Fjölnir - 30.10.1997, Síða 23

Fjölnir - 30.10.1997, Síða 23
Myndir Gotti Bernhöft Dagbókarslitrur Huldars Breiðfjörð frá Jamestown Drengurmn sem ■■ fékk heiminn í nungmn Og dagamir marséruðu gegnum bœinn mildir og tígulegir, og hurju að kvöldi inn um gullin hlið vestursins eins og heilagir Búddhar, sem lokið hafa hlutverki lífsins i veröld myrkranna. Þórbergur Þórðarson ___________________________BUffalO 21.6.1995 Á rútubiðstöðinni í Buffalo hafa bláir og svartir stólarnir snúið bökum saman í baráttunni við borgararassana. Þeir eru orðnir þreyttir á að vera átyllur ferðalanga sem blóta rútufyrirtækinu og bíða eftir ástæðu til að standa upp. Og fólk er þyngra á sér þegar það þarf að drösla sjálfú sér á milli ákvörðunarstaða. „Það er þessi ákvörðun líklega sem vegur svona þungt,“ segja stólarnir. „Því förum við aldrei neitt heldur sitjum sem fástast og höllum okkur hver að öðrum.“ En fólkið heyrir ekki í þeim heldur geispar bara þreytunni framan í hvert annað og þó tölvuspilin reyni að blikka það til sín nennir enginn að leika við þau. Enda hafa ferðalangar ekki tíma til að leika sér þegar þeir bíða eftir ástæðu til að standa upp. Þeir eru komnir hingað til að fara annað en í tölvuspil. „Skiljiði það ekki aumu biðstólar,“ kalla sætin í einni rúmnni. Inn á biðstöðina gengur Amishmaður, hann gæti verið kabboji, og því lítur enginn upp. Hann sest á heimasmíðaða handtöskuna trúr sínum hugsjónum. „Engin nútímaþægindi fyrir mig.“ En ég heyri töskuna segja: „Ég er óheppn- asta handtaska í heimi.“ Svo brakar hún sér. Amishmaðurinn tekur sig vel út á biðstöðinni í Buffalo því þar stendur tíminn í stað. Þó allir bíði eftir að hann hundskist áfram. Það er eins og hann sé búinn að bíða nokkurhundruð ár, og veit að það fer honum vel, því hann hefúr alltaf verið þannig klæddur. Og niður úr loftinu hanga myndavélar og bíða eftir krassandi myndefúi. Farnar að halla aðeins undir flatt því klukkan á veggnum, hún tekur sér sinn tíma. Einmitt þessvegna er ekki skrýtið að minjagripaverslunin sé lokuð. Það þarf enginn grip til að minna sig á að hann hafi komið við á biðstöðinni í Buffalo. __________________________Fredonia 21. 6.1995 Þó hann vissi að enginn væri að fara til Fredonia stöðvaði hann rútuna og kallaði „Fredonia, Fre- doniaT um leið og hann opnaði hurðina. En enginn fór og enginn kom. Nema auðvitað rúm- bílstjórinn sem kom og fór, samkvæmt áædun. Og nú stöðvar hann rútuna aftur og segir áæduninni hafa verið breyn nýlega. Hann sé á undan áætlun og verði að staldra við. Að nýja áædunin sé ekki jafú stíf þeirri gömlu, hann gleymi sér stundum og keyri of greitt, því þurfi hann að hinkra, reglum samkvæmt. Mikið þykir mér vænt um þennan rútubílstjóra og finnst erfitt að sætta mig við að svona rétdátur maður þurfi að deyja, samkvæmt áædun. _______________________Jamestown 23. 6.1995 Þeir eru skrýtnir þessir amerísku smábæir. Og í þeim yfirleitt til ein af öllu. Þannig er það hér. Eitt bakarí, ein gæludýraverslun, einn banki, einn stórmarkaður og einn bar þar sem öll kvöld hangir ein gleðikona. Þó engu líkara sé en hér séu allir hamingjusamlega giftir, því hún virðist ekki fá nein að gera. Heldur situr alltaf við barborðið og lútir höfði ofan í flatan bjórinn. Það er út af því sem ég skil ekki hvers vegna hún er svona þreytuleg á svipinn. Kannski ætd hún bara að fa sér vinnu í kúluleguverksmiðjunni þaðan sem alltaf berst Springsteenmúsik og allir starfsmenn- irnir eru svo kraftalegir að sjá þegar þeir safnast saman í hádeginu fyrir utan skemmuna til að drekka root beer og reykja Marlboro. Þegar ég talaði við þá sögðu þeir að bærinn væri frægastur fyrir að haff verið frægur einu sinni fyrir hús- gagnaframleiðslu. _____________________Jamestown 25.6.1995 íbúar Jamestown eru stoltastir af tvennu; því að bærinn er staðsettur rétt hjá Niagarafossunum, hann er þeirra Gullfoss, og svo því að Lucy Ball er héðan, hún er þeirra Björk. Og alveg eins og í Reykjavík er langt að fara til að sjá þeirra Gullfoss því hann er tvö hundruð mílur í burrn, og þeirra Björk er heldur aldrei í bænum, því hún er dáin. Þó er hægt að fára og skoða „The Lucy Ball Museum" alveg eins og það verður einhverntíma hægt að skoða „Bjarkarsafnið" í Reykjavík. Þetta finnst mér bæði dálítið sniðugt og þægilega heimilislegt. _____________________Jamestown 27. 6.1995 Hér sér maður aldrei stakan mann. íbúar James- town hafa fjölskyldugildið í heiðri og ganga ekki einir eða í hópum, heldur fara þeir um í fjöl- skyldum. Þetta er á einhvern hátt fálleg sam- kennd og einföld. Faðirinn hefúr rétt fyrir sér alveg þar til hann deyr og þá er það elsti bróðir- inn sem tekur við og þannig gengur það koll af kolli. Enda heyrir maður aldrei rifrildi í þessum bæ. Þegar ég uppgötvaði þetta fór ég að kenna í brjósti um gleðikonuna sem alltaf situr ein við barinn og tel líklegt að hún hafi misst fjölskyld- una sína. ______________________Jamestown 28. 6.1995 Ég talaði við gleðikonuna í gærkvöldi. Hún sagði mér að hún hefði misst fjölskylduna sína í bmna og missti svo sjálfa sig þarna fyrir ffarnan mig og virtist reyna að slökkva brunann sem enn logaði í sálinni með eigin tárum. Þena var sorglegt og mig langaði að faðma hana en vissi ekki hvort hún færi þá að heimta borgun. Og hálfskammað- ist mín fyrir að hugsa þannig. Þegar ég svaraði því hvaðan ég væri sagði hún: „Maybe that's what I need. An Icelander, if not him, who then can put out that fire in my heart?“ Svo sátum við þarna, Ms. Fire og Mr. Ice, og rákum raunir okk- ar. Tvö einmana í þessum mikla fjölskyldubæ, annað með kalið hjarta, hitt með logandi sál. ______________________Jamestown 1, 7,1995 I hverri fjölskyldu í bænum er einn hundur. Fjöl- skyldan er hornsteinn samfélagsins en hundurinn er hornsteinn fjöiskyldunnar. Ef maður gengur göm í Jamestown eftir tíu á kvöldin byrja húsin sitthvomm megin að gelta. Það er út af tvennu; hér er aldrei sála á ferli effir klukkan tíu og svo eru hundarnir óvanir að sjá stakan mann. Þegar fjölskyldurnar hittast eru hundarnir þeirra veður. Ég á við að þá er talað um hundana; hvað þeir heiti, hvað þeir séu gamlir, af hvaða kyni þeir séu o.s.frv. Hornsteinarnir eru þannig lagðir saman og notaðir til að mynda traust umræðuumhverfi. _____________________Jamestown 4. 7.1995 Ég stóð innan um fjölskyldumar og fylgdist með þegar ljósadýrðin var send landsfeðmnum sem allir eru löngu flognir burt. Og hugsaði með mér að sennilega væm flugeldar eina fegurðin sem manninum hefði tekist að pakka inn með ásættanlegum árangri. Eða glitti bara í himnaríki í gegnum bleksvartan næmrhimininn? _____________________Jamestown 5. 7,1995 Ég hef náð að vingast dálítið við blaðburðarstrák- inn í bænum, þann sem ber út The Post-JoumaL Kannski vegna þess að hann er sá eini fyrir utan mig sem alltaf er einn á ferð. Og því finnum við örlítinn styrk hvor í öðrum. Hann er svona ekta amerískur paper-boy; ferðast um á BMX-hjóli og hendir bloðum inn í garða; svo bólugrafinn að það er engu líkara en einhver sé potandi í hann innanffá og svo angar hann af prentsverm. Alltaf þegar hann kemur með blaðið spyr hann hvað sé að ffétta. Það finnst mér frekar fyndið því það er hann sem á að vera að bera út fréttirnar. En í dag sagði hann mér að nú eigi að loka kúluleguverk- smiðjunni því hún standi ekki undir sér. Þetta fannst mér ferlegt að heyra og sló mig hljóðan um smnd. Hann renndi hendinni í gegnum úfið hárið og saug upp í nefið en sagði svo: „But you know what Iceman, my Dad says things always pick up.“ Svo tók hann upp hjólið og var fárinn. „I hope that's tme Mr. Paperboy, I sure hope that's right.“ Niagarafossamir 8. 7.1995 „íbúar Jamestoum eru stoltastir af tvennu; því að bœr- inn er staðsettur rétt hjá Niagara- fossunum, hann er þeirra Gullfoss, og svo því að Lucy Ball er héðan, hún er þeirra Björk. Og alveg eins og í Reykjavík er langt að fara til að sjá þeirra Gullfossþví hann er tvö hundruð mílur í burtUy ogþeirra Björk er heldur aldrei í bœnum, því hún er dáin. “ Það er erfitt að lýsa hvernig það er að horfá á Niagarafossana. f rauninni er eina samlíkingin sem mér dettur í hug, að ímynda sér að maður standi fyrir neðan einn stóru smrmhausanna í Sundhöllinni og horfi beint í andlitið á honurri. Einhvernveginn þannig er það. Á meðan þessi hundraðþúsundmilljón lítra vatnsgusa skvettist í augun fer maður að efast um að geta nokkurn- tíma notið þess aftur að horfa á Gull- foss. Vatnsmagnið er slíkt að augun byrja að tárast yfir því að þurfa að taka svona mikið inn og í þau kemur flökurleiki svipaður þeim sem má finna fyrir í maganum eftir of mikið þamb. Jamestown 12.7.1995 Þegar barþjónninn sá mig skima um effir gleðivinkonu minni strauk hann nánast skjálfhenmr yfir skallann og sagði sorg- mæddur á svip að hún væri flutt burt. Svo bauð hann mér upp á bjór og fékk sér einn sjálfúr. Hann sagði hana hafa hitt flutningabílstjóra sem hefði verið á leiðinni f gegnum bæinn. Hann sagði hana hafa verið félags- skap. Hann sagðist sakna hennar. Þegar bjórinn var búinn lagði ég tómt glasið á borðið. Mér fannst kominn tími til að fara. „I guess your dad's right Mr. Paperboy. Things always pick up.“ ■
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Fjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.