Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 31

Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 31
Á föstudaginn langa sýndi Stöð 2 líf og dauða Helga Jónsson einsetubónda í Skagafirði. Stöðvarmenn tóku viðtal við Helga í vetur. Daginn eftir hrapaði hann til bana í hrikalegu hamragili skammt frá bænum sínum. Þegar Helgi var borinn til grafar mættu Stöðvarmenn aftur og fullkomnuðu þáttinn. Kristján B. Jónasson horfði á „Minningar frá Merkigili“ og skrifar hér um þennan heimildarþátt úr landsbyggðargettóinu. luðinn Jóndinn Fyrir fáeinum árum var ég staddur í langri röð framan við kassa í stórmarkaði rétt fyrir utan Frankfurt og lét mér leiðast. Til að hafa ofan af fyrir mér fór ég að blaða í fréttatímaritinu góð- kunna, Der SpiegeL, sem var í standi þarna nálægt. Ég fletti hratt í gegnum heimsviðburðina og nam ekki staðar fyrr en ég rakst á fremur óvenjulega uppákomu í þessu annars virðulega tímariti, mynd af bráðhuggulegri, berbrjósta stelpu. Þegar ég fór að rýna í greinina sem fylgdi með mynd- inni (grein um afbrýðisemi) komst ég að því að þessi stelpa var dáin. Þetta var Dorothy Stratten, kona sem var skotin í andlitið með haglabyssu af manninum sínum eftir að hún hafði verið kosin „Playmate of the year“ 1980 í Playboy. Margir kannast sjálfsagt við þessa sögu. Alþýðustúlka varð að opnustúlku og frægð hennar hrærði svo í hausnum á eiginmanninum að hann drap hana og sjálfan sig á effir. Um þessa tragedíu var gerð bíómynd og margir kannst sjálfsagt einnig við hana, Star 80. Hún er til á öllum betri mynd- bandaleigum. Sjálfsagt hefirr það verið hitanum í stórmark- aðinum að kenna en það sló mig að uppgötva að brjóstin og andlitið sem eina örskotsstund höfðu opnað fyrir hormónakranann hjá mér voru brjóst og andlit dáinnar konu, já og meira en það, myrtrar koriú. Ég var að horfá á lík. Ég var að slefa yfir líki. Þetta er reyndar dagleg reynsla og ekkert merkileg ef út í það er farið. Þegar ég skrifa þetta er á borðinu fyrir framan mig úr- klippa úr útlendu blaði með mynd af Simone de Beauvoir. A myndinni er hún dömulega klædd með afar smekklegan túrban á höfðinu, stóra smaragðseyrnalokka og í dökkum, virðulegum kjól. Við hlið hennar stendur skáldsagnahöfund- urinn Nelson Alcren, myndarlegur, sólbrúnn með kraftalega framhandleggi (líkast til hefitr hann verið sleipur í tennis) og fallegt, sportlegt arm- bandsúr. Tveir þekktir rithöfundar. íkon. Ekkert subbulegt við þá. Báðir eru þeir hins vegar dauð- ir. Ég horfi á lík en það er svo sjálfsagt mál að það tekur því vart að tala um það. En þegar ég hafði sett Spiegel aftur upp í rekkann í stórmarkaðinum varð mér hugsað til allra berbrjósta stelpnanna sem eiga eftir að deyja en eiga samt eftir að vekja upp losta hjá ófædd- um kynslóðum. Öll þessi lík sem eiga eftir að ganga aftur allsber á sjónvarpsskjánum. Fólk eins og ítalska klámdrottningin Moana Pozzi sem lést úr leghálskrabbameini fyrir fáeinum árum, aðeins 42 ára gömul. Fólk eins og „folinn" John Holmes sem dó fyrir einum sex árum, einnig á besta aldri og líka úr krabbameini. Þetta fólk er dáið en það er ódauðlegt í nekt sinni. John Holmes heldur áfram að striplast um á typpinu. Moana heldur áfram að reyta af sér Ieppana. Að eilífu ef því er að skipta. Við skrásetjum ekki aðeins merkilegar hugsanir og stórfenglega viðburði. Við skrásetjum líka cyppi og brjóst. Kynferi og líkamsvökvar eru jafn vel geymd og heimildir um Ijósleiðaralagn- ingu og lagasetningar. Þetta er allt til á lagernum og það er þegar byrjað að byggja söfn yfir þessar merkilegu upplýsingar. En samt. Að æsast upp yfir myndum af dauðu fólki! Það er eitthvað klikkað við það. Eða er ég kannski bara með gamaldags rétttrúnaðarlúterskt samviskubit? Ég vil taka það skýrt fram að þó þessi tilfinn- ing mín væri eins ekta og tilfmningar geta orðið, jafhvel þótt ég hefði „uppgötvað“ þarna eitthvað merkilegt um mig og líf mitt á meðal mannanna, hafa þessar hugsanir þegar verið hugsaðar af öðr- um. Svo eitt dæmi sé tekið: Eitt frægasta rit franska fjölfræðingsins Rolands Barthes, Ljós- kompan, fjallar um tengsl ljósmyndarinnar við dauðann. í bókinni er birt og skýrð gríðarlega áhrifamikil mynd sem bandaríski ljósmyndarinn Alexander Cardner tók árið 1865. Á henni má sjá ungan fanga, Lewis Payne, sem á að fara að taka af lífi og sem horfir beint inn í linsuna. Það sem „gerir“ myndina er að hún er tekin rétt fyrir af- tökuna. „Hann er dauður og hann á að fara að deyja,“ skrifar Barthes í myndatexta. Við, sem horfum, vitum að hann veit að hann á að fara að deyja og að hann dó — þess vegna er myndin svona áhrifamikil. Þetta er mynd af dauðanum, af vissunni um að hann kemur, af nálægð hans og hinu óumflýjanlega. Stelpan sem ég sá í Spiegel vissi hins vegar ekki að áður en langt um liði yrði hún kaldur nár. Hún var bara opnu- stúlka. Hún átti að geðjast karlmönnum og það gerði hún svo sannarlega. Hún var jú kosin Leik- félagi ársins 1980. Hvers vegna í ósköpunum hefði það þá líka átt að sjást á henni að hún átti ekki langt eftir? >• Atriði úr þættinum Minningar frá Merkigili eftir Eggert Skúlason. Fjölnir 31 sumor'97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.