Fjölnir - 30.10.1997, Page 45
Myndir Þórarinn Leifsson
húsið. Þetta er sjúkrabíll Lögreglunnar. Sjúkra-
liðarnir hlaupa inn með börur. Þeir koma út
skömmu síðar með mann á börunum. Þeir setja
hann í bílinn og keyra burt.
Dó bíður átekta. Var þetta Engill sem lá á
börunum? Rétt í því kemur lögregluþjónn út á
tröppurnar. Hann er hávaxinn og þrekinn, svart-
klæddur og brynvarinn. Hann er vopnaður.
Greinilega sérsveitarmaður. Hann sest upp í bíl-
inn og ekur á brott. Þegar allt er orðið kym kem-
ur Dó úr fylgsni sínu. Hann lítur vel í kring um
sig, svo hraðar hann sér að húsinu.
Lyftan býður hann velkominn.
— Hvert má bjóða þér að fara? spyr hún.
— Tvö, svarar hann. Hann talar hratt. Hann
er spenntur og sveittur.
Lyftan lokast og opnast á annarri hæð. Hann
hringir á bjöllunni hjá Engli. Ekkert svar. Hann
hringir aftur og nú lengur. Enn ekkert svar.
— Kaða helvítis morbit drulla er að ske? segir
hann hátt svo glymur í ganginum.
Hvar á hann nú að fá smakk? Hvar á hann
nú að fá purpura fyrir Perlu? Ef hún fær ekki pill-
urnar sínar væri hún vís til að vera með læti. Hún
gæti orðið reið og farið að vekja á sér athygli.
Hún gæti jafnvel hlaupið ffam og myndavélarnar
gætu séð hana. Hún gæti jafhvel farið að tala við
lyftuna og þá væri fjandinn laus. Hún var eftir-
lýst.
Lyftan mundi tilkynna hana um leið. Hún
yrði tekin frá honum. Hann gat ekki ímyndað
sér hvað yrði um hann sjálfan. Hann yrði örugg-
lega ekki dæmdur af einhverjum sjálfsala eins og
gert var í minniháttar málum og almennum aga-
og umferðarlagabrotum. Hann vissi ekki hve al-
varlegt það væri að hýsa strokubarn en það var
örugglega ekki smámál. Hann gæti jafnvel verið
sendur til Svalbarða, fangaeyjunnar sem var, af
sögunum að dæma, einhver hryllilegasti staður á
jarðríki. Hann vissi að þar var ekkert Prógram og
engir verðir, bara glæpamenn. Flestir sem fóru
þangað komu aldrei aftur.
Job slær eiturlyfjasalann með rafmagnskylf-
unni. Hann dettur í gólfið með dynk og skelfúr.
Höfúðið er reigt aftur, andlitið er afmyndað af
þjáningu. Svo slaknar á honum og hann beygir
sig í keng. Stynur. Job sparkar í magann á hon-
um.
— Hélvískastu á djöfúlsins drullulappir! æpir
Manús. Svo snýr hann sér að Job. — Við gætum
byggt upp ný sólkerfi!
Job tekur í hár eiturlyfjasalans og dregur
hann á fetur og hendir honum í stól.
— En til hvers? Er einhver þörf á því?
Eiturlyfjasalinn fylgist undrandi með umræð-
unum. Þeir leyfa honum að jafúa sig. Manús
hugsar sig um.
— Nei, það er kannski ekki nein þörf á því.
Þetta er bara hluti af mannlegu eðli að kanna
framandi lönd og leggja undir sig meira og
meira.
Job hristir hausinn og snýr sér að Engli.
— Þú ert dópsali, tilkynnir hann hárri
raustu.
Engill stynur og heldur um magann.
— Það er ekki rétt, segir hann. — É e sjötjo-
fimm próst örykki...
Hann kemst ekki iengra. Manús slær hann
með kylfúnni í öxlina og brýmr viðbeinið. Það
heyrist smellur. Engill tárast af sársauka og grípur
um öxlina. Félagarnir haggast ekki. Þeir em svip-
brigðalausir, yfirvegaðir og ákveðnir.
— Nú erm öryrki, segir Job. Eigum við að
halda þessu áfram eða enu tilbúinn að tala við
okkur? Hann snýr sér að Manúsi. — Þetta er
bara mgl. Við emm búnir að leggja undir okkur
allar plánetur í sólkerfinu og við höfúm ekkert
þar að gera. Þetta er bara sóun á auðlindum.
— Ka viljiði? E ekkva prop? spyr Engill.
Hann horfir til skiptis á þá.
Job tekur upp vasatölvu og les af henni.
— Þú heitir Engill. Kennitaian þín er
280218 5 4993. Þú ert dópsali. Er það rétt?
Engill hugsar sig um og bímr í neðrivörina.
— Já, þa e rétt, segir hann lágt. Hann er
hræddur.
— Hvar geymir þú dópið? spyr Job með
sama einræmislega tóninum.
Engill hugsar sig um og horfir óttasleginn
upp á lögreglumennina. Augun flökta.
— Ekki berja mig..., flýtir hann sér að segja.
— Ég á ekkert... ég...
Manús slær hann í eyrað með krepptum
hnefa. Hann detmr í gólfið og æpir. Blóð vædar
úr eyranu. Manús snýr sér að Job. Hann er búinn
að hugsa sig vel um. Hann talar í tilvitnunartón.
— Sko, það fegursta sem hægt er að upplifa
er hið leyndardómsfúlla. Sá sem ekki þekkir það
og er ófer um að undrast og hrífast, er með
nokkmm hætti dáinn og auga hans brostið.
Hann brosir stoltur og sparkar framan í Engil
sem liggur á gólfinu. Job glottir hæðnislega.
— Hvað var nú þetta?
— Albert Einstein, svarar Manús og brosir.
— Hver er það? spyr Job.
Manús hristir höfúðið framan í hann. Hann
er orðinn pirraður.
— Veistu ekki hver Albert Einstein var?
— Nei.
— Það vita allir hver Albert Einstein var!
— Nú? spyr Job og glennir upp augun. —
Ekki veit ég það. Hann lítur snöggt niður á
Engil. — Veist þú hver þessi Albert var?
Engill fórnar höndum.
— Ekki drepa mig! æpir hann. — Það er
undir borðplötunni í eldhúsinu.
Manús fer inn í eldhúsið. Job hjálpar Engli
að setjast.
— Aibert Einstein var maðurinn sem fann
upp kjarnorkusprengjuna, kallar Manús inn úr
eldhúsinu. Svo hlær hann hátt. — Heyrðu, hann
er með heilt apótek hérna. Hann kemur fram
með lyfjaglös og les á þau. — Kódín. Rítatox.
Avaríl og bara allt sem hugurinn girnist. Þú færð
minnst tuttugu ára dóm fyrir þetta, jafnvel
údegð.
Engill er byrjaður að gráta. Hann snöktir og
skelfúr og kyngir ört.
— Hva viljiði?
— Við erum að leita að stúlku, segir Job.
Hún er þrettán ára og heitir Katrín Fóstberg.
Veist þú hvar hún er?
Hann gapir og gjóir augunum á kvalara sína.
— É veit ekkert hva...
Job dregur upp hníf úr buxunum sínum og
handleikur hann.
— Hva, hva erta gera? spyr Engill og hallar
sér afturábak og ber fyrir sig hendurnar.
Job svarar honum engu.
— Allt í lagi. Ég get skilið að þú hafir gaman
af að fylgjast með þessu, segir hann við Manús.
— En þú hlýtur samt að viðurkenna að þetta er
algjörlega tilgangslaust. Eldsnöggt sdngur hann
Engil í lærið með hnífnum. Hann öskrar og
hristist af kvölum. Manús bætir um betur, slær
hann aftur á eyrað og öskrar á hann.
— Geturðu ekki helvítast til að segja satt,
helvítingurinn þinn?! Hann snýr sér að Job.
— Mannkynið á eftir að breiðast út um alian
alheiminn. Og ef þú skilur ekki hvað það er
magnað þá ert þú bara hreinlega heimskur!
Job þurrkar blóðið af hnífsblaðinu á bolnum
sem Engill er í og setur hann aftur í slíðrið.
— Ég nenni ekki að ræða þetta við þig. Þú
ert bara fanatík.
Þeir bíða átekta, þegja og leyfa Engli að jafna
sig. Manús opnar eitt meðalaglasið og hellir inni-
haldinu upp í hann. Svo grípur hann um kjálk-
ann og lokar á honum munninum. Engill kyngir.
Job tekur til máls.
— Ef þú hjálpar okkur ekki þá stingum við
úr þér augun og skerum af þér eyrun og látum
þig svo éta það.
Engill veit að honum er alvara. Þessir menn
voru til alls líklegir. Hann ræskir sig og skyrpir
útúr sér pilium.
— Þa er einn gæ sem ún gæti verið hjá...,
stynur hann. — Hann er alltaf a vessla ekkva
píkudóp en e sjálfúr smakkaus. Ha e eikkva vírd
vi ann.
— Hvað heitir hann?
Engill bröldr á fætur og haltrar að skrifborð-
inu sínu og leitar í skúffúm.
Lögregluþjónarnir taka vara á sér. >-