötur og hins vegar sem þrívíður kristallur kemur í ljós að efniseiginleik- arnir breytast mikið og er það í samræmi við út- reikninga líkana. Þannig hjálpa kennilegir eðlis- fræðingar dlraunaeðlisfræðingum að skilja eigin- leika efnanna með hjálp líkana og öfúgt, tilrauna- eðlisfræðingar hjálpa kennilegum eðlisfræðingum að bæta líkönin. Aðurnefnd grein vísindanna er stundum kölluð orkugeilar-verkfræði (e. band- gap engineering). Slík kerfi eru dæmi um til- raunastofúr skammtafræðinnar þar sem kenning- ar eru sannprófaðar með beinum mælingum á t.d. rafleiðni og ljósviðbragði. Ef við húðum ör- mjóum málmstrimlum ofan á tvívíða kerfið og setjum jákvæða rafspennu yfir málminn dragast rafeindir að málmskautinu og mynda örmjóa rás í tvívíða planinu. Þetta líkist mjóum vír, nokkra tugi nanómetra á breidd, og nefnist skammtavír. Þannig höfúm við takmarkað hreyfistefnur rafeindanna enn frekar og þær hreyfast aðeins í eina átt. Við höfúm minnkað kerfið um eina vídd og tölum því um einvítt rafeindakerfi. Enn er hægt að halda áfram, við skerum málm- strimlana í búta og búum til rafeindaeyjur. Raf- eindirnar sitja fastar í vel afmörkuðum punkti undir skautinu og geta ekki ferðast um. Við erum aftur komin með núllvítt kerfi sem inni- heldur oft um 20 til 30 rafeindir og er um 10 nm í þvermál. Við getum sannarlega búið til smáa heima. En hvers vegna? Að hluta til er tilgangurinn að kanna hversu langt (smátt) við komumst. Takmarkið er að búa til skammta- punkt með einni rafeind. Þá er ljóst að við getum stjórnað fjölda rafeindanna og þannig búið til einingar sem líkjast frumeindum. Með þessum kerfum öðlumst við einnig dýpri skilning á eigin- leikum rafeinda sem enn er okkur nokkur leynd- ardómur. Við getum búið til skammtafræðilíkan fýrir slíkt kerfi og reiknað nákvæmlega út hvernig það muni til dæmis bregðast við ljósi eða segul- sviði. Ef reiknilíkanið gefúr ekki sömu mynd og mælingar eru forsendur okkar rangar og á þennan hátt öðlumst við betri skilning á við- fangsefninu. Þegar við höfúm sýnt fram á að hægt er að búa til rafeindaeyjur þá má hugsa sér ýmsa hag- nýtingu. Nýlega hefúr tekist að búa til skammta- punkta eða rafeindaeyjur. Hagnýting þeirra verður tækni framtíðarinnar þar sem enn á eftir að yfirstíga margar tæknilegar hindranir. Dæmi um hagnýtingu væri til dæmis minniseining þar sem ástandi skammtapunktsins er breytt með segulsviði, ljósi eða rafhleðslu og þannig skráðar upplýsingar. Ljóst er að vegna smæðar skammta- punktsins getur þétdeiki upplýsinga orðið gríðar- legur. En áður en hagnýting getur orðið þarf að svara ýmsum grundvallarspurningum um hegðun rafeinda í slíkum punkti. Á Raunvísindastofnun er unnið að kennilegum rannsóknum á slíkum skammtapunktum í samvinnu við erlenda sam- starfsaðila í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Kanna þarf hegðun skammtapunktsins við ýmiss konar áreiti svo sem rafstraumi, ljósi, breyttu hitastigi og segulsviði. Þetta er eitt af verkefnum fram- tíðarinnar fýrir þá sem stunda rannsóknir á hálf- leiðurum. Lokaorð Eðlisfræði er ein af grundvallargreinum vísind- anna þar sem aðferðafræði hefúr fengið að þróast í langan u'ma. Aðferðir eðlisfræðinnar eru nýnar til þess að skilja flókin fýrirbæri eins og hagkerfi, lífkerfi og önnur kerfi sem innihalda gríðarmargar einingar sem hafa áhrif hver á aðra, svipað og rafeindakerfin sem þéttefnisfræðingar kanna. er í símanum þegar maður- inn kemur heim, gleymir hún því sem hún ædaði að biðja hann um, og þar eð mað- urinn heldur á stærðarinnar bleiuskiptiborði þegar hann gengur eftir stéttinni að húsinu tekur hann ekki eftir ruslinu sem liggur eins og hráviði út um nýsleginn garðinn. Það er því ekki fyrr en konan fýrir neðan bankar öðru sinni hjá parinu að maðurinn kemst að óhefð- bundinni aðferð konu sinnar við sorplosun. Hún biðst aftur innilegrar afsökunar en þegar maðurinn kemur inn efitir að hafa hreinsað til í garðinum segir hann við hana, svolítið sár og undrandi: „Hvað er að gerast, dúilan mín?“ Og heldur síðan áfram þegar hann fær ekkert svar: .,Ég vil ekki að barnið mitt þurfi að horfa upp á eitthvað svona. Hugsaðu þér allan þann úrgang sem það kemur til með að skilja eftir sig innan veggja heimilisins; ég trúi því ekki að þú ædir að gera barninu þá skömm, og ekki aðeins barn- inu heldur okkur líka, að láta hann vera til sýnis uti í garði.“ Konan biður hann að hafa ekki áhyggjur, hún vití vel hvar öskutunnurnar sé að finna. Næstu þrjá daga tekur maðurinn ruslapok- ana úr eldhúsinu með sér út í tunnu þegar hann fer út í bíl. En á fbstudeginum, daginn eftir matarboð sem þau halda vinum sínum, vakna þau seint og maðurinn gleymir að taka með sér mslið þegar hann hleypur út í bíl. Og vegna stöðugs hausverks sem byrjar að herja á hann upp úr hádegi, fer hann Ieyfi til að fara heim úr vinnunni fýrr en venjulega. Það er því um þrjú- leytið þennan fbstudag, í steikjandi sólskini og stíllu, sem hann byrjar að gera sér grein fýrir að ekki sé allt með felldu í lidu en björtu risíbúðinni þeirra. í miðjum garðinum sér hann fjóra hvíta plastpoka og þegar hann stendur við þá og rýnir betur í þá rifjast upp fýrir honum matarveisla gærkvöldsins; í snöggu grasinu sér hann maísbaunir, kjúklinga- bein og karrýlituð hrísgrjón, auk annarra matar- leifa og kassa utan af lidu útvarpstæki með segulbandi sem hann hafði keypt og ædaði að gefá henni — konunni sem hann elskaði; kon- unni sem ædar að ala honum barn eftir þrjá mánuði — í afmælisgjöf eftir fjóra daga. Skammt ffá einum opnum pokanum liggur síðan Iófastórt brot úr matarstelli sem foreldrar hans höfðu gefið þeim í innflutningsgjöf. Óuppvaskað. Ég æda ekki að tefja lesendur meira með því að reyna að útskýra undirliggjandi merkingu eða boðskap þessarar frásagnar. Og því síður að binda á hana hefðbundinn endahnút. Það er ljóst hvað er að gerast í lífi unga parsins og engin ástæða til að velta sér meira upp úr því. Ég var bara beðinn um að gera örlida grein fýrir sjálfúm mér og á meðan ég gerði mitt besta til þess datt mér ekkert annað í hug. Ég ættí þó að taka það ffam að sjái lesendur mig fýrir sér sem eina af persónunum í sögunni, sem er ekki óeðlilegt þar eð ég er að skrifa mitt eigið mani- festó, er ég unga konan með barnið í maganum. Það segir sig reyndar sjálff. Og nú á ég bara effir að henda skjalinu í körfúna á tölvuskjánum. Þarna í hægra horninu niðri sem er alveg eins og gömul öskutunnu. Og síðan að tæma körfúna. Bragi Ólafsson Rannsóknir á skammtafræðikerfúm í hálfleið- urum geta leitt til hagnýtra hluta. Ef hagnýta á þekkinguna verðum við að skilja grundvallar- atriði um hegðun hálfleiðara og þeirra kerfa sem við leitumst við að búa til. ÍSAK SVERRIR HAUKSSON Myndin sýnfr örsmáan smára (e. transistor) á kísll- yfirborði. Málmskautin sem flytja rafeindirnar eru að- skilin með 100 nm bili (hllð). Þriðja skautið opnar og lokar fyrir hliðið með því að breyta rafeiginleikum kísilsins undir hliðinu. Auglýsíng > KLÆÐIST VID SERHVER TÆKIFÆRIFATNAÐIFRÁ LEVI'S LEVI STRAUSS&CO. SAN FRANCISCO.CAL HOFUM ÆTID ■■ FOT FYRIRLIGGJANDI ER FARA YÐUR VEL 0 R I G I N A L Levrs LAUGAVEGI37 - SIMI561 2861 • RÁÐHÚSTORGI9 AK • SÍMI461 1858 miiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiimmiiiiiimimmimii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.