Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 11

Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 11
Tómas Sæmundsson / Gunnar Smári Egilsson Tvíræður formáli Fjölnis sem hafa svo öldum skipti leitast við að eyða hver annarri eru nú farnar að viðurkenna að nota- drýgst muni vera að lifa ! einingu og sést það bet- ur og betur hvað það er innrætt mannlegu eðli að allir séu bræður.37) Af öllu þessu er það auðsjáanlegt að þegar ekki vantar þekkingu og vilja geta menn og þjóð- ir hrundið þeirri mótstöðu sem þeir mæta af náttúrunni eða brestum sjálfra sín. Feguraín Annað atriði sem við ætlum aldrei að gleyma er fegurðin. Hún er sameinuð nytseminni — að svo miklu leyti sem það sem er fagurt er ætíð til nota, andlegra eða líkamlegra — eða þá til eflingar nytseminni. Samt er fegurðin í eðli sínu engan veginn háð henni heldur svo ágæt að allir menn eiga að girnast hana sjálfrar hennar vegna.38* Eigi nokkurt rit að vera fagurt verður fyrst og fremst málið að vera svo hreint og óblandað sem orðið getur bæði að orðum og orðaskipun og þar sem nýjar hugmyndir koma fram og þörf er á nýjum orðum ríður á að þau séu auðskilin og málinu sem eðlilegust. Pað er ljósara en um þurfi að tala hvað það er áríðandi að hafðar séu gætur á málunum, hvort sem þau eru skrifuð eða töluð. Með þeim hefúr mannlegt frjálsræði afrekað meira en nokkrum öðrum hlut. Málið er eitt af einkennum mannkynsins og æðsti og ljósasti votmr um ágæti þess og málin em höfúðeinkenni þjóðanna. Engin þjóð verður fyrr til en hún talar mál útaf fyrir sig og deyi málin deyja líka þjóðirnar og verða að annarri þjóð, en það ber aldrei við ®nema bágindi og eymd séu komin á undan. Því hróðugri sem Islendingar mega vera að tala einhverja elstu tungu í ölium vesmrhluta Norðurálfú að frátekinni vösku (milli Spánar og Frakklands) og keltnesku málunum sem eiga þó að líkindum ekki langt eftir. Málið er í því tilliti svipað sumu víni að það verður því ágætara þess meir sem það eldist — af því skynsemi fyjóðarinnar auðgar það sífelldlega að nýjum hugmyndum. Tungan er ásamt bók- mennmm íslendinga og fornsögu þeirra undir- staða þjóðheiðurs þeirra og því heldur sem reynslan ber vitni um hvað hægt er að verja hana skemmdum, því ágætari sem hún er og hæfari til að auðgast af sínum eigin efnum — þess heldur ættu menn að kosta kapps um að geyma og ávaxta þennan dýrmæta fjársjóð, sameign allra þeirra sem heitið geta íslendingar.39) Samt er ekki nóg að málið sé hreint og ekki blandað neinni útlensku. Orðin í málinu sjálfú verða líka að vera heppi- ' \ lega valin og samboðin efn- inu sem í þeim á að 1‘ggja og sama er að segja um greinar og greinaskipun og í stuttu máli skipulagið allt í hvaða ritgerð sem er. Enn fremur verða menn að varast að taka mjög dauflega til orða. Annars er hætt við að nytsam- asta efni verði vanrækt og fyrirlitið af góðfúsum lesanda.40) Það sem nú er sagt um fegurðina snertir ein- ungis mál og orðfæri og gildir eins um hverja grein og hvern þátt hvaða efnis sem er en þar að auki ættum við þegar tækifæri leyfa að leiða fyrir sjónir fegurð náttúrunnar, bæði í manninum sjálfum og fyrir utan hann, og leitast við að vekja fegurðartilfmninguna sem sumum þykir vera heldur dauf hjá okkur fslendingum.41* >■ r \ \ Krafa Tómasar um verndun ffelsis og réttinda var krafa um sanngjarnar leikreglur og var stefnt gegn þrúgandi höftum samfélagsins. Samtíma- menn hans litu til ríkisvaldsins sem lausnara sem gæti iétt af mönnum bælingu samfélagsins. Nú hefur dæmið snúist við. Við þurfúm að virkja afitur samfélagið til að létta af okkur oki ríkisins. Við þurfúm að endurheimta stjórn á lífí okkar. Það er okkur nauðsynlegt til að þroskast. Við þurfúm að bera ábyrgð á menningu okkar, þeim sem minna mega sín, menntun og þroska barnanna okkar — öllu því sem gerir okkur að mönnum. Við þrosk- umst ekki með því að láta ríkið ræna okkur skött- unum í húsasundi og ræða síðan á slysavarðstof- unni um hvort það muni verja ránsfengnum rétt- ládega. 35) Hér bendir Tómas á þau eilífú sannindi að þjóðskipulagið viðheldur ekki mennskunni heldur þarf maðurinn að sjá um það sjálfúr. Mennskan er lifandi og það þarf að halda henni á lífi. Dauðir lagabókstafir eða alþjóðlegar samþykktir geta það ekki. Ef við höldum ekki lífi í samfélagi okkar þá deyr mennskan; alveg sama hversu straumlínulaga og smart allur umbúnaður þjóðskipulagsins er. 36) Drykkjuskapur, eiturlyfjanotkun, glæpir, virð- ingarleysi gagnvart náunganum — eignum hans og lífi, upplausn í samfélaginu og tilgangsleysi í lífi einstaklinganna; ef Tómas sá þetta þegar hann leit í kringum sig getum við allt eins séð það sama. Hann sá von í bindindisfélögum. Hann trúði ekki á eflingu lögreglu og tollyfirvalda, hert viðurlög við fikniefúabrotum, fleiri íángelsi, aga að ofan. Tómas var ekki fylgjandi Móse-lögum; hann var kristinn. Hann sá þá einu von að menn fyndu það ríkan tilgang með lífi sínu að þeir leyfðu sér ekki að sóa því í drykkjuskap eða aðra stundlega fróun. Sá sem sér tilgang með lífi sínu beitir viljanum til að lifá í samræmi við þennan tilgang. Sá sem sér engan tilgang lætur effir löngunum sínum. Og ef við viljum leita uppi vonina sem Tómas sá í bind- indisfélögunum hljótum við að benda á AA-sam- tökin og það sem þau hafa getið af sér. Ur því það gaf Tómasi von að sjá menn ganga ódrukkna út úr upplausn samfélagsins þá ætti það að duga okkur að sjá alkóhólista og dópista styðja hver annan út úr óreiðunni. 37) Bjartsýni okkar vex ekki vegna bættra sam- skipta þjóðríkja — stækkunar Evrópusambandsins, NATÓ, GATT eða annars -— heldur miklu ffemur vegna samskipta fólks án afskipta ríkisstjórna eða alþjóðlegra stofúana. Við horfúm ekki til þess að þjóðríkin ýti undir og stuðli að samskiptum þegna sinna við íbúa annarra landa; heldur bíðum við þess að þessi samskipti dragi úr valdi þjóðríkjanna til að hlutast til um líf þegnanna. 38) Fegurðin er eins og sannleikurinn; hún er upp- götvun. Á sama hátt og við stöndum allt í einu ffammi fyrir sannleikanum og áttum okkur á að það sem áður var óljóst og óskýrt hefúr nú fengið samhengi, þannig leikur fegurðin okkur. Hún kemur okkur að óvörum og fyllir skynjun okkar samhljómi. En fegurðin er síkvik eins og sannleik- urinn. Að halla sér að gamalli fegurð er álíka kalt og að orna sér við gamlan sannleik. Við þurfúm sífellt að endurnýja fegurðina eins og sannleikann. 39) íslenskan er ekki tjáningartæki heldur aðferð til að hugsa eftir og tjá sig með. Þrátt fyrir að við höf- um gert það að leik okkar að færa þennan formála Tómasar sem næst nútímamáli og breytt greinar- merkja- og stafsetningu, orðaröð — og jafúvel skipt út orðum á stöku stað — þá getur hvaða nú- ríma íslendingur lesið hann eins og Tómas sendi hann ffá sér. Við getum stautað okkur ffam úr 600 og jafúvel 800 ára gömlum textum. Það býr því gömul hugsun í íslenskunni, hugsun sem við þurf- um að þekkja og kannast við; því þótt heimurinn sé síkvikur — og einmitt af því hann er síkvikur — þá erum við sífellt að rekast á sömu úrlausnar- efúin aftur og affur. í þessu felst styrldeiki íslensk- unnar. Og í þessu felst jafúffamt skylda okkar til að auðga hana nýrri hugsun. Ef löngun okkar til að vernda hana aftrar því að hún nýtist okkur get- um við allt eins gefist upp á að lappa upp á hana. Við gemm ekki lifáð með gelt tungumál ffekar en geld viðhorf eða hugsun. Ef okkur tekst ekki að halda lífi í hugsun okkar, viðhorfúm eða tungu eigum við að henda þeim. Og varpa síðan sjálfúm okkur á hauginn. 40) Þarna lýsir Tómas hvemig menn eiga að viðhalda íslenskunni — með því að nota hana til að segja hug sinn. Ekki með því að klæða hugsanir sínar í einhvem búning heldur með því að glæða tunguna með hugsunum sínum. 41) Þetta er einnig verkefúi dagsins í dag. Ef íslendingurinn efast um eigið ágæti þá beinist sá efi einna helst að smekk hans og fegurðartilfinn- ingu. Ef fslendingur í minnimáttarkasti er beðinn að gefá því sem íslenskt er einhverja einkunn mun hann segja: Ljótt. Að kunna ekki að gyrða sig — það er íslenskt vandamál. Að þurrka sultardropa af nefinu með handarbakinu, að taka næstum því ekki undir kveðju, að ropa, að klappa á milli þátta á sinfóníutónleikum — allt eru þetta óþolandi sér- íslensk vandamál. Við erum leppalúðar og sóðar, ódönnuð og ólekker. Fegurðin, smekkurinn og sið- fagunin kemur að utan. Ófair fslendingar hafá gerst kaþólskir sökum þessa; í von um að öðlast aldagamla fágun með því að anda að sér reykelsis- ilmi og hlusta á eitthvað gregoríanskt. Þarf ekki að vekja fegurðartilfinningu hjá slíkri þjóð? Þjóð sem sér ekkert fágurt í eigin menningu eða siðum? Finnst landið flott og konurnar sætar — en allt annað hálfgert hallæri? „Málið er eitt af einkennum mann- kynsins og œðsti og Ijósasti vottur um ágreti þess og málin eru höjuðeinkenni þjóðanna. Engin þjóð verður jyrr til en hún talar mál útaffyrir sig og deyi málin deyja líka þjóðimar og verða að annarri þjóð, en það ber aldrei við nema bágindi og eymd séu komin á undan. “ Fjölnir sumnr '97 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.