Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 39

Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 39
Myndskreyting steingrímur Eyfjörð Hallgrímur Helgason ólst upp í landi sem var svo langt frá öðrum þjóðum að úrslitaleikurinn í heimsmeistarakeppninni í fótbolta var sex mánuði á leiðinni til landsins og komur skemmtiferðaskipa þóttu tíðindi. Nú þegar heimurinn hefur hrapað ofan í Reykjavík vill hann kasta minnimáttarkenndinni og gerast fullgildur meðlimur í veröldinni. Hann hefur áttað sig á að lífið er hér og nú — á íslandi í dag. Sjálfstraust íslendinga 1. Heími leim Eg beygi bifreið af Hringbraut inn á Njarðargötu klukkan 5 á þriðjudegi þegar útvarpsdrengurinn á FM afkynnir lagið með hefðbundnu stjörnuslúðri og bætir síðan við ögn kæruleysislega: „En talandi um stjörnur, þá var ég að frétta það að Jerry Seinfeld hefði verið á Astró í gærkvöldi..." Þessi litla og kannski ómerkilega athuga- semd um ameríska sjónvarpsstjörnu sem féll þarna útí sólbjarta maídagsumferð Reykjavíkur varð stærri í mínum huga. Einhvernveginn breytti hún borginni. Heimurinn var kom- inn til Islands og búinn að koma svo oft að það þótti vart tíðindum sæta. Þegar ég hélt áfram upp Njarðargötuna var Skólavörðu- hoitið ekki lengur alveg jafn holt að sjá. Og ég sá fyrir mér Astró; ekki lengur einn nýinnrétt- aður, yfirborðskenndur og rembingslegur Reykja- víkurbar heldur veraldarvanur staður, viss stærð; just one of those bars you know. Það var það hvernig hann sagði það. Utvarpsmaðurinn á FM. Hann sagði það svo kærulaust, eins og þetta skipti varla máli heldur væri bara svona gaman að vita af því. Það var orðið öðruvísi að vera íslend- ingur. Heimurinn var kominn heim. Hann var í fyrsta skipti kominn hingað óumbeðinn, af frjáls- um vilja, án þess að rauði dregillinn væri dreginn fram. Hann tók bara leigubíl í bæinn og laumaði sér inn á Sögu. Við föttuðum það ekki fyrr en eftir nokkra daga. Borces var tekið eins og þjóðhöfðingja. Matti Jó leiddi hann blindan út í svörtustu drossíu landsins. Davíö Oddsson var viljugur dreginn upp á svið í sáluga Broadway til að heiðra Rod Stewart. Joe Boxer kom á nærbuxunum og var boðið strax á Bessastaði. Joe Boxer came in boxer-shorts to Bessastadir-house. He said he was into indoor sports and asked for the president's spouse. Nú laumast inn í landið stjörnur á bakvið sólgler og menn hagga sér varla í hálfhring í sæti sínu á Kaffibarnum til að verma augun á heitasta fólki hnattarins. Er Reykjavík orðin „city“? Er íslenskt samfélag orðið alþjóðlegt? Erum við orð- in heimsvön? Erum við þá loksins ekki lengur sveitamenn? Ég ólst upp í landi sem var svo langt frá heiminum að poppsíðurnar í Vikunni og Vísi voru líkt og fréttir frá öðrum hnetti. Geimtíðindi. Orslitaleikurinn í heimsmeistara- keppninni 1966, hinn frægi 4-2 leikur Englendinga og Þjóðverja, var sýndur í Ríkissjón- varpinu á gamlársdag. Reyndar á gamlársdag 1966, en á gamlársdag engu að síður. „Delayed broadcast“ var „delayed“ í 6 mánuði. Pabbi keypti sjónvarp svo við gætum horft. Þegar Rauða skikkjan var tekin hér á landi var það slík- ur stórviðburður að danska tökuliðið virkaði næstum því eins og það breska sem kom '41. Við vorum lítil, svo Iítil þjóð, þjökuð af minnimáttarkennd, en reyndum eftir megni að fylgjast með. Þegar maður 13 ára rölti heim með nýju plömrnar frá Billy Cobham, Allman Brothers og ELP var tilfinningin sú að maður bæri heim í herbergið sitt svartar vínyl-flísar úr loftsteini sem fallið hafði afhimni ofan. Heimurinn var handan við allar blokkirnar á Háaleitisbrautinni, Kringlu- mýrarbrautina, flugbrautina í Keflavík og Vetrar- brautina líka. Hann var handan við allt og fyrir utan okkar skilning. Með lagni mátti þó heyra óminn frá honum í gegnum öflugt transistor- tæki; á stuttbylgjunni suðaði í 60.000 manns á Wembley á bakvið lýsinguna í BBC World Sports eða var það suðið sem verður til þegar útvarps- sending utan úr geimnum borar sig í gegnum gufuhvolfið? Fullur lotningar sat maður heims- þyrstur drengur inní herbergi hjá Össa á þriðju að hlusta á mörkin sem guðirnir gerðu. Þá voru dægurgoðin guðir. Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina græna, af öfund. Og satt er það. Grænn ég var. í dag horfir maður á krakkana hengslast um eftir Laugaveginum, mjóslegin nýmenni í hettu- bolum hönnuðum í L.A., bogin í baki, líkt og þjökuð af þeirri ábyrgð að ganga með heiminn á herðum sér, göngulagið svo nákvæmlega samkvæmt göngulagi svörtustu gettóanna í Detroit. A meðan Michael Jordan treður allan daginn í tölv- unni heima rölta þau inn í Þrumuna eða Hljómalind eftir nýjustu teknó-afbrigðunum, alltaf með á nótunum, rölta framhjá plakötum sem auglýsa DJ-kvöld í Tunglinu, í Norður Kjall- ara; þau taka varla eftir þeim, er alveg sama þó þau missi af DJ Darrel Emerson eða 3D, þeir eru hvort sem er gamalt stöfif, old news, síðan í fyrra; þau vilja eitthvað aðeins ferskara. Gusgusarar ganga hversdagslegir um bæinn, ekki eins og and- lit sem voru á MTV í gærkvöldi, og fyrir hornið hverfúr Cuöbercur Bercsson, sem var í viðtali í Le MOnde fyrir helgi og þarna hverfúr út í svartan leigubíl...jú gott ef þetta er ekki bara sjálf- ur Jerry Seinfeld...sem ég sá hjá Letterman um daginn. Lífið er hér og nú en ekki lengur annarstaðar eins og Kundera komst að orði í góðum titli; vin- sælasti skáldsagnahöfúndur Evrópu. Halli Jóns hitti hann útí kjötbúð um daginn. Heimurinn er kominn heim. Og hvernig ætlum við að bregðast við? Veðursfess Sú var tíð að Morgunblaðið birti fréttir af komu skemmtiferðaskipa til landsins: Maxím Gorký væntanlegur á ytri höfnina í dag, og allir höfúð- borgarbúar horfðu dnandi skelfdir og >• ,Heimurinn var kominn heim. Hann var í jyrsta skipti kominn hingað óumbeðinn, affrjálsum vilja, án þess að rauði dregillinn vœri dreginn fram. Hann tók bara leigubíl í bainn og laumaði sér inn á Sögu. Við fóttuðum það ekkijyrr en efiir nokkra daga. “ Fjölnir 39 sumnr '97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.