Fjölnir - 30.10.1997, Qupperneq 44

Fjölnir - 30.10.1997, Qupperneq 44
Jón Gnarr Plútó Kosningasigur jjMér er efst í huga þakklæti til þeirra fjölmörgu stuðnings- manna sem hafa lagt málstað mínum lið á undanförnum vikum. Ég hef fundið sterka undiröldu á síðustu dögum kosningabaráttunnar og ég vissi að ef takast mætti að gera kjósendum skýra grein fyrir því um hvað þessar kosningar snúast og hver mín afstaða væri í helsm málaflokkum, þá þyrfti ekki að örvænta um úrslit. Og þetta hefúr tekist. En hér ber á fleira að líta. Þau atkvæði sem talin hafa verið upp úr kjörkössunum bera vissulega vott um mikið traust kjósenda til minna verka en raunverulegur árangur næst ekki án áffamhaldandi smðn- ings þeirra. Það er mikið starf sem bíður og þessi sigur er að- eins fyrsta skrefið á langri leið. En takist okkur að feta þessa leið í sameiningu er ég þess fullviss að hún muni reynast okkur sigurbraut, þannig að þessi sigur minn í dag verði í raun sigm okkar allra.tC Fj 44 olnir tímarit handa islendingum hnust '97 Hann sýnir Job myndir sem em teknar af móðurskipinu frá plánemnni. Og Leifúr Ericson er vissulega stór og tignarlegur þar sem hann svífúr um geiminn eins og risavaxið, dormandi skrímsli. Job dettur í hug fjall. Geimskipið er spegillitað og maður greinir fána Asíu, Evrópíu og USAC á skrokknum. — Já, þetta er nokkuð stórt, segir Job og kinkar kolli. — Ég hef ekkert fylgst með þessu. Hvernig koma þeir þessu flykki áfram? — Sextán kjarnorkuknúnir jóna— helvítis— jektorar og fjörtíuogátta vetniseldflaugar. Svo hafa þeir einhvern veginn í helvíti notað aðdráttarafl hinna plánetanna til að fleyta sér áfram en ég skil ekki alveg hvernig í fjandanum þeir fara að því. Mansm ekki eftir því þegar var verið að segja frá því að þeir hefðu látið sig „detta“ inní Satúrnus? Job ypptir öxlum. — Nei, ég hef ekkert fylgst með þessu. Ég er bara að sjá þetta fyrst núna. Hann ýtir á takkann. Lyftan opnast samstundis og býður hann velkominn með þýðri og ómfag- urri kvenmannsrödd. — Gott kvöld. Vinsamlegast sýnið persónu- legt kort. Hann sýnir kortið sitt og ýtir vísifmgri á fingrafaralesarann. Lyftutölvan samþykkir hann. — Hvert má bjóða þér að fara? spyr hún. — Exit. É þarf a far út. Dyrnar lokast og lyftan fer af stað. — Uti er sjö stiga hiti, skyggni ágætt og rign- ing öðm hvoru, tilkynnir tölvan. — Hvenær býst þú við að koma aftur? Hann hugsar sig um. Það er ekkert óeðlilegt við það að tölvan spurji svona. Allt eftirlit á að vera sem best. Lyftur og sjálfsalar spyrja alls konar spurninga. Það er ekki gert í þeim tilgangi að njósna um fólk heldur til að skrásetja ferðir þess svo öryggi þeirra verði sem best tryggt. Einnig er þetta gert til að takmarka aðgang glæpamanna um borgina. Enginn á að komast neitt óséður. Þar skipta myndavélarnar mestu máli. Út um alla borg eru myndavélar af öllum mögulegum stærðum og gerðum sem taka upp allt sem gerist. Sumar eru tengdar hitaskynjurum og mynda bara lifandi hluti og hluti á hreyfmgu en slökkva á sér þegar ekkert er að gerast. Fuii- komnustu vélarnar eru búnar svokölluðum PIC- nema, sem getur þekkt einstaklinga og auðkennt þá. Vélunum er komið fyrir hátt uppi á húsum, á óaðgengilegum stöðum þar sem enginn tekur eftir þeim. Sumar taka víðmyndir, aðrar einbeita sér að minni, afmörkuðum blettum. Allar upp- tökur eru geymdar, ef einhvern tíma skyldi þurfa á þeim að haida, eins og til dæmis við manns- hvarf eða lausn glæpamála. Vélarnar ríða þétt net yfir borgina. Þær horfa á fólkið. — Ég verðekki long, kannski tvo tíma. — Nú er klukkan 15.04, tilkynnir tölvan. -— Ég geri ráð fyrir þér í hús um sautjánhundruð. — Sautjánundruð og súrkál? spyr hann og hlær lágt. Tölvan hváir. — Hvað áttu við? Það er ekki til neitt sem heitir sautjánhundruð og súrkál. Það er bull. — É veita, etta er djók... fox... Dyrnar opnast með bjölluhljómi. Hann gengur út. — Gangi þér vel, segir tölvan og lokar dyr- unum. Jafnvel hún veit ekki að honum á eftir að ganga mjög illa. L ögreglubíllinn nemur staðar. Job situr við stýrið. Manús situr við hlið hans. Þeir rýna upp eftir húsinu. — Ertu viss um að þetta sé hér? spyr Manús. Job svarar ekki. Hann kveikir sér í sígarettu. Þeir fara útúr bílnum og ganga að húsinu. Allt gert af gömlum vana. Þeir gefa hvor öðrum bendingar og kinka kolli. Þegjandi samkomulag þeirra sem hafa unnið lengi samati og kunna að vinna saman. Þegar þeir hafa gengið úr skugga um að enginn sé fyrir utan bygginguna rennir Manús kortinu sínu í dyratölvuna. Lögreglukort- ið veitir greiðan aðgang nær alls staðar og dyrnar opnast án nokkurra vandkvæða. Lögum sam- kvæmt ber þeim að tilkynna inngöngu í hús en í þetta skipti bregða þeir útaf vananum. Þeir sýna lyftutölvunni lögreglumerkin. Lyfiudyrnar lokast. — Hugsaðu þér bara hvaða þýðingu þetta hefúr, maður, segir Manús. — Hvað? — Nú, Leif djöfúlsins Ericson. — Já, þú meinar það... — Hvernig get ég aðstoðað lögregluna? spyr tölvan. — Við þurfúm að hitta íbúa í húsinu sem heitir André Engill. Er hann heima? spyr Job. Tölvan svarar samstundis. — Herra Engill er heima, herra lögreglu- þjónn. Hann hefúr ekki farið útúr húsi í fjörtíu- ogtvær klukkustundir og átján mínútur. — Númer hvað er íbúðin hans? — Hún er númer 202, herra lögregluþjónn. — Farðu með okkur þangað, segir Job skip- andi. Lyftan fer samstundis af stað og nemur staðar á annarri hæð. Þeir koma út í bjartan en kulda- legan gang. íbúð númer 202 er við enda gangs- ins. Job hringir bjöllunni. — Hvaða þýðingu hefúr þetta? Manús verður alveg hlessa, eins og hann vilji ekki trúa sínum eigin augum. — Skilurðu það ekki? Þetta sýnir okkur að við gemm gert allt. Við gemm ferðast útúr þessu helvítis sólkerfi. Job hringir aftur. — En til hvers? Hvað... Hann kemst ekki lengra. Það kviknar á mónitornum og syfjulegt og tekið andlit birtist á skjánum. — Hva? spyr maðurinn. — Við erum frá Lögreglunni í Reykjavíkur- borg, segir Job ákveðið. — Við þurfúm að tala við þig. Maðurinn geispar. — Abát hva? spyr hann. Manús hallar höfðinu að myndavélinni og segir hvasst: — Opnaðu bara helvítis dyrnar í nafni djöfúlsins eða við brjótum helvítið niður! Það kemur undrunarsvipur á manninn. Svo ýtir hann á takkann og dyrnar opnast með lágurn smelli. Lögreglumennirnir ganga inn. Dyrnar lokast á eftir þeim. H ún situr og flettir í blaði. Hún er klædd í rautt korsiletti og svört leðurstígvél sem ná henni upp á inið læri. Háir pinnahælar. Korsilettið er ekki hneppt í klofið. Hún er nærbuxnalaus. Hún situr á rúmbríkinni og flettir í blaði, áhugalaus. Dyrasíminn hringir. Hún kveikir á mónitornum. Það er kúnni. — Kort? spyr hún. Hann tekur upp kort og sýnir í vélina. — É er ekki me neina skiftidíla, sko. — Þetta er tvöfalt kort. Þú getur tékkaða á Netcon, segir hann. Hann rennir kortinu í gegn- um kortaraufina. Hún slær því upp á skjánum. Debcred og Trade. Gott kort, tryggt og í ábyrgð. Hún opnar og slekkur á mónitornum. Hann kemur inn. Þau kinka kolli til hvort annars og hún bendir hon- um á sturtuna. Á meðan hann þvær sér flettir hún í gegnum blaðið. Hann kemur fram. Hann er nakinn. Hann hefúr ekki þurrkað sér. Vatnið drýpur af honum. — Þa erengar þurrkur, segir hann afsakandi. Hún leggst á bakið í rúmið og færir sundur fæturna. — Gerir ekkert. Þa er so ógeslega heitt. Hva viltu? Hann virðir hana fyrir sér með velþóknun. Honum byrjar að standa. Limur hans rís í smtt- um kippum. — Streit, ba. Ertekki með eikkvað sona standard...? — Blódjobb er extra, segir hún og breiðir úr sér. Hún talar hratt og af æfingu þess sem hefúr sagt sama hlutinn oft. — 30 púntar. Hemerever- ín er líka extra, 20 púntar pillan, tvær á 30, þú færð bæði á 50. Allan dílinn á 100 púnta. Þa er S.H.C. kort á borðinu. É er klín. Hann skoðar heilbrigðisvottorðið. — En bara streit sex? — 65 púntar, svarar hún án þess að hugsa sig um. Hann krýpur fyrir framan hana, þar sem hún liggur í rúminu og semr á sig smokk. Svo leggst hann á hana. Samfarirnar ganga vel fyrir sig. Hún stynur hátt, með lokuð augu og þykist njóta þeirra. Kossar em bannaðir. Hann horfir ffarnan í hana og þegir. Hann hamast á henni eins hratt og hann gemr þar til hann fær fúllnægingu. Hann segir ekkert þegar hann fær það, treður bara limnum eins langt inn í hana og hann getur og reigir sig afturábak. Svo er það búið. Hann kann ekki við að láta þunga sinn hvíla á henni svo hann veltir sér af henni og leggst á rúmið. Hann tekur af sér smokkinn og hendir honum í msla- tunnuna. Hún fer á klósettið. Þegar hún kemur affur er hann búinn að klæða sig. — Okei? spyr hún gleðilaust. Það vottar fyrir leiða í röddinni. — Jebb, svarar hann og gengur til dyranna. Hurðin opnast... og lokast á effir honum. Þegar hann er kominn út á götuna hringir síminn hans. Hann er með heyrnartæki í eyranu. Hann ýtir á takka á úrinu sínu og talar í það. — Ló? Það er Perla. Henni er mikið niðrifyrir. — Hvarertu, Dó? — Ér á leiðinni, svarar hann. — Érá göm, á leiðinni. — Þette soðið, þún so long, súrt fyri mi, segir hún vonsvikin. — É ska spíttaða. Hún róast. — Mi langar í Kók, segir hún. — É ska korta eikkva Kók og koma me til- ðín. — Jebb, gerðu þa, Dó. Hún þegir dálitla stund. — O essar góðu sem láta mig líða so vel. — Okei, segir hann. É á so fáa púnta eftir á kortinu. Vi skulum hættað tala núna. Bæ, bæ. — Bæ,bæ, Dó. Hann slekkur á símanum. Perla er bara 14 ára. Konur mega ekki stunda vændi fyrr en þær eru orðnar 18 ára. Dó smyglaði henni inn í íbúð- ina sína í ferðatösku. Hann hefúr velt því fyrir sér að selja hana á svörtu. Hún er orðin líkamlega þroskuð og Dó hefur oft þurff að sitja á sér að nota hana ekki sjálfúr. Menn eru tilbúnir að borga vel fyrir hreinar meyjar, jafnvel tífált verð. 1000 punktar. Þau gætu lifað vel á henni. Hann er bara að bíða eftir rétta tækifærinu. Perla kveikir á tölvunni og stillir á sjónvarp. Hún fer í kvikmyndavalið, sem státar af 900.000 kvikmyndum og flettir í gegnum titlana. Hún þekkir ekki myndirnar og man ekki hvað hún hefúr séð. Hún velur mynd af handahófi. Mynd- in heitir Blues Brothers. í kynningunni segir að þarna sé á ferðinni sprenghlægileg gamanmynd frá síðari hluta tuttugustu aldar. Hún ýtir á Enter og tölvan hleður inn myndina. Það er ekkert til í ísskápnum. Dó hefúr gleymt að panta mat, lík- lega ekki tímt því. Hún finnur gamlan kexpakka uppi í skáp og sest með hann fyrir framan tölv- una. Myndin er komin inn og hún setur hana í gang. Síminn hringir. Hún minnist orða Dós og svarar ekki. Hann hringir út. Pið er löggubíll fyrir utan húsið. Það er tveggja- manna Skápur. Sérsveitarbíll. Sérsveitirnar eru sjaldan á ferðinni á daginn. Á nóttunni fara þeir um, hirða upp vafasamt fólk og gera árásir á eiturlyfjabæli. Sérsveitarmennirnir eru vopnaðir, hafa leyfi til að drepa fólk og beita það „vægum líkamlegum þvingunum", eins og það er orðað. Dó snarstoppar. Hvað er í gangi? Hann smeygir sér inn í húsasund og bíður átekta. Hann þorir ekki að húsinu fyrr en löggan er farin. Hann slekkur á símanum til öryggis. Hann hefúr ekki beðið lengi þegar skyndilega kemur sjúkrabíll æðandi og staðnæmist fyrir utan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Fjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.