Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 62

Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 62
Ragnar Bragason Skrípasýningar- Til vinstri: Hepston kapteinn fangaði Clicko, villimanninn úr frum- skógum Afríku. og gerði hann að sirkusdýri. Myndin er tekin um 1930 þegar Clicko dansaði afríkanska dansa með The Ringling Bros. sirkusnum. Til hægri: ómar Ragnars- son fangaði Gísla á Upp- sölum með sjónvarps- myndavélinni sinni og gerði hann að fjölmiðla- persónu. hún séu í raun og veru algjörlega mannleg. Heill iðnaður hefur skapast í kringum þennan ótta kvenna. Til sölu eru rakvélar, vaxmeðferðir og fleira svo konan geti „af-skrípað“ sjálfa sig áður en hún fer út á meðal „siðaðra". Hægt er að finna tengingu gömlu skrípasýn- inganna við nektarsýningar og klámmyndir þar sem þú horfir óviljugur en gagntekinn á beraðan ruddaskap. Hvaða strákgerpi man ekki eftir að hafa setið þétt í stofusófa heima hjá einhverjum félaganum og horft stjarfúr á amerisk klámskrípi, hátt rökuð á nára, í ævintýralegum stellingum undir dynjandi stefi pornóbassa. Síðan þegar kreditlistinn fór að læðast upp á skjáinn læddist einn og einn á klósettið undir fölsku yfirskini. Gægjuhættinum þar með fullnægt. islewsK sKripí Undir eðlilegum kringumstæðum ættu Islending- ar ekki að vera hneykslunargjarnir. Hetjur okkar þjóðar og forfeður voru nauðgandi, ælandi og myrðandi skítseiði sem á milli þess að dæla út úr sér þungmeltum kveðskap hjuggu auma húskarla í spað og fróuðu sér í sárið. Af þess konar afþrey- ingu eimir enn. Austurstræti breytist í eina alls- herjar skrípasýningu á föstudags- og laugardags- kvöldum. Þar reynir hver og einn að vekja sem mesta athygli á sjálfúm sér með því að hrópa, dansa, æla, berja, myrða og nauðga og hegða sér sem villimannslegast í anda forfeðranna. En finnast sönn skrípi á íslandi? Vegna smæðar þjóðarinnar er erfitt að fylla hvern undir- flokk. Þar fyrir utan er forvitninni / gjægjuhætt- inum fljótt fúllnægt því frávikum er á örskömm- um tíma nauðgað í fjölmiðlum. Gaui utli er eitt besta dæmið um íslenskt skrípi enda nær ósvikið. Frægðina hlaut hann undir formerkjum feita mannsins. En það sem gerir Gauja að minna skrípi en til dæmis Robert Earle Hughes (einn þyngsti maður sem uppi hef- ur verið, 580 kg, og var jarðsettur í kassa utan af píanói) er að Robert auðgaðist á því að vera í góðum holdum. Gaui litli hefúr aftur á móti öðlast sína frægð af því að afskrípa sjálfán sig og með því að gangast við fegurðarfordómum nú- tímans. Persónulega fannst mér Gaui litli mun svalari gaur áður en hann var afskrípaður og er ég viss um að fleiri eru á sama máli. Það hlýtur að vera einhver minnimáttar- kennd í okkar blessuðu þjóðarsál sem hvetur okkur til að sýna styrk okkar á alþjóða vettvangi. Við þurfum að vera fallegust, sterkust og á allan hátt besr. Jon Páll heitinn og Magnús Ver eru fulltrúar sterka mannsins. Báðir hafa hlotið titil- inn Sterkasti maður heims og því 100% skrípi. Fegurðarsamkeppnir og vaxtarræktarsýningar eru einkar góð dæmi um nútíma skrípasýningar. Þvengmjóar spóaleggjaspírur á sundbolum eða olíubornir steratuddar geta ekki talist til venju- legra mannvera svona samanborið við 99% þeirra sem líta á sjálf sig í spegli eftir sturtuferð. Síðan mætti taka fýrir eina ofúrkonu sem kannski fellur ekki undir gömlu skilgreininguna en er skrípi á nútímamælikvarða. Það er súper- feministinn og Dagsljósar-kvendið Kolfinna. Hún vekur losta hjá karlkyns áhorfendum sínum (og einstaka kvenmanni) en um leið hræðslu og skelfingu. Ofúr-feministinn er ómeðvitað skrípi í augum almúgans. Risar Fj 62 ölnir timarit handa islendingum sumnr '97 Oftirmenn og Konur Ég veit ekki hvort það sé tilviljun en sá undir- flokkur sem auðveldast er að fylla eru ofúrmenn og konur. Án þess að fara út í skilgreiningar í anda Nietzsche og misskilda hugmyndafræði hans á arfhreinum ofúrmanni, þá er þetta sá flokkur sem virðist þéttsetnastur af einhverjum orsökum. íslendingar geta státað af tekjuhæsta aukaatriðis- skrípi á þessari öld. Jöhann risi notaði uppruna sinn í sýningum sínum og kom fram í fúllum víkingaskrúða, svona í anda Egils heitins Skalla- grImssonar. En Jóhann lét vera að kveða torrek eða höggva mann og annan. Hann var afskaplega lítil hópsál enda var Jóhann með sitt eigið tjald við hliðina á sirkusnum þar sem hann var eina skemmtiatriðið. í dag er börnum sem vaxa óeðli- lega hratt haldið niðri með lyfjum (að sama skapi er dvergum skipað í lengingar og flestir sendir til gömlu Sovétríkjanna þar sem skrípi hafa verið bannfærð undanfarna öld). Það er helst í Banda- ríkjunum að stórt fólk sé hyllt í gegnum eina vin- sælustu skrípasýninguna — NBA körfúboltann. En erfitt er að bera NBA við íslenska hliðstæðu — DBL deildina (eða hvað það nú heitir) — þar sem meðalhæð manna er ekkert óeðlileg. Willimewn Villimenn hafa alltaf heillað áhorfendur. I gömlu sýningunum voru villimennirnir yfirleitt inn- fæddir Bandaríkjamenn sem á einhvern hátt voru frábrugðnir líkamlega. Annaðhvort var þeim áskapaður of mikill hárvöxtur eða einhverskonar líkamleg afmyndun. Spilað var inn á fávisku áhorfenda sem flykktust að til að sjá villimanninn Krao — týnda hlekkinn frá svörtustu innviðum Borneó eða Jo-Jo thé Dog-faced Boy. í dag hefúr þessum flokki verið að mestu eytt. Þó er hægt að finna dæmi í íslenskri fjölmiðlasögu um mann sem auðveldlega fellur undir skilgreininguna um villimanninn. Glsu heitinn Á Uppsölum var gerður að ódauðlegu skrípi hér fyrir nokkrum árum. TviKywjuwgar Ekki hef ég rekist á eða heyrt af tvíkynja fólki á íslandi fram að þessu enda væri forvitnispúkinn í mér búinn að bjóða þeim sama aðila í partí með það sama. En kannski mætti skipa kynskipting- um í þann flokkinn og eigum við einhverja sem hafa verið svo djarfhuga á síðustu árum. Popparar og tónlistarmenn hafa spilað inn á tabú tvíkynj- unganna í sinni sviðs- og fjölmiðlaframkomu ekki síður hér á landi en erlendis. Páll Óskar, landsins besti performer, spilar á þá strengina og tekst svo vel upp að hann heillar bæði sápukúlu- blásandi ungmenni og hrum gamalmenni. Eitt- hvað sem Bowie og Jagger hefði ekki dreymt um á villtustu árum sínum. Þetta er kannski eitthvað séríslenskt? Fyrst ég er á popparaslóðum þá er ekki annað hægt en að minnast á Björk „okkar“ Guðmundsdottur. Ekki það að ég geti sagt að hún spili inn á sameinaða ímynd beggja kynja í sínum poppheimi en árum saman áður en hún varð „mjög sniðug og klár fúlltrúi þjóðarinnar“ var hún úthrópað skrípi af eldri kynslóðunum. Að endingu ætla ég að minnast á leikarastéttina sem gefst fúllt lc}'fi til að klæða sig upp í föt hins kynsins. Enda geta miðaldra heimilisfeður sofnað í rónni yfir að í einkalífinu sefur Laddi hjá konum þegar hann er búinn að afklæðast Elsu Lúnd gall- anum. Tíl umhugsuwar Sífellt er tönnlast á að heimurinn sé að minnka með aukinni samskipta- og fjölmiðlatækni. Þetta er að ákveðnu leyti rétt, eða á þann hátt að stór hluti mannkyns á möguleika á sömu upplýsing- unum. En grunneining hvers samfélags er ein- staklingurinn og stærðarhlutföll heimsins ráðast aðeins af vitund hvers og eins þeirra sem hann byggja. Það er aðeins með aukinni heildarhyggju í þjóðfélaginu að sérstaða einstaklingsins minnk- ar. Persónulega hef ég hingað til lagt meira upp úr vitund einstaklingsins en heildarinnar en ég geri mér samt sem áður fúlla grein fyrir að maður lifir ekki í tómi, heldur er alltaf hluti af heildinni. Því er mikilvægt að gera sér grein fýrir sérstöðu sinni og meta sitt eigið sjálf út frá henni. Utrým- ing frávika getur orðið að útrýmingu heildar- innar. Ragnar Bragason Heímildir:___________________________________ Robert Bogdan: FREAK SHOW — Presenting Human Oddities for Amusement and Profit, The University of Chicago Press 1988. Leslie Fiedler: freaks — Myths and Images of the Secret Self, AnchorBooks 1978. Daniel P. Mannix: freaks — we who are not as Others, Re/Search Publications.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.