Fjölnir - 30.10.1997, Side 40

Fjölnir - 30.10.1997, Side 40
Hannes Sigurðsson Landnáma hin nýja Mynd 46, efst: SVAVAR GUÐNASON (slandslag, 1944 Mynd 47, í miðju: SVAVAR GUÐNASON Gullfjöll, 1947 Mynd 48, neðst: SVAVAR GUÐNASON Stuðlaberg, 1947 Mynd 49, ofar: Jún Encilberts Island no. 5,1964 Mynd 50, neðar: Jón Engilberts Sól yfir Islandi, 1967 Fj 40 olnir tímarit handa íslendingum hnust '97 „Óhlutbundin myndlist hefst bur sem orðunum sleppir"* CA. 1940-1965 10. maí áriðl940 hertóku Brfetar ísland til að koma í veg fyrir hugsanlega innrás Þjóðverja. Þar með lauk aldalangri einangmn landsins. Ari síðar bættust bandarískar hersveitir við. Hernámið var upphafið að stórfelldustu félagslegu, efnahagslegu og menningarlegu umskiptum í sögu þjóðarinn- ar. Erlendur gjaldeyrir flæddi inn í höfuðborgina, atvinnuleysi var úr sögunni og í stað athafnaleysis tók við gífúrleg uppsveifla í iðnaði, en á sama tíma fékkst óvenjulega gott verð fyrir fiskútflutn- ingsafúrðir. Grunnur var lagður að íslenska vel- ferðarríkinu sem haggaðist ekki fyrr en í krepp- unni undir lok níunda áratugarins. Innan tveggja ára breyttist Reykjavík úr sveitalegu sjávarþorpi í iðandi borg með kvikmyndahúsum, krám, veit- ingahúsum, kafHhúsum og öðmm afþreyingar- möguleikum. Hernámsliðin greiddu há laun, réðu 5000 manns í vinnu og fjöldi fólks flunist úr sveitum í borgina. Þessi hreyfmg raskaði hinu pólitíska valdajafnvægi. Bændur höfðu fram að þessu verið stærsta stjórnmálaaflið í landinu og leiðtogar þeirra, með Jónas Jónsson frá Hriflu í broddi fylkingar, vom afar uggandi um þessa þróun, ótmðust að búferlaflutningarnir mundu styrkja samningsstöðu vinstri manna og verka- lýðshreyfingarinnar á þeirra kostnað. Varað var mjög við menningarlegri upplausn sem fylgja mundi í kjölfar þessara flutninga og litið var á sveitina og borgina sem algjörar andstæður, sú síðarnefnda táknaði ródeysi, hin fyrrnefnda stöðugleika. Fólki var ráðlagt að halda sig fjarri hernum sem lagt hafði undir sig landið án leyfis frá íslenskum stjórnvöldum og var í þann mund að menga kynþáttinn og allt sem var „göfúgt“ og heilagt í menningu hans. Dagblöðin skömmuð- ust aftur og aftur út í þær konur sem leyfðu sér náin kynni við hermenn og var „ástandinu“ líkt við föðurlandssvik. Lækningin við slíku lauslæti, sem þurfti að uppræta hvað sem það kostaði, var að senda hinar ákærðu „vændiskonur" á góð sveitaheimili til endurhæfmgar. Á forsíðu bresks herblaðs ffá 1940 er mynd af konu sem greinilega á að vera íslensk og tyllir sér á tær og læmr vel að hermanni. Hún er draumur sérhvers dáta, versta martröð hins íhaldssama stjórnmálamanns. Hún er andófs- maður og liðhlaupi frá hinum heilaga söfúuði, trúvillingur sem hefúr afvegaleiðst með því að tilbiðja gullkálfinn, tákn lasta og úrkynjunar. Athyglisvert er að bera saman þessa forsíðu og ljósmynd fánanefndarinnar frá 1913 — þá sjást raunar í hnotskurn þær breytingar sem í hönd fóm (sjá myndir). Við horfúm á einsleitni and- spænis misleitni, feðraveldi andspænis stjórnleysi, stöðugleika andspænis yfirvofandi ringulreið. Á þessu ári — 1940 — stóð ísland á krossgötum þar sem hið einsleita skipulag var að liðast í sund- ur og misleitnin að taka við. Félagsleg einsleitni byggist í grundvallaratriðum á einsleitni fram- leiðslukerfisins og því leiðir sérhver þversögn sem stafar af þróun efnahagslífsins — iðnaður og ýmsir þrýstihópar í stað landbúnaðar og mið- stjórnarvalds — til upplausnar hinnar einsleim félagslegu tilvistar. Hinn einsleiti veruleiki leitast við að sýna sig sem nákvæmlega skilgreint og auðþekkjanlegt viðfang (þ. e. hinn ákveðna vem- leika áþreifanlegra hluta). Hinn misleiti veruleiki er meira í ætt við kraft eða áfall, eins og George Bataille hefúr skilgreint hann — hann birtist sem hleðsla, sem gildi, sem streymir frá einum hlut til annars á meira og minna óhlutbundinn hátt, næstum eins og breytingin ætti sér ekki stað í hlutveruleikanum heldur aðeins í dómgreind ein- staklingsins. Þetta kann að hljóma flókið, en skýrist síðar. Til að einfalda þetta má segja að einsleita skipulagið eigi mjög erfitt með að kljást við líkamlegt og andlegt umrót á borð við kyn- ferðislegar langanir, lauslæti, samkynhneigð, taugaveiklun, ofbeldi, drauma, geðveiki o. s. frv. Svo notað sé líkingamál kýs einsleitinn veruleiki að forðast eldgos, en misleitnin á mjög auðvelt með að innlima slíkt jafnvægisleysi inn í kerfi sitt. * Einsleitni og misleitni, sem í þessari ritgerð em látin tákna konungsveldi og valdastétt bænda annars vegar og kapítalisma hins vegar, eru vissulega óljós hugtök, en engu að síður mjög hjálpleg, að mínu mati, til að skilja tvenns konar félagslegt munstur. Svona skýr tvískipting er varla til — kannski var hægt að kalla afrískt eða ástralskt samfélag frumbyggja algjörlega einsleitt fyrir einni öld — og því mætti ef til vill halda ffam að Rússland eftir fall Berlínarmúrsins sé misleitt og Bandaríkin einsleit þrátt fyrir margs konar kynþáttaátök, eða að ísland nútímans sé á vissan hátt „einsleitt-misleitt“ samfélag. Það er engu að síður ljóst að í seinni heimsstyrjöld urðu afar róttæk umskipti hér á landi — samheldni minnkaði, hagsmunir dreifðust, opinberar hug- sjónir í nafni fósturjarðarinnar glömðust, rót komst á stéttaskiptinguna og síðast en ekki síst opnaðist risastór gluggi út í heim. Sumir af þeim listamönnum sem helst tengdust módernisma, svo sem Þorvaldur og Engilberts sem bjuggu erlendis þegar stríðið skall á, neydd- ust til að flytja heim til íslands vegna aðstæðna í Evrópu. Unga kynslóðin hafði, ólíkt fyrirrennur- um sínum, næstum öll fæðst og alist upp í Reykjavík og raunveruleikaskynjun hennar var því ffemur borgin og æðaslátmr hennar en dreif- býlið sem hún hafði í raun haff lítil kynni af. Þessi nýja stefna leiddi til klofnings innan mynd- listarinnar sem kom berlega í ljós á þúsund ára affnæli Alþingis 1930. Ungu borgarmálararnir svokölluðu voru sniðgengnir á opinberri sýningu í tilefni hátíðahaldanna, en þeir brugðust skjótt við með því að setja upp eigin sýningu. Nú þegar þeir voru flestir komnir heim úr námi hafði framúrstefnunni skyndilega vaxið fiskur um hrygg. Yfirvöld gátu ekki svo auðveldlega litið framhjá þessari hreyfingu og það var því aðeins tímaspursmál hvenær upp úr mundi sjóða. Þorvaldur, sem varð aðaltalsmaður óhlut- bundinnar myndlistar, vann í algjörlega abstrakt stíl á námsárum sínum í Tours og París seint á 4. áratugnum. Hann var þó ekki fyrr kominn til íslands affur en hann tók að mála við hliðina á Ásgrími í Húsafellsskógi, datt ofan á aðferð sem ef til vill er best að skilgreina sem fkuvisma — eða eins og hann sagði: „Ég málaði bara það sem ég sá.“ Það sem Ásgrímur leit á sem hálfgerða guðsþjónustu var í augum Þorvaldar aðeins áffamhaldandi tilraun. Hann og félagar hans voru engu að síður ákafir í að taka affur upp fyrri hætti. Vegna stríðsgróðans hafði nú almenningur efni á fleiri listaverkum en nokkru sinni áður; bókaútgáfá jókst geysilega og nýjar stíltegundir og hreyfingar sáu dagsins ljós innan bókmennt- anna. öll þessi blómlega starfsemi vakti vonir ffamúrstefnulistamanna þótt ríkið héldi áffam að láta eins og þeir væru ekki til. Styrkir til einstakra listamanna höfðu ffam að þessu verið ákveðin prósenta af fjárlögum, en Alþingi tók þá ákvörð- un árið 1940 að útdeila í staðinn einni summu til menntamálaráðuneytisins og láta sem sagt Jónas frá Hriflu um að skipta fénu. Það voru hrapalleg mistök. Árin 1941-42 útilokaði ráðu- neytið alla þá sem ekki féllu að hugmyndum þess um „natúralistísk" landslagsmálverk. Fjórtán listamenn sem höfðu engu að tapa sendu ffá sér yfirlýsingu til Alþingis í febrúar 1941 þar sem þeir kvörtuðu yfir einstefnunni í listaverkakaup- um ráðuneytisins og kröfðust þess að í stað póli- tískra fúlltrúa í úthlutunarnefndinni yrðu skip- aðir hlutlægir sérffæðingar á sviði lista. Meðal þeirra sem undirrituðu bréfið voru Ásgrím- ur og Kjarval, sem gerði þá varúðarráðstöf- un að taka fram að hann væri ekki alls kost- ar sátmr við orðalagið. Kjarval hafði ekki gleymt stuðningi félaga sinna í ungmenna- félagshreyfingunni, en hann hlýtur að hafa skynjað skriðufallið sem blasti við ffamundan og því viljað hafá vaðið fyrir neðan sig til að tryggja hagsmuni sína. Það varð bið á að svar bærist. Jónas sendi fyrsta skeytið með grein í Tímanum 18. desem- ber 1941 þar sem hann hóf hina svokölluðu „Listamannadeilu“. Hann hélt því fram að í nú- tímalist og -bókmenntum mætti greina fjóra strauma í sama stórfljótinu. í byggingarlist væri það „kassastíllinn", í höggmyndalist „klunnalegi stíllinn“, í málaralist „klastursstíllinn“ og í bók- menntum væri það „klámhreyfingin“. Önnur hver bók sem gefin var út var að hans mati áróð- ur fyrir málstað sósíalismans og rússnesku stjórn- arfari, en afgangurinn af bókmenntunum þjónaði í raun sömu baránu þótt hann reyndi að sýna hludeysi og veikti þjóðarandann með alls kyns framandi áhrifúm. Mælska Jónasar hafði sín áhrif og margir urðu til að svara. Þeirra á meðal var Halldór Laxness og ekki er ólíklegt að reynsla hans af þessari deilu hafi orðið honum hvati að því að skrifa Atómstöðina sem út kom 1948. Hámarki náðu þessar væringar á páskum 1942 þegar Jónas opnaði sýningu á „úrkynjaðri" list í alþingishúsinu til að gera lokatilraun til að kveða niður uppreisnina. Listamennirnir sem voru vald- ir til krossfestingar á Alþingi í anda sýningar Hitlers, „Entartete Kunst“ árið 1937, voru Engil- berts, Gunnlaugur Scheving (1904-1972), Jóhann Briem, Þorvaldur og Jón Stefansson, en „dóna- leg“ mynd hans, Þorgeirsboli, var talin dæmigerð fyrir módemismapláguna. Til að rétdæta gjörðir sínar birri Jónas fjórar stórar greinar í Tímanum þar sem hann ræddi um kommúnistíska innrás og úthúðaði þessum ungu módernistísku upp- reisnarmönnum og kallaði þá ógæfúsama bein- ingamenn sem Guð hefði ekki gefið aðra sköp- unargáfú en þá að monta sig og beita blekking- um. Hann kvaðst ekki æda að deila við þessa sjónvilltu menn, en sagðist í nafni þjóðar sinnar vilja setja algjört bann á þessi aumkunarverðu úrhrök svo að þeir gæm ekki áffam talið fólki trú um að þeir væm að fast við list. Sýningin var síðan færð í útstillingarglugga verslunarinnar Málarinn við Bankastræti. Tveim- ur vikum síðar var sett upp önnur sýning sem átti að vera dæmi um góða list. Að þessu sinni voru sýnd verk Sigurðar Guðmundssonar, Þórar- ins, Ríkharðs Jónssonar, Gunnlaugs Blöndals (1893-1962), Ásgríms, Kjarvals og, þótt undar- legt mætti virðast, Jóns Stefanssonar. Sú stað- reynd að hann var hafður með í báðum þessum hópum bendir til að yfirvöld hafi verið orðin nokkuð mgluð í ríminu, eða þá reiðubúin að bjóða dálida málamiðlun. Jón var landslagsmálari og því í aðalatriðum gjaldgengur, en tjáningarstíll hans var f hrópandi mótsögn við hina róman- tísku og heimatílbúnu sýn á sveitina. Þessi þver- sögn milli forms og innihalds er helsta ástæðan fyrir því að Jón hlaut ekki almennilega viður- kenningu fyrr en síðar á öldinni. Listamannadeilan hlaut skjótan endi. Eftir að Framsóknarflokkurinn hafði beðið afhroð í fimm kjördæmum í kosningunum í október urðu fúll- trúar hans að hverfá úr nefndinni, en í stað þeirra komu „ópólitískir" nefndarmenn sem lém verða sitt fyrsta verk árið eftir að kaupa verk eftir alla þá listamenn sem hafnað hafði verið. Framúrstefnu- hreyfingunni hafði verið hleypt inn í kerfið, en varla verður litið á það sem sigur því að opinber viðurkenning er í raun andstæð hugmyndinni Þorvaldur Skúlason í viðtali við Þjóðviljann 21. október 1956.

x

Fjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.