Fjölnir - 30.10.1997, Síða 33

Fjölnir - 30.10.1997, Síða 33
Hannes Sigurðsson Landnáma hin nýja Weg, Schule fur neue Kunst. í Dresden kynntist hann H. Walden sem valdi tvær mynda hans á Sturm-sýningu haustið 1924. Finnur fór heim til Islands skömmu síðar og tók þegar að sýna abstraktverk sín í Reykjavík (Óður til mánam, 1925, einkaeign) [MYND 12]. Ekki hlutu málverk hans beinlínis hlýjar viðtökur. Listgagnrýnandi og ritstjóri Morgunblaðsins gerði allt sem í hans valdi stóð til að gera þennan listamann og Evrópu- tengsl hans sem tortryggilegust. Hann hélt því fram 22. júlí 1925 að Der Sturm væri ekki annað en sölugallerí sem hefði það eitt að markmiði að selja myndir í anda módernismans. Mörgum mánuðum síðar, 29. nóvember sama ár, réðst hann miskunnarlaust á sömu sýninguna aftur og sagði myndir Finns vera kaldar, ófrjóar, dauffegar og fráhrindandi. Hann hélt því ennfremur ffam að Finnur bæri ekken skynbragð á myndbygg- ingu. Ekki leið á löngu þar til Finnur fór að ráðum hans og innan árs sagði hann skilið við abstrakt-expressjónismann og tók til að mála myndir af landslagi og hafi í meira og minna natúralistískum anda (Morgunn við haf, 1927, L.f.) [mynd 13]. Litið var á huglæga list sem sýkingu eða bólgu í þjóðarlíkamanum sem and- legri heilsu hans stafáði hætta af og ósveigjanlegar tjáningaraðferðir Finns voru dauðadæmdar ffá upphafi. Torskildara dæmi um menningarlega útskúfun má sjá í ferli Jóns StefAnssonar (1881-1962) sem aldrei yfirgaf helga jörð landslagsmálverksins. Ólíkt Ásgrími og Kjarval sem báðir voru af bændafólki komnir var Jón sonur vel stæðs kaup- manns og sem slíkur gat hann aflað sér mennt- unar án þess að vera háður ríkisstyrkjum. Kjarval og Ásgrímur þurftu að standast ákveðnar kröfúr sem rausnarlegir styrkveitendur gerðu til þeirra, en fjárhagslegt sjálfstæði Jóns gerði honum kleiff, í orði kveðnu að minnsta kosti, að þjóna ein- göngu eigin sköpunargleði og þurfti því ekki að fylgja viðteknum hugmyndum um starfið. Að hvatningu föður síns ædaði hann upphaflega að verða verkffæðingur og sigldi í því skyni til Kaup- mannahafnar aldamótaárið, en hóf þremur árum síðar nám í Teknisk Selskabs Skole þar sem Ásgrímur og RIkharður Jónsson myndhöggvari (1888-1977) höfðu lært skömmu áður. Jón varð hins vegar fljódega leiður á að teikna í sífellu eftir gifimótum og 1905 tókst honum að komast inn í akdemíu Kristians Zahrtmanns sem laðaði til sín nemendur víða að úr Skandinavíu og var álitinn einn ffjálslyndastí skóli sinnar tegundar. Raunin varð sú að þau persónulegu tengsl sem hann myndaði á þessum árum hjá Zahrtmann höfðu jafhvel meiri þýðingu en hin eiginlega leiðsögn sem hann naut þar. Undir áhrifúm ffá samstúd- entum sínum hélt hann til Frakklands og fékk ásamt fleiri Norðurlandabúum inngöngu í aka- demíu Henris Matisse. Minnisgreinarnar sem Jón ritaði um kennsluaðferðir Matisse kynnu að varpa ljósi á það af hverju honum mistókst ger- samlega að heilla sína eigin landa með myndum sínum: Þama naut égfrábarustu leiðsagnar sem égget hugsað mér. Manni var kennt á markvissan og kerfisbundinn hátt að vinna sjálfitatt... Síðan kom Matisse, náði sér í pensil og litaspjald og hóf nákvama gagnrýna úttekt á verkum nem- endanna, einu á eftir öðru, meðan þeir sátu i hringí kringum hann ... Þegar Matisse raddi um hugmyndir sínar um myndlist, baði fraði- legar og verklegar, reyndi hann avinlega að beina nemendum sínum að sjálfitaðri sýn og hrósa þeim verkum mest þar sem greina mátti persónulega tjáningu. (Georg Gretor: Islands Kultur und seine junge Malerei, bls. 20-21.) Áherslan sem Matisse lagði á hið persónulega og sundurgreiningu, að sögn Jóns, voru þættir, eða alltént hugtök, sem íslensk yfirvöld álitu dauðaskammt í æðar þjóðernishyggjunnar, ekki síst þessi „údenski“ siður að tjá sjálfstæð sjónar- mið, en það var stórglæpur líkt og „stíllinn". Það sem máli skiptir í okkar samhengi varðandi áhrif Matísse er að hann kenndi Jóni að lúta lögmál- um miðils síns, að nálgast íslenskt landslag á þess eigin forsendum, en ekki gegnum augu þjóð- skáldanna. Strax árið 1919, á fyrstu einkasýningu Jóns í Kaupmannahöfn, höfðu danskir gagnrýnendur bent á að það væri eitthvað óvenjulega þungt og alvarlegt við list hans. Það voru einmitt þessir eiginleikar sem áhorfendum þóttu svo þrúgandi og einstaklega ffamandi. Þegar Jón sneri loks aftur til íslands 1924 var hann búinn að nema í tólf ár. Samt eru elstu landslagsmyndir hans ekki eldri en ffá 1920. Eiríksjökull (L.í.) [mynd 14] er meðal fárra verka ffá því ári, auk þess að vera dæmigerðast fyrir þau sem hann gerði á 3. ára- mgnum. f stað háleitrar hugsjónamennsku Ás- gríms er komin svartsýni, nánast í anda Sartres, og túlkun sem virðist vera gjörsneydd allri þjóð- erniskennd. Ásgrímur birti okkur ffiðsæla sam- búð manns og náttúm, en Jón túlkar sömu tengsl fúll af spennu. í stað þess að sýna „huggu- lega“ staði á borð við Þingvelli og Húsafellsskóg og önnur slík kennileiti þjóðernishyggjunnar hefúr listamaðurinn kosið að veita okkur innsýn í íslenskar óbyggðir í allri sinni hráslagalegu dýrð: Ég heillast af pví etfiða listrana vandamáli á íslandi hvemig hagt sé að túlka norðurheim- skautssvaðið, veróld eldfjalla og kletta. íslenskt landslag er í samanburði við landslag á megin- landinu eins og nakinn líkami gagnvart kladd- um. Hin sérstaða fegurðþessa landslags liggur í nekt þess sem gerir það líka að verkum að torvelt er að sýna gerð þess. (Georg Gretor: Islands Kultur und seine junge Malerei, bls. 21). Eiríksjökull endurspeglar þessar hugleiðingar Jóns. Landslagið er kalt og gjörsamlega nakið. f samræmi við kenningar Matisse — en útfærslan er í anda Cézannes sem var hið mikla átrúnaðar- goð Jóns — er höfúðáhersla lögð á formblekk- ingu og niðurröðun forma í rými. Þótt jökullinn, sem er ekki alveg sýndur fyrir miðju og opnar annað sjónarsvið á vinstri hönd, virðist koma í veg fyrir takmarkalausa innrás í rýmið em fjar- lægðaráhrifin sterkari en í nokluum af fyrri verk- um Þórarins eða Ásgríms. Grjótið í forgrunnin- um — eins og hrúga af lífvana skrokkum sem hafa verið drepnir á hroðalegan hátt — er sýnt í mettuðum rauðum, brúnum og ólífúgrænum litum sem undirstrika harmrænan undirtón verksins, en mjó blá árræma grefúr sig þrautseig gegnum svartan eyðimerkursandinn í miðjunni. En það sem kannski er mest lýsandi er að af heiðbláum himninum taka hér við gráir og þykk- ir skýjabólstrar, næstum áþreifanlegir í högg- myndalegri nálægð sinni — þrefalt bergmál af hálfkúlulögun jöklanna. Landslagsmeðferð Jóns tók ekki verulegum breytingum á þriðja áratugnum, eins og sjá má af málverki hans, Hraunteigur við Heklu ffá 1930 (L.R.) [mynd 15]. Líkt og Eiríksjökulle'mkenríist verkið af þröngu sjónarhorni, algjöru gróðurleysi og grjóthrúgum sem eru orðnar að einföldum geometrískum formum. Ef eitthvað er hefúr myndbyggingin orðið enn innilokunarkenndari og meira þrúgandi í efnislegri þrásækni sinni. Hvert atriði verksins er tengt öðrum, endurómar um myndflötinn svo að maður hefúr á tilfinning- unni að væri eitthvað numið burt mundi öll byggingin hrynja eins og spilaborg. Þung og ströng formhyggja þessara verka féll í grýttan jarðveg hjá íslenskum gagnrýnendum og sá þrýstíngur sem Jón var beittur tíl að hann lag- aði sig að hinni viðurkenndu landslagshefð leiddi til þess að hann gerði offar en einu sinni mála- miðlun í list sinni. Sumamótt (L.í.) ffá 1929 [MYND 16], eða Lómarems og myndin er stund- um kölluð, er einmitt dæmi um slíkt. Hún hlaut strax jákvæða dóma. Gagnrýnandi Tímans skrif- aði 9. ágúst 1930 að hún væri bjartari og léttari en önnur verk Jóns og taldi sig ekki hafa séð betra verk ffá hans hendi. Þessi óður til rómantíkur og eftirsjár nægði þó ekki til að hann kæmist í náðina hjá stjórn- völdum, enda þótt hann hefði snemma hlotið viðurkenningu í Danmörku sem „mesti listamað- ur íslendinga". íslendingar létu ekki sannfærast af þessari óvæntu viðurkenningu að utan sem Danir undirstrikuðu með því að gefa út bók um lista- manninn eftir Poul Uttenreitter árið 1936. Við- brögðunum hér heima er best lýst með því að vísa í gagnrýni Jönasar Jönssonar ffá Hriflu, for- manns Framsóknarflokksins, um verk Jóns Þor- geirsboli (L.í.) [MYND 17] í Tímanum 9. ágúst 1930. Þar segir að vænta hefði mátt einhvers betra af Jóni Stefánssyni sem Danir eru óþreyt- andi að segja okkur að sé ffemstur allra íslenskra listamanna. Með þessu gefúr Jónas greinilega í skyn að þetta oflof sé dönsk firra sem menn þurfi ekki endilega að taka undir á íslandi. f Dan- mörku var Jón hins vegar gerður að heiðursmeð- limi Konunglegu dönsku akademíunnar árið 1930 og verk hans sýnd reglulega í Grönningen ffá 1939. Jón þrjóskaðist við að „slípa burt grófleik- ann“ og var fyrir vikið dæmdur til margra áratuga listrænnar údegðar. Fyrsta yfirlitssýning á verkum hans hér á landi var haldin 1952 og það er ekki fyrr en á síðustu áratugum sem hann hefúr verið metinn að verðleikum. Þjóðin kunni ekki að meta stranga formgreiningu hans og fordæmdi ímyndina sem henni var komið til skila með. Jón „flúði" til Kaupmannahafnar árið 1937 þar sem hann var búsetmr allt til dauðadags árið 1962. Þrátt fyrir þessa höfnun fann Jón sig knúinn tíl að lýsa yfir ævarandi hollustu við ættjörðina og harmaði sáran: „Ég er og mun alltaf vera íslend- ingur. Ég get ekkert við því gert vegna þess að það er órjúfanlegur hlutí af eðli mínu sama hvað ég aðhefst og hvað aðrir segja." Kjarval er mesta ráðgátan í íslenskri myndlist 20. aldar og ég æda mér aðeins að gera stuttara- lega greiningu á flóknum tengslum hans við valdastéttina. Sú spurning vaknar: Fyrst Jón Stefansson mistókst svo hrapalega að sannfera gagnrýnendur um ágæti verka sinna hvernig stóð þá á því að Kjarval fékk að mála landslag á mód- emistískum forsendum og með slíkum árangri að fagnaðarbylgjur fóm um allan þjóðarlíkamann? >• Mynd 16, fyrirofan: Jón StefAnsson Sumamótt, 1929 Mynd 15, fyrir neðan: Jón Stefánsson Þorgeirsboli, 1930 „Þráttfyrir þessa höfnunfann Jón sig knúinn til að lýsa yfir ævarandi holl- ustu við œttjörðina og harmaði sáran: „Ég er og mun alltafvera Islend- ingur. Égget ekkert viðþví gert vegna þess að það er órjúfanlegur hluti afeðli mínu sama hvað ég aðhefit og hvað aðrir segja. ““ Fjölnir haust '97 33
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Fjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.