Fjölnir - 30.10.1997, Page 38
Hannes Slgurðsson Landnáma hín nýja
Fj
1S
•• T *
olnir
timarit handa
islendingum
hnust ‘97
Mynd 37 (að ofan)
Mynd 38 (til hliðar; nærmynd af sama verki);
JÓHANNES S. KJARVAL
Skialdbreiður, 1957-62
og með staðfræðilegar upplýsingar að vopni um
annaðhvort Myndfrá Þingvöllum eða Kvöldsól viS
Vtfilsfell þykist áhorfándinn nokkuð viss um að
hann sé að horfá á tiltekið landslag. En þegar
hann ferir sig nær fer lögun grjótsins, mosans og
hraunsins skyndilega að leysast upp í tilviljana-
kenndar skellur og litastrokur sem vekja mjög
sterk skynhrif, næstum ofskynjunaráhrif, en eru
gjörsamlega óhludægar. Þetta tvíræða eðli verk-
anna sést kannski best í Mosi viS Vífilsfell (1940,
L.í.) [mynd 33 & 34], BláskógarheiSi (1953,
L.R.) [mynd 35 & 36] og SkjaldbreiSur {1957,
L.R.) [mynd 37 & 38]. Síðari verkin tvö (sérstak-
lega SkjaldbreiSur) sýna að Kjarval sagði í raun
aldrei skilið við þá tegund mynda sem hann hafði
skapað með Ekspanótískri artifisjón.
Einni spurningu er enn ósvarað. Af hverju
tókst Kjarval en ekki Jóni að mála „grimmilegri“
hliðar íslensks landslags þannig að það hlyti við-
urkenningu samtíðarmanna sinna? Ástæðurnar
eru meðal annars þessar: Þar sem Jón var sonur
auðugs kaupmanns, sem gat stutt hann fjárhags-
lega án aðstoðar ungmennafélagshreyfingarinnar,
fór hann ekki „viðurkenndar“ leiðir í því hvað og
hvernig ætti að mála og var því frá upphafi álit-
inn boðflenna sem braut í bága við óskráð lög
hefðarinnar. Það skiptir líka máli að hann kom
úr kaupmanna- en ekki bændafjölskyldu og að
hann kaus einkum að nema í Frakklandi og hella
sér út í framandi myndlistarstrauma. í öðru lagi
var hann mjög hlynnmr markmiðum módern-
ismans og erfitt að lesa út úr sterkri formhyggju
mynda hans eitthvað allt annað en það sem þær
virtust sýna, eins og reyndin var hjá Kjarval.
Síðast en ekki síst höfðaði óhefðbundið efnisval
hans og alvaran í myndsköpun hans ekki til
áhorfenda snemma á 3. áratugnum sem vom
orðnir vanir að hugsa um landslag í ídealistískum
anda Þórarins, Ásgríms og þjóðskáldanna. Túlk-
un Kjarvals á sama efniviði var hins vegar álitin
einkennandi fýrir landið eða öllu heldur eitthvað
dæmigert „kjarvalskt“. Andstætt því sem íslenskir
listfiæðingar hafa haldið fram var hin úfna ásýnd
landsins ekki einfáldlega snilldarleg og djörf upp-
götvun listamannsins því að jarðvegurinn hafði
verið rækilega undirbúinn á áratugnum á undan.
Þegar stéttabarátta tók að láta á sér kræla í
kjölfar fullveldisins fóm menntamenn að móta
nýja ímynd af þjóðareinkennum fslendinga sem
átti eftir að sveipa þjóðfélagsástandið í búnað bar-
átm gegn dutdungafullum náttúruöflum; það
varð að eins konar hörðu ári sem þjóðin átti að
þrauka í gegnum á sama hátt og forfeðurnir
höfðu gert gegnum aldirnar — án þess að mögla.
Neikvæðar aukaverkanir hinna félagslegu átaka
vom túlkaðar þannig að þær hefðu jákvætt and-
legt gildi, ef þær vom ekki hreinlega þjóðinni til
góðs, því að það var óblíðri íslenskri náttúm að
þakka að tegundin var orðin jafhágæt og raun bar
vitni. Horfið var frá blíðri og rómantískri mynd
af landslaginu, en í stað þess lögð áhersla á hið
„harða, kalda og sterka", svo nomð sé skilgrein-
ing Jóns Leifs á hefðbundinni íslenskri tónlist. En
það var ekki fýrr en afleiðingar kreppunnar fóm
fýrir alvöru að ógna pólitískum stöðugleika að
„leyfi“ fékkst til að beita þessum skilningi í
myndlist. Húsameistari ríkisins, Guðjón Samúels-
Són, sem hóf feril sinn hér heima með húsagerð-
arlist í hreinum endurreisnarstíl, byrjaði snemma
á 4. áratugnum að líkja eftir smðlabergi og sér
þess stað á ffamhliðum Þjóðleikhússins (1928-
1932; 1944-1950), Háskóla íslands (1936-
1940) og Hallgrímskirkju (1945-) [MYND 39].
Ásgrímur, sem ætíð var næmur fýrir almennings-
álitinu, er sennilega enn áreiðanlegri mælikvarði á
þessar breytingar. Verk hans HafnarfiarSarvegur-
inn (1931, LÁ..J.) [mynd 40] birtist eins og
þmma úr heiðskím lofti, svo mjög hafði stíll hans
og afstaða til landslagsins breyst. í stað sólríkrar
víðmyndar sjáum við moldarveg sem liggur í
hlykkjum gegnum ókennilegt sjónarsvið í rign-
ingu sem hraunflákar beggja megin og drunga-
legur, stálblár himinn gera enn eyðilegra.
Þar sem menningardeilur 3. áratugarins
höfðu varanleg áhrif á myndlist og bókmenntir í
tvo áratugi er rétt að fjalla aðeins nánar um þessa
umsköpun íslensks hugarfars enda tel ég að hún
muni varpa ljósi á Kjarval og persónuleika hans
Mynd 39:
Guðjón Samúelsson
Hallgrímskirkja, 1945 -
sem talinn var jafhvel enn meira snilldarverk en
sjálf málverkin. Áköf aðdáunin á hinum forna
þjóðararfi fékk nýja fásíska vídd þegar stór hópur
menntamanna, einkum prófessorar við háskól-
ann, fór að kynna hugmyndina um „hreint kyn“
og tók sér purkunarlaust fýrir hendur að „sanna“
að forfeðurnir sem fýrst námu land á íslandi í
valdatíð Haraldar hárfagra Noregskonungs (ca.
870-930) hefðu verið einstaklega göfugir og
hreinir. Árið 1925 sendi Guðmundur Hannesson
prófessor ffá sér bók sem hét Körpermasze und
Körperproportioner der Islander; þýsk doktorsrit-
gerð hans, sem byggð var á „rannsókn“ á líkams-
hlutföllum og andlitsfalli íslendinga. Niðurstaða
hans staðfesti vonir starfsbræðra hans um að
„bláa“ blóðið hefði haldist tiltölulega óspjallað
síðan fýrsm landnemarnir komu ffá Noregi og
írlandi og hann hvatti fólk eindregið til að forð-
ast blöndun við údendinga og aðra „aulabárða“
þar sem slíkt mundi óhjákvæmilega draga úr
styrk og gáfirm kynþáttarins. Tveir helsm leið-
togar þessa menntamannahóps, Sicurður Nórdal
og Guðmundur Finnbogason, sem nefhdur var
áður sem talsmaður Framsóknarflokksins, byggðu
á þessum óvænm niðurstöðum og lýsm því yfir
að óblíð náttúran sem íslendingar hefðu þurft að
kljást við öldum saman væri meginástæðan fýrir
yfirburðum kynþáttarins þar sem hann hefði
þurft að sæta ströngu náttúmvali samkvæmt lög-
málum hins félagslega Darwinisma. f augum
þeirra höfðu bændur varðveitt og ræktað arfleifð
íslendingasagnanna. Þar sem þeir hefðu afkastað
svo miklu án nokkurrar skólagöngu lagði Sigurð-
ur til að stjórnvöld mundu hvetja til meira sjálfs-
náms í stað þess að eyða fjármunum til kennslu.
Grein hans um bændur í Ausmr-Skaftafellssýslu í
Vöku 1927, þar sem hann færir „rök“ að því að
grimm náttúmöflin þar hafi gert þá þróttmeiri en
aðra íbúa landsins, varpar ljósi á þessa nýju hug-
myndafiæði. Hann segir þar að það sé að sjálf-
sögðu ekkert rangt við það að ná valdi yfir nátt-
úrunni ef það dragi úr hættum og striti fýrir
daglegum nauðsynjum. En því aðeins að fólk
haldi áfram að taka andlegum ffamförum og setji
sér ný og æ erfiðari markmið og beiti sig aga. Þar
sem lífsskilyrði séu nógu erfið og margbreytileg
leiðbeini náttúran fólkinu og bjargi þeim ffá því
aumlega hlutskipti að verða kjölmrakkar þægind-
anna.
Sú and-skynsemishyggja sem býr að baki
viðhorfi Sigurðar skýrðist nokkm síðar í grein í
Skími 1927 þar sem hann hélt því ffam að til
væm þeir hlutir sem ekki væri hægt að mæla og
þeir hlutir væm þeir mikilvægusm í veröldinni.
Það er óþarfi að rekja fleiri dæmi af þessu tagi.
Það sem skiptir máli er að þessar umræður gegn-
sýrðu menningarandrúmsloff 3. áramgarins og
fæddu af sér fjölda bóka á íslandi þar sem sveitin
var borin saman við borgina sem lýst var sem
Sódómu og Gómorru. í þessum bókmenntum