Fjölnir - 30.10.1997, Side 36
Hannes Sigurðsson Landnáma hin nýja
Mynd 23, fyrir ofan:
JÓHANNES S. KJARVAL
Ekspanótlsk artifisjón
af landslagi,1929
Mynd 24, fyrir neðan:
JÓHANNES S. KJARVAL
Mynd, 1930
nágrenni Fontainebleau árið 1928. Ekspanótísk
artifisjón aflandslagi (L.í.) [mynd 23] ífá 1929 er
blanda af kúbískum byggingarheildum sem raðað
er á „tilviljunarkenndan“ hátt svo úr verður loft-
þétt samsetning úr yfirgengilegu tíglamunstri sem
virðist vera komið úr búningi diemigerðs Picasso-
trúðs. Svipað er uppi á teningnum í Mynd
(einkaeign) [MYND 24] ári síðan
Legar Alþingi hélt upp á þúsund ára afmæli
sitt árið 1930 fór Kjarval hins vegar skyndilega að
beina sjónum sínum nær einvörðungu að lands-
laginu í kringum Þingvelli og hélt því áfram þar
sem eftir var ferils síns. Listamaðurinn hafði
greinilega tekið sönsum að nýju. Gagnrýnin efa-
hyggja 3. áratugarins vék á augábragði fyrir
óspöru hrósi og hrifriingu sem jaðraði við blygð-
unarlaust oflæti. Sumamótt d Þingvöllum (L.í.)
[MYND 25] er í anda Ásgríms og rómantísku
landslagshefðarinnar sem málarinn hefur „smurt
á“ nokkrum lexíum frá Edvard Munch og
pointillismanum til að auka áhrifamáttinn. Áhugi
Kjarvals var þó ekki fyrst og fremst bundinn við
speglun vatnsins, lidu húsin á prestssetrinu eða
jafnvel undraverða geislun sólarinnar eins og
fyrirrennara hans, heldur við áferð landsins og
grýtt yfirborð þess. Þessi einkenni, þar sem for-
grunnurinn með fíngerðum blómum og mosa-
gróðri og undarlegum hraunmyndunum er skoð-
aður, verða æ meira áberandi á næsm árum og
áratugum. Strax í Myndfrd Þingvöllum (1932,
L.Í.) [mynd 26], Kvöldsól við VífUsfeU(1934, L.í.)
[mynd 27] og Mosi d Þingvöllum (1937, L.í.)
[mynd 28] er áherslan að miklu leyti á grautar-
lega og mósaíkkennda jörðina í forgrunninum
frekar en á það sem fjær er. Himinninn er aðeins
mjó rönd efst á myndinni, en næstum allur
myndflöturinn er þakinn grjótmulningi úr ýmiss
konar laustengdum pensilförum sem auðveldlega
leysa ímyndunaraflið úr læðingi og breytast í fald-
ar myndir eða dularrúnir. Myndirnar voru því
Mynd 30:
JÖHANNES S. KJARVAL
Skagaströnd,1935
Mynd 32:
JÓHANNES S. KJARVAL
Kápumynd á Grjóti,1930
m
56
olnir
timarit handa
íslendingum
haust '97
Mynd 31:
JÓHANNES S. KJARVAL
Úti og inni,1934
ekki aðeins skoðaðar sem spennandi myndagátur,
sem vísuðu til þeirrar þjóðaríþróttar að lesa andlit
og verur út úr landslaginu, heldur trúðu menn
því leynt og ljóst að Kjarval gæti með miðilshæfi-
leikum sínum og listrænni snilligáfu varpað hul-
unni af ósýnilegum öndum sem byggju í lands-
laginu. Ásgrímur hafði löngu áður byrjað að
myndskreyta þjóðsögur í myndröð sem var liður
í sjálfstæðisbaráttunni og tjáning á huga og
menningu þjóðarinnar. Ein af seinni myndun-
um, Mjaðveig Mánadóttir (1951, L.Á.J.) [mynd
Mynd 29:
ÁSGRlMUR JÓNSSON
Mjaðveig Mánadóttir, 1951
29], sýnir að hann kaus að teikna sögurnar á
ffemur hefðbundinn „raunsæislegan" máta. Hin
óttaslegna Mjaðveig óskar þess að hún fái sloppið
úr hlekkjum tröllsins sem er í lögun þríhyrnds
fjalls og hlíðarnar teygja sig út til að lykjast utan
um skelfingu lostna stúlkuna um leið og skað-
vænleg óffeskjan reynir að þrífa hana með risa-
stórum klónum.
Óh'kt Ásgrími er Kjarval ekki mikið í mun að
sýna atvik úr þjóðsögum. Hlutverk hans sem
sjónræns talsmanns spíritistahreyfingarinnar og
eins helsta „draugabana" landsins var að kynna
íbúunum hetjulega anda forfeðranna sem reik-
uðu um jörðina og brúa þannig bilið milli fortíð-
ar og nútíðar. Þótt ekki sé alltaf auðvelt að greina
þessa anda gerði Kjarval þá stundum mjög skýra
með því annaðhvort að móta údínur þeirra sem
hann málaði beint ofan á landslagið, eins og í
Skagaströnd(1935, einkaeign) [mynd 30], eða að
nota fíngerð litbrigði til að gefa felustaði þeirra til
kynna. Úti og inni (1934, einkaeign) [mynd 31]
sem lítur út eins og steindur glergluggi sem hefúr
bromað í þúsund mola og verið tjaslað saman að
nýju er dæmi um þessa síðari aðferð þar sem við
greinum form þriggja fígúra sem em í felulitum
og falla inn í umhverfið. Þessar vemr em einfald-
lega þær augljósusm og þarna er fjöldi annarra
svipa sem sjást ógreinilega, hafi maður löngim til
að leita þá uppi. Spíritisminn skaut rótum
skömmu fyrir aldamót og var höfúðvígi áhang-
enda hans í Reykjavtk. En það var ekki fyrr en
upp úr kreppunni miklu, þegar atvinnuleysið var
hvað mest, að hreyfingin fékk byr undir báða
vængi. Sálarrannsóknafélög og miðlar spmttu
eins og gorkúlur á höfúðborgarsvæðinu til að
veita ráðvillm fólki huggun og leiðsögn að hand-
an.
Kjarval virðist vera að bregðast við auknum
vinsældum spíritismans með því að bjóða áhorf-
andanum til ímyndaðs fúndar við ættingja sína
og flýja veruleikann á þægilegan hátt. í ljósi þess
að ungmennafélags- og spíritistahreyfingin vom
báðar samtvinnaðar stjórnmálaflokkunum er rétt
að túlka þessi táknrænu verk eða draumalands-
lagsmyndir ekki aðeins sem persónuleg, heldur
„opinber“ viðbrögð við nöturlegum efnahags-
veruleika tímabilsins. Kjarval lokaði því augun-
um fyrir vandamálum samtímans og helgaði sig
notalegum draumómm um fom'ðina innan
ramma þjóðernishyggju og alþýðutrúar. „Ríkis-
stýrð fjölgyðistrú“ í formi spíritismans er hér
komin í stað eingyðisins sem virðist eiginlega
hafa gufáð upp úr landslaginu. Þetta er merkilegt
í ljósi þess hversu ólík að gerð verkin sem máluð
vom fyrir og eftir kreppuna em hjá Kjarval.
Málverk hans bera svipmót af þessari breyttu
trúarhvöt með því að brjóta niður einsleita, skýra
og glerungskennda myndbyggingu Þórarins og
Ásgríms með „persónulegum“ og margbreytileg-
um pensilstrokum og grafá þannig undan klerk-
legri alvöm og algjörri fastheldni hinna síðar-
nefiidu með eins konar leikandi hreyfiáhrifúm.
Til að venja menn við þetta nýja landslag steina
og hrauns skrifáði Kjarval nokkrar bækur með
prósa, ljóðum og heimagerðum ævintýrum sem
hann kenndi við þetta eftirlætisbyggingarefúi sitt:
Grjót (1930), Brjeffrá London. Meira grjót
(1937), Fommannasaga. Enngrjót(\930) og
Ljóðagrjót (1956). Matthíasi Johannessen, sem
fylgdist grannt með sérvisku Kjarvals um áramga
skeið, tókst að fá nokkurn botn í óvenjulega inn-
lifún hans og tilfinningu gagnvart grjóti í viðtali á
miðjum 7. áratugnum. Skynjun Kjarvals á þessu
fyrirbæri er merkileg þótt hún sé kannski ekki
ýkja ffumleg:
En heyrðu, hefiirðu tekið efiir því, hvað steinar
em spakir í Lmdslagi? Hefurðu prófað að klappa
þeim? Hefurðu séð hvað þeim líður misjajhlega
vel efiir því hverjir ganga framhjá? Nei, öllu
þessu hef ég tekið eftir. Maður á að. nota taki-
fizrin sem gefast til að sjá eitthvað annað en
hinir. ... Og við verðum að hugsa um steinana.
... við eigum stundum að klappa þeim og hlusta
áþá og heyra hvaðfeir hugsa ... steinar hrosa i
landslagi. En þaðfer auðvitað fiir því hver
gengur framhjá. Égsjá [sicj þá aUtaf brosandi
jafhvel í rigningu ...
(Matthías johannessen: Rjarvalskver, bls. 36-37.)
Það þarf ekki mikla myndgreiningu til að
koma auga á tengslin milli Ekspanótískrar arti-
fisjónar og t. d. Kvöldsólar við Vfilsfellþóa fræði-
menn hafi hingað til verið fúrðu tregir að rann-
saka eða jafnvel viðurkenna módernistískt mynd-
málið sem greinilega liggur verkum hans eftir
1930 til gmndvallar. Þess í stað hafa þeir kosið að
líta á þau sem nánast einangrað skeið á listferli
hans, bæði hvað stíl og myndefni snerdr. Vissu-
lega virðast á yfirborðinu eiga sér stað róttæk um-
skipti á ferli Kjarvals, en við nánari athugun
kemur í ljós að svo skörp aðgreining milli hins
fyrra og seinna á h'tinn rétt á sér. Allt sem Kjarval
þurfti að gera til að bera af sér ásakanir um „land-
ráð“ var að setja grjót og hraun í stað kúbísku
byggingarheildanna í Ekspanótískri artifisjón.
Uppruninn er staðfesmr með dúkristunni á
fyrsm bók hans, Grjót ffá 1930 (L.í.) [mynd
32]. Þjóðin fágnaði honum síðan sem týndum
syni sem hefði verið endurheimtur úr ffamúr-
stefnusukkinu. Breytingarnar em smávægilegar í
myndbyggingu og stíl. Með því að gera for-
grunninn að aðalatriði gat Kjarval látið fjarvídd-
ina lönd og leið og þannig haldið áfram að leggja
höfúðáherslu á flata yfirborðsáferð málverksins.
Slík áhersla á myndflötinn er talin til meginein-
kenna módernískrar myndlistar. Til að aðgreina
landslagsmyndir sínar ffá ströngum geometrísk-
um tilraunum sínum seint á 3. áramgnum tók
Kjarval að kanna yfirborðið innan yfirborðsins
með smásjárlegri nákvæmni. Útkoman er sú að
geometrískir þættir í mótífinu verða óskýrari, en
engu er líkara en mótífið öðlist sjálfstætt líf þar
sem ímyndirnar virðast breytast í sífellu fyrir
augum okkar. í Ijósi þessa skreytiþáttar — skreyt-
imynsturs pensilfaranna sem virðist ná yfir næst-
um allan myndflötinn, eins og í Ekspanótískri
artifisjón — getum við aukinheldur borið brigður
á yfirlýst myndefni þessara seinni málverka: Er
landslagið í sjálfú sér aðalinntakið eða er það
aðeins yfirvarp fyrir leynimakkið, feluleikinn sem
þar fer ffam, gerð tvívíddar tapis fleuri — fyrir
það að mála óhlutbundið? Það er engin ástæða til
að draga of skjótar ályktanir því að verkin verða
ekki auðveldlega dregin í dilka, heldur markast
áhrifþeirra af lögmálinu „maður fær það sem
maður sér“, eða eins og Kjarval sagði sjálfúr: „Það
fbr effir því hverjir ganga ffamhjá.“ Aðeins með
því að gera sér grein fyrir þessari teygjanlegu
merkingu getum við öðlast skilning á geysilegri
velgengni Kjarvals, meistaratökum hans á listinm
að fúlla öllum í geð. í réttri fjarlægð (3—4 m) ►
Mynd 28:
JÚHANNES S. KJARVAL
Mosi á Þingvöllum,1937