Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 94

Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 94
Vilhjálmur Bergsson Dusseldorf — Þýskalandi Birtan á íslandi 1 X 4% t>cj (jað ctð Itcilc'ct. Biitan á íslandi er einstök, sem vafalaust stafar af legu landsins, umvöfðu Golf- straumi, í Norður-Adanzhafi miðju. í Grindavík, þar sem ég er uppalinn, líkt og víðast hvar um suðurströnd landsins, er birtan þó sérlega margbrotin og hrífandi, sem hefur verið skýrt á þann hátt, að strandlengjan er þar hvorki vog- skorin né umgirt bröttum og háum fjöllum. Mikið er um gróðurlítið fladendi, og uppgufun því ekki teljandi. Milli hins síkvika himins, landflatarins og hins opna hafs speglast birta sólar og mána í fegurri litbrigðum en ég hef séð á nokkrum öðrum stað. Að sumri til, í ríki hinna tæru lita lágnættisins, þegar sólin sezt í flæði rauðra, rauðgulra og gullinna lita, eru speglanir milli þessara víð- feðmu flata í hámarki. ísland er samt ekki eingöngu land hinna skæru og kraftmiklu lita, eins og margir vilja láta í veðri vaka, heldur einnig land þokunnar, muggunnar. Land, þar sem litir renna saman í eina allsherjar móðu, oft einhversstaðar milli hálffökkurs og niðamyrkurs, eða hvergi tímabundna. í Grindavík, þegar jörð er auð á vetuma og dagar stuttir, verður í þungskýjuðu en þurm veðri, þegar rökkva tekur, stundum undarlega bjart inni í því myrkri sem leggst yfir landið, líkt og tíbrá eða geislaflug, sem lýsir þangað til aldimmt verður. Þegar ég nefndi eina mynda minna „leiftrandi rökkur", urðu víst sumir hissa. Hugsanlega er um speglun að ræða, við grisjun skýjabakka úti við sjóndeildarhring, jafhvel að myndun Ijósdíla í þeim á stöku stað veiti birtu inn yfir hrjóstmgt land sem myrkvast. Nei, ísland er ekki eingöngu land hinna tæm fita. Myrkir og ógreinilegir litir em þar í ríkum mæli og vekja ljóðrænar kenndir, en kynda líka undir hverskonar hjátrú. Alkunna er hvernig hið breytilega skýjafar yfir þessu eylandi umformar á ýmsan máta með skuggaspili sínu kletta, fjöll og önnur form náttúrunnar, svo að tilbrigðin í lit og lögun verða nær óteljandi. Sólskin og mnglskin setja fost form á hreyfingu, sem vekur bæði unað og ótta og gæðir auk þess hversdagslega hluti upphafinni kyrrð. „Mánaljósið málaði f)ósið“, segir í Vísu, sem er mikið rétt, þó sagt sé í gamansömum tón. í þessari samstiga víxlverkun kyrrðar og tindrandi hreyfingar, ásamt tærleika þeirra lita einnig sem móðukenndir em, má skynja það sem ég vil nefina „deildir myrkursins“. í listinni em heimar ljóss og myrkurs af allt öðmm toga spunnir en hliðstæð fyrirbæri náttúmnnar. Vissulega er um ákveðin tengsl að ræða og áhrifin ffá náttúmnni skyldi sízt vanmeta, þótt eðli manneskjunnar sé sjálfu sér samkvæmt og listsköpun fyrst og fremst birting þess eðlis. Þannig er litróf Ijóss og myrkurs í málaðri mynd eigin heimur (að vísu óhugsandi án utanaðkomandi örvunar) sem fæðist af löngum meðgöngutíma í hugarbúi og sýnir hræringar og ástand sem þar ríkir. Ríki líffænna forma og litasambanda er óþrjótandi bmnnur að ausa af. Með ljós- myndatækni samtímans hefúr mannkyninu orðið ljóst hvílík gnótt býr í smærri (niíkró) og stærri (makró) heimum og margt sem þar gefúr að líta hefði fyrir hálfri öld verið nefnt abstrakt heilaspuni ef það hefði sézt á dúk málara. Móðir náttúra teygir arma sína víðfeðm og við skulum hlusta á andardrátt ómælisins. Á íslandi er hann vegna legu landsins, í jarðffæðilegu og veðurfarslegu tilliti, svo að segja við húsdymar, í sköpunarmætti hverskonar jarðhita, elds og ísa, og þá ekki síður í myndhvörfúm birtunnar, þar sem mörkin milli fastra forma og fljótandi hafa þurrkast út. Jarðfastur ldettur verður að hulduvem í faðmlögum við ljós og myrkur. Er þá manneskjan ekki dæmd til að vera eingöngu þiggjandi blóðs úr þessu stóra hjarta. Nei, þegar Cro-Magnon maðurinn dró sín dökku strik og punkta á hellisveggi voru þau brennidepill hlutveruleika og hugsýnar sem ég sný mér aftur að effir að hafa dáðst að fegurð Vetrarbrautarinnar. Hvað hugsaði sér hellis- búinn? Var honum kannske svipað innanbrjósts og mér þegar ég fyrir skömmu gekk um ströndina í Grindavík í tunglskini sem merlaði kvikt á hafinu, en halastjarna blikaði föst á himni í norðri? Kveðja, Vilhjálmur Fj 94 o 1 n i r timarit handa islendingum sumnr '97 Ómar Stefánsson Heimsendir þar. Var þetta hluti af fári sem leiddi af útlistun ákveðins Astekadagatals sem til er höggvið í stein. Til hliðsjónar voru hafðir tíbeskir spádómar og vitnisburður shamanprests af indíánaættum. Greinarhöfúndur var að sjálfsögðu á staðnum ásamt Inferno fimm og öðrum ofsatrúarmönnum og reistum við þar tjaldbúðir. Kona sú sem fór fýrir samkomunni kom til okkar og bað okkur að taka saman pjönkur okkar og hverfa brott því góðu geimverurnar væru um það bil að lenda og þetta væri búið spil hjá okkur og okkar líkum. Ekki var þetta orðað sem skipun heldur vinsam- leg tilmæli eða bón svo við sinntum þessu engu og dvöldum áfram og dunduðum okkur við gerningasýningar á meðan við biðum effir disk- unum. Ekki sást nú til neinna tæknismíðaðra loftfara þó undirritaður hafi tvímælalaust skynjað að eitthvað lá þarna í loftinu. Seinna kom það í blöðunum (Heimsmynd, sept.-okt. 1987) að geimfólkið hefði hætt við vegna nærveru Inferno og þeirra vondu útgeislunar. Þennan dag, 16. ágúst 1987, var svokallað hámark efnisins og endir á sextánda lið sextíu ára keðju tíbeska Kalachakra-kerfisins. Það sást í sjónvarpinu nýlega að tíbeskir munkar þurfa nú að snúa bænahjólum sínum einu sinni á dag sem þeir áður gerðu einu sinni í viku. Og kemur það til vegna samdráttar í tímanum sem lýsir sér í því að allt virðist gerast hraðar. Samanber kenningu mannfræðingsins Pierre Teilhard de Chardins um að þróun mannsins stefni með sífellt meiri hraða á ákveðinn endapunkt eða „Omega Point “og kenningar kompressionistanna, heimspekingsins WHrTEHEADS o. fl. Utlistanir Astekadagatalsins koma fram í bók Tony Shearers Ce Acatl Topiltzin Quetzalcoatl eða „Guð morgunsins". Þó margt sé enn óráðið er ljóst að ártalið 1519 var afdrifaríkt fyrir Asteka því eitt af mörgum tímabilum helvítis byrjaði 1. apríl 1519, sama dag og Spánverjar réðust inn í land þeirra, og tóku indíánar því með mótþróa- lausri andakt. Ymislegt fleira gerðist þennan dag, til dæmis réðst páfi til atlögu gegn musterisridd- urum, hirti eigur þeirra og tók þá af lífi. Þetta sama tímabil helvítis endaði svo 16. ágúst 1987, sama dag og von var á fljúgandi diskunum á Snæfellsnesi. Forverar Asteka, Mayar, höfðu náð mikilli fagun í tímatali og þeirra 5.125 ára hring- ur sem hófst 3113 f. Kr. mun enda árið 2012 e. Kr. og verður fjallað nánar um það ártal hér á eftir. Kínverjar (fylgismenn Konfúsíusarj) skoða rás tímans í samhengi við I Ching og setja þerta upp svona: (6. öld alheimsfriðar. — Fjarlæg framtíð.) Effa trigram (5. öld friðar í nánd. —• Framtíð nær.) (4. öld upplausnar. — Frá Konfúsíusi til okkar daga.) (3. öld upplausnar. — Hsiakeisaradæmið til Konfúsíusar tíma.) Neðra trfgram (2. öld friðar í nánd. — Þjóðsagnakeisarar til ca. 2200 f. Kr.) (1. öld alheimsfriðar. — Forsögulegur tími, ca. 10.000-5000 f. Kr. ca. I þessari uppröðun fyrirstilla fyrstu tvær lín- urnar hinn forsögulega tíma einingar og friðar, hina forsögulega paradís sem fornleifafræðingar eins og Marija Cimbutas halda fram að hafi staðið yfir í alla vega tíu þúsund ár. Mckenna spáir því að í nánustu framtíð verði til staðar öll tækni, nanótækni eða örtækni eða ósýnileg tækni, sem mun gera okkur kleift að sveifla okkur um í skóginum og haga okkur sem frjálsir menn en samt með alla tæknina á okkar valdi. Næstu tvær línur standa fyrir hina sögulegu öld upplausnar, hina eiginlegu mannkynssögu, upplausn sem lýsir sér í lögum og reglum sem viðhaldið er með valdbeitingu = menning. Síðustu tvær línurnar eru svo feðing nýrrar einingar manns og náttúru. Með hegelskri díalektík er fyrsta öldin thesis, önnur antithesis og sú þriðja synthesis. Tækni- samfélag okkar daga myndi því vera antithesis. Þeir bræður Terence Mckenna og Dennis J. Mckenna skoða tímann líka með hliðsjón af I Ching í bók sinni The Invisible Landscape, en 2012 þeir gera ráð fýrir að hér séu 64 tímaskalar í gangi sem séu allir að ná hámarki í einu. Þeir hafa fóðrað tölvu með I Ching tímakerfúnum og kallast forritið „Timewave zero“ og má kynna sér það nánar á internetinu. Niðurstaðan í því forriti er sú að allt fer í steik 21. 12. árið 2012 e. Kr. kl. ellefú um kvöldið minnir mig. Mckennabræður ganga lengra en Henry Adams, Korzybski, Fuller, Toffler og jafnvel Leary og gera ráð fýrir: 4300 ára tímabili frá fyrstu borgarsamfélögum til nútímavísinda; 384 ára tímabili þar sem vísindin hafa framkall- að fleiri nýjungar en á þessu 4300 ára tímabili; 67 ára tímabili frá uppgangstímanum í kringum 1940, með kjarnorku, DNA o.s.frv., til hámarksins 2012, en á þessu tímabili verði meiri upplýsingahröðun en á tímanum milli Galíleós og Hiroshima; 384 daga tímabili rnilli áranna 2011 og 2012 þar sem verður meira að gerast en á öllum undanfömum tímabilum; 6 daga tímabili þar sem hlutirnir hraða sér enn meira fram að grand finale. Á síðustu 135 mínútunum verður farið í gegnum 18 upplýsingamúra (ef svo má segja) sambærilega við byrjun lífsins, upphaf tungumálsins og uppgötvun ódauðleikans. 13 slíkir múrar verða brotnir á síðustu 75 x 10-4 sekúndunni. Hröðun upplvsír»ga og 2012 „Fyrir tíma hinnar miklu hreinsunar munu þeir byggja vegi úr málmi fýrir járnhesta og hengja málmbönd uppi í loftinu.“ „Þegar nær dregur hinum mikla hreinsunar- degi verða spunnir köngulóarvefir um allan him- ininn.“ „Fyrst munu þeir koma með hluti frá tungl- inu sem munu raska öllu jafnvægi og leysa hrylli- leg öfl úr læðingi" Hopi-spádómar síðan jyrir Kólumbus. Henry Adams sannfærðist um það upp úr 1890 að tækniframfarir hegðuðu sér í geómetrískum hlutföllum, ekki línulega heldur eins og veldis- vísir. Ekki: 2468 10 12 14 16, heldur frekar eins og: 2 4 8 16 32 64 128 256 o. s. frv. Adams reiknaði út að miðað við hröðun framfara síðan á tímum Galíleós og til loka nítjándu aldar ættum við að búa yfir óendanlegri orku um 1920. Aug- Ijóslega var það ekki hárnákvæmt útreiknað en samt ekki fjarri lagi. Korzybski, Buckminster Fuller, Alvin Toffler og fleiri hafa sýnt með fjölda dæma að framfarir eiga sér stað í ákveðnu veldis- hlutfalli og að það sé fýrirsjáanlegt að fleiri upp- götvanir, fræðilegar og tæknilegar, munt eiga sér stað með næstu kynslóð heldur en þeirri á und- an. Toffler bendir á að nú séu fleiri vísindamenn og fræðimenn að störfum en þekktir eru í allri mannkynssögunni samanlagðri. Þess vegna mun núverandi kynslóð verða vitni að fleiri nýjungum en nokkrir menn hafa séð um sína daga. Tölvufræðingurin Dr. Jaoues Vallee hefúr reiknað út að upplýsingar tvöfaldist á eins og hálfs árs fresti um þessar mundir (18 mánuðir 1995). Nú kynni margur að spyrja hvað átt sé við með hröðun upplýsinga eða að upplýsingar tvöfaldist. Er það mælt í megabætum á tölvunni eða eru það metravísar af bókum í bókahillunni, stöðugt ný og fúllkomnari heimilistæki, fleiri bíómyndir eða hvað? Það er allt af þessu og meira. Upplýsingahröðun mætti kalla nýjunga- streymi eða menningarhröðun. Menn eru ekki sammála um hvað það tók mennina langan tíma að byrja að notfæra sér eldinn og búa til verkferi en það tók iim fjórar milljónir ára að komast á menningarstig Rómarríkis árið eitt e. Kr., aðeins 1500 ár að komast á menningarstig sem náð var með Leonardo da Vinci (teikningar af flugvélum, þyrlum, kafbátum, stríðsvélum og önnur afrek, og er þá litið svo á til séu helmingi meiri upp-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.