Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 18

Fjölnir - 04.07.1997, Blaðsíða 18
Arnar Guðmundsson Afhverju þrjóskast þjóðernishyggjan við? Birgir Andrésson NÁLÆGÐ Lestur „Afhenda" 1993 Gömul bæjarstæði, skorin út i svartan pappír. Hiww framondlegi heimsréttur Það er því líka misskilningur að halda að hið póstmóderna ástand sé að skapa algert frelsi fyrir allskyns „hópa“ að koma fram í sögunni. Imynd- irnar verður nefnilega að laga að markaðnum. Það sem gerir þennan framandlega rétt spenn- andi er fyrst og fremst munurinn. Verslun með „öðruvísi" upprunalegar vörur blómstrar. Hér er enn á ferðinni einhver hugmynd um ekta og óekta landamæri umhverfis „hópa“. Stóru sögurnar um „þjóðir“ og „stéttir“ eru afhjúpaðar sem „óekta“ en eru þá „nýju hóparnir“ náttúr- legir? Mér dettur í hug í þessu sambandi áherslan á „ekta“ í neyslu hins upprunalega. Best er að kaupa vörur sem framleiddar eru við erfiðar aðstæður af „ekta“ frumbyggjum. Ef þessir frum- byggjar bættu húsnæðið fyrir framleiðsluna og færu að framleiða við mannsæmandi skilyrði og fyrir skikkanlegt verð tapaði varan strax gildi sínu. Hún hefði mengast af vestrænum viðskipta- háttum. Það má til dæmis drepa hvali með bit- lausum áhöldum ef kjötið fer ekki á markað. Hall hefúr bent á að skilyrði þess að hinn nýi kapítalismi geti náð tökum á muninum og ráðið við hann sé einmitt það að þessir „öðruvísi hóp- ar“ haldi sig heima ef svo má segja — á sínum þekktu og skilgreindu slóðum. Svo má líka spyrja hvort uppgangur þessara svokölluðu andstöðuhópa á Vesturlöndum sé alveg ótengdur umræddum breytingum á heims- kapítalismanum? Ég hef fylgst með markaðssetn- ingu umhverfishugsjóna í Bretlandi og það hvarflaði stundum að mér að reikna út markaðs- verðið á einu stykki grænum lífsstíl — viðeigandi múndering og grænmetisfæði innifalið. Eru þessir hópar ef til vill sjálfir ákveðið form á neyslu ímynda? Nýr oa ..ekta" stórisnwwleíKMr Afram má halda og spyrja hvaða „munur" það sé sem nú brýst fram og öðlast rödd og ekki má þagga niður innan gömlu stóru sagnanna? Er enginn munur innan þessara hópa? Ég bendi á að innan þess hóps sem í Bretlandi tók upp pólitíska baráttu undir sjálfsmyndinni „svartur" voru margar ólíkar raddir og sögur — t. d. hin sér- staka saga Breta af asískum uppruna, kúgunar- saga svartra kvenna innan samfélags fólks frá Karíbahafinu og svo mætti lengi telja. En hin pólitíska sjálfsmynd sem stillt var upp í barátt- unni var einfaldlega svartur og það var gert til að freista þess að ná árangri við ákveðnar sögulegar aðstæður. Hve langt viljum við taka frelsunarfræði póst- módernista? í þeim felst einhver óþolandi hug- rnynd um fasta. Hvor er til dæmis dæmdur til þagnar í bandalagi tveggja einstaklinga? Og er víst að þessir einstaklingar séu hvor um sig fasti en ekki samansafn ólíkra sjálfsmynda og radda? Þessi hugsun um „ekta“ og „óekta“ sjálfsmynd eða hópa er óþolandi blindgata sem að lokum útilokar alla samsömun við aðra og samfylkingu, t.d. til pólitískra átaka. Hvert kjarnasjálf er sjálfú sér næst og það er ómögulegt að „tala fyrir aðra“. Munurinn er orðinn að nýjum stórasannleika og útgangspunkturinn um sjálfsmyndina sem ferli í stað fasta hefúr týnst á leiðinni. Því ef við höldum okkur við hugmyndina um sjálfsmynd- Auglýsing Má bjóða þér til menningarveislu? Meðal efnis í vorhefti TMM: Ljóð eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur . . . Nóbelsávarp Szymborsku . . . Ljóð eftir Lindu Vilhjálmsdóttur . . . Smásaga eftir Rúnar Helga Vignisson . . . Ljóð eftir Andra Snæ Magnason . . . Grein eftir Jón Yngva Jóhannsson um Fyrirgefiiingu syndanna á tveimur tungumálum . . . Smásaga eftir Tapio Koivukari . . . Ljóð eftir Arthúr Björgvin Bollason . . . Aður óþekkt bréf Becketts um Godot. . . Sollers um Beckett. . . Ljóð eftir Onnu Láru SteindaJ . . . Grein Sallenave um Pétursborg í 200 ár . . . Ljóð eftir Elísabetu Arnardóttur . . . Verðlaunaljóð Arnar Ulfars Sævarssonar . . . Verðlaunasaga Huldars Breiðfjörð . . . Ljóð eftir Jón Egil Bergþórsson . . . Ljóð eftir Svein Snorra Sveinsson . . . Maðurinn í náttúrunni, grein eftir . . . Og fleira og fleira . . . Mál og menning Áskriftarsími: 510»25#25 TMM kemur út fjórum sinnum á ári og kostar ársáskrift 3300 kr. Askrifendur njóta 15 % afsláttaraf innbundnum bókum Máls og menningar og Forlagsins í bókabúðum Máls og menningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.