Fjölnir - 30.10.1997, Page 7
Myndlistarheiminum á íslandi hefur verið
líkt við birkihríslu sem dregur fram lífið
næringarlitlum jarðvegi. Önnur líking
er að á meðan listin erlendis sé að
sökkva til botns þá sitji íslenskur ^
myndlistarheimur fastur í botn-
leðjunni. Hvað er að gerast?
Aðstaða myndlistarmanna er
góð, sýningarsalir eins og best verður
kosið, myndlistarmenn ágætlega
menntaðir og allar forsendur
aðrar til að hér gæti myndlist
blómstrað. Hannes LáRUSSON
ferðast hér um íslenska myndlistar-
^ heiminn og veltir íyrir sér
hvað hrjáir okkur.
Það er með greinarstúfana, textana og bréfkornin
eins og lífið sem hver velur sér að lifa, þó ekki sé
örugg forskrift fyrir hverju vammlausu skrefi, þá
er með nokkurri natni hægt að skapa hina al-
mennu aðferð og andrúmsloftið. Ósjálfráð logn-
mollan er oftast gefha leiðarhnoðið í lífinu sem
listinni.
Sá grunur lá á að á undanförnum mánuðum,
einkum vegna vinnu við skipulag og umsýslu
sýningarinnar ON lceland 1997 ásamt Seminar
on Art hafi ég þreifáð á fleiri hlutum myndlistar
og menningarlíkama okkar en algengt er og hafi
því nú undir höndum sneiðmyndir eða sýni sem
vert væri að koma í skoðun óspilltum af tíma og
fjarlægð. Hugvekjurnar eru þó jafnan fleiri en á
verður þreifað.
Nef i graut
Aðferðin er blendingur af rannsókn, það að nota
skilningarvitin á vettvangi, hér skiptir bragð- og
lyktarskynið ekki minnsm, persónulegum hug-
leiðingum með heimspekilegu ívafi, uppspuna,
gamansemi og uppáskurði, bersögli, stríðni, hug-
arburði og ræðuhöldum, jafnvel meinlegum út-
leggingum þar sem hver þekkir sig
— en þó ekki nema lesið sé milli
línanna. Andlegt og líkamlegt
návígi er uppi á teningnum; en
lendir þá einmitt ekki alltaf allt í
graut? Kannski ætti að kalla
þessa aðferð einfaldlega: nef í
graut.
f þessum texta, sem
tvítyngdir gáttaþefir kynj-
anna em vísir til að kalla
„samsetning“ á góðri
stund en „ó- eða of skilj-
anlegt rugl“ þegar í harð-
bakkann slær, hljómar að ég
held nær því glaðbeittur tónn. Ekki verður þó
skellihlegið, enda beiskir fleygar á ívið persónu-
legum nómm líklegir til að slá harmræna takta
sem skipta hratt úr kám yfir í dapurt. Þessi leið er
einungis valin til þess að nálgast, komast upp að,
eðli þess sem um er rætt, ná tangarhaldi á
óræðum andanum, hnoða hratt saman í form
það sem annars koðnar niður í hugskomnum og
spillir sýnunum. Sérhver texti, allt sem gert er, er
eins konar hermennska, sókn og vörn, allt eftir
fyrirliggjandi umgjörð og markmiðum —
herkænskan felst í því að segja aldrei né gera í
raun og vem það sem maður meinar. í einni bók
var söguhetjan látin segjast aldrei trúa neinu sem
stendur á prenti.
Busl með tánni
eða Branueviarsuwá?
Hvaða aðferð hefðir þú valið í mínum spomm;
tilvitnanir og fræðimennsku, almennt spjall, upp-
skrúfaða fjarlægð í gervi hlutleysis eða bjargað þér
á ljóðrænu flugi? Návígið, snertingin, kallar fyrst
og fremst á tjáningu þefskynsins, sem síðan verð-
ur með hjálp heiðarleikans, þó tvíbenmr sé, að
heimild, ef ekki um ástandið, þá um þefvísina.
Þegar hér er komið sögu tel ég líkur á að
margir telji réttast að hætta að lesa því ráða megi
af vísbendingum að líkur séu á að úr þessu verði
tekið mglflugið og magalent inni í gerningaþoku
rætninnar — þá ætti reyndar einhverjum að vera
skemmt. Þessi texti, ef það skyldi einhverju
breyta, er ekki endilega ætlaður til þess að lesa
enda á milli, heldur til að dýfa sér í hann hér og
þar. Reka tána ofan í og busla aðeins, þó
ekki sé nema til þess að geta talið sjálfúm
sér trú um, líkt og menn gera jafnan frammi
fyrir valkosmnum í lífinu sjálfú, að maður hafi
stungið sér út í djúpu laugina, svo ekki sé
talað um Drangeyjarsund óskhyggj-
unnar. — Svona rétt að kíkja, hnýs-
ast. Sá sem kanna að lesa með tán-
um og nefinu skilur allt sem ég
mun skrifa.
Paracfis
Reykjavík, sem údendingarnir líta yfir við fyrstu
kynni, eða íslendingarnir sjálfir virða fyrir sér
íhugulir úr nokkurri fjarlægð, þó ekki sé nema frá
kaffistofú Norræna hússins, sjá fyrir sér lítið og
græskulaust þorp, jafnvel ofúrlítið yndislegt í
bland, þó um leið baldið, úfið og kergjulegt í allri
framgöngu. Ef um lifandi mann væri að ræða
yrði vafalaust slegið fösm að hann væri góður inn
við beinið. Á dögunum sagði ítalskur gestur: „Þar
sem ég á heima eru hlerar fyrir gluggum, hér em
ekki einu sinni gardínur dregnar fyrir!“ —
Reykjavík er nefnilega dálítil paradís. Hér er þó
ónefnt hraunið, jöklarnir, heita vatnið, fossarnir,
duglegu þumbakarlarnir og fallegu konufiðrildin
sem gera landið allt að lystigarði þeirra sem leita
einskismanns landsins þar sem allar túlkanir og
tiktúmr koma alltaf standandi niður, því hér á
allt að vera sakleysið holdi klætt. ísland er nefiii-
lega dálítil paradís. Ef paradís væri kona felst
styrkur hennar í aðdráttaraflinu sem sakleysið og
græskuleysið uppmálar; en á þeirri stundu sem
hún uppgötvar styrk sinn missir hún hann — og
þá skríða höggormarnir úr hverri holu.
MymHiverffmgqr
Hver var annars í raun og veru að tala um para-
dís og höggorma? Þetta er auðvitað líkingamál.
Það sem við er átt er að hinir óteljandi mögu-
leikar í stöðunni (kannski veruleikinn séður í svip
með barnsaugunum) sé eins konar paradís.
Paradís er tákn fyrir allt það sem hægt væri að
gera, og ætti að gera, en er í raun og veru ekki
hægt að gera, má ekki gera vegna þess að þegar
öllu er á botninn hvolft er það inngróin sann-
færing að höggormarnir í garðinum séu jafn-
margir eplunum. — Höggormarnir em auðvitað
líking fyrir þau djúptæku og óræðu öfl sem halda
möguleikum samfélaga, en ofar öllum hugsunum
og athöfnum manna, í skrúfstykki vanans sem
lagst hefúr yfir þá í upphöfnum, en undirniðri í
og með illyrmislegum, heiðarleika og rétttrúnaði.
Ædi það sé ekki í tveimur síðustu orðunum sem
tvískinnungi hinnar galvösku íslensku menningar
sem ekkert þykist vilja fela, sé hvað réttast lýst?
— Hvernig væri nú að prófa kokteilinn: „Para-
dís“: 1/10 appelsínudjús, 3/10 apríkósulíkjör,
6/10 gin. Hristist.
Erffðaffraeði og fflœr
Reykjavík er ekki stór bær, íslendingar allir mynda
ekki stóran bæ. f þessari staðreynd felst einn
lykilþátmrinn í styrk og veikleika okkar sem >-
kaffistofu Norrœna
hússins, sjá jyrir sér
lítið og grœskulaust
þorp, jajhvel ojur-
lítið yndislegt í
bland, þó um leið
baldið, újið og
kergjulegt í allri
jramgöngu. Efum
lifandi mann vœri
að rœðayrði vafa-
laust slegið fóstu að
hann vœri góður
inn við beinið. A
dögunum sagði
ítalskur gestur:
„Þar sem ég á
heima eru hlerar
jyrir gluggum, hér
eru ekki einu sinni
gardínur dregnar
fyrir!“
Fjölnir
houst '97 7