Fjölnir - 30.10.1997, Síða 34

Fjölnir - 30.10.1997, Síða 34
Hannes Sigurðsson Landnáma hin nýja Mynd 18 Þorvaldur Skúlason Reykjavíkurhöfn, 1931 Mynd 19 Jón Engilberts Mótmælaganga, 1934 Mynd 20, efst: JÓHANNES S. KJARVAL Kvöldsól við Hornbjarg, 1906 Mynd 21, í miðju: JÓHANNES S. KJARVAL Dverghamrar, 1922 Mynd 22, neðst: JÓHANNES S. KJARVAL Islenskir listamenn við skilningstréð, 1922 Fj 34 •• n ■ o 1 n i r tímarit handa islendingum hnust '97 Einar Olgeirsson lýsti því yfir árið 1921 að vegna byltingarhugmynda sósíalismans hefði verkamaðurinn öðlast stéttarvitund og gert sér grein fyrir ömurlegum kjörum sínum. Að hans mati hafði fyrri kynslóðum verið talin trú um að raunverulegur andstæðingur þeirra væri persóna danska konungsins, en með samningnum ffá 1918 hefðu skapast skilyrði til þess að verka- mennimir gerðu sér grein fyrir því að orsakanna fyrir bágum aðstæðum þeirra væri ekki að leita í údöndum, heldur í kapítalísku samfélagi á íslandi og hjá gróðabröskurum þess. Frá fúllveld- isárinu og fram að kreppunni miklu 1929 hafði verið fádæma efnahagsuppsveifla og sú litla upp- reisn sem gerð var átti sér því ekki stað fyrr en snemma á 4. áratugnum. Vísbendingar um þetta má sjá í málverki Þorvaldar Skúlasonar (1906- 1984) Reykjavíkurhöjh (L.í.) [mynd 18], þar sem sýndur er hópur þungbúinna daglaunamanna að bíða eftir vinnu, og kolateikningu JóNS Encilberts (1908- 1972) ffá 1934 sem heitir einfaldlega Mótmalaganga (L.A.S.Í) [mynd 19]. Kreppan mikla markaði vatnaskil í þessu efhi og olli sundrungu, ný bandalög mynduðust í efstu stöð- um samfélagsins og samfélagsleg eining fór þverr- andi. Fjölræðistilhneiginga tók að gæta meira en nokkru sinni fyrr. Hið gamla miðstýrða stjórn- kerfi sundraðist og dreifðist í net smávelda sem á einn eða annan hátt voru í nánum tengslum við ríkisvaldið. Erfiðleikar við að komast inn á fisk- markaði erlendis og stórkosdegt atvinnuleysi ollu því að öfgastefnum til vinstri og hægri óx fiskur um hrygg á sama tíma og marxískar kenningar og fasistadlhneigingar áttu auknu fylgi að fagna annars staðar í Evrópu. Til viðbótar við Alþýðu- flokkinn (stofnaður 1916), Framsóknarflokkinn (1916), Sjálfstæðisflokkinn, sem var stofnaður 1929 upp úr íhaldsflokknum (1924) og Frjáls- lynda flokknum (1927), komu tvær nýjar stjórn- málahreyfingar fram á sjónarsviðið snemma á 4. áratugnum, Kommúnistaflokkur íslands (1930) og Flokkur þjóðernissinna (1933) sem boðaði í anda nasismans að ísland skyldi vera fyrir íslend- inga eingöngu og mikilvægi þess að halda kyn- þættinum hreinum (,,Rassenhygiene“). Slagorð þjóðernissinna voru þó ekki jafneinskorðuð við þá hreyfingu og æda mætti því að margir leiðtog- ar þeirra voru einnig meðlimir í öðrum flokkum. Kommúnistaflokkurinn var hins vegar einu stjórnmálasamtökin sem voru algjörlega andvíg þessari einangrunarstefhu. Það voru einkum vinstri sinnaðir menntamenn sem studdu hann og hann hafði fyrir vikið lítið fylgi í kosningum. Þar að auki var sama fólkið oft leiðtogar flokks og tengds þrýstihóps. Kosningar í flokkakerfi minna um margt á fámennismarkað þar sem kjósendur velja einfaldlega á milli flokksleiðtoga. Eðli samsteypufyrirkomulagsins hér á landi hefur jafnan komið í veg fyrir að kjósendur hafi vald til að kjósa sér ríkisstjórn þar sem þeir verða að láta sér nægja að koma flokksleiðtogunum í sterka eða veika samningsstöðu innan valdakerfisins. Svipað ástand einkenndi dagblöðin og að nokkm marki útvarpið sem hóf starfsemi 1930. Blöðin höfðu hálfgerð dáleiðsluáhrif á stjórnmálaskoðan- ir ákveðinna þjóðfélagshópa og voru vettvangur fyrir leiðtogana til að smðla að pólitískum að- gerðum annars staðar í kerfinu. Þetta flokkunar- net réð öllum helsm stofhunum og hafði frum- kvæði að helsm starfsemi á öðrum sviðum — svo sem bókmenntafélögum, efhahagsstarfsemi (þ. e. Mynd 25: JÓHANNES S. KJARVAL Sumarnótt á Þingvöllum,1931 Á yflrborðinu virðast hafa átt sér stað róttæk umskiptí á ferli Kjarvals, en við nánari at- hugun kemur í Ijós að svo skörp aðgreining milli hins fyrra og seinna á lítinn rétt á sér. Allt sem Kjarval þurfti að gera til að bera af sér ásakanir um „landráð" var að setja grjót og hraun í stað kúbísku byggingarheildanna í Ekspanótískri artifísjón. bönkum og verslunarfélögum), hinni vinsælu spíritistahreyfingu, bindindisfélögum, ung- mennafélagshreyfingunni o. s. ffv. — og tók ákvarðanir í fjölmörgum öðrum sérstökum mál- um þar sem alls kyns þegnleg hollusta var sýnd. Það sá sem sé um að greina kjarnann fiá hism- inu. f staðinn dró ríkisvaldið sig í hlé, en hafði engu að síður stjórn á öllum pólitískum og félagslegum viðburðum sem áttu sér stað á yfirráðasvæði þess líkt og kónguló í vef sínum. Ríkið beitti valdi sínu ekki aðeins gegnum rit- skoðun, útskúfun, höft og kúgun, enda hefði for- ræði þess þá staðið á brauðfótum. Þvert á móti er valdið („puissance") sterkt, eins og Michel Fou- cault hefur iðulega bent á í rannsóknum sínum, vegna þess að það „hefur áhrif á sviði ástríðunnar — og líka á sviði þekkingarinnar. Því fer fjarri að valdið komi í veg fyrir þekkingu, það framleiðir hana.“ (M. Foucault: Power/Knowledge, bls. 59.) Það er með þetta að baksviði — valdshugtak Foucaults og tilkomu fleiri stéttasamtaka með vexti verkalýðsfélaga, samvinnuhreyfingarinnar, bændasamtakanna og ýmissa annarra þrýstihópa — sem ég hyggst skoða verk Kjarvals sem virðist ómeðvitað hafa lent í þeirri stöðu að skapa nýja „ástríðufulla" vitund um íslenska landslagið. egar Kjarval sýndi í Reykjavík í fyrsta sinn árið 1908 fánn gagnrýnandi blaðsins Austra sig knú- inn til að rita lofgrein um hann 26. september og lýsti honum sem ungum og efhilegum lista- manni. Ekki er erfitt að sjá af hverju gagnrýnand- inn var svona hrifinn. Þrátt fyrir viðvaningslega meðferð mótífa hafði listamaðurinn sýnt svo að ekki varð um villst að hann hafði „réttan“ skiln- ing á íslenska landslaginu. Kvöldsól við Hombjarg (einkaeign) [mynd 20] ffá 1906 hefur að geyma alla þá þætti sem svo mjög voru dásamaðir á fyrstu þremur áramgum aldarinnar. Astúðlegt skin kvöldsólarinnar ljær myndinni rauða, hvíta og bláa litatóna. Veðrið er stillt og sjórinn spegil- slétmr þar sem bátarnir em á leið með aflann að landi, dregnir eins og í trúarlegri leiðslu, að því er virðist, líkt og Gunnar á Hlíðarenda, að stór- Mynd 26: JÓHANNES S. KJARVAL Mynd frá Þingvöllum,1932 brotnu Hornbjarginu sem rís eins og guðdómleg borg upp úr hafinu. Þetta er ortódox túlkun hvernig sem á hana er litið. Greinin var samin af vini Kjarvals og með- limi í ungmennafélagshreyfingunni sem mjög var mörkuð af þjóðernishyggju og hafði sem sitt kjörorð „íslandi allt“. Kjarval féll vel að mark- miðum hreyfingarinnar sem bóndasonur sem hafði löngun og gem til að verða listamaður en ekki efni á að stunda nám vegna fatæktar. Ung- mennafélagshreyfingin leit á það sem heilaga skyldu og nauðsynlegan hluta af baráttunni fyrir ffamtíð íslands að aðstoða listamanninn við að afla sér fullnægjandi mennmnar í greininni. Skipulagt var happdrætti í þessu skyni árið 1911 og þá um haustið sigldi Kjarval til London með það í hyggju að fá inngöngu í Konunglegu lista- akademíuna. Umsókn hans var reyndar hafhað og hann neyddist til að hefja nám í Kaupmanna- höfh eftir vetrarlanga dvöl í London. Kjarval var ólíkt hamlaðri en Jón. Hann stóð í mikilli þakk- arskuld við hreyfingu með ákaflega skýra hug- myndaffæði og meðlimir hennar fylgdust grannt með hverju skrefi í þróun hans. Það er hins vegar vafasamt hvort Kjarval hafi sjálfur haft sérstakan áhuga á að endurgera sólríkar landslagsmyndir Þórarins og Ásgríms. Fyrsta tímabilið á ferli hans, sem einkennist af því að hann velur það sem hann álímr best úr ýmsum átmm og gerir til- raunir, virðist einmitt benda til hins gagnstæða. Á tímabilinu 1912-1929 gudaði Kjarval við næst- um hvern einasta anga af ffamúrstefhu sem hann komst í tæri við og fléttaði off saman þessum margvíslegu áhrifum svo að mjög erfitt er að greina áhrifavalda hans í sundur og rekja þá aftur til ákveðinna stíltegunda eða „meistara", saman- ber t. d. Dverghamrar (1922, einkaeign) [MYND 21] og íslenskir listamenn við skilningstréð (ca. 1919, L.Í.) [mynd 22]. Það má ímynda sér hvílíkum vonbrigðum Kjarval hefur valdið mörgum trúum velgjörða- mönnum sínum, einkum þar sem listamaðurinn kaus á þessum tíma að sniðganga íslenskt lands- lag að mesm. Langstærsta áfallið kom þó effir að Kjarval hafði dvalist vetrarlangt í París og >- Mynd 27: JÓHANNES S. KJARVAL Kvöldsól við Vffilfell,1934
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Fjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.