Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 7

Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 7
Tómas Sæmundsson / Cunnar Smári Egílsson Tvíræður formáli Fjölnis « „Ehginn þarfað furða sig á þessu um tímaritin því þau eru rödd tímans en tíminn er aldur mann- kynsins og þeir sem ekkijylgja honum verða á eftir í framfórunum. Allir lesa þau sem vilja kynna sér tímann sem liður og veróldina sem er... um þóttu sér mótdræg í Parísarborg liðu ekki þrír /-'' dagar áður en öll stræti borgarinnar voru þakin búkum dauðra manna og konungur með allri sinni ætt hrakinn frá völdum og varð að fara í útlegð. Enginn þarf að furða sig á þessu um tíma- ritin því þau eru rödd tímans en tíminn er aldur mannkynsins og þeir sem ekki fylgja honum verða á eftir í framförunum. Allir lesa þau sem vilja kynna sér tímann sem líður og veröldina sem er því í þeim er á fáum dögum það sem við bar í Vesturálfunni komið hingað í Norðurálfu og þaðan til endi- marka Austurálfunnar og fregnir frá hólmunum í hinu víða hafi undir suðurskauti heims fljúga svo sem á vindavængjum út undir norður- skaut. Þjóðirnar þurfa líka að kynna sér hver annarra framfarir og yfirburði til að geta fært sér í nyt það sem aðrir hafa fúndið og umbætt í högum sínum. En þetta gætu þær með engu móti án aðstoðar tímaritanna, ekki einu sinni þar sem Iöndin liggja áföst, hvað þá þær þjóðir sem liggja afskekktar á hnettinum og eiga lítið samneyti við önnur lönd. Á meðal þessara þjóða erum við ís- lendingar. Ef við eigum nú með nokkru móti í samræmi við krafta okkar og mannfjölda að geta staðið öðrum þjóð- um jafnhliða í nytsamri menntun og dugnaði, ef við eigum að halda því áliti sem við höfum haft hjá údendum þjóðum fyrir almenningsfræðslu — í stuttu máli, ef við eigum að geta fylgt tímanum, þá eru tímaritin eitt af því sem okkur er öldungis ómissandi.20) Þetta hafa menn séð. Nú í allt að 60 ár hafa íslendingar verið að stofna ýmisleg rit til að bæta úr þeirri deyfð og fram- taksleysi sem annars leiðir af afstöðu landsins og afskiptaleysi við aðrar þjóðir. Þau hafa öll verið ársrit, utan eitt mánaðarrit, en aldrei vikurit til dæmis eða þaðan af minni vegna örðugleika á að koma bókum út um landið þar sem engar ferðir eru nema svo sjaldan og héruð og fjórðungar næstum aðskilin eins og smálönd þjóðinni til allrar óhamingju. >■ -■ ráðum einhverju um hvernig það þróast? Finnst okkur við ffjáls innan þess eða finnst okkur að okkur þrengt? Endurspeglar samfélagið hugmyndir okkar um sjálf okkur og heiminn? I7) Tómas á líklega við verkkunnáttu. I dag er í tísku að kvarta undan því að verknám sé hér lítils- virt og langt ffá öðrum þjóðum. Það er þó líklega ekki vankunnána til verklegra þátta sem okkur skortir helst. Þegar litið er yfir íslenskt samfélag ætti öllum að vera ljóst að vankunnátta til umræðu íþyngir okkur meira. í raun má segja að allar þekktar rásir séu stíflaðar. Stjórnmálaflokkarnir eru onýtir til allrar umræðu; þeir geta ekki rætt nein stærri mál og enn síður komist að niðurstöðu. Menntamenn hafá fyrir löngu stimpiað sig út úr umræðunni og lokað sig inni með ffæði sín. Klerk- arnir eru úti að aka, listamenn hafa dregið sig inn í skel sína, blaðamenn og aðrir frjálsir hugsandi menn hafa selt sig vinsældum og velgengni. Ef undan eru skilin kvótamál má segja að samfélag okkar hafi tekið gagngerum breytingum á undan- fomum áratugum án allrar umræðu. Og það er kostulegt til þess að hugsa að þetta eina mál sem hefur verið rætt — kvótamálið og eignaraðiid að auðlindum hafsins — er svo fást í helgreipum hagsmunaaðila að það er alveg sama hversu vel umræðan um það þroskast og dafhar; kvótakerfinu verður ekki breytt. En allar breytingar sem sam- félagið hefur tekið hafá orðið þegjandi og hljóða- laust — ef undan er skilið hjáróma raus í einstaka uffurhaldssegg sem ekkert nýtt má sjá. Vegna löng- unar okkar til að vera eins og aðrar þjóðir höfum ^ið innbyrt þær eins og hlýðnir krakkar. Það má því segja að nútíminn sé okkur utanbókarlærdóm- ur. Hann hefúr ekki sprottið af okkur. Við emm miðaldamenn með ferðabók um nútímann í vas- anum. 18) Hér er fátt annað að gera en taka undir: Halleljúa. 19) Það þarf líklega ekki að taka ffam effir lýsingu Tómasar á ástandinu á löndum sínum að viðtök- urnar við þessu boðsbréfi voru ákaflega dræmar. 20) Við údistun á nauðsyn tímaritanna er því helst við að bæta að ffá tíma Tómasar hafá tímaritin tvistrast og afmarkast; orðið að dagblöðum, út- varps- og sjónvarpsstöðvum, tímaritum, frétta- þjónustum á internetínu og guð má vita hverju. Og efhi þessara miðla er ýmist nokkuð almenn eða ákaflega þröng. Ef leita ætti að miðlum nú sem uppfylla óskir Tómsar um „rödd tímans“ er hins vegar ekki um auðugri garð að gresja en á hans tíð. Fæstir fféttamiðlar standa undir þessum kröfum. Þeir segja vissulega fféttir dagsins í dag en offast markast fféttamatið af gildismati gærdagsins. Þeir mega einfáldlega ekki vera að því að meta tímann sem líður heldur þröngva honum ofan í fyrirffam ákveðin mót. Þetta sést glögglega í alþjóðlegum fféttum sem hafa tekið á sig svip nútíma þjóð- sagna; langflestar þeirra fjalla í raun um baránu góðs og ills — hvon sem fféttaefnið gefur tilefhi til þess eða ekki. Þannig geta kínversk stjórnvöld í einni fféttinni verið góði gæinn sem leiðir þjóð sína úr myrkum miðöldum miðstýrðs hagkeríis í átt til heiðbjarts kapítalisma; en í þeirri næstu verið vondi gæinn sem slátrar hverjum þeim sem ekki fellur fram fyrir fætur sína og tilbiður hann. Alþjóðlega fréttaumhverfið getur ekki lýst flóknum heimi og notast því við gamalkunn minni. Það sorglega er hins vegar að í gegnum þau fáum við á tiifinninguna að við vitum flest um lífskjör með- bræðra okkar hinum megin á hnettinum þótt upp- lýsingarnar sem við fáum um þetta fólk séu tak- markaðar við það sem kemst í gegnum síu heims- fféttanna. Indverji sem sér okkur í gegnum þessa síu sér fyrir sér velmegandi og langlíft fólk sem þarf að halda sig heima við vegna hættu á eldgos- um eða vatnsflóðum. Að öðru leyti sér hann okkur sem Indverja. Tómas taldi hverjum manni nauðsynlegt að lifá sína tíma og hefur líklega sótt þessa trú sína í kristnina. Þar er mönnum kennt að lifa í deginum; það er hið fullkomna líf. Sá sem annaðhvort burð- ast með samviskubit vegna fortíðarinnar eða áhyggjur vegna morgundagsins kemur ekki auga á lífið. Sá sem saknar hins liðna eða er með hugann við það ókomna missir af lífinu. Og ef okkur er það nauðsynlegt í persónulegu lífi okkar að halda okkur í deginum, þá getum við ekki lifáð eðlilegt samfélag við aðra nema skynja nútímann. Líf samfélagsins er ekki síður kvikt en líf okkar sjálffa. Við þurfum þvi að merkja strauma þess og til- finningar, skilja hvað býr að baki atburðunum. Og það sem veldur uppþoti í dag getur verið — og er oftast — allt annað en setti allt á annan endann í gær. Og ffjóar aðferðir gærdagsins til að skoða heiminn geta í dag verið orðnar ónothæfar, skarp- ur sjónaukinn orðinn að ryðguðu röri. Þetta hefur hent allar hugmyndastefhur. Sá sem steypir nýjum atburðum í mót gamalla hugmynda lifir því ekki daginn í dag, heldur lifir hann fortíðina í gegnurn samtíma sinn. Á sama hátt getur sá sem sífellt bíður morgundagsins misst af nútímanum; hann eltir tískustrauma sem sífellt lofá splunkunýjum skilningi eða óljósri von um skárra Iíf sem í raun reynir aldrei á því fyrr en varir hafa nýir straumar dregið að sér athyglina. Þótt það hljómi ótrúlega gáfulega að daglegur fjölmiðill sé hæfari til að fjalla um daginn í dag en fjölmiðlar með stopulli útkomu þá er það ekki endilega skynsamleg niðurstaða. Tómasi fánnst að ársrit væri hentugt til þess. Eigum við ekki að segja að tíminn í dag líði örlítið hraðar en á tíminn á síðustu öld og að hæfilegt sé héðan í ffá að Fjölnir komi út ársfjórðungslega? Fjöl sumnr '9T ni i r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.