Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 45
Hallgrímur Helgason Sjálfstraust íslendinga
(Jsi^ ja...
og gaf orðunum „brennandi áhugi“ alveg nýja
merkingu í tali um Njálu. Ég gat ekki annað en
valdið manngreyinu nokkrum vonbrigðum þegar
ég leiddi hann inn í salinn að sýna honum mál-
verk af nöktum körlum og konum í mis-áber-
andi langt komnum samförum.
„Well...Not very Icelandic I must
say,“ sagði skröggur og hló vandræða-
lega.
„Well...We do that in Iceland
too,“ hefði ég þá átt að segja.
Þegar orðið ÍSLENSKUR er
skrifað of stórum stöfiim fyrir
framan orðið listamaður ertu
kominn í lopapeysuna með
lax í hönd: Hvernig málar
maður með grafinn lax í
hendi? Verður ekki einhver
sósa úr því, graflaxsósa? Þú ert
kominn í gamla vistarbandið og
getur í mesta lagi ofið þér ein-
hverja bandamannasögu úr því.
Listamenn í landkynningu eru
vinnuhjúin á bænum ferðamálaráðs.
Eða hvernig líst okkur á Ameríska daga í
Perlunni? Hvernig hljómar bandarísk landkynn-
ing? Og hverjir fara þangað til að máta kabboj-
hatta, skoða barbí og borða barbí-kjú og drekka
kók? Berið þá landkynningu saman við nýjustu
ákafa-myndina með Bruce Wilus eða nýjasta
diskinn með Beck. I hvoru liggur meiri „land-
kynning"?
Besta og eina raunverulega landkynningin
eru einstaklingar sem hafa eitthvað heiminum að
bjóða. Þeir sem hafa náð að búa til sín eigin
sólarlög. Engar myndir eftir Erró voru notaðar á
Loftleiðakynningunni í New York '65. Valdimar
Crímsson var ekki látinn sýna vítaskot á Feneyjar-
bíenalnum '95. Björk var ekki kölluð til á
HóFlAR-dagana íTokyo '88. Gus Gus-hópurinn
var ekki sendur í Peking-óperuna '97. Laxness
var ekki látinn lesa upp á íslandskynningunni í
tengslum við Ólympíuleikana í London '48.
9.
Leif ur eklci
nlweg nóqu Heppinn
Ólafur Racnar CrImsson stendur á rútuplani í
Búðardal, í opinberri og bjartri heimsókn í Dali,
og segir okkur og fréttamanni sjónvarps frá 17.
júní-skeytinu sem hann fékk frá Cunton: Banda-
ríkjamenn eru tilbúnir að taka þátt í hátíðarhöld-
unum árið 2000 til minningar um landafundi
Leifs heppna, mannsins sem var 500 árum á und-
an sinni samtíð og hélt sína veturlöngu Islands-
kynningu meðal frumbyggja Norður-Ameríku
árið 1000, við mynni Karlsár, ef marka má rann-
sóknir Þorsteins skálds Eruncssonar, þar sem nú
stendur byggðin í Bástúnum, og því ekki langt
frá því galleríi þar sem löngu síðar var haldin
annarskonar og öllu vafasamari fslandskynning.
Ólafur Ragnar fagnar boði Clintons og hnykkir á
með því að reisa verði veglega við minningu
„þessa Dalamanns sem á sínum tíma fann það
land sem nú hefúr um hríð gengið undir nafninu
Ameríka".
Hve dásamlega tekur ekki forseti vor hér til
orða! Hve dásamlegt sjálfstraust geislar af orðun-
um „sem um hríð hefúr gengið undir nafninu
Ameríka“! f þessum orðum liggja yfirburðir þjóð-
ar sem er kannski smá en varð nú samt sem áður
fýrst til að nema landið undir voldugustu þjóð
heimsins. I orðunum liggur eiginlega eignarhald
okkar á þessu landsvæði. Sá á fúnd sem finnur.
Vínland er okkar. Við bara leyfúm Könum að
vera þar nokkra hríð, og svosem í lagi þó þeir vilji
kalla það Ameríku svona rétt á meðan. Við fær-
um bara nafnið í upprunalegt horf þegar þar að
kemur, líkt og gert er þegar svona sveitarfélög
sameinast.
Hér var kannski á ferð eitt létt mismæli í
munni forsetans í miðjum fréttatíma sjónvarps.
En það var „freudian slip“. Gamla góða sagan
um Lucky Leif er eitt af mörgum atriðum sem
gefa okkur sjálfstraust, sem gera okkur að meiri
þjóð en hinum gúbbalöndunum sem við erum
að slást við á hinum hlálegu Smáþjóðaleikum.
Við fúndum Ameríku. Við skráðum sögu
norrænna konunga. Við varðveittum tungu
víkinganna. Við notum ennþá stuðla og höfúð-
stafi. Við einir þjóða getum lesið rúnir. Við eig-
um The Geyser. Við eigum Nóbelmann. Við
eigum flestar alheimsdrottningar á síðustu tíu ár-
um. Við eigum flesta alþjóðlega skákmeistara.
Við einir Evrópuþjóða utan Breta eigum aktífa
alþjóðlega poppstjörnu. Við eigum kvikmynda-
mógúl í Hollywood. Við eigum menn á Everest.
Og við eigum bráðum geimfara. Við áttum meira
að segja einn Bandaríkjaforseta. (Ronald Reacan
var að þremur fjórðu úr Húnaþingi og Skaga-
firði, að sögn þeirra góðu manna sem drekka sitt
morgunkaffi í Eden í Hveragerði.)
Og hér er höfðatalan óþörf með öllu. Sé hún
hinsvegar kölluð oss til hjálpar er öll samkeppni
fýrir bí. There ain't no competition. Þá verðum
við að leita lengra effir samanburði. Þá emm við
ekki að tala um neina Smáþjóðaleika heldur
Geimþjóðaleikana. Þá erum við hreinlega herra-
þjóð heimsins: Með langflesta heila miðað við
höfðatölu.
En í þessum orðum Ólafs Ragnars er einnig
falið tragískt hlutskipti okkar. Við erum bestir en
það veit bara enginn af því. Við fúndum
Ameríku en það veit bara enginn af því. Og þó
einhver vissi af því þá er það of seint núna. Það
skipti svosem engu máli þótt við hefðum rekist á
hana. Það breytti ekki gangi sögunnar. Bara
nokkrir brjálaðir víkingar í sigliför. Svona er
stundum okkar heimsfrægð. KristjAn JOhannsson
lýsir því yfir ár eftir ár að „Pavarotti og þessir kall-
ar“ séu alveg búnir að vera og hann sé sjálfúr líka
miklu betri. Leifúr var ekki alveg nógu heppinn.
Það vantaði herslumuninn. Það herslumunaði
bara 500 árum.
Erum við ekki dálítið eins og gamall kunn-
ingi minn sem gengur um bæinn og bendir
manni á allar þær hugmyndir sem hann fékk en
aðrir stálu frá honum og framkvæmdu. „Sjáðu
þennan bar þarna. Það var ég sem átti hugmynd-
ina að honum, fýrir mörgum árum síðan. Nú
rokgengur hann og þessir strákar eru að græða
million bucks á honum, allir komnir á jagúar og
bens.“ Ef talið berst að kvikmynd: „Já ég hitti
leikstjórann á bar fýrir fimm árum og sagði
honum frá handritshugmynd sem ég var með.
Hann breytti bara nafninu. Annars er þetta allt
frá mér sko...“ Og ef talið berst að Ameríku: „Já,
það var ég sem fann þetta land fýrir langa löngu.
Sjáðu svo þessa kana núna. Nú rokgræða þeir á
tá og fingri, allir komnir á Kræsler og Bjúikk.
Þeir breyttu bara nafúinu. Annars er þetta allt frá
mér sko...“
Það er auðvelt að vera heppinn eftir á.
Ameríkanar áttu hinsvegar óvænt útspil
nokkrum kvöldum eftir viðtalið við Ólaf Ragnar,
í fréttatíma Stöðvar Tvö. Það kemur sem sagt í
ljós að þó við höfúm fúndið Ameríku þá fúndu
þeir okkur löngu áður, voru mættir hér snemma
á steinöld, uppí Borgarfjörð að tálga spjót úr
jaspís. ►
7.
8.
9.
lO.
12.
1A.
16.
T7.
18.
19.
20.
en svaraðu mér þessu,
RáðhHdur Ingadóttir:
Af hverju stundar þú myndlist?
„Einhver tjáningarþörf er til staðar, sem gefur lífsfyllingu og tilgang. „Til
að halda áfram ferðalögum mínum frá því að ég var barn. Þessi ferðalög
áttu sér stað í draumum og þegar ég var ein, t. d. í sandkassanum, eða
þar sem ég lá úti og mændi uþþ í himininn."
Hvað hefur aðallega mótað list þína?
(bannað að vísa til listrænna áhrifavalda og íslenskrar náttúru)
„Geometrían, alheimurinn og æska mín."
Hvernig hefur list þín mótað umhverfið?
„Að mjög litlu leyti, helst með því að einhver er í fötunum em ég lét
gera í vetur eða með því að hugur fólks hvarflar örstutta stund
eitthvert annað en það hafði gert ráð fyrir þegar það fær dreifiþréfin
min."
Hver er eftirminnilegasta stundin á ferlinum?
„Þegar ég eignaðist þörnin mín og foreldar mínir dóu."
Ef þú værir lokuð inni í herbergi í tíu ár og mættir mála það,
hvaða lit myndir þú velja?
„Ljósþlátt."
Nefndu fimm bækur/greinar sem opnuðu þér nýjan skilning á listum.
„Parzival eftir von Eschenbach, Sun Space eftir Olive Whicher,
Hyperspace eftir kaku, Rediscovering Colour eftir H.o. Proskauer, The
Vortex of Life eftir Lawrence Edwards."
Hvað einkennir góða myndlist?
„Það sama og einkennir önnur góð verk."
Af hverju á það besta í íslenskri myndlist fullt erindi við umheiminn?
„Það besta, versta og allt þar á milli í islenskri myndlist á fullt erindi við
umheiminn vegna þess að ísland er hluti af umheiminum."
Hvernig hefur vægi myndlistar aukist undanfarinn áratug?
„Ég efa að vægi myndlistar hafi aukist síðasliðinn áratug en vægi hennar
hefur breyst. Það helsta sem hefur orðið þennan áratug er að
landamæri hafi hrunið. Landamæri okkar í geimnum og á sama tíma
landamæri lífeðlisfræðinnar sem sjá má t. d. á klónunartækninni. Mörkin
hafa færst jafnt inn sem út. Myndlist hefur breyst í samræmi við þetta
og vægi hennar líka."
Hver er höfuðstyrkleiki þinn?
„Það að ég er ekki of bundin af myndlist sem slíkri."
Tilgreindu þrjár ástæður fyrir sýningarhaldí þínu sem ekki liggja
í augum uppi.
„Sýningarnár eru verkin mín."
Skíptir almenningshylli þig máli?
„Ef að það væri verið að hylla mig fyrir eitthvað sem ég ætti skilið þá
myndi það sjálfsagt skipta mig máli. En þar sem almenningshylli er
gjarnan byggð á röngum forsendum þá held ég að hún sé ekki
eftirsóknarverð."
Hvað er mest gefandi við það að vera myndlistarmaður?
„Það að fá að halda áfram ferðalögunum sem minnst er á í svari við
fyrstu spurningu."
Að hve miklu leyti lifir þú á listinni
(og hvernig bitnar það á þínum nánustu)?
„Að mjög litlu leyti. Þegar ég var búin að starfa við list í 12 ár hafði ég
haft rúmar sexhundruð þúsund upp úr krafsinu. Ég er í 50 prósent
kvöld-, nætur- og helgarvinnu auk myndlistarvinnunnar. Þetta skapar
stundum mikið álag fyrir okkur öll í fjölskyldunni."
Ef þú fengir 70 milljónír fyrir að búa ekki til myndlist, tækir þú
boðlnu?
„Það væri auðsótt mál þar sem ég álít mig aldrei búa neitt til."
A hvern hátt hefur myndlistin gert þig að heilsteyptari manneskju?
„Ef ég er heilsteypt manneskja þá er ég ekki viss um að myndlistin hafi
gert mig það."
Á hvern hátt hefur myndlistin treyst þjóðfélagsstöðu þína?
„Myndlistin hefur ekki treyst þjóðfélagsstöðu mina."
Hvar sérðu sjálfa þig eftir 20 ár?
„Á Mount Everest."
Hvernig sérðu framtíð myndlistarinnar fyrir þér?
„Mörk myndlistar eru alltaf að verða ógreinilegri, aðferðamúrarnir eru
svo að segja fallnir. Myndlistin hefur verið sSmofin öðrum miðlum lengi
og það mun vafalaust aukast í náinni framtíð. Viðfangsefnin munu fylgja
því sem á sér nú stað í öllum vísindum."
Hvernig viltu að þín verði minnst?
„Ég vil ekki láta minnast min á neinn ákveðinn máta."
F j ö 1 n i r
sumar '97 45