Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 36

Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 36
ísak Sverrir Hauksson Smásæir heimar eðlisfræðinnar Rafeindasmásjármynd sem sýnir svokallaða smug- tvista (e. tunneling diodes) úr kísli. Hver skífa inní- heldur tvívítt rafeinda- kerfi. nokkurra nanómetra þykkt. Hver skífa eru fáeinir míkrómetrar á breidd. (MlT). eða óhreininda í kristöllum og í upphafi voru rannsóknir í eðlisfræði hálfleiðara Iitnar hornauga af öðrum sem stunduðu „hreinni" eðlisfræði. Því var jafnvel spáð að greinin yrði ekki langra lífdaga auðið. Með nútímatækni getum við með íbæt- ingu skilgreint brautir, eða rafrásir, í hálfleiðaran- um sem leiða betur rafeindir og búið til hlið, öðru nafni smára, sem loka eða opna fyrir raf- strauminn. Þetta gæti verið lýsing á dæmigerðum örgjörva. Stærð þessara rafrása og vegalengdin á milli þeirra í hálfleiðaranum er nú orðin minni en míkrómetri (1 x 10‘6 m) og minnkar sífellt. Vegna meiri þjöppunar rásanna verður mikilvæg- ara að þekkja áhrif óhreininda í kristallinum, þar sem þau óhreinindi hafa hlutfallslega meiri áhrif þegar fjarlægð á milli rása minnkar. Margt bendir til þess að framþróun í hálfleiðaraiðnaði verði óheft a.m.k. næstu 15 árin og þjöppun rása eigi eftir að aukast enn meir. Þannig mun vægi grein- arinnar aukast samfara framförum í forritun og hugbúnaðargerð. A Raunvísindastofnun eru stundaðar grunn- rannsóknir á hegðun aðskotaefna í kristöllum. Sumum aðskotaefnum er viljandi bætt í hálfleið- ara við framleiðslu en önnur smjúga inn úr um- hverfinu og eru til trafala. Vetni og kopar eru t.d. algeng efni í framleiðsluumhverfi iðnaðarins, þau geta sveimað hratt inn í kristallinn og sest að. Mengun vegna slíkra utanaðkomandi efna hefúr óæskileg áhrif á rafeiginleika kristallsins og truflar áhrif aðskotaefna sem eru viljandi sett í hann. f rannsóknum á Raunvísindastofnun eru t.d. skoð- uð áhrif vetnis og kopars í GaAs sem gætu leitt til betri skilnings á því hvernig þau komast í kristall- inn. Hér er beitt aðferðum tilrauna og niðurstöð- ur eru útskýrðar með líkönum skammtafræðinn- ar. Þessar rannsóknir eru unnar í samvinnu við breska, franska og bandaríska háskóla. Skammtafroeðin — samspíl tílrauwa og lilcaiiareilmiwga í upphafi aldarinnar fæddist skammtafræðin. Hún lýsir m.a. samspili frumeindakjarna og raf- einda. Aður studdust fræðimenn við sígilda eðlis- fræði Newtons og Maxwells sem var ófær um að útskýra mörg fyrirbæri, svo sem varmarýmd efna, Bragi Ólafsson: „Það að losa sig við rusl — eða það sem maður heldur að sé rusl —felur oft í sér erfiðleika ogget- ur valdið óþœgind- um fyrir sjálfan mann og annað fólk. A nákvœmlega sama hátt og þegar maður sendir eitt- hvað frá sér, eða gefur út eitthvað sem maður hefur skapað og heldur að sé þess virði að vera gefið út, en svo kemur kannski í Ijós að það er ekkert nema bölvað drasl. “ Fj 36 olnir tímarit handa islcndingum sumor '97 Ung kona með barn f Það var einn virkan daginn unt daginn þegar ég stóð við eldhúsvaskinn og var að hnýta fyrir ruslapokann minn, að eftirfarandi hugmynd varð til þess að ég gerði hlé á hversdagslegu hugsanaleysi mínu: Eg er alltaf að henda ein- hverju. Það var sem sagt hugmyndin: Ég er sýknt og heilagt að losa mig við eitthvað. Á þeirri stundu fannst mér tilhugsunin hreint og beint ógnvekjandi. Að minnsta kosti fannst mér það í smástund; það er ansi fátt í þessu lífi sem hrellir mann lengur en smástund í senn. En í pokanum sem ég var að ganga frá fyrir ösku- tunnuna voru til dæmis umbúðir utan af korn- fleksi, mjólk, lifrarpylsu og sígarettum; kaffi- korgur; Gula bókin sem hafði komið inn um lúguna daginn áður; gamall myndarammi með mynd af mönnum á hestum að elta strúta; frí- kort með leiðbeiningum og yfirlit frá bankanum um úttektir af tékkareikningi mínum nokkrar vikur aftur í tímann. Öllu þessu var ég að fara að henda. Auðvitað algerlega hugsunarlaust. Ég hafði tekið þá ákvörðun þegar ég setti það í pokann að ég hefði ekki meiri not fyrir þessa hluti en allt í einu þegar komið var að því að bera pokann út fyrir dyrnar sló þessu niður í hugann, þetta með losunina, og í framhaldi af því vaknaði sú spurning hvort þetta væri rétt. Að vera að kasta frá sér öllum þessum hlutum, á ég við. Maður er alltaf að gera einhverja vitleysu í kjölfar rangra ákvarðana og þar af leiðandi er maður oftar en ekki tilbúinn að trúa því upp á sjálfán sig að það nýjasta í lífi manns sé ekki ntjög viturlegt. Á meðan ég gekk út með pokann reyndi ég að rifja upp hvað í honum væri annað en það sem var sjáanlegt í fljótu bragði og þegar ég lét hann detta ofan í tunnuna fannst mér sú vissa að ég myndi ekki sjá hann aftur svo dramatísk og yfirþyrmandi, og svo einkennilegt að hugsa til þess að bæði pokinn og hlutirnir sent hann geymdi væru um það bil að hverfa úr lífi mínu að eilífu. Að ekki liði á löngu þar til fólkið í íbúðinni fyrir ofan myndi hylja mitt rusl með sínu rusli. En það var ekki laust við að ég fyndi huggun í því að rusl nágrannanna, sem eru fólk eins og ég, tekur alla jafita ekki rninna pláss en mitt. Svona dags daglega að minnsta kosti. Það var því hugsanlegt að þeir ættu það einnig til að velta fyrir sér rusli og losun þess á svipaðan hátt og ég var að gera. Það að losa sig við rusl — eða það sem maður heldur að sé rusl — felur oft í sér erfið- leika og getur valdið óþægindum fyrir sjálfan mann og annað fólk. Á nákvæmlega sama hátt og þegar maður sendir eitthvað frá sér, eða gefúr út eitthvað sem maður hefúr skapað og heldur að sé þess virði að vera gefið út, en svo kemur kannski í ljós að það er ekkert nerna bölvað drasl. Eða rusl sem annað fólk, mjög oft vinir eða skyldfólk, er á einn eða annan hátt neytt til að hreinsa upp eftir mann. Ég æda að segja pínulida sögu um iosun rusls. Hún á ekki að lýsa neinu sem ég þekki úr daglega lífinu eða einhverju sem ég hef heyrt að hafi hent annað lifandi fólk, heldur finnst mér bara að hún hljóti að hafa gerst eða muni ger- ast, hvort sem ég kem þar nærri eða ekki: I Hlíðunum býr ungt par sem á von á sínu fyrsta barni. Það býr á efstu hæð í þriggja hæða skeljasandshúsi. Einn daginn þegar konan þarf að losa sig við ruslapoka hættir hún við að fara ljósgeislun frá heitum hlutum, leysingu rafeinda frá málmum með ljósi og uppbyggingu frum- einda. Með framsetningu skammtafræðinnar var hægt að útskýra þessi fyrirbæri. En skammtafræð- in var byltingarkennt vísindaframlag og margir efúðust jafnvel um gildi hennar. Fram eftir öld- inni og allt fram á þennan dag eru gerðar tilraun- ir sem reyna á sannleiksgildi skammtafræðinnar. Skammtafræðin er kenning sem byggir á líkön- um. Einfalt skammtafræðilíkan er rafeind sem er lokuð í litlum ímynduðum kassa af svipuðu stærðarþrepi og frumeind. Stærð frumeindar er um 0,2 - 0,3 nanometrar (nm, 1 x 10 '1 metrar). Fyrir slíkt líkan er tiltölulega auðvelt að reikna út hvernig rafeindin hegðar sér, til dæmis í kringum jákvæða hleðslu, líkt og í vetnisfrumeind, þar sem fáar eindir er um að ræða. Þannig var hægt að sannreyna kenninguna með því að rannsaka rafeindafærslur í vetnisffumeind sem þekktust á ísogslínum frá sólarljósi. Þegar rafeindunum fjölgar, eins og í stærri frumeindum, verða reikn- ingarnir sífellt flóknari og ómögulegt er að reikna út hegðun raunverulegs kerfis sem inniheldur rafeindir og frumeindir í stærðarþrepinu 1023 (Avogadrosartala) nema gerðar séu margar grófar nálganir. Rafeind í ímynduðum lokuðum kassa sem er á stærð við frumeind má líta á sem heim með engum víddum, þ.e. núllvíður. Utreikningar fyrir slíkt kerfi eru tiltöluiega einfaldir ef við þekkjum skammtafræðilega eiginleika rafeinda. Ef við fjölgum víddunum sem rafeindin getur ferðast í verða reikningar flóknari. Tvívítt kerfi er t.d. allflókið en með tölvum nútímans er hægt að reikna út og spá fyrir um hvernig tvívíður raf- eindaheimur hegðar sér. Tvívíður heimur er ekki raunverulegt náttúrufyrirbæri. Hægt er að búa til tvívítt kerfi með svokallaðri sameindaúðun þar sem rafeindir geta aðeins hreyft sig óhindrað í tvær áttir en þriðja hreyfistefnan er nánast útilok- maganum með hann út í tunnu en hendir honum þess í stað út um stofúgluggann þannig að hann lendir úti i garði og opnast. Svolítill hluti inni- haldsins dreifist yfir grasið í kringunt hann. Þegar maðurinn kentur heim um kvöldið er búið að fjarlægja pokann. Næsti dagur er föstudagur og konan ákveður að taka til í lítilli geymslu Ivnr innan fat;tliengið í forstofunni. Hún setur alls kyns smádót í plastpoka sem hún síðan hendir, ásamt ruslapokanum úr eldhúsinu, út í garð. I þetta skiptið verður garðurinn nán- ast alþakinn dóti og rusli úr pokunum vegna þess að hnútarnir sem konan hefúr bundið losna eða plastið rifiiar þegar pokarnir lenda hér og þar um flötina. En áður en maðurinn kemur heim í helgarfríið hefúr garðurinn verið hreins- aður af rusli og er í rauninni eins og hann var í augum mannsins þegar hann horfði yfir hann á leið út í bíl snemma um morguninn. Unga parið er heima hjá sér alla helgina og einhverra hluta vegna verður ekkert af því að maðurinn fari út með þrjá sneisafúlla ruslapoka eins og hann hafði ædað sér um leið og hann labbaði út í bíl snemma á mánudagsmorgninum. Það Iendir á konunni hans að fara með ruslið út í tunnu en eins og í vikunni á undan velur hún þá leið að losa sig við það í gegnum stofúgluggann, þaðan sem útsýni er yfir götuna. Rétt áður en maðurinn kemur heim úr vinnunni þennan dag bankar konan sem býr í íbúðinni fyrir neðan uppi hjá parinu og biður hina ungu óffísku konu vinsamlegast um að henda ekki ruslinu í garðinn. Unga konan biðst afsökunar og segist munu láta manninn sinn hirða upp pokana þegar hann kemur heim. Henni þyki þetta miður. £n vegna þess að hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.