Fjölnir - 30.10.1997, Qupperneq 28

Fjölnir - 30.10.1997, Qupperneq 28
Hannes Sigurðsson Landnáma hin nýja Þær vonir sem menn bundu við þennan nýja vett- vang koma vel fram í umræðum á alþingi 1896 þegar fjárlaganefnd tók til athugunar umsóknir þriggja listamanna sem vildu efla mennmn sína í Danmörku. Jón Þórarinsson alþingismaður benti á að bæta þyrfti listrænan smekk þjóðarinnar og af öllum lismm mundi engin reynast nytsamari hér á landi en málaralistin. Hér gæti myndlist þrifist auðveldlega. íslenskir fossar, fjöll og engi stæðu ævinlega til reiðu og innlendur málari gæti eflt mjög þekkingu údendinga á landinu. Það hafði sem sagt þegar verið ákveðið að listamaðurinn skyldi fýrst og fremst fást við að mála landslag áður en tekið var að stunda nokkra eiginlega myndlist í landinu. Hinn þátturinn sem nefndur var, að bæta þyrfti þá ímynd sem útlend- ingar hefðu af íslendingum sem „þroskaheftri" og menningarlausri þjóð, endurspeglast í ræðu sem Jón flutti á þessum sama þingfúndi. Hann taldi það skyldu allra menntaðra þjóða að styðja lista- menn og það ætti því við um okkur. Við ættum ekki að einblína um of á það að myndhöggvarar gætu varla séð sér farborða hér á landi vegna þess að það væri mikill ávinningur af því ef þeim tæk- ist að afla sér frægðar og þar með heiðra sitt föðurland. Þar sem markmið og hlutverk þessarar nýju greinar virðast hafa verið svo að segja skilgreind „að ofan“ af þeim samfélagsþegnum sem stjórn- uðu efnahagslegri og menntunarlegri velferð landsins verður í þessari grein fjallað jöfnum höndum um myndlistina og stjórnmálalífið. Raunar ætla ég henni að vera athugun, ekki bara á því „hvernig listamaðurinn endurspeglar sam- félagið", heldur á því „hvernig samfélagið skapar listamanninn". Myndlist er fyrst og fremst lýs- andi dæmi um menningarlegar goðsagnir, eink- um og sér í lagi í litlu og einangruðú landi eins og Islandi þar sem félagslegt, pólitískt og efna- hagslegt vald og blaðamennskuvald er í fárra höndum. Hægt er að skipta íslenskum lands- lagsmyndum á umræddu tímabili í þrjá kafla og þeir tengjast, eins og ég reyni að sýna fram á, frekar pólitískum og hugmyndafræðilegum skeiðum þjóðernisbaráttu og þjóðernisvitundar en ríkjandi listhefðum á meginlandinu eða snilld eða sálarflækjum einstaklinga. í stað þess að líta á listamanninn sem „hlutlausan" og óháðan sam- félagi sínu færi ég rök að því að iðja hans stuðli að því að ryðja braut ákveðinni hugmyndafræði- legri og pólitískri skipan og festa hana í sessi. Það er að mínu viti ógerlegt að átta sig á sérkennilega Mynd 1, fyrir ofan: Þórarinn B. ÞorlAksson Stórisjór og Vatnajökull, 1921 Mynd 2, fyrir neðan: Þórarinn B. ÞorlAksson Þingvellir, 1900 Mynd 3 Þórarinn B. ÞorlAksson Dómkirkjan og alþingishúsið, 1915 ójafnri og tímaskakkri þróun (í stíllegu tilliti) landslagsmálverks í landinu án þess að gera um leið grein fyrir þeim breytingum sem áttu sér stað í valdakerfinu og fólu í sér þróun frá famennis- veldi í upphafi aldarinnar (ættir stórbænda réðu lofúm og lögum á alþingi) til fúllmótaðs fjölræðis snemma á 6. áratugnum. Með einangrun lands- ins í huga, að ekki sé talað um famenna þjóðina þar sem ættartengsl skiptu miklu máli, athugum við hvernig módernisminn ruddi sér smám sam- an til rúms innan þessara marka og hlut hans í að móta ísland nútímans. Þar sem greinin fjallar um langt tímabil (ca. 1900 - 1965) verður að h'ta á hana eingöngu sem stutt yfirlit, könnun á tengsl- um listar og ákveðinna sögulegra atburða, en það er trú mín að aðeins með því að fylgja „upp- gangi“ og „hnignun11 íslensku landslagshefðarinn- ar sé hægt að sýna þann félagslega ramma sem listir almennt þróuðust innan. CA. 1900-1920 Þótt þjóðskáldin eyddu mestu púðri í að hylla íslenska náttúru tókst þeim ekki alveg að breyta viðhorfi almennings til landsins og því féll það í hlut fýrstu frumkvöðla málaralistarinnar að sætta betur mann og náttúru áður en hún gat orðið að þeirri táknmynd þjóðarstolts og frelsis sem síðar varð. Svo síðla sem 9. maí árið 1865 auglýsti Runólfur nokkur Runólfsson í Þjóðólfi effir sextíu vöskum og bardagareyndum mönn- um til að fýlgja sér inn á miðhálendið í leit að útlögum sem frægir voru af sögum um sauða- og nautgripaþjófnaði og sám um líf þeirra sem vog- uðu sér að víkja af troðnum slóðum. Ægileg náttúruöflin vom persónugerð sem djöflar, púkar, dvergar, tröll og illkvittnir álfar eða birtust sem herfileg skrímsli í vötnum og hafinu kringum landið. Fjöll, hraun og víðáttumikið miðhálendið vom heimkynni illra afla, drauga og miskunnar- lausra údaga, en eldfjöll vom álidn op niður til helvíds og hagléljar og galdrar stöfúðu frá jökl- um. Þessi hindurvitni skýrast að nokkm af hrjóstmgum óbyggðum, eldgosum og köldum vetmm. í íslendingasögunum er landslagi hins vegar yfirleitt lýst með faum orðum og einungis til að þjóna frásögninni og í fornbókmenntunum er almennt lítið um landslagslýsingar. I raun vom menn tregir til að kanna iandið utan við næsta nágrenni byggðanna og nýra sér hugsanlegar auð- lindir þess. Þetta áhugaleysi kemur víðar fram. Fyrsm dæmi um íslenska kortagerð koma ekki fram fýrr en á síðari hluta 16. aldar með Guðbrandi Þor- lAkssyni biskupi, fýrsta íslenska konagerðarmann- inum. Aðeins á endurreisnartímanum var svolítil uppsveifla í kortagerð þegar Oddur Einarsson biskup, nemandi danska stjörnufræðingsins Tychos Brahes, ritaði og myndskreytd Islandslýs- ingu sem nú er glötuð. Þegar hafist var handa að nýju á 19. öld voru það í fýrstu údendir ferða- menn sem drógu upp myndir af landi og þjóð. Því féll það í hlut svokallaðra frumkvöðla í íslenskri myndlist, með Þórarin B. ÞorlAksson (1867-1924) ogÁscRlM Jónsson (1876-1958) fremsta í flokki, sem þáðu nokkurn fjárhags- stuðning frá ríkinu, að breyta hinni neikvæðu ímynd af landinu og gæða það þjóðernislegri skírskotun. Ef listamaðurinn stóð við sinn hlut af þessu óskráða samkomulagi var líklegt að styrkveitandinn launaði honum ríkulega. Eftir að Þórarinn hafði hlotið sérstakan styrk frá Alþingi til að nema við Konunglegu akademíuna í Kaupmannahöfn varði hann drjúgum hluta af kröffum sínum í að blíðka „illt auga náttúmnn- ar“, en slíka iðju áttu æ fleiri listamenn eftir að stunda næstu tvo og hálfan áratug. Umhverfið kringum Stórasjó og Vatnajökul (1921, L.í.) [MYND 1] má sín lítils gagnvart skólastjóra Iðn- skólans þar sem hann heggur niður fjöll og hæðir og gerir úr þeim hátíðlega pýramída. Við blasa rökleg og skýrt afmörkuð form. Það er ekkert óljóst þarna á ferðinni, ekkert sem fær að leika lausum hala. Líkt og á línurid yfir hæð lands- manna er hægt að telja þríhyrningsformin jafn- auðveldlega og fingurna á sér. Og fýrir ofan þessa nýfæddu íbúa óbyggðanna Ijómar góðlátlegur geislabaugur Vatnajökuls sem umbreytir hrjóstr- ugri auðn í helgimynd. Það er upplýsingaröldin sem hér stuggar burt allri hjátrú og ljær náttúr- unni röklega skipan samkvæmt stigveldi: Guð og ástkærir þegnar hans. Erfiðara er að átta sig á þeim verkum þar sem Þórarinn blandar saman náttúru og skírskotun til tilfinningareynslu þjóðarinnar og eðlislægrar trúar — sambland viljafestu og vakningar. Þessi auðg- aða náttúmsýn, eins konar náttúrudulhyggja, ein- kennir íslenska myndlist á fýrstu þremur áratug- um aldarinnar. Náttúran og sveitin em birtar sem tjáning á sjálfúm lífskraftinum og uppspretta guðdómlegra gilda. Þingvellir{1900, L.í.) [mynd 2] sýna stað sem var tignaður sem aðaltákn gull- aldar íslendinga og glataðs sjálfstæðis. Vegna mikillar sögulegrar þýðingar Þingvalla nutu þeir meiri athygli listamanna en allir aðrir staðir til samans. Líkt og í Stórasjó og Vatnajökli er smiðs- höggið á agaða niðurröðun veruleikans rekið með því að staðsetja rauðan hest, sem kemur í stað manns, á miðás myndbyggingarinnar. Þegar litið er yfir íslensk landslagsmálverk vekur það athygli að aðeins örsjaldan sýndu listamennirnir mann- eskjur, og þá aðeins sem staðgengla fýrir áhorf- andann. Það sem þeir hljóta að hafá verið að reyna að koma til skila aftur og aftur, og þar var Þórarinn engin undantekning, var sú lýðræðislega trú að landið tilheyrði ekki fáum landeigendum heldur þjóðinni allri. Friðsælt og heimilislegt umhverfi Þingualla samtvinnast bældri trúarákefð hins rennislétta yfirborðs sem hylur maleríska nærveru lista- mannsins. Hugmyndin um „áritunarstíl“ eða per- sónulega pensilskrift þar sem reynt er að draga ftam sérkenni gerandans og annars staðar hafði leitt til dýrkunar á listrænum einstaklingsein- kennum, skipti Þórarin engu máli. Hann leit ekki á sig sem firrtan ffá og einhvern veginn „á undan“ samtímamönnum sínum eins og ffamúr- stefnuhreyfingin á meginlandinu síðla á 19. öld (við þurfúm ekki annað en hugleiða feril lista- manna á borð við t. d. Gustave Courbet, Van Goch og Paul Cézanne til að fa skýran samanburð). Á fýrstu tveimur áratugum aldarinnar voru engir umdeildir eða „misskildir" listamenn á fslandi. Þvert á móti var Þórarinn, líkt og Ásgrímur og Jóhannes S. Kjarval eins og vikið verður að, strax viðurkenndur af löndum sínum almennt, en ekki aðeins af lokaðri og famennri klíku, sem einn helsti talsmaður sinnar kynslóðar. Gagnrýnandi ísafoldar sagði t. d. um fýrsm sýningu lista- mannsins árið 1900 að „hr. Þórarinn B. Þorláks- son, fýrsti íslenski landslagsmálarinn“, hefði hlot- ið fadæmagóð meðmæli frá kennumnum sínum og væri líklegur til þess að auka hróður „okkar“ enn meira með afrekum sínum í framtíðinni. Annað dæmi um hvað þessi nýja listgrein tengdist miklu þjóðarstolti kemur fram í skrá yfir framlög einstaklinga sem Sicurður Guðmundsson (1833-1874), alfýrsti íslendingurinn til að afla sér verulegrar menntunar í faginu, hlaut sér til viðurværis og náms í Kaupmannahöfn næsmm hálfri öld áður. Listinn birtist í Þjóðólfi í janúar 1854 og þar kemur fram að styrkveitendur eru af öllum stéttum, allt frá fýrirmönnum til fátækra og ólærðra vinnumanna út um landið sem margir höfðu aldrei séð málverk á ævinni. Með lakkáferð Þingvalla virðist reynt að líkja eftir helgi steindra glugga. Litameðferðin fýlgir ákveðnu merkingarkerfi og endurspeglar einfalt siðferðilegt gildismat. Hér er boðúð eining nátt- úm, manns og Guðs sem innsiglast með spegil- myndinni í vatninu. Raunar em aðallitirnir í verkinu þeir sömu og síðar urðu litir þjóðfanans, blár, hvímr og rauður (í fíngerðum blæbrigðum sem ekki koma alltaf fram í effirprentunum), sem ædað er að tákna ís, eld og fjallabláma. MatthIas Jochumsson hafði þegar helgað þessa einingu í upphafi texta þjóðsöngsins sem saminn var í tilefni þúsund ára afmælis íslandsbyggðar 1874 — „Ó Guð vors lands, og land vors Guðs“ — og þannig í raun fléttað náð Drottins inn í ímynd landslagsins. Þórarinn, sem sat í þeirri nefnd sem ákvað údit fanans 1913, virðist hafa gengið út frá
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Fjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.