Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 95
Ómar Stefánsson Heimsendir 2012
lýsingar í heiminum en árið eitt e. Kr.), 250 ár
fyrir næstu tvöföldun að eiga sér stað, upplýsing-
aröldina, upphaf iðnaðar og lýðræðis og upphaf
annarslags byltingarkenndrar og yfirlýðræðislegrar
trúvillu, sósíalisma, anarkisma og feminisma.
Um 1500 e. Kr. voru helmingi meiri upplýs-
ingar til en árið 1 e. Kr. Hver menntamaður
hafði möguleika á að læra helmingi meira en
hinn menntaðasti Rómverji árið 1 e. Kr. og
svokölluð Endurreisn var að hrista upp í öllum
viðurkenndum viðhorfum og kennisetningum.
Mótmælendur gerðu uppsteyt gegn páfa og
áskildu sér rétt til að hugsa og neituðu að láta
skattleggja sig fyrir „nútímalegar og heiðnar"
skreytingar Vatíkansins. Páfi missti tögl og
hagldir í Vesturheimi sem kostaði trúarstríð í 200
ár. En á þessum tíma snerust æ fleiri ffá katólsku
og mótmælendatrú, þ. e. hinu kristna raunveru-
leikaröri (svo vitnað sé í Timothy Leary sálugan
sálfræðinginn, en hann lýsti einmitt hinum
mörgu og margvíslegu raunveruleikarörum,
„reality tunnels“) og snerust til húmanisma, efa-
hyggju og raunvísinda.
Það hafði tekið fjórar milljónir ára að komast
frá fyrstu steinöxinni til rómversku verkfræðing-
anna og rómversks þjóðskipulags. Hvað sem
menn vilja segja um tíu þúsund ára gömlu hnífa-
pörin sem fúndust í Catal Hyuk, fimm milljón
ára gamla skófarið sem fannst í Nevada og mynd-
ir frá steinöld á safni í Frakklandi sem sýna stein-
aldarmennina í jakkafötum, þá er tvísýnt að
sanna að engin þróun hafi átt sér stað ef litið er
til langs tíma í mannkynssögunni (reyndar er
greinarhöfúndur á þeirri skoðun að maðurinn
hafi verið til í milljónir ára í núverandi mynd og
eru til fornleifar sem benda til þess).
Um þetta hafa Mckennabræðurnir fjallað og
þá sérstaklega Terence Mckenna í hinum mörgu
bókum sínum, en þeir hafa unnið við rannsóknir
á sviði mannfræði, líffræði, efnafræði (Dennis
Mckenna er efnafræðingur) og grasafræði og svo
náttúrlega eschatology eða heimsslitafræði.
Bræðurnir setja fram þá kenningu að þessi
heimur, þ.e. okkar, sé hólógram eða þrívíddar-
mynd búin til úr geislum tveggja skarandi
Hyperheima rétt eins og hólógram fæst með
skörun tveggja leysigeisla. Ein afleiðing af þessu
sjónarmiði er sú að ef heimurinn er hólógram þá
geymir hver hluti hans upplýsingar um alla hina
eins og í venjulegum þrívíddarmyndum. Og eins
og Sarfatti hefúr sýnt og fúllyrðing Bells (Bells
theorem) bendir til er líklegt að í smæstu einingu
efnisins búi upplýsingar um allt sem til er. Þetta
var einnig grundvallarkennisetning gnostíkeranna
(sem voru mýstískir dulfræðingar eða hreinlega
egypskir prestar í árdaga kristninnar). Kemur
setningin „eins hið efra svo hið neðra“ einmitt úr
erkiriti gnostíkera og hermetista, „Pymander“
eftir hinn þríbjarta Hermes Trismegistus, og er
þetta fyrsta boðorð allra galdramanna næst á eftir
því að alhæfa aldrei um neitt.
Vísindamenn hafa gen tilraunir á rottum þar
sem þeir skera burt stykki úr heila þeirra smátt
og smátt þar til heilinn er með öllu horfinn og
láta rotturnar endurtaka einhverjar athafnir inn á
milli skurðaðgerða í því skyni að finna hvar
bækistöð minnisins er í heilanum. Svarið var
hvergi því rotturnar reyndu að skakklappast í
gegnum athafnirnar fram í rauðan dauðann eftir
að búið var að skera úr þeim allt heilabúið. Þetta
er svona svipað og að rífá í sundur sjónvarpstæki
til að ná í sjónvarpsþáttinn! (Þeim sem vilja
kynna sér þetta nánar vil ég vísa á viðtal við Dr.
Karl Pribram í viðtalinu OMNI 5. bindi númer 1,
1982).
Mckennabræður gera ráð fyrir að heimurinn
samanstandi af 64 tímabylgjum og það sem við
köllum meðvitund sé ein slík tímabylgja. Samspil
fyrrgreindra tveggja hyperheima í tíma orsakar
það sem við skynjum sem upplýsingahröðun eða
nýjungastreymi. Hröðun sem mun hraða á sér í
einn hrærigraut þann 21. 12. 2012 e. Kr. kl. 23
00 um kvöldið minnir mig.
Við lifúm á upplýsingaöld, reyndar á þriðju
bylgju upplýsingaaldar, eins og Alvin Toffler orð-
ar það. Ef Jaques Vallee hefúr rétt fyrir sér með
það að upplýsingar tvöfaldist á átján mánuðum
og Gordon hefúr rétt fyrir sér í því að fraktalar
fjölgi sér þar sem nýjungastreymi eykst þá munu
hludrnir verða æ kaótískari í stærðfræðilegum
skilningi. Mckennabræður hafa fóðrað tölvu á
upplýsingum um þessa hröðun og hafa fúndið að
veldisvísir hröðunarinnar gengur upp í mandel-
brot fraktal sem skýrist þannig að nýjungastrcym-
ið muni tvöfaldast með auknum hraða þar til að
það muni tvöfaldast milljón sinnum á sekúndu
árið 2012. Mckennabræður vilja meina að á þess-
um tímapunkd, 21.12. 2012 kl. 23 00, muni
birtast okkur svokallaður Eschaton eða enda-
hlutur (endaensím?) sem hefúr verið á þessum
stað í tíma og rúmi frá upphafi og varpað skugga
sínum affur í tímann. Við skynjum þennan
skugga sem viðleitni trúarbragða og vísinda til
þess að sameinast endahlutnum. Og það mun
væntanlega gerast eftir 15 ár.
Grcinarhöfúndur bíður þess nú í ofvæni að fa
að sjá bíómyndir úr heimi atóma og sameinda en
það kom í blöðunum fyrir nokkrum árum að á
alþjóðlegri tæknisýningu hefðu Japanir sýnt ör-
smáa Lincoln glæsibifreið að amerískri fyrirmynd,
með bílstjóra, númeraplötum, öskubakka, stereó-
græjum og öllu dlheyrandi, sem var ósýnileg
berum augum. Þessi bíll keyrði um ofan í gólf-
teppinu og hefði verið gaman að sjá kvikmyndir
teknar út um glugga þeirrar bifreiðar. En nú
kemst ekki meira fyrir á tölvu greinarhöfúndar
sem þó kemst fyrir í pennanum svo ég segi bara
bless, bless og gleðilega stökkbreytingu.
Ómar StefAnsson,
aðstoð Helga Völundardóttir
Heimildir:
Forbidden Archeology: Michael Cromo, Richard L.
Thompson Bakdvedanta Institute 1995
José Arguelles: The transformative vision Muse
Fort Yates 1992
CeAcatl Topiltzin Quetzalcoatl „Lord of the
Dawn“ Naturegraph press Headsburg 1971
Richard Cavendish: The encyclopaedia of the
unexplained, Mcgraw Hill 1974, Veraldarvefúrinn
Robert Charroux: Legacy of the gods Sphere books
1974
Marija Gimbutas: Viðtal í „Voicesfom the eadge“
Terence Mckenna: The invisible landscape 1976,
The archaic revival
Robert Anton Wilson: Cosmic trigger 1 Abacus
1977, Cosmic Trigger 2 New Falcon publicadons
1995
„Það sást í
sjónvarpinu nýlega
að tíbeskir munkar
þurfa nú að snúa
bœnahjólum sínum
einu sinni á dag
sem þeir áður gerðu
einu sinni í viku.
Og kemur það til
vegna samdráttar í
tímanum sem lýsir
sér íþví að allt
virðist gerast
hraðar. “
...já, já
en svaraðu mér þessu,
Hannes Lárusson
«. Af hverju stundar þú myndlist?
„Hvenær stundar maður myndlist og hvenær stundar maður
ekki myndlist?”
2. Hvað hefur aðallega mótað list þína?
(bannað að vísa til listrænna áhrifavalda og íslenskrar náttúru)
„Genabankinn og tíðarandinn."
3. Hvernig hefur list þín mótað umhverfið?
„Engan veginn."
а. Hver er eftirminnilegasta stundin á ferlinum?
„Þegar véfréttin sagði við mig: „Þú ert ekki myndlistarmaður".
Nokkrum árum seinna: „Þú ert myndlistarmaður". Og nokkrum
árum seinna: „Þú ert ekki myndlistarmaður."
S. Ef þú værir lokuð inni í herbergi í tíu ár og mættir
mála það, hvaða lit myndir þú velja?
„Litlausan."
б. Nefndu fimm bækur/greinar sem opnuðu þér nýjan
skilning á listum.
„Morgunblaðið, Heimsmynd, SlM blaðið, Þhánomenoiogie des
Geistes, Flateyjar-Freyr, The Waste Land."
7. Hvað einkennir góða myndlist?
„Svo mikil margræðni að myndlistarmaðurinn sjálfur veit ekki
að þetta er góð myndlistfyrr en hann hefur endurunnið
verkið."
8. Af hverju á það besta í íslenskri myndlist fullt erindi
við umheiminn?
„Af því Biggi og Bjarni, Halli og Laddi, Jón og Hulda, Kiddí Gúm
og Siggi Gúm, Edda og Pétur, Gunnar og Bera, Obrist og Roni,
Ólafur og Örn Ingi, vængjaðir sandalar, hellnapöddur og lava
finnast hvergi nema á (slandi — svo fátt eitt sé nefnt."
9- Hvernig hefur vægi myndlistar aukíst undanfarinn áratug?
„Vægi myndarinnar hefur aukist en vægi listarinnar minnkað.
Eða var það öfugt?"
io. Hver er höfuðstyrkleiki þinn?
„Veikleiki hinna."
tt. Tilgreindu þrjár ástæður fyrir sýningarhaldi þínu sem ekki
liggja í augum uppi.
„Þrárnar geta verið prjár, þrisvar sinnum þrjár og þrisvar
sinnum þrisvar sinnum þrjár."
12. Skiptir almenningshylli þig máli?
„Atferli mannsins ræðst af samspili innri og ytri tilhvata."
13. Hvað er mest gefandi við það að vera myndlistarmaður?
„Vitlaust gefið."
ia. Að hve miklu leyti lifir þú á listinni
(og hvernig bitnar það á þínum nánustu)?
„Hvernig lifa menn án listarinnar?"
15. Ef þú fengir 70 miiljónir fyrir að búa ekki til myndlist,
tækir þú boðinu?
„1 million dollars! — við kölluð það þá bara myndlist."
16. Á hvern hátt hefur myndlistin gert þig að heilsteyptari
manneskju?
„Samsteyptari, ekki heilsteyptari."
17. A hvern hátt hefur myndlistln treyst þjóðfélagsstöðu þína?
„Skýrt en ekki treyst."
18. Hvar sérðu sjálfa þig eftir 20 ár?
„Nær."
19. Hvernig sérðu framtíð myndlistarinnar fyrir þér?
„Demokratsíujukk og barrottumakk."
20. Hvernig viltu að þín verði minnst?
„MAIS C'EST TOUJOURS LES AUTRES QUI MEURENT?"
„Þegar véfréttin
sagði við mig: „Þú
ert ekki myndlistar-
maður“. Nokkrum
árum seinna: „Þú
ert myndlistar-
maður“. Ognokkr-
um árum seinna:
„Þú ert ekki mynd-
listarmaður“. “
Fiölnir
95
sumor *97