Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 8

Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 8
óö óö Hallgrlmur Helgason: island (Love-Hate-Remix) Island! sorglega sjón og aldraða einstæða móðir! Hvar er þín fegurðar-frægð, og allt það sem ekki sést? En allt er í eðlinu hverfult og eins og mér sé ekki sama hjá hverri ég kúri í nótt eða kýli á það annað kvöld. Landið var ljótt og skítt hvernig blésu hér bölvaðir vindar, himinninn heimskur og grár, hafið allt annað en smart. Þá komu feðurnir frægu, fyllerísbytturnar góðu, að austan með hyldýpis haf í augum og unnu þér heit; röfluðu um tryggðir og trú og tóku þig malandi blautir; ólétt og ófullnægð þú gerðir fyrir þá hitt. Hátt á hóteli upp, þar sem Esjan í augum brennur og alltaf svo edrú að sjá, bar þinna barnsfeðra stóð. Þar stóð hann Þorgeir hinn þungi þegar Toni var tekinn af lífi. Þar komu Gissur og þeir Gunni og Höddi og Páll. Þá riðu þér hetjur um héruð og þú skrautbúin skaust úr landi, flaust heim um fríhafnarhlið, teygandi tollinn þinn ein. Það er svo bágt að stunda einn stað og þér Ijúft var að leggjast annaðhvort aftur á bak eða á fjóra fætur í neyð. Og þú misstir þinn maka og starf sex hundruð sinnum. Ég segi þér ekki til hnjóðs: en vilt'ekki ganga í Veg? Elst af þessum íslensku tímaritum211 voru Rit Hins íslenska Lzrdómslistafélags,22) Þau komu út í 15 bindum milli áranna 1780 og 1795 og voru vel af hendi leyst því flestir málsmetandi Islend- ingar, bæði innan lands og utan, lögðu til sinn skerf og létu sér annt um þau. Enda var sá sem stofnaði félagið og stýrði því í mörg ár einhver framtaksmesti og hollasti vinur ættjarðar sinnar sem landið hefúr borið. Ennþá eftir 50 ár eru þau almenningi einhver nytsamasta bók af því þau fræða fyrst og fremst um þau efni sem landinu viðkoma og atvinnuhátmm þess án þess að sneiða hjá því sem nytsamt er og fróðlegt að vita fyrir alla menn. Málið átti að vera vandað og er það líka á sumum stöðum en nokkurs konar tilgerð og sér í lagi dönskusletturnar skemma þó víða gott efni. Kvöldvökumar, Vinagleði, Gaman og alvaráH1 voru ekki veigamikil tím- arit þó tilgangurinn væri sá sami. Kvöldvökumar eru góð og skemmtileg bók og einkanlega hentug fyrir börn ef þau gætu varað sig á dönskunni. Það er mæða að hún skuli finnast í svo liprum og þægi- legum stíl. Þó Vinagleðin kæmi sér illa var hún engu að síður fróðleg og skemmtileg og jafnast þó ekki við Gaman og alvöru, allra síst hvað málið snertir, því þar er það gullfallegt á sum- um greinum, til dæmis Viskufjallinu og Selico. Af öllum tímaritum okkar er Klaust- urpósturinr?141 einna fjölhæfastur og land- inu til mikillar nytsemi, ekki síst í því að hann vakti löngun manna á þessháttar bók- um og margir söknuðu hans þegar hann hætti. Vera kann að málið sé ekki sem hollast og sumt í ritunu ekki sem áreiðanlegast en eitt- hvað má að öllu finna. hh ■ Jjfinnisverð tíðindf251 komu út í Leirárgörðum um aldamótin og áframhald þeirra, Sagnablöð- itJb) og Skímir17>, á kostnað Hins íslenska bók- menntafélags. En þessi rit gefa sig ekki að öðru en merkilegustu fréttum og helst útlendum. Hvað Tíðindunum sér í lagi viðvíkur er bæði efnisskipan þeirra óskilmerkileg og víða rangt frá sagt sem varð að fljóta af því að þau eru samin á íslandi. Sagnablöðin hafa í því tilliti mikla yfir- burði fram yfir Tíðindin og enda yfir Skimir. Þó lýsa þau oft miður en skyldi sambandi og orsök- um viðburðanna sem þó er svo ómissandi til að geta fengið af þeim nokkurn veginn sannar hug- myndir og fellt um þá réttan dóm. Auk þeirra tímarita sem nú eru talin hafa ekki enn komið út nema eitt ársrit. Það var Ármann á alþingf28' sem einkum átti að vera búskaparrit en þar að auki ætlaður til að vekja Á íslandi er ekkert frítt nema sé neðan þindar, nárinn er bleikur og blár, beltið er skínandi svart. En á hóteli upp, eltu í skinni þú brennur eins og útriðin Almannagjá og allt þitt er horfið á braut. Nú Snorri ei á þig stekkur og Venus á berginu volga grætur hvert gránandi hár sem þakið er lúsum að leik. Nú engjast þín unglingatjöld af Islands fjölgandi kyni. Amma var eitt sinn fræg, nú enginn vill hana sjá. 21! Tómas getur ekki fýrsta íslenska tímaritsins, Maaneds Tidender, sem hóf göngu sína 1773. Því ritstýrði MaGNÚS KETILSSON, sýslumaður í Dalasýslu, en breiðfirski stórbóndinn, BOCI BENEDIKTSSON, gaf það út, kostaði og prentaði í Hrappsey. Líkasttil hirðir Tómas ekki um að geta þessa blaðs þar sem það var á dönsku. Efni þess var fréttir, hugvekjur og vangaveltur — meðal annars nokkrar um gildi ffétta og spratt af þeim sá siður blaðsins að flokka fféttir í tvennt, óhappafféttir og góðar fféttir. Frétta- og ritstjórnarstefnan var einörð landbúnað- arstefna og var blaðið bæði reiðubúið að fórna sjávarútveginum og fækka landsmönnum, ef það kynni að tryggja hag bænda. Þar sem Maaneds Tidender var á dönsku hafði það nokkurn hóp áskrifenda í útlöndum — um 200 manns. Það var því nokkurs konar Iceland Review síns tíma. 22) JóN ElRlKSSON konferensráð ritstýrði Ritum Hins íslenska Lerdómslistafélags og á hann hólið sem Tómas gefúr því. Þetta var ársrit og lifði 15 ár, ffá 1781 til 1795- Það samanstóð af ritgerðum og ljóðum en flutti engar fféttir. Það var því svipað að uppbyggingu og Skíniir og Tímarit Máls og menningar eru í dag. 2i) Það þarf nokkuð einbeittan vilja til að kalla þessar bækur tímarit. Þetta voru mildu ffernur sjálfstæð áróðursrit Magnúsar Stephensens og boðuðu nauðsyn aukinna áhrifa nýrrar Evrópu- menningar á íslenskt samfélag. Magnús skrifaði þessar bækur nær allar sjálfur og hafði skoðanir á flestu; heimspeki, trúmálum, stjórnmálum, bú- skaparháttum, verslunar- og tniffelsi, alþýðu- ffæðslu og réttarfari, bragháttum og tónlist. Það sem veldur kuldalegum kveðjum Tómasar var að Magnús gaf lítið fýrir „fornaldarinnar ímyndaða farsæld" en í þá smiðju vildu Fjölnismenn sækja hit- ann í sína baráttu. Ef nefna ætti eitt- hvað það úr samtima okkar sem svipar til bóka Magnúsar væru það helst stefnuskrár Alþýðuflokksins. Þar leys- ast líka öll vandamál með skírskotunum til nýrrar Evrópu. 2‘ú Magnús gaf einnig út Klausturpóstinn og hélt honum úti sem mánaðarriti ffá 1818 til 1826. Þetta var lítið fféttablað, 16 síður, og flutti inn- lendar sem erlendar fféttir í bland við skoðanir — og þá einkum skoðanir Magnúsar. Þar sem útgáf- an var ör og afstaða tekin til dægurmála birtist hugmyndaheimur ffamsækinna Islendinga á þess- um tímum nokkuð skýrt í Klausturpóstinum. Þeir vildu kveða niður hjátrú og hleypidóma og veg- sömuðu ffamfarir. Þeir fóru hins vegar ekki í graf- götur með að „landbúnaðurinn væri landsins lang- vissasti, mesti og dýrmætasti bjargræðisvegur". Þeir töldu ekki gott að „stórgerð og landeyðandi lausamennska líðist og sérhverjum letingja, hverj- um stráki og stelpu atvinnulausum leyfist að giff- ast“. Og sú skoðun kemur off ffam í blaðinu að stemma þurfi stigu við fólksfjöldanum. Þrátt fýrir að Klausturpósturinn hafi á margan hátt verið framsækinn bar hann einnig í sér sótsvart aftur- hald. Og eins og seinni u'ma sagnffæðingar hafa bent á þá hafði íhaldssemi þeirra viðhorfa sem hann birti líklega meiri ill áhrif á íslenskt samfélag en ffjálslyndið leiddi til góðs. Klausturpósturinn var því nokkurs konar Timi eða Þjóðvilji, málgagn haffa og óbreyns ástands skreytt brýningum um bætt mannlíf. 2C>) Minnisverð tiðindi komu út ffá 1796 til 1806 og enn var Magnús Stephensen allt í öllu. Þetta rit var tilraun Magnúsar til að skrifá og gefa út sögu; ekki af löngu liðnum innlendum atburðum sem allir kunnu skil á, heldur samu'masögu af vettvangi veraldarinnar allrar. Undirtitill ritsins var: „ásamt ágripi um þær nýjustu ffönsku stjórnarbyltingar“ og rakti Magnús þar samfellda sögu Frakka ffá 1789 til 1798. Innan um og saman við voru ffá- sagnir ffá öðrum löndum og einnig nokkuð af innlendum atburðalýsingum; meðal annars há- stemmd ffásögn af samkvæmislífi í Reykjavík sem þeir Stephensenar auðguðu með andblæ sunnan úr álfú. Þetta rit er svo sérstakt að erfitt er að finna samsvörun við það úr okkar samtíma. Það er helst hægt að nefha Helgispjall Matthíasar JOHANNESSENS í Mogganum en þar rekur hann sögu sína og samu'ma síns og hversu samofið þeua tvennt er. MH '9T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.