Fjölnir - 30.10.1997, Qupperneq 8

Fjölnir - 30.10.1997, Qupperneq 8
/ / Hannes Lárusson Snerting „Hver pissaði í púðrið? Efallt vœri eðlilegt tœkju hér upp þráðinn þau Halli og Ladcli, Biggi og Bjami, Hosi og Posi, Nordal og Kvaran, Öm Ingi, Magnús Scheving og Þor- valdur eða eitt par afheiðvirðu lista- hjónunum með œmti og skræmti og botnuðu þetta með slagorði Péturs, Kristjáns ogfélaga: Eitthvað einfalt. “ þjóðar. Aðdráttaraflið felst í sakleysinu. Fámennið og úrræðaleysið í gegnum aldirnar hefúr skilið sumt af landinu eftir ósnortið, en allt sem er ósnortið, óræktað, er of saklaust til þess að vera spennandi til lengdar, það vekur hins vegar hrifn- ingu, ef til vill á endanum umhyggju, en ekki djúpar og óstýrilátar ástríður. í þessu litla sam- félagi hafa skapast hefðir þungar sem blý, sumar mætti skilgreina sem byrði sögunnar, aðrar fund- ið vígi í steinbörnum landsfeðranna. Aldalöng undirokun, einangrun og fásinni virðist á endanum hafa náð að stökkbreyta nokkrum erfðavísum hjá þjóðinni. Þeir hafa getið af sér valdahrokann, hina kotrosknu fávísi sem kristallast í daðrinu og smjaðrinu sem haft er í frammi hjá umboðsmönnum kóngsins; sem nú á tímum þykjast borubrattir lénsherrar yfir skikun- um þar sem leiguliðarnir hokra hver við sinn þúfnabana. í koti karls er lyktin af viðbrenndu soðningsfroðunni horfin og grauturinn sem ekki gat hætt að sjóða, hættur að sjóða. Handfjalla menn nú sleipan og mjúkan skyndibitann sem heitir orku beint í æð, því mikið er að gera. Flóin er líka horfin og hætt að minna kotunga á, með því að bíta þá, að þrátt fýrir allt séu þeir í ein- hverjum skilningi til. Og lúsin sýgur ekki lengur blóð. Það er stökkbreyttur erfðavísir sem tekið hefúr sér bólfesm í æðum þeirra og beinum. Þrútin fés og bleik ásamt fiöktandi augum (vegna þess að hann heldur að hugsanir hans, sem em nú ekki allar beint fallegar, sjáist í augunum á honum) er óbrigðult svipmót þegar þrælslundar- genið bítur innan frá, bímr í blóðið og merginn. Hinir krúttlegu (hvaða vinnuheiti viltu ann- ars nota?) sveitahöfðingjar, umboðsmenn kóngs- ins, lénsherrar, fýlgifiskarnir, erfðaprinsarnir og prinsessurnar fölu með dreymnu steinaugun annars vegar, og bleiku þrælarnir, tómthúsmenn- irnir og kotungarnir augnstyggu hins vegar, líta út, þegar þeir em hver með öðmm, eins og ást- fangið par. Bleikt og hvítt — undir niðri em þeir hræddir og víraðir — undir niðri kunna þeir að hata hverjir aðra. HeitMr arnutur Enn kargaþýfi líkingamálsins, það sem kalJað er á ensku „beating about the bush“ og þýðist á ís- lensku „að fara eins og köttur í kringum heitan graut“. Það sem ég á við er einfaldlega að íslenskt menningarlíf, en íslenski myndlistarheimurinn alveg sérstaklega, er markaður, mér liggur við að segja sjúkur, annars vegar af valdahroka, fúmi og einangmn þeirra sem fara með stjórn myndlistar- stofnananna og hins vegar kyrkingslegri undir- gefni listamannanna sjálfra sem jaðrar við hrein- rækaða þrælslund. Hvor tveggja er vafalaust „í góðu“ enda „allt er svo krúttlegt í kardimommu- bæ“ eins og údendingarnir segja. Auglýsing A L L E R i A kHORNIÐ^ Gallerí Hornið er hentugur vettvangur fyrir minni listsýningar. Allar nánari upplýsingar gefur Ólafur Engilberts sími 5153862 & 5525659 Galleri' Hornið - djúpstæð og lifandi myndlist / andi forstöðumanni Listasafiis Islands var bannað að vera úti eftir 10 á kvóldin. („Bannað! Af hverjum svo sem?“ Hefðum, uppeldi, en ofar öllu vissunni um það að návígið og sýnileik- inn á vettvangi listarinnar og lífiins grefur undan virðingu fyrir því valdi sem fólkið ímyndar sér að embœttið og/eða uppruni hafi fiert þeim.) Sá sem nú hefur tekið við á að vera kominn úr augsýn jyrir klukkan 8. “ Cott wð. ef allt wneii eðlíleg* Ég er sjálfúr líka hluti af þessu. „Passaðu þig!“ Umhyggja?, stundum úr hörðusm átt. „Glanna- skapurinn verður til þess að hann verður barinn eins og harðfiskur með ógurlegum mjölni kerfis- ins og frumpörtunum skipt upp á Kjaftaklöpp,“ vona aðrir. „Vanþakklæti!" segja þeir vammlausu og hjálpsömu og gefá eftirfarandi ráð: „Mitt fólk hefúr alltaf sagt: Það er best að vera ekki að eyða tíma í að reyna að breyta hlutunum og allra síst kerfinu, sem er jú kerfið okkar. Það sem mesm máli skiptir er að vinna af einlægni og nýta hæfi- leika sína sem best!“ „Þetta var nú gott ráð. Ég skal koma þessu á framfæri." Þú fýrirgefúr, ég held nú samt áffam upp- teknum hætti, vegna þess að núverandi ástand er á góðri leið með að kljúfa myndlistarheiminn niður í óbætandi trúnaðarbresti milli allra þeirra sem á menningu og list þurfa að halda til að geta þrifist með reisn. Hér á ég jafnt við stofúanafólk- ið sjálft, listskapendur og fólkið í landinu sem síst má án listarinnar sinnar vera ef vel á að fára. Líf- efnaffæði myndlistarheimsins, þögult afl hinna stökkbreynu erfðavísa, hefúr gert lénsherra lista- heimsins, listamennina og ofar öllu listina sjálfa, deiga, linað allt dæmið upp. — Og nú gæti þessi texti, áður en hann fer alveg úr böndum, snögg- lega breyst í reyfara: Hver pissaði í púðrið? Ef allt væri eðlilegt tækju hér upp þráðinn þau Halu og Laddi, Bicgi og Bjarni, Hosi og Posi, Nordal og Kvaran, Örn Ingi, Magnús Scheving og Porvaldur eða eitt par af heiðvirðu listahjónunum með æmti og skræmti og botnuðu þetta með slagorði Péturs, KristjAns og félaga. „Eitthvað einfalt" og styttu hér greinina með sóma, hefðu jafúvel náð að skrifa hana alla til baka aftur fýrir upphafið. Já, hver pissaði í púðrið? — Lati-Geiri er alla vega með fjarvistarsönnun. Er þetta hluti af þessari gamansemi sem var lofað? Olíur, púður oa eldmóður Það er athyglisvert umhugsunarefni að aðbúnað- ur og vattvangur til myndlistariðkunar er betri hér á landi en halda mætti. Aðstaða til listsköp- unar er hér að mörgu leyti mjög góð. Víða ágæt vinnuaðstaða svo sem hjá Myndhöggvarafélaginu, Grafíkfélaginu og Straumi. Víða um iand að- gangur að góðum gestavinnustofúm. Sýningarað- staða á stór-Reykjavíkursvæðinu í heildina með því besta sem gerist í hvaða landi sem er, bæði hvað snertir stærð og gæði rýma. Myndlistar- menn og þeir aðrir sem við myndlist sýsla em upp til hópa vel menntaðir og margir með fjöl- þætta reynslu af listrænni starfsemi. í vissum skilningi hefúr fólkið í landinu auk þess mikinn áhuga á listum. Samt er eitthvað meira en lítið að. Einhver þrúgandi kyrrstaða og fýla. Myndlistarheiminum á íslandi má líkja við vistarveru einhleypings þar sem haldin hafa verið mörg og löng partý, en aldrei opnaður gluggi. Köfnunartilfinning og klostrófóbía, hugarfárið í fjötrum, limirnir linir. Vél myndlistarheimsins má líkja við ótótlegan sótraft. Sótraft þennan þarf að taka í gegn og slípa allan upp með olíum valddreifingar og sam- vinnu á víxl. Hver vill ekki sitja í knáum torfæru- dreka sem dansar yfir hvern hrygg og öldu knú- inn orku útsjónarsemi, hugprýði og eldmóðs? Vandinn tengist sem sagt rakettunum í rass- gatinu. (Þetta á ekki að vera dónalegt. Gamalgró- ið orðatiltæki, ekki laust við góða tilfinningu.) Með öðrum orðum, það er nóg til af púðrinu, en það hefúr blotnað með dularfúllum hætti. Það þarf að koma rakettunum á rétta staði. Skilja ekki allir þetta líkingamál? Þegar listaheiminum, ef hann væri nú maður og kona, finnst eins og hann sé með rakettu í rassgatinu (og búið er að þurrka púðrið) er þá ekki allt í lagi? Hrteðsla oa hrokl Hver hefúr ekki upplifáð það að hafa mætt á málþing þar sem listin er rædd, eða þá opnanir eða sýningar þar sem vaxtarbroddur myndlistar- innar er talinn vera hafður um hönd, ekki bara einu sinni, heldur ár eftir ár, án þess nokkurn tíma að hafá séð til þeirra sem eru skipaðir til þess að stjórna opinberum afskiptum og rekstri einmitt þessa málaflokks? í rauninni verða lista- mennirnir að koma til þeirra í þær stofnanir sem þetta fólk vinnur í, stofnanir sem þó í allri um- sýslu byggjast nær eingöngu á myndlistarlegum ffamkvæmdaratriðum. í íslenskri menningu, en þó sérstaklega í allri stjórn myndlistarmála, ríkir í reynd lénsskipulag útfært að mesm í anda em- bættismannakerfisins danska frá 19. öld þar sem samskipti þeirra sem stjórna þessum stofúunum og myndlistarmannanna er eins og milli smá- höfðingja og leiguliða, eða eins og þetta var í ís- lenska sveitasamfélaginu löngum, milli stórbænda og embættismanna kóngsins og tómthúsmanna og kotkarla. Embættismenn stíga aldrei fáeti inn í kotin og tómthúsin, nema með þeim sé fýlgdar- lið og þá helst údendingar sem þarf að sýna ís- lensku orginalana, þó aðeins í stuttan tíma, í náttúrlegu umhverfi. Á fýrri árum virtist þetta kerfi geta gengið þar sem embættismenn og höfðingjar (það er víst ekki til siðs að setja dæmið upp með þessum hætti þar sem ein af helstu goðsögnum íslenska samfélagsins er að það sé ólagskipt), margir af „Hvemig vœri nú að prófa kokteilinn: „Paradís“: H10 appelsínudjús, 3/10 apríkósulíkjör, 6/10 gin. Hristist. “
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Fjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.